Vilja­yf­ir­lýs­ing

Fjár­fest­ing­ar í þágu sjálf­bærr­ar upp­bygg­ing­ar

Þann 25. sept­em­ber 2020 und­ir­rit­uðu Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, fyr­ir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar, og að­il­ar sem fara fyr­ir hátt í 80% af eign­um á ís­lensk­um fjár­mála­mark­aði „Vilja­yf­ir­lýs­ingu um fjár­fest­ing­ar í þágu sjálf­bærr­ar upp­bygg­ing­ar“.

Festa – mið­stöð um sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni, Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja (SFF), Lands­sam­tök líf­eyr­is­sjóða (LL) og For­sæt­is­ráðu­neyt­ið unnu að mót­un henn­ar í víð­tæku sam­ráði við full­trúa helstu að­ila á fjár­mála­mark­aði

Þeir að­il­ar sem und­ir­rita vilja­yf­ir­lýs­ing­una eru: rík­is­stjórn Ís­lands, bank­ar, spari­sjóð­ir, inn­lána­stofn­an­ir, vá­trygg­inga­fé­lög, líf­eyr­is­sjóð­ir og fjár­fest­ing­ar­sjóð­ir. 

Vilja­yf­ir­lýs­ing­in er ein­stakt sam­stillt fram­tak einka­að­ila á fjár­mála­mark­aði og stjórn­valda í al­þjóð­legu sam­hengi. Með vilja­yf­ir­lýs­ing­unni er ljósi varp­að á hvernig fjár­fest­ing­ar, fjár­veit­ing­ar og út­lána­starf­semi er að þró­ast í átt að meiri sjálf­bærni og sam­fé­lags­ábyrgð og hvaða við­mið eru þar höfð að leið­ar­ljósi.  Víð­tæk áhrif COVID-19 und­ir­strika enn bet­ur mik­il­vægi þess að hafa sjálf­bærni til hlið­sjón­ar í því upp­bygg­ing­ar­starfi sem framund­an er.

Hér fyr­ir neð­an má nálg­ast vilja­yf­ir­lýs­ing­una í fullri lengd ( á ís­lensku og ensku). Með því að ýta á efri gula hnapp­inn, má nálg­ast lista yf­ir und­ir­rit­un­ar­að­ila og yf­ir­lýs­ing­una í pdf formi.

Hvetj­um áhugsa­söm sem starfa á vett­vangi fjár­fest­inga, út­lána­starf­semi og/eða fjár­veit­ing­ar til að kynna sér þátt­töku.

Vilja­yf­ir­lýs­ing - Fjár­fest­ing­ar í þágu sjálf­bærr­ar upp­bygg­ing­ar

Fjár­magn er mik­il­vægt hreyfiafl í mót­un at­vinnu- og efna­hags­lífs og sam­fé­lags­ins í heild. Rétt nýt­ing þess ræð­ur miklu um sam­keppn­is­hæfni þjóða og fram­tíð kom­andi kyn­slóða.  Fjár­fest­ar, fjár­mála­fyr­ir­tæki, stofn­an­ir og rík­is­stjórn­ir gegna því mik­il­vægu hlut­verki í því að móta at­vinnu­líf og sam­fé­lög.

Við und­ir­rit­uð  telj­um að sjálf­bær þró­un sé með­al und­ir­stöðu­at­riða við fjár­veit­ing­ar, fjár­fest­ing­ar og út­lána­starf­semi. Sjálf­bær þró­un bygg­ist á jafn­vægi um­hverf­is, sam­fé­lags og efna­hags og með mark­viss­um að­gerð­um er hægt að nýta fjár­veit­ing­ar, fjár­fest­ing­ar og út­lána­starf­semi til að við­halda sjálf­bærri þró­un. Víð­tæk áhrif COVID-19 und­ir­strika enn bet­ur mik­il­vægi þess að  hafa sjálf­bærni sem mik­il­vægt leið­ar­ljós í því upp­bygg­ing­ar­starfi sem framund­an er.

Í ákvörð­un­um okk­ar tök­um við til­lit til al­þjóð­legra skuld­bind­inga Ís­lands og þeirra við­miða sem ís­lensk stjórn­völd hafa sett sér. Þar má nefna mark­mið­ið um kol­efn­is­hlut­laust Ís­land eigi síð­ar en ár­ið 2040, markmið Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins um að dreg­ið verði úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda þannig að hlýn­un jarð­ar fari ekki yf­ir 1,5 gráð­ur og heims­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þró­un 2030. Eft­ir at­vik­um er einnig lit­ið til ESG/UFS, meg­in­reglna Sam­ein­uðu þjóð­anna um ábyrga banka­starf­semi (UN PRB), meg­in­reglna Sam­ein­uðu þjóð­anna um ábyrg­ar fjár­fest­ing­ar (UN PRI), UN Global Compact ofl.

Við skuld­bind­um okk­ur enn­frem­ur til að birta stefnu okk­ar um ábyrg­ar og sjálf­bær­ar fjár­fest­ing­ar, fjár­veit­ing­ar og út­lána­starf­semi, og veita upp­lýs­ing­ar um leið­ir okk­ar í þess­um efn­um.

 

*Fram­kvæmd yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar tek­ur eðli máls­ins sam­kvæmt mið að laga­heim­ild­um, innri regl­um og um­boði við­kom­andi fjár­festa.

Und­ir­rit­að 25. sept­em­ber 2020

Decl­arati­on of In­tent - In­vest­ment for a Sustaina­ble Reco­very

Because fin­ance is a maj­or dri­ver of empl­oy­ment generati­on, the economy and society in gener­al, allocati­on of in­vest­ment and capital determ­ines to a lar­ge extent the com­pe­titi­veness of countries and the fut­ure of com­ing generati­ons. In this respect, in­vestors, fin­ancia­lund­er­tak­ings, instituti­ons and go­vern­ments play a vital role in shap­ing bus­inesses and societies.

We, the signatories of this decl­arati­on, believe that sustaina­ble develop­ment is one of the funda­mental elements on which decisi­ons about fund­ing allocati­ons, in­vest­ments and lend­ing should be based. Sustaina­ble develop­ment maintains a bal­ance between the needs of the en­vironment, society and economy and through conscious, tar­geted acti­ons, fund­ing allocati­ons, in­vest­ments and lend­ing can help ensure sustaina­ble develop­ment.

The extensi­ve con­sequ­ences of COVID-19 fur­t­her emp­hasise the import­ance of mak­ing sustaina­bility a guiding principle in the reconstructi­on efforts ahead.

In our decisi­ons we be­ar in mind Ice­land‘s in­ternati­onal comm­it­ments in this regard and tar­gets adopted by the go­vern­ment. Among them is the goal of mak­ing Ice­land car­bon-neutral by 2040, the Par­is Agreement’s tar­get to reduce GHG em­issi­ons so that global tem­pera­t­ure rise will not exceed 1,5 degrees and to achieve the Sustaina­ble Develop­ment Goals (SDGs) by 2030.

Depend­ing on the nature of the org­an­isati­on, we follow the ESG criter­ia, UN Princip­les for Responsi­ble Bank­ing (UN PRB), UN Princip­les of Responsi­ble In­vest­ments (UN PRI), UN Global Compact, etc.

We fur­t­hermore comm­it to pu­blis­hing our policies on responsi­ble and sustaina­ble in­vest­ments, fund­ing allocati­ons and lend­ing and to disc­lose in­formati­on about our acti­ons in this regard.

*The imp­lementati­on of this statement by in­vestors will by def­initi­on take into account app­lica­ble law, in­ternal ru­les and the in­vest­ment manda­te of each in­vestor. Any app­licati­on of this statement must, as a matter of cour­se, take into account app­lica­ble law, in­ternal ru­les and the in­vest­ment manda­te of each in­vestor.

Relea­sed: 25 Sept­em­ber 2020

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is