Hvar byrja ég?

Leið­ar­vísir

Það er mikil­vægt að vera samfé­lags­lega ábyrgur, en hvar er best að byrja? Það eru margar mismun­andi leiðir, stórar og litlar.

Veldu þér þína leið

Mikil­vægt er að hefja vegferðina til samfé­lags­legs­legrar ábyrgðar og sjálf­bærni sem allra fyrst. En hvernig er samfé­lagsleg ábyrgð í fram­kvæmd? Hvernig er hægt að innleiða samfé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni í daglegan rekstur fyrir­tækja og stofnana?

Hægt er að fara mismun­andi leiðir — mikil­vægt er að fyrir­tæki og stofn­anir finni leið sem hentar.

Hvar liggja styrk­leikar þíns fyrir­tækis, sveita­fé­lags eða stofn­unar þegar kemur að samfé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni? Fyrsta skrefið er að staldra við og meta það. Því stundum er svo miklu meira gert en við áttum okkur á. Svo áttum við okkur líka á því, að hægt sé að gera svo miklu, miklu betur.

Við hjá Festu tökum fagn­andi á móti þér og þínu fólki til að ræða fyrstu skrefin og hvernig þið getið gert enn betur. Tæki­færin eru enda­laus. Líttu á þetta sem kjörið tæki­færi til þess að skerpa á samkeppn­is­for­skotinu.

Hér er einungis lítið brot að af þeim tækjum og tólum sem hægt er 
að nota við innleið­ingu á samfé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni í daglegan rekstur.

Lofts­lags­mælir Festu

Fyrir­tæki geta dregið úr losun sinni á gróð­ur­húsaloft­teg­undum (GHL) og takið þannig þátt í barátt­unni við hamfara­hlýnun. Aðgerðir fyrir-
tækja, sveita­fé­laga og stofnana í lofts­lags­málum skipta sköpum og án þeirra er ólík­legt að þjóðir heims geti staðið við markmið Íslands að verða kolefn­is­hlut­laust fyrir árið 2040.

Lofts­lags­mælir Festu er þér að kostn­að­ar­lausu. Hann var hann­aður og uppfærður af fyrir­tækjum og Reykja­vik­ur­borg og er í samræmi við alþjóð­lega og innlenda staðla.

Global Compact

Fyrir­tæki nota UN Global Compact – sátt­mála Sameinuðu þjóð­anna um samfé­lags­ábyrgð, til að gera viðskipta­vinum sínum, birgjum og stjórn­völdum grein fyrir samfé­lags­stefnu sinni. Í Global Compact eru 10 viðmið sem fyrir­tæki setja sér að fara eftir. Samtök atvinnu­lífsins eru tengi­liður Íslands við Global Compact. Hér má sjá þáttak­endur Íslands á vef Global Compact. Festa er þátt­tak­andi í Global Compact.

GRI

GRI býður uppá aðferða­fræði í skýrslu­gerð til þess að sýna hvaða áherslur fyrir­tækið setur sér á sviði samfé­lags­ábyrgðar.

PRI

Principles of Responsible Invest­ment (PRI) eru reglur um ábyrgar fjár­fest­ingar. Regl­urnar voru þróaðar af alþjóð­legum hópi stofnana­fjár­festa í samstarfi við Sameinuðu þjóð­irnar og eiga að endur­spegla mikil­vægi umhverfis, samfé­lags og stjórn­ar­hátta í fjár­fest­ingum fjár­festa.

Heims­mark­miðin

Heims­mark­miðin eru fram­kvæmda­áætlun í þágu mann­kyns, jarðar og hagsældar. Með henni er leitast við að stuðla að friði um gjörv­allan heim og þar með auknu frelsi. Heims­mark­miðin eru 17 talsins og mælt er með því að fyrir­tæki og stofn­anir innleiða þau í starf­semi sína. Hægt er að velja sér eitt markmið eða fleiri, en öll tengjast þau innbyrðis.

UFS (ESG) leið­bein­ingar kaup­hallar Nasdaq

Kaup­hallir Nasdaq á Norð­ur­löndum hafa birt sameig­in­legar leið­bein­ingar fyrir fyrir­tæki um birt­ingu upplýs­inga um samfé­lags­ábyrgð. Þessir þættir eru umhverf­ismál, samfé­lagið og stjórn­ar­hætti eða UFS (e. ESG – environmental, social, govern­ance). Leið­bein­ing­unum er ætlað að aðstoða fyrir­tæki að birta upplýs­ing­arnar á skýran og aðgengi­legan hátt fyrir fjár­festa og aðra hags­muna­aðila.

Þýðing og útgáfa UFS leið­bein­ingana eru samstarfs­verk­efni Festu, Viðskipta­ráðs Íslands, Nasdaq,IcelandSIF og Staðla­ráðs Íslands

Íslenskur staðall um samfé­lags­ábyrgð

ÍST ISO 26000 veitir leið­bein­ingar um megin­reglur samfé­lags­legrar ábyrgðar.  Stað­allinn er ekki vott­un­ar­staðall heldur er leið­bein­andi. Hann undir­strikar mikil­vægi árangurs og umbóta á frammi­stöðu að því er varðar samfé­lags­lega ábyrgð.

Grænu skrefin

Græn skref í ríkis­rekstri er hvata­kerfi fyrir allar fram­sæknar og ábyrgar stofn­anir ríkisins.

Umhverf­is­merkið Svan­urinn

Svan­urinn er opin­bert umhverf­is­merki Norð­ur­land­anna. Svans­merkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna. Frábær leið fyrir neyt­endur sem vilja umhverf­i­s­vænar vörur.

Fair trade vörur

Fair Trade er vottun sem er stað­festing á því að vara er unnin á siðferð­is­legan og sann­gjarnan hátt — án skað­legra áhrifa fyrir starfs­menn. Einnig að þeir fái sann­gjörn laun fyrir vinnu sína.

Þetta er einungis brot af þeim leiðum sem hægt er að fara við að innleiða samfé­lags­lega ábyrgð í rekstur fyrir­tækja og stofnana.

Hjá Festu eru yfir 100 fyrir­tæki sem öll vinna að samfé­lags­ábyrgð fyrir­tækja. Öll erum við saman á þessari vegferð. Við þurfum á þínum kröftum að halda. Komdu og vertu með.

Vertu með
Heims­markmiðin