Hefur þitt fyrir­tæki sett sér

Lofts­lags
markmið

Fyrir­tæki geta dregið úr losun sinni á gróð­ur­húsaloft­teg­undum (GHL) og takið þannig þátt í barátt­unni við lofts­lags­breyt­ingar. Aðgerðir fyrir­tækja í lofts­lags­málum skipta sköpum og án þeirra er ólík­legt að þjóðir heims geti staðið við París­arsátt­málann eða að Ísland nái loforði sínu um að verða kolefn­is­hlut­laust fyrir árið 2040.

Lofts­lags­yf­ir­lýsing Festu og Reykja­vík­ur­borgar

Í nóvember 2015 skrifuðu yfir eitt hundrað forstjórar fyrir­tækja og stofnana undir yfir­lýs­ingu um að draga úr losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda (GHL). Þetta var stór áfangi og ánægju­legt hversu góð þátt­takan var, enda vakti verk­efnið athygli á alþjóð­legum vett­vangi og var kynnt á París­ar­ráð­stefn­unni um lofts­lagsmál (COP21) í lok árs 2015.

Yfir­lýs­ingin kallast Lofts­lags­yf­ir­lýsing Festu og Reykja­vík­ur­borgar en Festa og Reykja­vík­ur­borg hafa stutt fyrir­tækin til að vinna mark­visst að lofts­lag­málum sínum. Afurðir þessa starfs er þekk­ing­ar­sam­félag, sameig­inleg aðferða­fræði og Lofts­lags­mælir Festu (byggð á alþjóð­legum viðmiðum) sem fyrir­tæki geta notað til að greina losun sína og setja sér markmið.

Til að auðvelda fyrir­tækjum að halda utan um losun sína á gróð­ur­húsa-
loft­teg­undum má nota Lofts­lags­mælir Festu. Þar eru samræmd viðmið og sniðmát sem hópur sérfræð­inga á vegum Festu hefur sett saman til að auðvelda mælingar og mark­miða­setn­ingu um losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda.

114 fyrir­tæki hafa skrifað undir

Lofts­lags­yf­ir­lýsing Festu og Reykja­vík­ur­borgar og Festu og Akur­eyr­ar­bæjar, er yfir­lýsing fyrir­tækja og stofn­anna um að vera sameig­in­lega ábyrg.

Skrifa undir

Lofts­lags­mæl­irinn

Lofts­lags­mælir Festu gerir mælingar og mark­miða­setn­ingu um losun GHL og úrgangs auðveldari. Þar koma fram leið­bein­ingar, reikni­vélar, stuðlar og innslátt­ar­reitir. Lofts­lags­mælir Festu er upplagður til að fyrir­tækin geti haldið utan um vinnu sína á þessu sviði.

Vefræn útgáfa mælisins býður upp á þann mögu­leika að fá senda til sín niður­stöður mælinga í skýrslu formi.

Lofts­lags­viðmið

Nauð­syn­legt er að epli séu epli í lofts­lags­málum. Því notum við sömu viðmið við losun GHL og úrgangs svo hægt væri að bera árangur fyrir­tækj­anna saman og fá heild­ar­y­f­irsýn. Stuðst er við alþjóðleg viðmið á þessu sviði svo íslensk fyrir­tæki geti borið sig saman sín á milli og við fyrir­tæki um allan heim.

Staða lofts­lags­mála

Festa gerði rann­sókn á stöðu lofts­lags­markmið fyrir­tækja og birti yfirlit yfir hvað hvert fyrir­tæki er að gera á því sviði. Skýrsluna og helstu niður­stöður má lesa hér.

Yfir­lýsing um lofts­lagsmál

Fyrir­tækjum og stofn­unum býðst að skrifa undir Lofts­lags­yf­ir­lýs­ingu Festu og Reykja­vík­ur­borgar, eða Festu og Akur­eyr­ar­bæjar. Þar eru sett fram þrjú skýr og mælanleg markmið sem fyrir­tækin vinna að.

Við undir­rituð ætlum að draga úr losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda og lágmarka neikvæð umhverf­isáhrif með mark­vissum aðgerðum.

Þjóðir heims standa nú frammi fyrir afleið­ingum hamfara­hlýn­unar. Sameinuðu þjóð­irnar gegna forystu­hlut­verki í að greina vandann, takast á við hann og aðlagast breyttum aðstæðum. Fjöl­mörg af stærstu og áhrifa­mestu fyrir­tækjum heims hafa slegist í hópinn. Vertu með.

Borgir og bæir ásamt fyrir­tækjum af öllum stærðum, verða sífellt mikil­vægari þegar kemur að því að draga úr útblæstri gróð­ur­húsaloft­teg­unda og standast þau markmið sem sett hafa verið um losun þeirra.

Á Íslandi er helsta áskor­unin meng­andi samgöngur og losun úrgangs. Við ætlum að sýna samfé­lags­lega ábyrgð í verki með því að:

 1. Draga úr losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda
 2. Minnka myndun úrgangs
 3. Mæla árang­urinn og gefa reglu­lega út upplýs­ingar um stöðu ofan­greindra þátta
Við höfum þegar skrifað undir

 • Akur­eyr­arbær
 • Alcoa Fjarðaál
 • Alta ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæki
 • Andrými ráðgjöf
 • Arion banki
 • ÁTVR
 • Bergur – Huginn ehf.
 • Blái herinn
 • Bláa Lónið
 • CCP
 • Deloitte ehf.
 • EFLA verk­fræði­stofa
 • Egilsson ehf.
 • Eimskipa­félag Íslands hf.
 • Elding Hvala­skoðun Reykjavík ehf
 • Elkem Ísland
 • Faxa­flóa­hafnir sf.
 • Félags­bú­staðir hf.
 • Frum­herji hf.
 • Gáma­þjón­ustan hf.
 • Græn Framtíð ehf.
 • Hann­es­ar­holt ses.
 • Happ­drætti Háskóla Íslands
 • Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
 • Háskóli Íslands
 • Háskólinn á Akur­eyri
 • Háskólinn í Reykjavík
 • HB Grandi
 • Heil­brigð­is­stofnun Aust­ur­lands
 • Hlaðbær-Colas hf.
 • HS Orka hf.
 • Húsa­smiðjan ehf.
 • Höldur ehf. / Bíla­leiga Akur­eyrar
 • Iceland Excursions Allra­handa ehf.
 • Icelandair Group
 • Innnes
 • Isavia ohf.
 • Sölu­félag garð­yrkju­manna
 • ISIGN
 • ISS Ísland ehf.
 • Ísfugl
 • Íslands­banki
 • Íslands­hótel hf.
 • Íslands­stofa
 • Íslenska Gáma­fé­lagið ehf.
 • Íslenskt Eldsneyti ehf.
 • Klappir grænar lausnir
 • Kosmos & Kaos
 • KPMG ehf.
 • Land­bún­að­ar­há­skóli Íslands
 • Lands­bankinn hf.
 • Landsnet
 • Land­spít­alinn
 • Lands­virkjun
 • Lín Design / Fram­sýnt fólk
 • Lyfja hf.
 • Malbik­un­ar­stöðin Höfði hf.
 • Mannvit
 • Marel hf.
 • Marorka
 • Matís
 • Mikla­torg hf. / IKEA
 • Míla ehf.
 • N1 hf.
 • Nasdaq Iceland
 • Neyð­ar­línan ohf.
 • Norð­urál
 • Norður­orka hf.
 • Norð­ur­sigling hf.
 • Novom­atic Lottery Solutions
 • Nýherji
 • Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands
 • Oddi prentun og umbúðir ehf.
 • OKKAR líftrygginar hf.
 • Olíu­dreifing ehf.
 • Rio tinto alcan
 • Olíu­verzlun Íslands hf.
 • ON / Orka Nátt­úr­unnar
 • Orku­veita Reykja­víkur
 • Pipar / TBWA
 • Pizza Pizza ehf. / Domino’s
 • Podium ehf.
 • PriceWater­hou­seCoo­pers
 • Reitir fast­eigna­félag hf.
 • Reykja­garður hf.
 • Reykjavík Excursions – Kynn­is­ferðir
 • Reykja­vík­ur­borg
 • Roadmap ehf.
 • Sagafilm
 • Samgöngu­stofa
 • Samhentir Kassa­gerð hf.
 • Samkaup
 • Samskip hf.
 • Secu­ritas hf.
 • SÍBS
 • Síminn hf.
 • Sjóvá-Almennar trygg­ingar hf.
 • Skelj­ungur
 • Slökkvilið höfuð­borg­ar­svæð­isins bs.
 • SORPA bs.
 • Stracta Hótel
 • Strætó bs.
 • Tandur hf.
 • Trygg­inga­mið­stöðin hf.
 • Valitor hf.
 • Vátrygg­inga­félag Íslands
 • Verkís hf.
 • Vífil­fell
 • Voda­fone / Fjar­skipti hf.
 • Vörður trygg­ingar hf.
 • Wow air
 • Ölgerðin Egill Skalla­grímsson
 • Össur hf.
 • 1912 ehf.
Skrifaðu undir
Ábyrg ferða­þjónusta