Kynntu þér

Heims
mark­mið­in

Rík­is­stjórn Ís­lands hef­ur tengt heims­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna inn í stefn­ur sín­ar og áætl­an­ir til árs­ins 2030.

Heims­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þró­un (The Sustaina­ble Develop­mental Goals/SDG) eru fram­kvæmda­áætl­un í þágu mann­kyns, jarð­ar og hag­sæld­ar. Með henni er leit­ast við að stuðla að friði um gjörv­all­an heim og þar með auknu frelsi. Heims­mark­mið­in eru 17 tals­ins og mælt er með því að fyr­ir­tæki og stofn­an­ir inn­leiða þau í starf­semi sína. Hægt er að velja sér eitt markmið, fleiri eða þau öll.

Að­ild­ar­ríki Sam­ein­uðu þjóð­anna, þar á með­al Ís­land, hafa skuld­bund­ið sig til að vinna skipu­lega að inn­leið­ingu mark­mið­anna. Heims­mark­mið­in eru sam­þætt og snúa að öll­um þátt­um sjálf­bærr­ar þró­un­ar; hinn­ar efna­hags­legu, sam­fé­lags­legu og um­hverf­is­legu.

Hvert og eitt okk­ar gegn­ir mik­il­vægu hlut­verki í að ná mark­mið­un­um. Því allt sem þú ger­ir hef­ur áhrif.

Sam­starf er á milli Festu og Verk­efna­stjórn­ar stjórn­valda um heims­mark­mið­in um kynn­ingu á heims­mark­mið­un­um fyr­ir at­vinnu­líf­inu. Sam­starf­ið felst í því að stjórn­völd og Festa standi sam­an að fræðslu­dag­skrá um heims­mark­mið­in fyr­ir ís­lensk fyr­ir­tæki, sveita­fé­lög og stofn­an­ir. Fylgstu vel með og vertu með.

Hjá Festu eru yf­ir 100 fyr­ir­tæki, stofn­an­ir og sveita­fé­lög sem öll vinna að sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bær­um rekstri.

Hef­urðu hug­leitt þau fjöl­mörgu og spenn­andi tæki­færi sem fel­ast i þess­ari veg­ferð?  Öll er­um við sam­an á þess­ari veg­ferð. Komdu og vertu með.

Skráðu þig í Festu
Loftslags
markmid