Fellows­hip program

Að­ildi

Festa hef­ur sett á stofn Að­ildi — fellows­hip pró­gram sem fel­ur í sér að­ild að Festu í eitt ár. Ár­lega munu 10 sprot­ar/ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki, hönn­un­ar­fyr­ir­tæki eða að­il­ar sem spyrja heim­speki­lega og af er­indi til þró­un­ar í heim­in­um í dag vera Að­ildi að Festu.

Haust­ið 2020 bár­ust Festu fjölda um­sókna og val­ið á Að­ild­um 2021 því mik­il áskor­un fyr­ir dóm­nefnd­ina.

Að­ildi Festu 2021 eru:

 

Um Að­ildi

Heim­ur­inn er að breyt­ast hratt á tím­um fjórðu iðn­bylt­ing­ar­inn­ar, heims­far­aldra, hlýn­un­ar jarð­ar og annarra sjálf­bærni áskor­ana. Þessu fylgja gríð­ar­lega spenn­andi tæki­færi á sviði ný­sköp­un­ar og fyr­ir­tækja­rekst­urs, ekki síð­ur en áskor­an­ir sem krefjast öfl­ugs, fram­sýns og skap­andi hug­vits sem kall­ar ekki allt ömmu sína og teng­ir hik­laust sam­an geira og sér­grein­ar til að skynja tíð­ar­and­ann sem best og finna lausn­ir á áskor­un­um.

Festa hef­ur sett á stofn Að­ildi – fellows­hip pró­gram sem fel­ur í sér að­ild að Festu í eitt ár fyr­ir 10 sprota eða ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki, hönn­un­ar­fyr­ir­tæki eða að­ila sem spyrja heim­speki­lega og af er­indi til þró­un­ar í heim­in­um í dag.

Að­ildi fá

 • Að­gang að öll­um upp­lýs­inga- og tengsla­fund­um Festu, sem eru ein­ung­is fyr­ir að­ild­ar­fé­lög og allt að 8 tals­ins yf­ir ár­ið. Á tengsla­fund­um heim­sækj­um við fyr­ir­tæki á Ís­landi sem eru leið­andi á sviði sjálf­bærni og sam­fé­lags­ábyrgð­ar, rýn­um í veg­ferð þeirra og deil­um lausn­um, pæl­ing­um og nýrri þekk­ingu.
 • Að­gang að Janú­ar­ráð­stefnu Festu, vinnu­stof­um, nám­skeið­um og öðr­um við­burð­um á verði að­ild­ar­fé­laga.
 • Ein­staka veg­ferð sem dýpk­ar þekk­ingu og stækk­ar verk­færa­k­ist­una á sviði sjálf­bærni, sam­fé­lags­ábyrgð­ar, ný­sköp­un­ar, al­þjóð­legr­ar þró­un­ar og hringrás­ar­hag­kerf­is­ins.
 • Ein­staka inn­sýn inn í sam­spil op­in­bera geir­ans og einka­geir­ans þeg­ar kem­ur að fram­þró­un at­vinnu­lífs á þess­um vett­vangi. For­skot í heimi þar sem vænt­ing­ar til sam­fé­lags­ábyrgð­ar og sjálf­bærni, við­skipta- og fjár­fest­inga­tæki­fær­um þeim tengd­um eru í ör­um vexti. Tæki­færi til að læra af helstu sér­fræð­ing­um hér­lend­is og er­lend­is.
 • Skír­teini í lok tíma­bils­ins sem stað­fest­ir virka þátt­töku í verk­efn­inu.
 • Festa kynn­ir ný Að­ildi á  ár­legri Janú­ar­ráð­stefnu, sem er fjöl­sótt­asta sjálf­bærni­ráð­stefn­an á Ís­landi.
 • Allt þetta, að kostn­að­ar­lausu!

Að­ildi gefa

 • Að­ild­inni fulla at­hygli yf­ir 12 mán­aða tíma­bil.
 • Tíma sinn og hug­vit í um það bil 2 daga þar sem þau tak­ast á við sér­tækt við­fangs­efni og kynna lausn sína á vett­vangi Festu.
 • Skila stuttri greina­gerð i lok tíma­bils­ins um helsta lær­dóm­inn af verk­efn­inu.

Hvernig get ég eða mitt fyr­ir­tæki orð­ið Að­ildi?

 • Skrif­aðu texta þar sem þú seg­ir okk­ur af hverju þig dreym­ir um að vera Að­ildi og hvað þú og þitt fyr­ir­tæki hafa til brunns að bera til að færa okk­ur hrað­ar í átt að sjálf­bærri ný­sköp­un og fyr­ir­tækja­rekstri.
 • Skrif­aðu hnit­mið­að og ekki meira en 500 orð.

Um­sókn­ir:

 • Tek­ið verð­ur við um­sókn­um fyr­ir ár­ið 2022 frá og með 1.októ­ber og lýk­ur um­sókn­ar­fresti 30. nóv­em­ber 2021.
 • Til­kynnt verð­ur form­lega hverj­ir verða Að­ildi 2022 á Janú­ar­ráð­stefnu Festu 2022
 • Til að sækja um á að senda email á festa@sam­felagsa­byrgd.is og skýra póst­inn “Um­sókn um Að­ildi”

 

Hverj­ir geta sótt um?

 • Lít­il og ör­fyr­ir­tæki, sprot­ar og ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki.
 • Hönn­un­ar­fyr­ir­tæki.
 • Við leit­um að öfl­ug­um ein­stak­ling­um sem hugsa á dýpt­ina, út­frá heim­speki­legu og sið­fræði­legu sjón­ar­horni um þró­un­ina á Ís­landi og í heim­in­um. Í hvernig sam­fé­lagi vilj­um við búa

Sækja um

 

 

Unn­ið í sam­starfi við

 

 

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is