Stundum er einfalt að taka stór skref

Vertu með!

Hjá Festu eru yfir 100 fyrir­tæki, stofn­anir og aðrar skipu­lags­heildir sem vinna að samfé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni í rekstri og menn­ingu. Öll erum við saman á þessari vegferð. Komdu og vertu með.

Aðild veitir þér

  1. Forskot í heimi þar sem vænt­ingar til samfé­lags­ábyrgðar og sjálf­bærni og viðskipta­tæki­færi þeim tengdum eru í örum vexti.
  2. Aðild að öflugu samstarfs- og tengslaneti fyrir­tækja, stofnana og annarra skipu­lags­heilda sem vinna að samfé­lags­ábyrgð.
  3. Vinnu­stofur og námskeið þar sem fyrir­tækjum er leið­beint við innleið­ingu á samfé­lags­ábyrgð í rekstur fyrir­tækja og stofnana.
  4. Aðgang að Lofts­lags­mæli Festu og fræðslu um aðgerðir til að draga úr losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda og minnka myndun úrgangs..
  5. Tæki­færi til að læra af fremstu sérfræð­ingum hérlendis og erlendis.
  6. Aðgang að samtölum, fræðslu og vinnu­stofum um fram­sæknar hugmyndir og aðferð­ar­fræði við þróun sjálf­bærra viðskipta­módela.
  7. Rafrænt frétta­bréf Festu með nýjustu fréttum um þróun samfé­lags­ábyrgðar.
  8. Afslátta­kjör vegna funda og námskeiða á vegum Festu.
  9. Leyfi til að setja merki Festu á heima­síðu ykkar og ykkar getið á vef Festu.
  10. Umfjöllun um þau verk­efni sem þið vinnið að á sviði samfé­lags­ábyrgðar á vefmiðlum á vegum Festu.

Skráning í Festu

Árleg félagsgjöld Festu fyrir er kr.

Athygli er vakin á því að félagi í Festu skuldbindur sig til að greiða félagsgjaldið sem er er innheimt árlega. Ef félagsgjald er ekki greitt á eindaga er heimilt að reikna dráttarvexti frá gjalddaga.

Framkvæmdastjóri hefur í sérstökum tilfellum heimild til að semja við nýja félagsmenn um félagsgjald í takmarkaðan tíma.

Félagi í Festu er heimilt að segja sig úr félaginu frá næstu áramótum að telja og skal þá skrifleg úrsögn hafa borist skrifstofu félagsins í síðasta lagi 30. september. Stjórn Festu getur sagt félaga upp félagsaðild ef hann verður uppvís að brotum á siðareglum félagsins eða greiðir ekki félagsgjald samkvæmt greiðsluskilmálum félagsins.

Ef einhverjar spurningar vakna. Ekki hika við að hafa samband.
Við hlökkum til að heyra frá þér.