29.04 2020 – 04:00-05:00

Aðal­fundur Festu 2020


Boðað hefur verið til aðal­fundar Festu 2020.

Festa – miðstöð um samfé­lags­ábyrgð, boðar til aðal­fundar miðviku­daginn 29. apríl 2020 kl. 16:00

Dagskrá fund­arins:
1. Kosning fund­ar­stjóra og fund­ar­ritara
2. Skýrsla stjórnar
3. Reikn­ingar liðins reikn­ingsárs
4. Ákvörðun félags­gjalds
5. Breyt­ingar á samþykktum félagsins
6. Kosning stjórnar og formanns
7. Kjör löggilts endur­skoð­anda
8. Önnur mál

Rétt til að sækja aðal­fundinn og hafa þar bæði kjörgengi og kosn­inga­rétt eiga þeir félagar sem eru skuld­lausir við félagið viku fyrir fundinn. Skráður tengi­liður hvers aðild­ar­fé­lags fer með atkvæð­is­rétt fyrir hönd viðkom­andi félags. Félaga er heimilt að veita öðrum full­trúa umboð til að sækja aðal­fund og fara með atkvæð­is­rétt sinn gegn skrif­legu, dagsettu umboði.

Samkvæmt 1. mgr. 13. gr. gild­andi samþykkta skulu tillögur að breyt­ingum samþykkta félagsins berast formanni, hronn­in­[email protected], og fram­kvæmda­stjóra, [email protected]­byrgd.is, félagsins eigi síðar en fjórum vikum fyrir aðal­fund félagsins, þ.e. 1.apríl, og munu þeir sjá um að áfram­senda þær í kjöl­farið á félaga, eigi síðar en 3 vikum fyrir aðal­fund, þ.e. 8.apríl. 2/3 atkvæða á aðal­fundi þarf til að samþykkja breyt­ingar til að þær nái fram að ganga.

Borist hefur ein tillaga til breyt­inga og snýr hún að stærð­ar­flokkum félaga sem kveður á um í 7. grein samþykkta Festu: stærð­ar­flokk­urinn félagar með 2-9 starfs­menn verði að félagar með 2-15 starfs­menn.

Stjórn óskar eftir fram­boðum til stjórnar, framboð þurfa að berast í síðasta lagi 22. apríl 2020. Áhuga­samir eru beðnir um að hafa samband við kjör­nefnd, en hana skipa: Jóhanna Harpa Árna­dóttir( johanna.harpa.arna­[email protected]­virkjun.is) og Ketill Berg Magnússon ([email protected]).

f.h. stjórnar Festu

Hrönn Ingólfs­dóttir, formaður

 

  • Fyrir­komulag fundar verður auglýst þegar nær dregur.
  • Fund­arboð hefur verið sent til tengi­liða aðild­ar­fé­laga Festu.
  • Allar nánari upplýs­ingar má nálgast hjá [email protected]­byrgd.is

 

Yfirlit viðburða