10.09 2019 – 09:00-11:30

Þátt­taka fyr­ir­tækja í þró­un­ar­sam­vinnu
@Naut­hóll

Naut­hóls­vegi 106
101 Reykja­vík
Skrá mætingu

Með heims­mark­mið­um Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þró­un er gert skýrt ákall eft­ir þátt­töku fyr­ir­tækja í brýn­ustu verk­efn­um á heimsvísu, sem eru m.a. loft­lags­að­gerð­ir ásamt út­rým­ingu hung­urs og fá­tækt­ar í öll­um sín­um birt­ing­ar­mynd­um. Með því að leggja til þekk­ingu, bún­að, vinnu­afl eða fjár­muni hafa mörg fyr­ir­tæki, stór og smá, breytt lífs­kjör­um fjölda fólks, víðs­veg­ar um heim­inn. Markmið mál­stof­unn­ar er að kynna afrakst­ur slíkra verk­efna og ávinn­ing­inn sem þau geta haft fyr­ir fyr­ir­tæki.

Starfs­fólk, við­skipta­vin­ir og fjár­fest­ar gera æ meiri kröf­ur til fyr­ir­tækja um sam­fé­lags­lega ábyrga hegð­un. Með þátt­töku í þró­un­ar­sam­vinnu geta fyr­ir­tæki auk­ið stolt starfs­manna sinna og gef­ið við­skipta­vin­um og fjár­fest­um skýr­an og ábyrg­an val­kost.

Á mál­stof­unni verð­ur einnig bent á hag­nýt­ar leið­ir til þess að vinna að fram­gangi heims­mark­mið­anna og tengj­ast al­þjóð­legri þró­un­ar­sam­vinnu. Það eru ótal tæki­færi fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki og starfs­fólk þeirra að leggja sitt af mörk­um.

Dag­skrá mál­stofu:

Opn­un­ar­ávarp:
Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herra

Ásetn­ing­ur fyr­ir­tækja að gera heim­inn að betri stað:
Hrund Gunn­steins­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Festu – mið­stöðv­ar um sam­fé­lags­lega ábyrgð

Ávinn­ing­ur fyr­ir­tækja af þró­un­ar­sam­vinnu:
Vikt­oría Valdi­mars­dótt­ir sér­fræð­ing­ur hjá Ábyrg­um lausn­um

Sam­starf­stæki­færi fyr­ir­tækja og fé­laga­sam­taka í þró­un­ar­sam­vinnu:
Stella Samú­els­dótt­ir fram­kvæmda­stýra UN Women

Sam­starfs­sjóð­ur við at­vinnu­líf um Heims­markmið SÞ:
Sig­urlilja Al­berts­dótt­ir sér­fræð­ing­ur hjá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu

Reynslasaga fyr­ir­tækja af þátt­töku í þró­un­ar­sam­vinnu.

Fund­ar­stjóri er Logi Berg­mann Eiðs­son.

Mál­stof­an er hluti af vit­und­ar­vakn­ing­unni Þró­un­ar­sam­vinna ber ávöxt sem fer fram 9.-13. sept­em­ber og er sam­starfs­verk­efni fjölda fé­laga­sam­taka er starfa á vett­vangi al­þjóð­legra mann­úð­ar­mála og hjálp­ar­starfa og ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is. Markmið þess er að vekja at­hygli á mik­il­vægi þró­un­ar­sam­vinnu og bar­átt­unni gegn fá­tækt og hungri í heim­in­um.

Við biðj­um ykk­ur vin­sam­leg­ast að skrá þátt­töku á mál­stof­una.

Mál­stof­an er gjald­frjáls og öll­um op­in. Ver­ið vel­kom­in!

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is