Stund­um er ein­falt að taka stór skref

Vertu með!

Hjá Festu eru rúm­lega 150 fyr­ir­tæki, stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög, há­skól­ar og aðr­ar skipu­lags­heild­ir sem vinna að sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni í rekstri og menn­ingu. Öll er­um við sam­an á þess­ari veg­ferð. Komdu og vertu með.

Aðild veitir þér

  1. For­skot í heimi þar sem vænt­ing­ar til sam­fé­lags­ábyrgð­ar og sjálf­bærni og við­skipta­tæki­færi þeim tengd­um eru í ör­um vexti.
  2. Að­ild að öfl­ugu sam­starfs- og tengslaneti fyr­ir­tækja, stofn­ana og annarra skipu­lags­heilda sem vinna að sam­fé­lags­ábyrgð.
  3. Vinnu­stof­ur og nám­skeið þar sem fyr­ir­tækj­um er leið­beint við inn­leið­ingu á sam­fé­lags­ábyrgð í rekst­ur fyr­ir­tækja og stofn­ana.
  4. Að­gang að Lofts­lags­mæli Festu og fræðslu um að­gerð­ir til að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda og minnka mynd­un úr­gangs..
  5. Tæki­færi til að læra af fremstu sér­fræð­ing­um hér­lend­is og er­lend­is.
  6. Að­gang að sam­töl­um, fræðslu og vinnu­stof­um um fram­sækn­ar hug­mynd­ir og að­ferð­ar­fræði við þró­un sjálf­bærra við­skipta­mód­ela.
  7. Ra­f­rænt frétta­bréf Festu með nýj­ustu frétt­um um þró­un sam­fé­lags­ábyrgð­ar.
  8. Af­slátta­kjör vegna funda og nám­skeiða á veg­um Festu.
  9. Leyfi til að setja merki Festu á heima­síðu ykk­ar og ykk­ar get­ið á vef Festu.
  10. Um­fjöll­un um þau verk­efni sem þið vinn­ið að á sviði sam­fé­lags­ábyrgð­ar á vef­miðl­um á veg­um Festu.

Skráning í Festu

Árleg félagsgjöld Festu fyrir er kr.

Athygli er vakin á því að félagi í Festu skuldbindur sig til að greiða félagsgjaldið sem er er innheimt árlega. Ef félagsgjald er ekki greitt á eindaga er heimilt að reikna dráttarvexti frá gjalddaga.

Framkvæmdastjóri hefur í sérstökum tilfellum heimild til að semja við nýja félagsmenn um félagsgjald í takmarkaðan tíma.

Félagi í Festu er heimilt að segja sig úr félaginu frá næstu áramótum að telja og skal þá skrifleg úrsögn hafa borist skrifstofu félagsins í síðasta lagi 30. september. Stjórn Festu getur sagt félaga upp félagsaðild ef hann verður uppvís að brotum á siðareglum félagsins eða greiðir ekki félagsgjald samkvæmt greiðsluskilmálum félagsins.

Ef einhverjar spurningar vakna. Ekki hika við að hafa samband.
Við hlökkum til að heyra frá þér.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is