10.09 2019 – 09:00-11:30

Þátt­taka fyr­ir­tækja í þró­un­ar­sam­vinnu
@Nauthóll

Nauthólsvegi 106
101 Reykjavík
Skrá mætingu

Með heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er gert skýrt ákall eftir þátttöku fyrirtækja í brýnustu verkefnum á heimsvísu, sem eru m.a. loftlagsaðgerðir ásamt útrýmingu hungurs og fátæktar í öllum sínum birtingarmyndum. Með því að leggja til þekkingu, búnað, vinnuafl eða fjármuni hafa mörg fyrirtæki, stór og smá, breytt lífskjörum fjölda fólks, víðsvegar um heiminn. Markmið málstofunnar er að kynna afrakstur slíkra verkefna og ávinninginn sem þau geta haft fyrir fyrirtæki.

Starfsfólk, viðskiptavinir og fjárfestar gera æ meiri kröfur til fyrirtækja um samfélagslega ábyrga hegðun. Með þátttöku í þróunarsamvinnu geta fyrirtæki aukið stolt starfsmanna sinna og gefið viðskiptavinum og fjárfestum skýran og ábyrgan valkost.

Á málstofunni verður einnig bent á hagnýtar leiðir til þess að vinna að framgangi heimsmarkmiðanna og tengjast alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Það eru ótal tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og starfsfólk þeirra að leggja sitt af mörkum.

Dagskrá málstofu:

Opnunarávarp:
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra

Ásetningur fyrirtækja að gera heiminn að betri stað:
Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu – miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð

Ávinningur fyrirtækja af þróunarsamvinnu:
Viktoría Valdimarsdóttir sérfræðingur hjá Ábyrgum lausnum

Samstarfstækifæri fyrirtækja og félagasamtaka í þróunarsamvinnu:
Stella Samúelsdóttir framkvæmdastýra UN Women

Samstarfssjóður við atvinnulíf um Heimsmarkmið SÞ:
Sigurlilja Albertsdóttir sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu

Reynslasaga fyrirtækja af þátttöku í þróunarsamvinnu.

Fundarstjóri er Logi Bergmann Eiðsson.

Málstofan er hluti af vitundarvakningunni Þróunarsamvinna ber ávöxt sem fer fram 9.-13. september og er samstarfsverkefni fjölda félagasamtaka er starfa á vettvangi alþjóðlegra mannúðarmála og hjálparstarfa og utanríkisráðuneytis. Markmið þess er að vekja athygli á mikilvægi þróunarsamvinnu og baráttunni gegn fátækt og hungri í heiminum.

Við biðjum ykkur vinsamlegast að skrá þátttöku á málstofuna.

Málstofan er gjaldfrjáls og öllum opin. Verið velkomin!

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is