Kynntu þér

Heims
mark­miðin

Ríkis­stjórn Íslands hefur tengt heims­markmið Sameinuðu þjóð­anna inn í stefnur sínar og áætlanir til ársins 2030.

Heims­markmið Sameinuðu þjóð­anna um sjálf­bæra þróun eru fram­kvæmda­áætlun í þágu mann­kyns, jarðar og hagsældar. Með henni er leitast við að stuðla að friði um gjörv­allan heim og þar með auknu frelsi. Heims­mark­miðin eru 17 talsins og mælt er með því að fyrir­tæki og stofn­anir innleiða þau í starf­semi sína. Hægt er að velja sér eitt markmið, fleiri eða þau öll.

Aðild­ar­ríki Sameinuðu þjóð­anna, þar á meðal Ísland, hafa skuld­bundið sig til að vinna skipu­lega að innleið­ingu mark­mið­anna. Heims­mark­miðin eru samþætt og snúa að öllum þáttum sjálf­bærrar þróunar; hinnar efna­hags­legu, samfé­lags­legu og umhverf­is­legu.

Hvert og eitt okkar gegnir mikil­vægu hlut­verki í að ná mark­mið­unum. Því allt sem þú gerir hefur áhrif.

Samstarf er á milli Festu og Verk­efna­stjórnar stjórn­valda um heims­mark­miðin um kynn­ingu á heims­mark­mið­unum fyrir atvinnu­lífinu. Samstarfið felst í því að stjórn­völd og Festa standi saman að fræðslu­dag­skrá um heims­mark­miðin fyrir íslensk fyrir­tæki, sveita­félög og stofn­anir. Fylgstu vel með og vertu með.

Hjá Festu eru yfir 100 fyrir­tæki, stofn­anir og sveita­félög sem öll vinna að samfé­lags­ábyrgð og sjálf­bærum rekstri.

Hefurðu hugleitt þau fjöl­mörgu og spenn­andi tæki­færi sem felast i þessari vegferð?  Öll erum við saman á þessari vegferð. Komdu og vertu með.

Skráðu þig í Festu
Loftslags
markmid