29.04 2020 – 16:00-17:00

Að­al­fund­ur Festu 2020
@ra­f­rænn ( zoom)


Boð­að hef­ur ver­ið til að­al­fund­ar Festu 2020.

Festa – mið­stöð um sam­fé­lags­ábyrgð, boð­ar til að­al­fund­ar mið­viku­dag­inn 29. apríl 2020 kl. 16:00

Dag­skrá fund­ar­ins:
1. Kosn­ing fund­ar­stjóra og fund­ar­rit­ara
2. Skýrsla stjórn­ar
3. Reikn­ing­ar lið­ins reikn­ings­árs
4. Ákvörð­un fé­lags­gjalds
5. Breyt­ing­ar á sam­þykkt­um fé­lags­ins
6. Kosn­ing stjórn­ar og for­manns
7. Kjör lög­gilts end­ur­skoð­anda
8. Önn­ur mál

Rétt til að sækja að­al­fund­inn og hafa þar bæði kjörgengi og kosn­inga­rétt eiga þeir fé­lag­ar sem eru skuld­laus­ir við fé­lag­ið viku fyr­ir fund­inn. Skráð­ur tengi­lið­ur hvers að­ild­ar­fé­lags fer með at­kvæð­is­rétt fyr­ir hönd við­kom­andi fé­lags. Fé­laga er heim­ilt að veita öðr­um full­trúa um­boð til að sækja að­al­fund og fara með at­kvæð­is­rétt sinn gegn skrif­legu, dag­settu um­boði.

Sam­kvæmt 1. mgr. 13. gr. gild­andi sam­þykkta skulu til­lög­ur að breyt­ing­um sam­þykkta fé­lags­ins ber­ast for­manni, hronn­in­golfs@hot­mail.com, og fram­kvæmda­stjóra, hrund@sam­felagsa­byrgd.is, fé­lags­ins eigi síð­ar en fjór­um vik­um fyr­ir að­al­fund fé­lags­ins, þ.e. 1.apríl, og munu þeir sjá um að áfram­senda þær í kjöl­far­ið á fé­laga, eigi síð­ar en 3 vik­um fyr­ir að­al­fund, þ.e. 8.apríl. 2/3 at­kvæða á að­al­fundi þarf til að sam­þykkja breyt­ing­ar til að þær nái fram að ganga.

Borist hef­ur ein til­laga til breyt­inga og snýr hún að stærð­ar­flokk­um fé­laga sem kveð­ur á um í 7. grein sam­þykkta Festu: stærð­ar­flokk­ur­inn fé­lag­ar með 2-9 starfs­menn verði að fé­lag­ar með 2-15 starfs­menn.

Stjórn ósk­ar eft­ir fram­boð­um til stjórn­ar, fram­boð þurfa að ber­ast í síð­asta lagi 22. apríl 2020. Áhuga­sam­ir eru beðn­ir um að hafa sam­band við kjör­nefnd, en hana skipa: Jó­hanna Harpa Árna­dótt­ir( johanna.harpa.arna­dott­ir@lands­virkj­un.is) og Ketill Berg Magnús­son (ketill@gmail.com).

f.h. stjórn­ar Festu

Hrönn Ing­ólfs­dótt­ir, formað­ur

 

  • Nauð­syn­legt er að skrá sig ( sjá hér fyr­ir of­an)- hlekk­ur á fund­inn og ra­f­ræna at­kvæða­seðla verð­ur send­ur á þá sem skráð­ir eru
  • Fund­ar­boð, með nán­ari upp­lýs­ing­um um kosn­ing­ar, hef­ur ver­ið sent til tengi­liða að­ild­ar­fé­laga Festu.
  • All­ar nán­ari upp­lýs­ing­ar má nálg­ast hjá harpa@sam­felagsa­byrgd.is

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is