Fellowship program

Að­ildi

Festa setti á stofn Að­ildi – fellows­hip pró­gram ár­ið 2021. Að vera val­in Fellow hjá Festu fel­ur í sér við­ur­kenn­ingu fyr­ir störf, hug­vit og trú á að við­kom­andi muni láta til sín taka á sviði sjálf­bærni. Að­ildi fá tæki­færi til að læra hratt og eiga sam­skipti við leið­andi að­ila í ís­lensku sam­fé­lagi á sviði sjálf­bærni og sam­fé­lags­ábyrgð­ar.

Á ár­inu 2022 taka tíu há­skóla­nem­ar þátt í Að­ildi sem unn­ið er í sam­starfi við Öss­ur

Aðildi 2022

 • Ragnheiður Sigurgeirsdóttir
 • Matthildur María Rafnsdóttir
 • Kristófer Andersen
 • Þórunn Guðmundsdóttir
 • Margrét Edda Magnúsdóttir
 • Lára Portal
 • Birgitta Ásbjörnsdóttir
 • Nína María Magnúsdóttir
 • Hrefna Guðmundsdóttir
 • Ólöf Edda Ingólfsdóttir

Um Aðildi

Heimurinn er að breytast hratt á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar, heimsfaraldra, hlýnunar jarðar og annarra sjálfbærni áskorana. Þessu fylgja gríðarlega spennandi tækifæri á sviði nýsköpunar og fyrirtækjareksturs, ekki síður en áskoranir sem krefjast öflugs, framsýns og skapandi hugvits sem kallar ekki allt ömmu sína og tengir hiklaust saman geira og sérgreinar til að skynja tíðarandann sem best og finna lausnir á áskorunum.

Í upphafi árs 2021 setti Festa á laggirnar Aðildi – fellowship prógram sem felur í sér aðild að Festu í eitt ár. Markmiðið er að læra af leiðandi fyrirtækjum og stofnunum á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar í íslensku atvinnulífi og nýta þekkinguna í verkefnum í námi.

Á árinu 2022 er Aðildi samstarfsverkefni Festu og Össurar, en Össur er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á heilbrigðistæknisviði og var stofnaðili að Festu árið 2011. Össur hefur unnið markvisst að sjálfbærnis- og umhverfismálum allar götur síðan og náði þeim áfanga 2021 að verða kolefnishlutlaust

Á árinu 2022 eru 9 háskólanemendar þátttakendur í hóp Aðilda. Þetta eru nemendur sem hafa brennandi áhuga á sjálfbærni og hringrásarhagkerfinu, spyrja gagnrýnið, heimspekilega og af erindi til þróunar í heiminum í dag. 

Hvað er fellowship?

Festa setti á stofn Aðildi – Fellowship árið 2021. Að vera valin Aðildi hjá Festu felur í sér viðurkenningu fyrir störf, hugvit eða trú á að viðkomandi muni láta til sín taka á sviði sjálfbærni. Aðildi fá tækifæri til að læra hratt og eiga samskipti við leiðandi aðila í íslensku samfélagi á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar. 

Aðildi fá

 • Aðgang að öllum upplýsinga- og tengslafundum Festu, sem eru einungis fyrir aðildarfélög og allt að 8 talsins yfir árið. Á tengslafundum heimsækjum við fyrirtæki á Íslandi sem eru leiðandi á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar, rýnum í vegferð þeirra og deilum lausnum, pælingum og nýrri þekkingu.
 • Aðgang að Janúarráðstefnu Festu, vinnustofum, námskeiðum og öðrum viðburðum á verði aðildarfélaga.
 • Á þessu 12 mánaða tímabili leiðir Össur Aðildi ennfremur í gegnum sérstakt mentorship prógram, þar sem Aðildum er boðið í höfuðstöðvar Össurar á Íslandi og kynna sér starfsemina. Össur skipuleggur fjóra fundi/viðburði fyrir Aðildi með leiðandi stjórnendum og sérfræðingum hjá Össur, þar sem farið er yfir vöruþróun, störf og þróun á alþjóðamarkaði, innleiðingu sjálfbærni stefnu, markmiða og upplýsingagjafar í rekstur,  leiðtogahlutverk fyrirtækja og einstaklinga – allt í samhengi örs breytilegs heims og vaxandi áherslna á sjálfbærni og hringrásarhagkerfið. 
 • Einstaka vegferð sem dýpkar þekkingu og stækkar verkfærakistuna á sviði sjálfbærni, samfélagsábyrgðar, nýsköpunar, alþjóðlegrar þróunar og hringrásarhagkerfisins.
 • Einstaka innsýn inn í samspil opinbera geirans og einkageirans þegar kemur að framþróun atvinnulífs á þessum vettvangi. Forskot í heimi þar sem væntingar til samfélagsábyrgðar og sjálfbærni, viðskipta- og fjárfestingartækifærum þeim tengdum eru í örum vexti. Tækifæri til að læra af helstu sérfræðingum hérlendis og erlendis.
 • Skírteini í lok tímabilsins sem staðfestir virka þátttöku í verkefninu.
 • Festa kynnir ný Aðildi á  árlegri Janúarráðstefnu, sem er fjölsóttasta sjálfbærniráðstefnan á Íslandi.
 • Allt þetta, að kostnaðarlausu

Aðildi gefa

 • Aðildinni fulla athygli yfir 12 mánaða tímabil.
 • Nýta tengsl og þekkingu sem skapast á tímabilinu í verkefni í námi sínu og deila með samfélagi Festu eins og við á. 
 • Skila stuttri greinargerð i lok tímabilsins um helsta lærdóminn af verkefninu.

Hvernig get ég  orðið Aðildi?

 • Skrifaði texta þar sem þú segir okkur af hverju þig dreymir um að vera Aðildi og hvað þú hefur til brunns að bera til að færa okkur hraðar í átt að sjálfbærri nýsköpun, hugarfarsbreytingu, stefnumótun og sjálfbærum rekstri.
 • Skrifaðu hnitmiðað og ekki meira en 500 orð.

Umsóknir:

 • Tekið verður við umsóknum fyrir árið 2022 frá og með 26.nóvember og lýkur umsóknarfresti á miðnætti 7. janúar 2022.
 • Tilkynnt verður formlega hverjir verða Aðildi 2022 á Janúarráðstefnu Festu 2022
 • Til að sækja um sendir þú email á festa@samfelagsabyrgd.is og skýrir póstinn “Umsókn um Aðildi 2022″

Hverjir geta sótt um?

 • Háskólanemar á BA/BS, meistarastigi eða í doktorsnámi.
 • Við leitum að öflugum einstaklingum sem hugsa á dýptina, út frá heimspekilegu, gagnrýnu og siðfræðilegu sjónarhorni um þróunina á Íslandi og í heiminum í átt að sjálfbærni í rekstri, hugsun og stefnumótun.

Sækja um

 

 

Aðildi 2022 er samstarfsverkefni Festu og Össurar

 

Aðildi Festu 2021 voru:

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is