Hvar byrja ég?

Leið­ar­vís­ir

Það er mik­il­vægt að vinna mark­visst að auk­inni sjálf­bærni og vera  sam­fé­lags­lega ábyrg, en hvar er best að byrja og hvernig verð­um við öfl­ug­ir sjálf­bærni leið­tog­ar?

Það eru marg­ar og ólík­ar  leið­ir sem standa okk­ur til boða á sjálf­bærni veg­ferð­inni. Skref­in eru bæði stór og lít­il, öll hafa þau áhrif .

Veldu þér þína leið

Mikilvægt er að hefja vegferðina til samfélagslegslegrar ábyrgðar og sjálfbærni sem allra fyrst. En hvernig er samfélagsleg ábyrgð í framkvæmd? Hvernig er hægt að innleiða samfélagsábyrgð og sjálfbærni í daglegan rekstur fyrirtækja og stofnana?

Hægt er að fara mismunandi leiðir — mikilvægt er að fyrirtæki og stofnanir finni leið sem hentar.

Hvar liggja styrkleikar þíns fyrirtækis, sveitafélags eða stofnunar þegar kemur að samfélagsábyrgð og sjálfbærni? Fyrsta skrefið er að staldra við og meta það. Þegar að því kemur getur verið gott að líta til aðferðarfræði sjálfbærni mikilvægisgreininga (e. materiality assessment).

Stundum er svo miklu meira gert en við áttum okkur á. Svo áttum við okkur líka á því, að hægt sé að gera svo miklu, miklu betur.

Við hjá Festu tökum fagnandi á móti þér og þínu fólki til að ræða fyrstu skrefin og hvernig þið getið gert enn betur. Tækifærin eru endalaus. Líttu á þetta sem kjörið tækifæri til þess að skerpa á samkeppnisforskotinu.

Hér er einungis lítið brot að af þeim tækjum og tólum sem hægt er að nota við innleiðingu á samfélagsábyrgð og sjálfbærni í daglegan rekstur.

Loftslagsmælir og handbók Festu

Fyrirtæki geta dregið úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum og takið þannig þátt í baráttunni við hamfarahlýnun og unnið að framgangi heimsmarkmiðann.

Aðgerðir fyrirtækja, sveitafélaga og stofnana í loftslagsmálum skipta sköpum og án þeirra er ólíklegt að þjóðir heims geti staðið við markmið Íslands að verða kolefnishlutlaust fyrir árið 2040.

Loftslagsmælir Festu er þér að kostnaðarlausu. Hann var hannaður og uppfærður af fyrirtækjum og Reykjavikurborg og er í samræmi við alþjóðlega og innlenda staðla.

Mælirinn má nálgast í vefútgáfu á ClimatePulse.is og er afar einfaldur í notkun og hverju skrefi fylgja leiðbeingar tengdar þeim upplýsingum sem skrá þarf inn. Mælinum fylgir þá ítarlegt kennslumyndband og reynslusögur fyrirtækja sem hafa hafið sína vegferð.

Loftslagsmælir Festu er hugsaður sérstaklega fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem eru að taka sín fyrstu skref í loftlagsaðgerðum og mælingum. Mælirinn byggir á alþjóðlega viðurkenndum mælikvörðum og er aðlagaður að íslensku umhverfi.

Þegar búið er að svara spurningunum færðu samantektarskýrslu og getur valið að deila niðurstöðunum með Festu.

—————————————————

Fræðsluefni um loftslagsaðgerðir – framleitt af Festu fyrir styrk frá Loftslagssjóði:

Kennslu­mynd­band þar sem Sæv­ar Helgi Braga­son leið­ir þig skref fyr­ir skref í gegn­um notk­un á Lofts­lags­mæli Festu. Hvaða gögn þarftu að hafa til að mæla þitt kol­efn­is­spor og hvar nálg­ast þú þau?

Af hverju er mik­il­vægt að draga úr og mæla kol­efn­is­spor frá rekstri og hvar byrj­um við? Fræðslu­mynd­band þar sem Festa fékk til liðs við sig sér­fræð­inga frá fimm ólík­um að­ild­ar­fé­lög­um sín­um sem lýsa í ör­fá­um orð­um sinni veg­ferð þeg­ar kem­ur að því að setja sér stefnu í lofts­lags­mál­um og mæla kol­efn­is­spor frá rekstri.

Hand­bók fyr­ir smærri fyr­ir­tæki – Stefnu­mót­un í lofts­lags­mál­um og mæl­ing­ar á kol­efn­is­spori. Hvar byrj­ar þú þína veg­ferð og hvernig trygg­ir þú að að­gerð­ir séu mark­viss­ar og skili ár­angri. Hnit­mið­uð hand­bók sem er af­ar ein­föld í notk­un.

Öll gögn fræðslupakk­ans og að­gang­ur að Lofts­lags­mæli Festu eru op­in öll­um og án end­ur­gjalds.

UN Global Compact

UN Global Compact er samfélagssáttmáli fyrirtækja og Sameinuðu þjóðanna.

Fyrirtæki sem gerast þáttakendur að UN Global Compact,  gera hagaðilum sínum  grein fyrir samfélagsstefnu sinni með reglulegri upplýsingagjöf. Þátttakendur skuldbinda sig til skila á árlegri stöðuskýrslu (samfélagsskýrslu) sem svo er aðgengileg á vefsvæði Global Compact.

Global Compact byggir á 10 viðmiðum sem fyrirtæki setja sér að fara eftir. Þá skuldbinda þátttakendur sig til að vinna að framgangi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Global Compact Academy er lifandi fræðsluvettvangur sem er opin fyrir þátttakendur. Þar má nálgast fræðsluefni, námskeið og kennslustundir sem fyrirtæki geti nálgast án endurgjalds og deilt á sína starfsmenn að vild.

Samtök atvinnulífsins eru tengiliður íslensks atvinnulífs við Global Compact, nánari upplýsingar um þeirra aðkoma má nálgast á globalcompact.is. Hrefna Briem situr í stjórn Global Compact á Íslandi fyrir hönd Festu.

Hér má sjá þá íslensku aðila sem eru þáttakendur í Global Compact. Festa hefur verið þátttakandi frá árinu 2012.

 

GRI - alþjóðlegir staðlar

GRI eru al­þjóð­lega við­ur­kennd­ir staðl­ar um miðl­un upp­lýs­inga um sam­fé­lags­lega ábyrgð og eru not­að­ir í yf­ir 100 lönd­um. 80% af 250 stærstu fyr­ir­tækj­um heims nota GRI og vinn­ings­haf­ar Sam­fé­lags­skýrslu árs­ins á Ís­landi 2018 og 2019 byggðu skýrsl­ur sín­ar á GRI.

GRI eru al­mennt tald­ir víð­tæk­ustu og ná­kvæm­ustu staðl­arn­ir til að halda ut­an um efna­hags­leg, um­hverf­is­leg og fé­lags­leg áhrif fyr­ir­tækja og stofn­ana.

GRI skýrslur geta verið annað hvort “Core” eða “Comphrehensive”. Sé unnið að “Core” skýrslu er verið að vinna með færri staðla og skýrslan ekki jafn umfangsmikil og þegar unnið er með “Comprehensive”.

——————————————————————-

Hér má nálgast íslenska þýðingu á stöðlunum. Þýðingin er unnin af Staðlaráði Íslands í samráði við Festu. ISAVIA, eitt af aðildarfélögum Festu, fjármagnaði uppfærða þýðingu (2020) ásamt því að leggja til ómetanlega aðstoð sérfræðinga sinna við yfirlestur og uppsetningu.

 

PRI

Principles of Responsible Investment (PRI) eru reglur um ábyrgar fjárfestingar. Reglurnar voru þróaðar af alþjóðlegum hópi stofnanafjárfesta í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar og eiga að endurspegla mikilvægi umhverfis, samfélags og stjórnarhátta í fjárfestingum fjárfesta.

PRI hljóðvarp – “The PRI podcast offers an insight into the world of responsible investment, with investor perspectives and discussion on a range of environmental, social and governance (ESG) topics.”

Stefnumótunar tól PRI – “The PRI proposes a five-part framework for investors that are seeking to understand the real-world outcomes of their investments, and to shape those outcomes in line with the SDGs. “

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmiðin eru framkvæmdaáætlun í þágu mannkyns, jarðar og hagsældar. Með henni er leitast við að stuðla að friði um gjörvallan heim og þar með auknu frelsi. Heimsmarkmiðin eru 17 talsins og mælt er með því að fyrirtæki og stofnanir innleiða þau í starfsemi sína. Hægt er að velja sér eitt markmið eða fleiri, en öll tengjast þau innbyrðis.

Festa leggur sig fram við að tengja öll sín verkefni við framgang heimsmarkmiðanna.

Nánari upplýsingar og tengingar við innleiðingar tól og tæki tengd heimsmarkmiðunum.

UFS (ESG) leiðbeiningar kauphallar Nasdaq

Kauphallir Nasdaq á Norðurlöndum hafa birt sameiginlegar leiðbeiningar fyrir fyrirtæki um birtingu upplýsinga um samfélagsábyrgð.

Þessir þættir eru umhverfismál, félagslegir þættir og stjórnarhættir eða UFS (e. ESG – environmental, social, governance). Leiðbeiningunum er ætlað að aðstoða fyrirtæki að birta upplýsingarnar á skýran og aðgengilegan hátt fyrir fjárfesta og aðra hagsmunaaðila.

Þýðing og útgáfa UFS leiðbeiningana eru samstarfsverkefni Festu, Viðskiptaráðs Íslands, Nasdaq,IcelandSIF og Staðlaráðs Íslands

Hringrásarhagkerfið

Línu­leg hag­kerfi og við­skipta­mód­el þeim tengd­um eru að fær­ast yf­ir í hringrás­ar­hag­kerfi.

Með hringrásarhagkerfinu hönnum við í burtu sóun og úrgang, tekið er tillit til alls líftíma vörunar og/eða þjónustunnar.

Færum okkur frá því að framleiða og veita þjónustu í línulegu módeli og færum okkur yfir í hringrás þar sem hugað er að viðgerðum, endurnýtingu, endurframleiðslu og endurvinnslu.

  • Fræðslumiðstöð The Ellen Macarthur foundation stendur einna fremst í heimi þegar kemur að því að standa að rannsóknum og útgáfu fræðsluefnis um hringrásarhagkerfið.
    • Hvað er hringrásarhagkerfið? Hér svarar The Ellen Macarthur foundation því í máli og myndum.

 

Festa gegnir því hlutverki að tengja saman íslenska aðila þegar kemur að norræna hringrásarsamstarfs vettvanginum Nordic Circular Hotspot. 

Á heimasíðu Nordic Circular Hotspot má nálgast upplýsingar um fjölbreytta viðburði sem samtökin standa fyrir. Vorið 2021 opnuðu samtökin fyrir rafrænan gangagrunn og tengslanet, Nordic Circular Arena, þar sem áhugasemir geta nálgast fræðslu um norræna hringrás og tengst aðilum sem eru á sömu vegferð.

_____________________________________

 

Mælum hér með nokkrum örstuttum myndböndum sem útskýra hvað er átt við þegar við tölum um hringrásarhagkerfið:

 

Verkfærakista – innleiðing og stefnumótun

Víðtækt norrænt samstarfsverkefni, CIRCit, þróaði verkfærakistu fyrir norræn fyrirtæki til að greiða þeim leið að hringrás í rekstri. Hér má nálgast þessa verkfæra kistu en hún samanstendur af vinnubókum og stefnumótunarskjölum sem skiptast í sex ólíka þætti.

______________________________________

Hringrásarhagkerfið og byggingariðnaðurinn

Grænni byggð hefur tekið saman áhugavert efni um hringrásarhagkerfið og byggingariðnaðinn sem má nálgast hér.

Þá hefur Grænni byggð í samstarfi við Mannvirkjastofnun gefið út ítarlegan bækling um efnið og má nálgast hann hér.

 

_____________________________________________________

Mælum með þessum handbókum og efnisveitum sem snúa að hringrásarhagkerfinu:

 

Í upphafi árs 2021 gaf Nordic Innovation út ítarlega handbók um innleiðingu hringrásarhagkerfisins – The Nordic Circular Economy Playbook.  Handbókin er á ensku og með henni fylgja ítarlega kennslumyndbönd.

“Do you want to drive circular change for your business? This playbook and supporting tools will provide you with in-depth understanding on how to achieve circular advantage for your company and business.

The Nordic Circular Economy Playbook can be leveraged by companies that want to better meet customer expectations and deliver customer outcomes. It is for you that wants to enable outcome-oriented solutions and new levels of efficiency through technology and digitalization. It will help you improve resource utilization and mitigate risk from regulatory, investor and societal pressures.”

Íslenskur staðall um samfélagsábyrgð

ÍST ISO 26000 veitir leiðbeiningar um meginreglur samfélagslegrar ábyrgðar.  Staðallinn er ekki vottunarstaðall heldur er leiðbeinandi. Hann undirstrikar mikilvægi árangurs og umbóta á frammistöðu að því er varðar samfélagslega ábyrgð.

Grænu skrefin

Græn skref í ríkisrekstri er hvatakerfi fyrir allar framsæknar og ábyrgar stofnanir ríkisins.

Umhverfismerkið Svanurinn

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem tekur til alls lífsferils vöru og þjónustu. Svansvottuð vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.

Svansvottun er auðveld leið til að miðla umhverfisstarfi fyrirtækis og sendir neytendum skýr skilaboð um að fyrirtækið vinni markvisst að því að draga úr umhverfisáhrifum í öllum lífsferli vörunnar. Svansmerkið er áreiðanleg vottun sem 88% Íslendinga þekkja.

Í dag eru til Svansskilyrði fyrir um 60 mismunandi flokka vöru og þjónustu og yfir 30.000 vörur og þjónusta bera nú merki Svansins á öllum Norðurlöndunum. Á Íslandi hafa þjónustufyrirtæki verið duglegust að sækja um Svaninn en fjölmargar vörur sem bera umhverfismerkið Svaninn eru fluttar inn og seldar hérlendis.

Fair trade vörur

Fair Trade er vottun sem er staðfesting á því að vara er unnin á siðferðislegan og sanngjarnan hátt — án skaðlegra áhrifa fyrir starfsmenn. Einnig að þeir fái sanngjörn laun fyrir vinnu sína.

Skylduskil á skýrslum til Landsbókasafns

Ársskýrslur fyrirtækja falla undir lög um skylduskil sem útgefið efni sem ætlað er til dreifingar – nánari upplýsingar má nálgast hér.

Rafhlaðan rafrænt varðveislusafn Landsbókasafns Íslands tekur skýrslur til vörslu og má þannig auka aðgengi hagaðila að gögnum – skil fara fram hér.

 

Vefkerfi Bravo Earth - umhverfisstjórn

Vefkerfið BravoEarth auðveldar fyrirtækjum og stofnunum að koma umhverfis- og loftlagsstefnu í framkvæmd og þannig vinna að aukinni sjálfbærni
Í BravoEarth er tilbúinn banki með skilgreindum verkefnum sem fyrirtæki og stofnanir geta lagað að sinni starfsemi. Leiðbeiningar um hvað þarf að gera í flokkum eins og samgöngur, úrgangur, rafmagn og vatn. Verkefnin byggja á Grænum skrefum frá Umhverfisstofnun.

Loftslagsmælir fjármálafyrirtækja

Þetta er einungis brot af þeim leiðum sem hægt er að fara við að innleiða sjálfbærni og  samfélagslega ábyrgð í rekstur fyrirtækja og stofnana.

Hjá Festu eru tæplega 150, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök, sem öll vinna að sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Öll erum við saman á þessari vegferð. Við þurfum á þínum kröftum að halda. Komdu og vertu með.

Vertu með

Project Drawdown - lausnir í loftslagsmálum

Project Drawdown er gagnaveita sem er leiðandi á alþjóðavísu þegar kemur að lausnum í loftslagsmálum.

Hér má nálgast þær lausnir sem þar hafa verið teknar saman af Project Drawdown

Project Drawdown conducts an ongoing review and analysis of climate solutions—the practices and technologies that can stem and begin to reduce the excess of greenhouse gases in our atmosphere. Our work shows the world can reach Drawdown by mid-century, if we make the best use of all existing climate solutions. Certainly, more solutions are needed and emerging, but there is no reason—or time—to wait on innovation. Now is better than new, and society is well equipped for transformation today.

Raddir unga fólksins

Í lok árs 2020 framkvæmdi Festa hagaðila-greiningu þar sem út­gangspunkt­ur­inn var: Hvað telja ung­menna (16-30 ára) mik­il­vægt þeg­ar kem­ur að sjálf­bærni veg­ferð ís­lenskra fyr­ir­tækja? 

Við­töl voru tek­in við fjöl­breytt­an hóp ung­menna sem flest eru í for­svari eða í stjórn­um ólíkra ung­menna­fé­laga eða að starfa á sviði sjálf­bærni á ann­an hátt. Lagð­ar voru fyr­ir þau spurn­ing­ar sem bæði snúa að þeim sem neyt­end­um og sem fram­tíð­ar­starfs­fólki.

Niðurstöður greiningarinnar má nálgast hér – Report_young-voice-for-sustainbility-in-the-private-sector.pdf (samfelagsabyrgd.is)

The Glasgow Financial Alliance for Net Zero

Yfirgripsmikið rit samstarfs The Glasgow Financial Alliance for Net Zero sem var sett á fót í aðdragandi COP26.

Hér er á ferð bandalag rúmleg 450 stórra fjárfesta, í 45 löndum, sem fara fyrir yfir 130.000 milljörðum bandaríkjadollara.

Leiðarvísirinn er heildstæð leiðsögn um það hvernig er hægt að nýta fjármálakerfið og afl fjárfesta til að styðja við og hraða vegferð fyrirtækja að kolefnishlutleysi. Þar er m.a. vikið að

  • framsetningu skuldbindinga í loftslagsmálum
  • framleiðslugeirum sem vega þungt í losun gróðurhúsalofttegunda
  • praktískum leiðum fyrir fjárfesta til að vinna með „raunhagkerfinu“  og
  • leiðum til að þróa eignasöfn í átt að kolefnishlutleysi.

Að lokum sett fram ákall til G20 ríkjanna, um víðtækar og tafalausar aðgerðir.

Science Based Targets Initiative (Vísindaleg viðmið fyrir lofslagsmarkmið fyrirtækja)

Science Based Targets initiative (SBTi) er samstarf nokkurra leiðandi alþjóðlegra aðila á sviði loftslagsmála. Með þessum vísindalegu viðmiðum eru m.a. settar fram leiðbeiningar fyrir 50 starfsgreinar/geira um hvernig fyrirtæki geta náð markmiðum Parísarsáttmálans um að halda hlýnun innan við 1,5 gráður.

Leiðbeiningarnar byggja, eins og nafnið gefur til kynna, á vísindalegum grunni. Nú þegar eru yfir 2000 fyrirtæki í samstarfi við SBTi.

Heims­markmiðin

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is