Hvar byrja ég?

Leið­ar­vís­ir

Það er mik­il­vægt að vinna mark­visst að auk­inni sjálf­bærni og vera  sam­fé­lags­lega ábyrg, en hvar er best að byrja og hvernig verð­um við öfl­ug­ir sjálf­bærni leið­tog­ar?

Það eru marg­ar og ólík­ar  leið­ir sem standa okk­ur til boða á sjálf­bærni veg­ferð­inni. Skref­in eru bæði stór og lít­il, öll hafa þau áhrif .

Veldu þér þína leið

Mik­il­vægt er að hefja veg­ferð­ina til sam­fé­lags­legs­legr­ar ábyrgð­ar og sjálf­bærni sem allra fyrst. En hvernig er sam­fé­lags­leg ábyrgð í fram­kvæmd? Hvernig er hægt að inn­leiða sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni í dag­leg­an rekst­ur fyr­ir­tækja og stofn­ana?

Hægt er að fara mis­mun­andi leið­ir — mik­il­vægt er að fyr­ir­tæki og stofn­an­ir finni leið sem hent­ar.

Hvar liggja styrk­leik­ar þíns fyr­ir­tæk­is, sveita­fé­lags eða stofn­un­ar þeg­ar kem­ur að sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni? Fyrsta skref­ið er að staldra við og meta það. Þeg­ar að því kem­ur get­ur ver­ið gott að líta til að­ferð­ar­fræði sjálf­bærni mik­il­væg­is­grein­inga (e. mater­iality assess­ment).

Stund­um er svo miklu meira gert en við átt­um okk­ur á. Svo átt­um við okk­ur líka á því, að hægt sé að gera svo miklu, miklu bet­ur.

Við hjá Festu tök­um fagn­andi á móti þér og þínu fólki til að ræða fyrstu skref­in og hvernig þið get­ið gert enn bet­ur. Tæki­fær­in eru enda­laus. Líttu á þetta sem kjör­ið tæki­færi til þess að skerpa á sam­keppn­is­for­skot­inu.

Hér er ein­ung­is lít­ið brot að af þeim tækj­um og tól­um sem hægt er að nota við inn­leið­ingu á sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni í dag­leg­an rekst­ur.

Lofts­lags­mæl­ir og hand­bók Festu

Fyr­ir­tæki geta dreg­ið úr los­un sinni á gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og tak­ið þannig þátt í bar­átt­unni við ham­fara­hlýn­un og unn­ið að fram­gangi heims­mark­mið­ann.

Að­gerð­ir fyr­ir­tækja, sveita­fé­laga og stofn­ana í lofts­lags­mál­um skipta sköp­um og án þeirra er ólík­legt að þjóð­ir heims geti stað­ið við markmið Ís­lands að verða kol­efn­is­hlut­laust fyr­ir ár­ið 2040.

Lofts­lags­mæl­ir Festu er þér að kostn­að­ar­lausu. Hann var hann­að­ur og upp­færð­ur af fyr­ir­tækj­um og Reykja­vik­ur­borg og er í sam­ræmi við al­þjóð­lega og inn­lenda staðla.

Mæl­ir­inn má nálg­ast í vefút­gáfu á Clima­tePul­se.is og er af­ar ein­fald­ur í notk­un og hverju skrefi fylgja leið­beingar tengd­ar þeim upp­lýs­ing­um sem skrá þarf inn. Mæl­in­um fylg­ir þá ít­ar­legt kennslu­mynd­band og reynslu­sög­ur fyr­ir­tækja sem hafa haf­ið sína veg­ferð.

Lofts­lags­mæl­ir Festu er hugs­að­ur sér­stak­lega fyr­ir lít­il og með­al­stór fyr­ir­tæki sem eru að taka sín fyrstu skref í loft­lags­að­gerð­um og mæl­ing­um. Mæl­ir­inn bygg­ir á al­þjóð­lega við­ur­kennd­um mæli­kvörð­um og er að­lag­að­ur að ís­lensku um­hverfi.

Þeg­ar bú­ið er að svara spurn­ing­un­um færðu sam­an­tekt­ar­skýrslu og get­ur val­ið að deila nið­ur­stöð­un­um með Festu.

—————————————————

Fræðslu­efni um lofts­lags­að­gerð­ir – fram­leitt af Festu fyr­ir styrk frá Lofts­lags­sjóði:

Kennslu­mynd­band þar sem Sæv­ar Helgi Braga­son leið­ir þig skref fyr­ir skref í gegn­um notk­un á Lofts­lags­mæli Festu. Hvaða gögn þarftu að hafa til að mæla þitt kol­efn­is­spor og hvar nálg­ast þú þau?

Af hverju er mik­il­vægt að draga úr og mæla kol­efn­is­spor frá rekstri og hvar byrj­um við? Fræðslu­mynd­band þar sem Festa fékk til liðs við sig sér­fræð­inga frá fimm ólík­um að­ild­ar­fé­lög­um sín­um sem lýsa í ör­fá­um orð­um sinni veg­ferð þeg­ar kem­ur að því að setja sér stefnu í lofts­lags­mál­um og mæla kol­efn­is­spor frá rekstri.

Hand­bók fyr­ir smærri fyr­ir­tæki – Stefnu­mót­un í lofts­lags­mál­um og mæl­ing­ar á kol­efn­is­spori. Hvar byrj­ar þú þína veg­ferð og hvernig trygg­ir þú að að­gerð­ir séu mark­viss­ar og skili ár­angri. Hnit­mið­uð hand­bók sem er af­ar ein­föld í notk­un.

Öll gögn fræðslupakk­ans og að­gang­ur að Lofts­lags­mæli Festu eru op­in öll­um og án end­ur­gjalds.

UN Global Compact

UN Global Compact er sam­fé­lags­sátt­máli fyr­ir­tækja og Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Fyr­ir­tæki sem ger­ast þát­tak­end­ur að UN Global Compact,  gera hag­að­il­um sín­um  grein fyr­ir sam­fé­lags­stefnu sinni með reglu­legri upp­lýs­inga­gjöf. Þátt­tak­end­ur skuld­binda sig til skila á ár­legri stöðu­skýrslu (sam­fé­lags­skýrslu) sem svo er að­gengi­leg á vef­svæði Global Compact.

Global Compact bygg­ir á 10 við­mið­um sem fyr­ir­tæki setja sér að fara eft­ir. Þá skuld­binda þátt­tak­end­ur sig til að vinna að fram­gangi heims­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Global Compact Aca­demy er lif­andi fræðslu­vett­vang­ur sem er op­in fyr­ir þátt­tak­end­ur. Þar má nálg­ast fræðslu­efni, nám­skeið og kennslu­stund­ir sem fyr­ir­tæki geti nálg­ast án end­ur­gjalds og deilt á sína starfs­menn að vild.

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru tengi­lið­ur ís­lensks at­vinnu­lífs við Global Compact, nán­ari upp­lýs­ing­ar um þeirra að­koma má nálg­ast á globalcompact.is. Hrefna Briem sit­ur í stjórn Global Compact á Ís­landi fyr­ir hönd Festu.

Hér má sjá þá ís­lensku að­ila sem eru þát­tak­end­ur í Global Compact. Festa hef­ur ver­ið þátt­tak­andi frá ár­inu 2012.

 

GRI - al­þjóð­leg­ir staðl­ar

GRI eru al­þjóð­lega við­ur­kennd­ir staðl­ar um miðl­un upp­lýs­inga um sam­fé­lags­lega ábyrgð og eru not­að­ir í yf­ir 100 lönd­um. 80% af 250 stærstu fyr­ir­tækj­um heims nota GRI og vinn­ings­haf­ar Sam­fé­lags­skýrslu árs­ins á Ís­landi 2018 og 2019 byggðu skýrsl­ur sín­ar á GRI.

GRI eru al­mennt tald­ir víð­tæk­ustu og ná­kvæm­ustu staðl­arn­ir til að halda ut­an um efna­hags­leg, um­hverf­is­leg og fé­lags­leg áhrif fyr­ir­tækja og stofn­ana.

GRI skýrsl­ur geta ver­ið ann­að hvort “Core” eða “Comp­hrehensi­ve”. Sé unn­ið að “Core” skýrslu er ver­ið að vinna með færri staðla og skýrsl­an ekki jafn um­fangs­mik­il og þeg­ar unn­ið er með “Comprehensi­ve”.

——————————————————————-

Hér má nálg­ast ís­lenska þýð­ingu á stöðl­un­um. Þýð­ing­in er unn­in af Staðla­ráði Ís­lands í sam­ráði við Festu. ISA­VIA, eitt af að­ild­ar­fé­lög­um Festu, fjár­magn­aði upp­færða þýð­ingu (2020) ásamt því að leggja til ómet­an­lega að­stoð sér­fræð­inga sinna við yf­ir­lest­ur og upp­setn­ingu.

 

PRI

Princip­les of Responsi­ble In­vest­ment (PRI) eru regl­ur um ábyrg­ar fjár­fest­ing­ar. Regl­urn­ar voru þró­að­ar af al­þjóð­leg­um hópi stofnana­fjár­festa í sam­starfi við Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar og eiga að end­ur­spegla mik­il­vægi um­hverf­is, sam­fé­lags og stjórn­ar­hátta í fjár­fest­ing­um fjár­festa.

PRI hljóð­varp – “The PRI podcast of­fers an in­sig­ht into the world of responsi­ble in­vest­ment, with in­vestor per­specti­ves and discussi­on on a range of en­vironmental, social and go­vern­ance (ESG) topics.”

Stefnu­mót­un­ar tól PRI – “The PRI proposes a five-part framework for in­vestors that are seek­ing to und­er­stand the real-world outcomes of their in­vest­ments, and to shape those outcomes in line with the SDGs. “

Heims­mark­mið­in

Heims­mark­mið­in eru fram­kvæmda­áætl­un í þágu mann­kyns, jarð­ar og hag­sæld­ar. Með henni er leit­ast við að stuðla að friði um gjörv­all­an heim og þar með auknu frelsi. Heims­mark­mið­in eru 17 tals­ins og mælt er með því að fyr­ir­tæki og stofn­an­ir inn­leiða þau í starf­semi sína. Hægt er að velja sér eitt markmið eða fleiri, en öll tengj­ast þau inn­byrð­is.

Festa legg­ur sig fram við að tengja öll sín verk­efni við fram­gang heims­mark­mið­anna.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar og teng­ing­ar við inn­leið­ing­ar tól og tæki tengd heims­mark­mið­un­um.

UFS (ESG) leið­bein­ing­ar kaup­hall­ar Nas­daq

Kaup­hall­ir Nas­daq á Norð­ur­lönd­um hafa birt sam­eig­in­leg­ar leið­bein­ing­ar fyr­ir fyr­ir­tæki um birt­ingu upp­lýs­inga um sam­fé­lags­ábyrgð.

Þess­ir þætt­ir eru um­hverf­is­mál, fé­lags­leg­ir þætt­ir og stjórn­ar­hætt­ir eða UFS (e. ESG – en­vironmental, social, go­vern­ance). Leið­bein­ing­un­um er ætl­að að að­stoða fyr­ir­tæki að birta upp­lýs­ing­arn­ar á skýr­an og að­gengi­leg­an hátt fyr­ir fjár­festa og aðra hags­muna­að­ila.

Þýð­ing og út­gáfa UFS leið­bein­ing­ana eru sam­starfs­verk­efni Festu, Við­skipta­ráðs Ís­lands, Nas­daq,Ice­landSIF og Staðla­ráðs Ís­lands

Hringrás­ar­hag­kerf­ið

Línu­leg hag­kerfi og við­skipta­mód­el þeim tengd­um eru að fær­ast yf­ir í hringrás­ar­hag­kerfi.

Með hringrás­ar­hag­kerf­inu hönn­um við í burtu sóun og úr­gang, tek­ið er til­lit til alls líf­tíma vör­un­ar og/eða þjón­ust­unn­ar.

Fær­um okk­ur frá því að fram­leiða og veita þjón­ustu í línu­legu mód­eli og fær­um okk­ur yf­ir í hringrás þar sem hug­að er að við­gerð­um, end­ur­nýt­ingu, end­ur­fram­leiðslu og end­ur­vinnslu.

  • Fræðslumið­stöð The Ell­en Macarth­ur foundati­on stend­ur einna fremst í heimi þeg­ar kem­ur að því að standa að rann­sókn­um og út­gáfu fræðslu­efn­is um hringrás­ar­hag­kerf­ið.
    • Hvað er hringrás­ar­hag­kerf­ið? Hér svar­ar The Ell­en Macarth­ur foundati­on því í máli og mynd­um.

 

Festa gegn­ir því hlut­verki að tengja sam­an ís­lenska að­ila þeg­ar kem­ur að nor­ræna hringrás­ar­sam­starfs vett­vang­in­um Nordic Circul­ar Hot­spot. 

Á heima­síðu Nordic Circul­ar Hot­spot má nálg­ast upp­lýs­ing­ar um fjöl­breytta við­burði sem sam­tök­in standa fyr­ir. Vor­ið 2021 opn­uðu sam­tök­in fyr­ir ra­f­ræn­an ganga­grunn og tengslanet, Nordic Circul­ar Ar­ena, þar sem áhuga­sem­ir geta nálg­ast fræðslu um nor­ræna hringrás og tengst að­il­um sem eru á sömu veg­ferð.

_____________________________________

 

Mæl­um hér með nokkr­um ör­stutt­um mynd­bönd­um sem út­skýra hvað er átt við þeg­ar við töl­um um hringrás­ar­hag­kerf­ið:

 

Verk­færak­ista – inn­leið­ing og stefnu­mót­un

Víð­tækt nor­rænt sam­starfs­verk­efni, CIRCit, þró­aði verk­færa­k­istu fyr­ir nor­ræn fyr­ir­tæki til að greiða þeim leið að hringrás í rekstri. Hér má nálg­ast þessa verk­færa kistu en hún sam­an­stend­ur af vinnu­bók­um og stefnu­mót­un­ar­skjöl­um sem skipt­ast í sex ólíka þætti.

______________________________________

Hringrás­ar­hag­kerf­ið og bygg­ingar­iðn­að­ur­inn

Grænni byggð hef­ur tek­ið sam­an áhuga­vert efni um hringrás­ar­hag­kerf­ið og bygg­ingar­iðn­að­inn sem má nálg­ast hér.

Þá hef­ur Grænni byggð í sam­starfi við Mann­virkja­stofn­un gef­ið út ít­ar­leg­an bæk­ling um efn­ið og má nálg­ast hann hér.

 

_____________________________________________________

Mæl­um með þess­um hand­bók­um og efn­isveit­um sem snúa að hringrás­ar­hag­kerf­inu:

 

Í upp­hafi árs 2021 gaf Nordic Innovati­on út ít­ar­lega hand­bók um inn­leið­ingu hringrás­ar­hag­kerf­is­ins – The Nordic Circul­ar Economy Play­book.  Hand­bók­in er á ensku og með henni fylgja ít­ar­lega kennslu­mynd­bönd.

“Do you want to dri­ve circul­ar change for your bus­iness? This play­book and supp­ort­ing tools will provi­de you with in-depth und­er­st­and­ing on how to achieve circul­ar advanta­ge for your comp­any and bus­iness.

The Nordic Circul­ar Economy Play­book can be levera­ged by comp­anies that want to better meet cu­stomer expectati­ons and deli­ver cu­stomer outcomes. It is for you that wants to ena­ble outcome-oriented soluti­ons and new levels of efficiency through technology and digitalizati­on. It will help you improve resource utilizati­on and mitiga­te ri­sk from reg­ulatory, in­vestor and societal pressures.”

Ís­lensk­ur stað­all um sam­fé­lags­ábyrgð

ÍST ISO 26000 veit­ir leið­bein­ing­ar um meg­in­regl­ur sam­fé­lags­legr­ar ábyrgð­ar.  Stað­all­inn er ekki vott­un­ar­stað­all held­ur er leið­bein­andi. Hann und­ir­strik­ar mik­il­vægi ár­ang­urs og um­bóta á frammi­stöðu að því er varð­ar sam­fé­lags­lega ábyrgð.

Grænu skref­in

Græn skref í rík­is­rekstri er hvata­kerfi fyr­ir all­ar fram­sækn­ar og ábyrg­ar stofn­an­ir rík­is­ins.

Um­hverf­is­merk­ið Svan­ur­inn

Svan­ur­inn er op­in­bert um­hverf­is­merki Norð­ur­land­anna sem tek­ur til alls lífs­fer­ils vöru og þjón­ustu. Svans­vott­uð vara er betri fyr­ir um­hverf­ið og heils­una.

Svans­vott­un er auð­veld leið til að miðla um­hverf­is­starfi fyr­ir­tæk­is og send­ir neyt­end­um skýr skila­boð um að fyr­ir­tæk­ið vinni mark­visst að því að draga úr um­hverf­isáhrif­um í öll­um lífs­ferli vör­unn­ar. Svans­merk­ið er áreið­an­leg vott­un sem 88% Ís­lend­inga þekkja.

Í dag eru til Svans­skil­yrði fyr­ir um 60 mis­mun­andi flokka vöru og þjón­ustu og yf­ir 30.000 vör­ur og þjón­usta bera nú merki Svans­ins á öll­um Norð­ur­lönd­un­um. Á Ís­landi hafa þjón­ustu­fyr­ir­tæki ver­ið dug­leg­ust að sækja um Svan­inn en fjöl­marg­ar vör­ur sem bera um­hverf­is­merk­ið Svan­inn eru flutt­ar inn og seld­ar hér­lend­is.

Fair tra­de vör­ur

Fair Tra­de er vott­un sem er stað­fest­ing á því að vara er unn­in á sið­ferð­is­leg­an og sann­gjarn­an hátt — án skað­legra áhrifa fyr­ir starfs­menn. Einnig að þeir fái sann­gjörn laun fyr­ir vinnu sína.

Skyldu­skil á skýrsl­um til Lands­bóka­safns

Árs­skýrsl­ur fyr­ir­tækja falla und­ir lög um skyldu­skil sem út­gef­ið efni sem ætl­að er til dreif­ing­ar – nán­ari upp­lýs­ing­ar má nálg­ast hér.

Raf­hlað­an ra­f­rænt varð­veislu­safn Lands­bóka­safns Ís­lands tek­ur skýrsl­ur til vörslu og má þannig auka að­gengi hag­að­ila að gögn­um – skil fara fram hér.

 

Vef­kerfi Bra­vo Earth - um­hverf­is­stjórn

Vef­kerf­ið Bra­voE­arth auð­veld­ar fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um að koma um­hverf­is- og loft­lags­stefnu í fram­kvæmd og þannig vinna að auk­inni sjálf­bærni
Í Bra­voE­arth er til­bú­inn banki með skil­greind­um verk­efn­um sem fyr­ir­tæki og stofn­an­ir geta lag­að að sinni starf­semi. Leið­bein­ing­ar um hvað þarf að gera í flokk­um eins og sam­göng­ur, úr­gang­ur, raf­magn og vatn. Verk­efn­in byggja á Græn­um skref­um frá Um­hverf­is­stofn­un.

Lofts­lags­mæl­ir fjár­mála­fyr­ir­tækja

Þetta er ein­ung­is brot af þeim leið­um sem hægt er að fara við að inn­leiða sjálf­bærni og  sam­fé­lags­lega ábyrgð í rekst­ur fyr­ir­tækja og stofn­ana.

Hjá Festu eru tæp­lega 150, fyr­ir­tæki, stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög og fé­laga­sam­tök, sem öll vinna að sjálf­bærni og sam­fé­lags­ábyrgð. Öll er­um við sam­an á þess­ari veg­ferð. Við þurf­um á þín­um kröft­um að halda. Komdu og vertu með.

Vertu með

Proj­ect Drawdown - lausn­ir í lofts­lags­mál­um

Proj­ect Drawdown er gagna­veita sem er leið­andi á al­þjóða­vísu þeg­ar kem­ur að lausn­um í lofts­lags­mál­um.

Hér má nálg­ast þær lausn­ir sem þar hafa ver­ið tekn­ar sam­an af Proj­ect Drawdown

Proj­ect Drawdown conducts an ongo­ing review and ana­lys­is of clima­te soluti­ons—the practices and technologies that can stem and beg­in to reduce the excess of green­hou­se gases in our at­mosph­ere. Our work shows the world can reach Drawdown by mid-cent­ury, if we make the best use of all ex­ist­ing clima­te soluti­ons. Certain­ly, more soluti­ons are needed and emerg­ing, but th­ere is no rea­son—or time—to wait on innovati­on. Now is better th­an new, and society is well equipp­ed for trans­formati­on today.

Radd­ir unga fólks­ins

Í lok árs 2020 fram­kvæmdi Festa hag­að­ila-grein­ingu þar sem út­gangspunkt­ur­inn var: Hvað telja ung­menna (16-30 ára) mik­il­vægt þeg­ar kem­ur að sjálf­bærni veg­ferð ís­lenskra fyr­ir­tækja? 

Við­töl voru tek­in við fjöl­breytt­an hóp ung­menna sem flest eru í for­svari eða í stjórn­um ólíkra ung­menna­fé­laga eða að starfa á sviði sjálf­bærni á ann­an hátt. Lagð­ar voru fyr­ir þau spurn­ing­ar sem bæði snúa að þeim sem neyt­end­um og sem fram­tíð­ar­starfs­fólki.

Nið­ur­stöð­ur grein­ing­ar­inn­ar má nálg­ast hér – Report_young-voice-for-sustain­bility-in-the-pri­vate-sector.pdf (sam­felagsa­byrgd.is)

Heims­markmiðin

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is