Kynntu þér

Heims
mark­mið­in

Rík­is­stjórn Ís­lands hef­ur tengt heims­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna inn í stefn­ur sín­ar og áætlan­ir til árs­ins 2030. 

Heims­mark­mið­in eru fram­kvæmdaráætl­un okk­ar allra – hvað get­ur þú og þitt fyr­ir­tæki gert?

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (The Sustainable Developmental Goals/SDG) eru framkvæmdaáætlun í þágu mannkyns, jarðar og hagsældar. Með henni er leitast við að stuðla að friði um gjörvallan heim og þar með auknu frelsi. Heimsmarkmiðin eru 17 talsins og þeim fylgja 169 undirmarkmið, mælt er með því að fyrirtæki og stofnanir innleiða þau í starfsemi sína. Hægt er að velja sér ákveðin markmið til að setja í forgang eða vinna með þau öll sem heild.

Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal Ísland, hafa skuldbundið sig til að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna. Heimsmarkmiðin eru samþætt og snúa að öllum þáttum sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, samfélagslegu og umhverfislegu.

Hvert og eitt okkar gegnir mikilvægu hlutverki í að ná markmiðunum. Því allt sem þú gerir hefur áhrif.

Samstarf er á milli Festu og verkefnastjórnar stjórnvalda um heimsmarkmiðin um kynningu á heimsmarkmiðunum fyrir atvinnulífinu. Samstarfið felst í því að stjórnvöld og Festa standi saman að fræðsludagskrá um heimsmarkmiðin fyrir íslensk fyrirtæki, sveitafélög og stofnanir. Fylgstu vel með og vertu með.

———————————————————————

Fyrirtæki geta valið sér ólíkar leiðir til að innleiða heimsmarkmiðin inn í stefnumótun og verkefni. Hér til hliðar má nálgast ýmis tæki og tól sem alþjóðlegar stofnanir hafa hannað til að stuðla að markvissri innleiðingu markmiðanna. Þar má nálgast “SDG Action Manager” frá UN Global Compact þar sem rekstrareiningar eru leiddar í gegnum ferli þar sem tengja má stefnur og aðgerðir við heimsmarkmiðin, ásamt því að boðið er upp á fræðandi ítarefni í hverju skrefi.

Þá hafa aðlþjóðlegir skýrslu-staðlar, viðmið og leiðbeiningar á borð við GRI og UFS (Nasdaq) sett upp hvata, tæki og tól til þess að auðvelda fyrirtækjum að upplýsa um aðgerðir í þágu heimsmarkmiðanna við gerð samfélagsskýrslna.

Á heimsmarkmiða síðu stjórnvalda, heimsmarkmidin.is,  má nálgast upplýsingar um þau undirmarkmið sem íslensk stjórnvöld hafa sett í forgang í sinni vinnu en þau eru 65 talsins. Þá má þeirri sömu síðu nálgast öll merki heimsmarkmiðanna í góðri upplausn og íslenskri þýðingu.

Hagstofa Íslands heldur úti tölfræðigátt um innleiðingu Íslands á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna – hana má nálgast hér. Tölfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreint 244 mælikvarða til að meta árangur ríkja í innleiðingu markmiðanna.

Verkfærakista um heimsmarkmiðin fyrir fyrirtæki var gefin út af Stjórnarráðinu í lok árs 2021. Þar má nálgast hagnýt skref við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Áður hafði komið út verkfærakista um innleiðingu íslenskra sveitarfélaga á heimsmarkmiðunum sem setur fram fimm skref sem er ætlað að leiðbeina sveitarfélögum við að vinna markvisst að innleiðingu heimsmarkmiðanna.

Verkfærakisturnar má nálgast hér: Heimsmarkmið | Verkfærakistur (heimsmarkmidin.is)

Sustainable Development Report tekur árlega saman lista yfir þjóðir heims þar sem þeim er raðað eftir því hvar þau eru stödd þegar kemur að framgangi heimsmarkmiðanna – þann lista má nálgast hér. Þar tróna á toppnum (2022) Finnland, Svíþjóð og Danmörk, Noregur er í 7.sæti en Ísland  í 29.sæti.

 

Hjá Festu eru vel á annað hundrað fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og sveitafélög sem öll vinna að  sjálfbærum rekstri.

Hefurðu hugleitt þau fjölmörgu og spennandi tækifæri sem felast i þessari vegferð?  Öll erum við saman á þessari vegferð. Komdu og vertu með.

Skráðu þig í Festu
Loftslags
markmid

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is