Kynntu þér

Heims
mark­mið­in

Rík­is­stjórn Ís­lands hef­ur tengt heims­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna inn í stefn­ur sín­ar og áætl­an­ir til árs­ins 2030. 

Heims­mark­mið­in eru fram­kvæmdaráætl­un okk­ar allra – hvað get­ur þú og þitt fyr­ir­tæki gert?

Heims­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þró­un (The Sustaina­ble Develop­mental Goals/SDG) eru fram­kvæmda­áætl­un í þágu mann­kyns, jarð­ar og hag­sæld­ar. Með henni er leit­ast við að stuðla að friði um gjörv­all­an heim og þar með auknu frelsi. Heims­mark­mið­in eru 17 tals­ins og þeim fylgja 169 und­ir­markmið, mælt er með því að fyr­ir­tæki og stofn­an­ir inn­leiða þau í starf­semi sína. Hægt er að velja sér ákveð­in markmið til að setja í for­gang eða vinna með þau öll sem heild.

Að­ild­ar­ríki Sam­ein­uðu þjóð­anna, þar á með­al Ís­land, hafa skuld­bund­ið sig til að vinna skipu­lega að inn­leið­ingu mark­mið­anna. Heims­mark­mið­in eru sam­þætt og snúa að öll­um þátt­um sjálf­bærr­ar þró­un­ar; hinn­ar efna­hags­legu, sam­fé­lags­legu og um­hverf­is­legu.

Hvert og eitt okk­ar gegn­ir mik­il­vægu hlut­verki í að ná mark­mið­un­um. Því allt sem þú ger­ir hef­ur áhrif.

Sam­starf er á milli Festu og Verk­efna­stjórn­ar stjórn­valda um heims­mark­mið­in um kynn­ingu á heims­mark­mið­un­um fyr­ir at­vinnu­líf­inu. Sam­starf­ið felst í því að stjórn­völd og Festa standi sam­an að fræðslu­dag­skrá um heims­mark­mið­in fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki, sveita­fé­lög og stofn­an­ir. Fylgstu vel með og vertu með.

———————————————————————

Fyr­ir­tæki geta val­ið sér ólík­ar leið­ir til að inn­leiða heims­mark­mið­in inn í stefnu­mót­un og verk­efni. Hér til hlið­ar má nálg­ast ým­is tæki og tól sem al­þjóð­leg­ar stofn­an­ir hafa hann­að til að stuðla að mark­vissri inn­leið­ingu mark­mið­anna. Þar má nálg­ast “SDG Acti­on Mana­ger” frá UN Global Compact þar sem rekstr­arein­ing­ar eru leidd­ar í gegn­um ferli þar sem tengja má stefn­ur og að­gerð­ir við heims­mark­mið­in, ásamt því að boð­ið er upp á fræð­andi ít­ar­efni í hverju skrefi.

Þá hafa að­l­þjóð­leg­ir skýrslu-staðl­ar, við­mið og leið­bein­ing­ar á borð við GRI og UFS (Nas­daq) sett upp hvata, tæki og tól til þess að auð­velda fyr­ir­tækj­um að upp­lýsa um að­gerð­ir í þágu heims­mark­mið­anna við gerð sam­fé­lags­skýrslna.

Á heims­mark­miða síðu stjórn­valda, heims­mark­midin.is,  má nálg­ast upp­lýs­ing­ar um þau und­ir­markmið sem ís­lensk stjórn­völd hafa sett í for­gang í sinni vinnu en þau eru 65 tals­ins. Þá má þeirri sömu síðu nálg­ast öll merki heims­mark­mið­anna í góðri upp­lausn og ís­lenskri þýð­ingu.

Hag­stofa Ís­lands held­ur úti töl­fræði­gátt um inn­leið­ingu Ís­lands á heims­mark­mið­um Sam­ein­uðu þjóð­anna – hana má nálg­ast hér. Töl­fræði­stofn­un Sam­ein­uðu þjóð­anna hef­ur skil­greint 244 mæli­kvarða til að meta ár­ang­ur ríkja í inn­leið­ingu mark­mið­anna.

Í maí 2021 kom út á veg­um Stjórn­ar­ráðs­ins verk­færak­ista um inn­leið­ingu ís­lenskra sveit­ar­fé­laga á heims­mark­mið­un­um. Verk­færak­ist­an set­ur fram fimm skref sem er ætl­að að leið­beina sveit­ar­fé­lög­um við að vinna mark­visst að inn­leið­ingu heims­mark­mið­anna. Von er á sam­bæri­legri verk­færa­k­istu fyr­ir fyr­ir­tæki.

Sustaina­ble Develop­ment Report tek­ur ár­lega sam­an lista yf­ir þjóð­ir heims þar sem þeim er rað­að eft­ir því hvar þau eru stödd þeg­ar kem­ur að fram­gangi heims­mark­mið­anna – þann lista má nálg­ast hér. Þar tróna á toppn­um (2020) Sví­þjóð, Dan­mörk og Finn­land, Nor­eg­ur er í 6.sæti en Ís­land  í 26.sæti.

 

Hjá Festu eru tæp­lega 150  fyr­ir­tæki, stofn­an­ir, fé­laga­sam­tök og sveita­fé­lög sem öll vinna að sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bær­um rekstri.

Hef­urðu hug­leitt þau fjöl­mörgu og spenn­andi tæki­færi sem fel­ast i þess­ari veg­ferð?  Öll er­um við sam­an á þess­ari veg­ferð. Komdu og vertu með.

Skráðu þig í Festu
Loftslags
markmid

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is