Hef­ur þitt fyr­ir­tæki sett sér

Lofts­lags
markmið

Fyr­ir­tæki geta dreg­ið úr los­un sinni á gróð­ur­húsaloft­teg­und­um (GHL) og tek­ið þannig þátt í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar. Að­gerð­ir fyr­ir­tækja í lofts­lags­mál­um skipta sköp­um og án þeirra er ólík­legt að þjóð­ir heims geti stað­ið við Par­ís­arsátt­mál­ann eða að Ís­land nái mark­miði sínu um að verða kol­efn­is­hlut­laust fyr­ir ár­ið 2040.

Lofts­lags­yf­ir­lýs­ing Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar

Í nóv­em­ber 2015 skrif­uðu yf­ir eitt hundrað for­stjór­ar fyr­ir­tækja og stofn­ana und­ir yf­ir­lýs­ingu um að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda (GHL). Þetta var stór áfangi og ánægju­legt hversu góð þátt­tak­an var, enda vakti verk­efn­ið at­hygli á al­þjóð­leg­um vett­vangi og var kynnt á Par­ís­ar­ráð­stefn­unni um lofts­lags­mál (COP21) í lok árs 2015.

Yf­ir­lýs­ing­in kall­ast Lofts­lags­yf­ir­lýs­ing Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar en Festa og Reykja­vík­ur­borg hafa stutt fyr­ir­tæk­in til að vinna mark­visst að lofts­lag­mál­um sín­um. Ár­ið 2019 hóf Festa einnig sam­starf með Ak­ur­eyr­ar­bæ og í fe­brú­ar 2020 bætt­ist Sveit­ar­fé­lag­ið Horna­fjörð­ur við.  Á báð­um stöð­um voru það 20 fyr­ir­tæki og stofn­an­ir sem skrif­uðu und­ir.

Af­urð­ir þessa starfs er þekk­ing­ar­sam­fé­lag, sam­eig­in­leg að­ferða­fræði og Lofts­lags­mæl­ir Festu (byggð á al­þjóð­leg­um við­mið­um) sem fyr­ir­tæki geta not­að til að greina los­un sína og setja sér markmið.

Til að auð­velda fyr­ir­tækj­um að halda ut­an um los­un sína á gróð­ur­húsaloft­teg­und­um má nota Lofts­lags­mæl­ir Festu. Þar eru sam­ræmd við­mið og snið­mát sem hóp­ur sér­fræð­inga á veg­um Festu hef­ur sett sam­an til að auð­velda mæl­ing­ar og mark­miða­setn­ingu um los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda.

 

155 fyr­ir­tæki hafa skrif­að und­ir

Lofts­lags­yf­ir­lýs­ing Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar, Festu og Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar og Festu og Sveit­ar­fé­lags­ins Horna­fjarð­ar, er yf­ir­lýs­ing fyr­ir­tækja og stofn­anna um að vera sam­eig­in­lega ábyrg.

Skrifa und­ir

Lofts­lags­mæl­ir­inn

Lofts­lags­mæl­ir Festu ger­ir mæl­ing­ar og mark­miða­setn­ingu um los­un GHL og úr­gangs auð­veld­ari. Þar koma fram leið­bein­ing­ar, reikni­vél­ar, stuðl­ar og innslátt­ar­reit­ir. Lofts­lags­mæl­ir Festu er upp­lagð­ur til að fyr­ir­tæk­in geti hald­ið ut­an um vinnu sína á þessu sviði. Hann er bæði til í excel skjali og í vefút­gáfu, sjá hnapp­ina hér fyr­ir neð­an. Með mæl­in­um fylg­ir ít­ar­legt kennslu­mynd­band og reynslu­sög­ur fyr­ir­tækja sem þeg­ar hafa haf­ið sína veg­ferð.

Vef­ræn út­gáfa mæl­is­ins býð­ur upp á þann mögu­leika að fá nið­ur­stöð­ur mæl­inga í skýrslu formi og skipu­lagt eft­ir um­fangi 1,2 og 3.

Festa gerði sam­starfs­samn­ing við EFLU verk­fræði­stofu ár­ið 2020 sem fel­ur í sér mik­il­vægt fram­lag sér­fræð­inga hjá Eflu við að upp­færa Lofts­lags­mæl­ir Festu í excel og vefút­gáfu, skv. ár­leg­um upp­færsl­um sér­fræð­inga­hóps­ins sem held­ur ut­an um mæli­kvarð­ana og upp­fær­ir þá ár­lega. Fram­lag Eflu skipt­ir lít­il fé­lag­sam­tök eins og Festu miklu máli og við kunn­um þeim okk­ar bestu þakk­ir.

Í sér­fræð­inga­hóp Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar um Lofts­lags­mæl­ing­ar sitja, auk full­trúa Festu, eft­ir­tald­ir að­il­ar:

Eva Yngva­dótt­ir, ráð­gjafi hjá EFLU – Sig­urpáll Ingi­bergs­son, gæða­stjóri Vín­búð­ar­inn­ar/ÁTVR – Snorri Jök­ull Eg­ils­son, sér­fræð­ing­ur Orku­veitu Reykja­vík­ur – Marta Rós Karls­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur Auð­linda, ON – Þór­hild­ur Ósk Hall­dórs­dótt­ir, sér­fræð­ing­ur hjá Reykja­vík­ur­borg – Hrönn Hrafns­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri stefnu­mót­un­ar og þró­un­ar hjá Reykja­vík­ur­borg – Sig­urð­ur Ingi Frið­leifs­son, fram­kvæmda­stjóri Orku­set­urs, einnig frá Vist­orku á Ak­ur­eyri – Rafn Helga­son sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un – Sig­ríð­ur Ein­ars­dótt­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un

Fræðslu­efni um lofts­lags­að­gerð­ir – fram­leitt af Festu fyr­ir styrk frá Lofts­lags­sjóði:

Kennslu­mynd­band þar sem Sæv­ar Helgi Braga­son leið­ir þig skref fyr­ir skref í gegn­um notk­un á Lofts­lags­mæli Festu. Hvaða gögn þarftu að hafa til að mæla þitt kol­efn­is­spor og hvar nálg­ast þú þau?

Af hverju er mik­il­vægt að draga úr og mæla kol­efn­is­spor frá rekstri og hvar byrj­um við? Fræðslu­mynd­band þar sem Festa fékk til liðs við sig sér­fræð­inga frá fimm ólík­um að­ild­ar­fé­lög­um sín­um sem lýsa í ör­fá­um orð­um sinni veg­ferð þeg­ar kem­ur að því að setja sér stefnu í lofts­lags­mál­um og mæla kol­efn­is­spor frá rekstri.

Hand­bók fyr­ir smærri fyr­ir­tæki – Stefnu­mót­un í lofts­lags­mál­um og mæl­ing­ar á kol­efn­is­spori. Hvar byrj­ar þú þína veg­ferð og hvernig trygg­ir þú að að­gerð­ir séu mark­viss­ar og skili ár­angri. Hnit­mið­uð hand­bók sem er af­ar ein­föld í notk­un.

Öll gögn fræðslupakk­ans og að­gang­ur að Lofts­lags­mæli Festu eru op­in öll­um og án end­ur­gjalds.

 

Lofts­lags­við­mið

Nauð­syn­legt er að epli séu epli í lofts­lags­mál­um. Því not­um við sömu við­mið við los­un GHL og úr­gangs svo hægt væri að bera ár­ang­ur fyr­ir­tækj­anna sam­an og fá heild­ar­y­f­ir­sýn. Stuðst er við al­þjóð­leg við­mið á þessu sviði svo ís­lensk fyr­ir­tæki geti bor­ið sig sam­an sín á milli og við fyr­ir­tæki um all­an heim.

Staða lofts­lags­mála

Festa gerði ár­ið 2017 rann­sókn á stöðu lofts­lags­markmið fyr­ir­tækja og birti yf­ir­lit yf­ir hvað hvert fyr­ir­tæki er að gera á því sviði. Skýrsl­una og helstu nið­ur­stöð­ur má lesa hér.

Yf­ir­lýs­ing um lofts­lags­mál

Fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um býðst að skrifa und­ir Lofts­lags­yf­ir­lýs­ingu Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar/Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar/Horna­fjarð­ar. Þar eru sett fram þrjú skýr og mæl­an­leg markmið sem fyr­ir­tæk­in vinna að.

Við und­ir­rit­uð ætl­um að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda og lág­marka nei­kvæð um­hverf­isáhrif með mark­viss­um að­gerð­um.

Þjóð­ir heims standa nú frammi fyr­ir af­leið­ing­um ham­fara­hlýn­un­ar. Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar gegna for­ystu­hlut­verki í að greina vand­ann, tak­ast á við hann og að­lag­ast breytt­um að­stæð­um. Fjöl­mörg af stærstu og áhrifa­mestu fyr­ir­tækj­um heims hafa sleg­ist í hóp­inn. Vertu með.

Borg­ir og bæ­ir ásamt fyr­ir­tækj­um af öll­um stærð­um, verða sí­fellt mik­il­væg­ari þeg­ar kem­ur að því að draga úr út­blæstri gróð­ur­húsaloft­teg­unda og stand­ast þau markmið sem sett hafa ver­ið um los­un þeirra.

Á Ís­landi er helsta áskor­un­in meng­andi sam­göng­ur og los­un úr­gangs. Við ætl­um að sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð í verki með því að:

 1. Draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda
 2. Minnka mynd­un úr­gangs
 3. Mæla ár­ang­ur­inn og gefa reglu­lega út upp­lýs­ing­ar um stöðu of­an­greindra þátta
Við höf­um þeg­ar skrif­að und­ir

 • Advania
 • Ak­ur­eyr­ar­bær
 • Alcoa Fjarða­ál
 • Alta ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki
 • And­rými ráð­gjöf
 • ARK Technology
 • Ari­on banki
 • ÁTVR
 • Berg­ur – Hug­inn ehf.
 • Blái her­inn
 • Bláa Lón­ið
 • Brun­hóll gisti­heim­ili
 • CCP
 • Deloitte ehf.
 • EFLA verk­fræði­stofa
 • Eg­ils­son ehf.
 • Eim­skipa­fé­lag Ís­lands hf.
 • Ek­ill Öku­skóli
 • Eld­ing Hvala­skoð­un Reykja­vík ehf
 • Elkem Ís­land
 • En­or ehf
 • Faxa­flóa­hafn­ir sf.
 • Fé­lags­bú­stað­ir hf.
 • Festi hf - Horna­firði
 • Fram­halds­skól­inn í Aust­ur-Skafta­fells­sýslu
 • Frum­herji hf.
 • Glacier Advent­ure
 • Glacier Jour­ney
 • Græn Fram­tíð ehf.
 • Hafn­ar­sam­lag Norð­ur­landa bs
 • Hann­es­ar­holt ses.
 • Happ­drætti Há­skóla Ís­lands
 • Harpa tón­list­ar- og ráð­stefnu­hús
 • Há­skóli Ís­lands
 • Há­skól­inn á Ak­ur­eyri
 • Há­skól­inn í Reykja­vík
 • HB Grandi
 • Heil­brigð­is­stofn­un Aust­ur­lands
 • HGH verk ehf
 • Hlað­bær-Colas hf.
 • Hót­el Höfn
 • Hót­el Jök­ull
 • HS Orka hf.
 • Húsa­smiðj­an ehf.
 • Höfn Local Gui­de
 • Höld­ur ehf. / Bíla­leiga Ak­ur­eyr­ar
 • Ice­land Excursi­ons Allra­handa ehf.
 • Icelanda­ir Group
 • Innn­es
 • Isa­via ohf.
 • ISAL - Rio Tinto á Ís­landi
 • Sölu­fé­lag garð­yrkju­manna
 • ISIGN
 • ISS Ís­land ehf.
 • Ís­fugl
 • Ís­lands­banki
 • Ís­lands­hót­el hf.
 • Ís­lands­hót­el - Horna­firði
 • Ís­lands­stofa
 • Ís­lenska Gáma­fé­lag­ið ehf.
 • Ís­lenska Gáma­fé­lag­ið - Horna­firði
 • Ís­lenskt Eldsneyti ehf.
 • Klapp­ir græn­ar lausn­ir
 • Kos­mos & Kaos
 • Konn­ekt
 • KP­MG ehf.
 • Land­bún­að­ar­há­skóli Ís­lands
 • Lands­bank­inn hf.
 • Landsnet
 • Land­spít­al­inn
 • Lands­virkj­un
 • Lín Design / Fram­sýnt fólk
 • Lyfja hf.
 • Mal­bik­un­ar­stöð­in Höfði hf.
 • Mann­vit
 • Mar­el hf.
 • Mark­aðs­stofa Norð­ur­lands
 • Mar­orka
 • Matís
 • Medial.is
 • Menn­ing­ar­fé­lag Ak­ur­eyr­ar
 • Mikla­torg hf. / IKEA
 • Míla ehf.
 • Mjólk­ur­sam­sal­an/MS - Ak­ur­eyri
 • N1 hf.
 • Nas­daq Ice­land
 • Nátt­úru­stofa Suð­aust­ur­lands
 • Nátt­hrafn
 • Neyð­ar­lín­an ohf.
 • Norð­lenska mat­borð­ið ehf
 • Norð­ur­ál
 • Norð­ur­orka hf.
 • Norð­ur­sigl­ing hf.
 • Novom­atic Lottery Soluti­ons
 • Nýheim­ar þekk­ing­ar­set­ur
 • Nýherji
 • Ný­sköp­un­ar­mið­stöð Ís­lands
 • Oddi prent­un og um­búð­ir ehf.
 • OKK­AR líf­trygg­in­ar hf.
 • Ol­íu­dreif­ing ehf.
 • Olíu­verzl­un Ís­lands hf.
 • ON / Orka Nátt­úr­unn­ar
 • Orku­veita Reykja­vík­ur
 • Otto Veit­inga­hús og versl­un
 • Pip­ar / TBWA
 • Pizza Pizza ehf. / Dom­ino’s
 • Podi­um ehf.
 • PriceWater­hou­seCoo­pers
 • ProM­at Ak­ur­eyri
 • Raf­horn
 • Rann­sókna­set­ur á Horna­firði - Há­skóli Ís­lands
 • RARIK - Horna­firði
 • Ráð­stefnu­borgi Reykja­vík / Meet in Reykja­vík
 • Reit­ir fast­eigna­fé­lag hf.
 • Reikni­stofa Bank­anna
 • Reykja­garð­ur hf.
 • Reykja­vík Excursi­ons – Kynn­is­ferð­ir
 • Reykja­vík­ur­borg
 • Roa­dmap ehf.
 • Rósa­berg
 • Sagafilm
 • Sam­göngu­stofa
 • Sam­hent­ir Kassa­gerð hf.
 • Sam­kaup
 • Sam­skip hf.
 • Sam­tök sveit­ar­fé­lag og at­vinnu­þró­un­ar á Norð­ur­landi eystra
 • Secu­ritas hf.
 • Send­ill
 • SÍBS
 • Sím­inn hf.
 • Sjóvá-Al­menn­ar trygg­ing­ar hf.
 • Sjúkra­hús­ið á Ak­u­eyri
 • Skelj­ung­ur
 • Skipu­lags­stofn­un
 • Slökkvi­lið höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins bs.
 • SORPA bs.
 • Stracta Hót­el
 • Strætó bs.
 • Tand­ur hf.
 • Terra
 • Toyota Ak­ur­eyri
 • Trygg­inga­mið­stöð­in hf.
 • ÚT­ON/Ice­land Music
 • Úps
 • Vaðla­heiða­göng
 • Valitor hf.
 • Vatna­jök­uls­þjóð­garð­ur
 • Vá­trygg­inga­fé­lag Ís­lands
 • Verkís hf.
 • Víf­il­fell
 • Voda­fo­ne / Fjar­skipti hf.
 • Vörð­ur trygg­ing­ar hf.
 • Öl­gerð­in Eg­ill Skalla­gríms­son
 • Öss­ur hf.
 • 1912 ehf.
 • 66° Norð­ur
Skrifaðu undir
Ábyrg ferða­þjónusta

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is