Hvar byrja ég?

Leið­ar­vís­ir

Það er mik­il­vægt að vera sam­fé­lags­lega ábyrg­ur, en hvar er best að byrja? Það eru marg­ar mis­mun­andi leið­ir, stór­ar og litl­ar.

Veldu þér þína leið

Mik­il­vægt er að hefja veg­ferð­ina til sam­fé­lags­legs­legr­ar ábyrgð­ar og sjálf­bærni sem allra fyrst. En hvernig er sam­fé­lags­leg ábyrgð í fram­kvæmd? Hvernig er hægt að inn­leiða sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni í dag­leg­an rekst­ur fyr­ir­tækja og stofn­ana?

Hægt er að fara mis­mun­andi leið­ir — mik­il­vægt er að fyr­ir­tæki og stofn­an­ir finni leið sem hent­ar.

Hvar liggja styrk­leik­ar þíns fyr­ir­tæk­is, sveita­fé­lags eða stofn­un­ar þeg­ar kem­ur að sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni? Fyrsta skref­ið er að staldra við og meta það. Því stund­um er svo miklu meira gert en við átt­um okk­ur á. Svo átt­um við okk­ur líka á því, að hægt sé að gera svo miklu, miklu bet­ur.

Við hjá Festu tök­um fagn­andi á móti þér og þínu fólki til að ræða fyrstu skref­in og hvernig þið get­ið gert enn bet­ur. Tæki­fær­in eru enda­laus. Líttu á þetta sem kjör­ið tæki­færi til þess að skerpa á sam­keppn­is­for­skot­inu.

Hér er ein­ung­is lít­ið brot að af þeim tækj­um og tól­um sem hægt er 
að nota við inn­leið­ingu á sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni í dag­leg­an rekst­ur.

Lofts­lags­mæl­ir Festu

Fyr­ir­tæki geta dreg­ið úr los­un sinni á gróð­ur­húsaloft­teg­und­um (GHL) og tak­ið þannig þátt í bar­átt­unni við ham­fara­hlýn­un. Að­gerð­ir fyr­ir-
tækja, sveita­fé­laga og stofn­ana í lofts­lags­mál­um skipta sköp­um og án þeirra er ólík­legt að þjóð­ir heims geti stað­ið við markmið Ís­lands að verða kol­efn­is­hlut­laust fyr­ir ár­ið 2040.

Lofts­lags­mæl­ir Festu er þér að kostn­að­ar­lausu. Hann var hann­að­ur og upp­færð­ur af fyr­ir­tækj­um og Reykja­vik­ur­borg og er í sam­ræmi við al­þjóð­lega og inn­lenda staðla.

Global Compact

Fyr­ir­tæki nota UN Global Compact – sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna um sam­fé­lags­ábyrgð, til að gera við­skipta­vin­um sín­um, birgj­um og stjórn­völd­um grein fyr­ir sam­fé­lags­stefnu sinni. Í Global Compact eru 10 við­mið sem fyr­ir­tæki setja sér að fara eft­ir. Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru tengi­lið­ur Ís­lands við Global Compact. Hér má sjá þát­tak­end­ur Ís­lands á vef Global Compact. Festa er þátt­tak­andi í Global Compact.

GRI

GRI býð­ur uppá að­ferða­fræði í skýrslu­gerð til þess að sýna hvaða áhersl­ur fyr­ir­tæk­ið set­ur sér á sviði sam­fé­lags­ábyrgð­ar.

PRI

Princip­les of Responsi­ble In­vest­ment (PRI) eru regl­ur um ábyrg­ar fjár­fest­ing­ar. Regl­urn­ar voru þró­að­ar af al­þjóð­leg­um hópi stofnana­fjár­festa í sam­starfi við Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar og eiga að end­ur­spegla mik­il­vægi um­hverf­is, sam­fé­lags og stjórn­ar­hátta í fjár­fest­ing­um fjár­festa.

Heims­mark­mið­in

Heims­mark­mið­in eru fram­kvæmda­áætl­un í þágu mann­kyns, jarð­ar og hag­sæld­ar. Með henni er leit­ast við að stuðla að friði um gjörv­all­an heim og þar með auknu frelsi. Heims­mark­mið­in eru 17 tals­ins og mælt er með því að fyr­ir­tæki og stofn­an­ir inn­leiða þau í starf­semi sína. Hægt er að velja sér eitt markmið eða fleiri, en öll tengj­ast þau inn­byrð­is.

UFS (ESG) leið­bein­ing­ar kaup­hall­ar Nas­daq

Kaup­hall­ir Nas­daq á Norð­ur­lönd­um hafa birt sam­eig­in­leg­ar leið­bein­ing­ar fyr­ir fyr­ir­tæki um birt­ingu upp­lýs­inga um sam­fé­lags­ábyrgð. Þess­ir þætt­ir eru um­hverf­is­mál, sam­fé­lag­ið og stjórn­ar­hætti eða UFS (e. ESG – en­vironmental, social, go­vern­ance). Leið­bein­ing­un­um er ætl­að að að­stoða fyr­ir­tæki að birta upp­lýs­ing­arn­ar á skýr­an og að­gengi­leg­an hátt fyr­ir fjár­festa og aðra hags­muna­að­ila.

Þýð­ing og út­gáfa UFS leið­bein­ing­ana eru sam­starfs­verk­efni Festu, Við­skipta­ráðs Ís­lands, Nas­daq,Ice­landSIF og Staðla­ráðs Ís­lands

Ís­lensk­ur stað­all um sam­fé­lags­ábyrgð

ÍST ISO 26000 veit­ir leið­bein­ing­ar um meg­in­regl­ur sam­fé­lags­legr­ar ábyrgð­ar.  Stað­all­inn er ekki vott­un­ar­stað­all held­ur er leið­bein­andi. Hann und­ir­strik­ar mik­il­vægi ár­ang­urs og um­bóta á frammi­stöðu að því er varð­ar sam­fé­lags­lega ábyrgð.

Grænu skref­in

Græn skref í rík­is­rekstri er hvata­kerfi fyr­ir all­ar fram­sækn­ar og ábyrg­ar stofn­an­ir rík­is­ins.

Um­hverf­is­merk­ið Svan­ur­inn

Svan­ur­inn er op­in­bert um­hverf­is­merki Norð­ur­land­anna. Svans­merkt vara er betri fyr­ir um­hverf­ið og heils­una. Frá­bær leið fyr­ir neyt­end­ur sem vilja um­hverf­i­s­væn­ar vör­ur.

Fair tra­de vör­ur

Fair Tra­de er vott­un sem er stað­fest­ing á því að vara er unn­in á sið­ferð­is­leg­an og sann­gjarn­an hátt — án skað­legra áhrifa fyr­ir starfs­menn. Einnig að þeir fái sann­gjörn laun fyr­ir vinnu sína.

Þetta er ein­ung­is brot af þeim leið­um sem hægt er að fara við að inn­leiða sam­fé­lags­lega ábyrgð í rekst­ur fyr­ir­tækja og stofn­ana.

Hjá Festu eru yf­ir 100 fyr­ir­tæki sem öll vinna að sam­fé­lags­ábyrgð fyr­ir­tækja. Öll er­um við sam­an á þess­ari veg­ferð. Við þurf­um á þín­um kröft­um að halda. Komdu og vertu með.

Vertu með
Heims­markmiðin