Stuðlum að því að Ísland sé ákjós­an­legur áfanga­staður um ókomna tíð

Ábyrg ferða­þjón­usta

Ábyrg ferða­þjón­usta er hvatn­ing­ar­verk­efni um að íslensk ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sammælist um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferða­þjón­ustu. Tilgangur verk­efn­isins er að stuðla að því að Ísland verði ákjós­an­legur áfanga­staður ferða­manna um ókomna tíð sem styður við sjálf­bærni fyrir komandi kynslóðir þjóð­ar­innar

Um verk­efnið

Árið 2016 áttu Festa, SAF og Íslenski ferðaklasinn nokkra fundi þar sem rætt var samstarf um samfé­lags­ábyrgð í ferða­þjón­ustu en þessir aðilar stóðu m.a að vinnu­stofu um Ábyrga ferða­þjón­ustu í janúar 2016. Í fram­haldi ákváðu Ferðaklasinn og Festa að vinna saman að fram­kvæmd hvatn­ingar­átaks um ábyrga ferða­þjón­ustu og það skyldi gert í samstarfi við sem flesta aðila ferða­þjón­ust­unnar. Úr varð að ári síðar eða 10.janúar 2017 skrifuðu yfir 300 fyrir­tæki undir yfir­lýs­ingu um Ábyrga ferða­þjón­ustu og skuld­bundu sig þar með til að birta markmið sín með sann­ar­legum hætti fyrir lok árs 2017.

Horft er til þess að fyrir­tækin setji sér markmið í neðan­greindum atriðum en sérstakt fræðslu­pró­gramm hefur einnig verið keyrt til samræmis við þessa flokka og til þess að auðvelda fyrir­tækjum að yfir­færa þekk­ingu og læra af hvert öðru.

  • Ganga vel um og virða nátt­úruna
  • Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af hátt­vísi
  • Virða rétt­indi starfs­fólks
  • Hafa jákvæð áhrif á nærsam­fé­lagið

Samstarfs­að­ilar

SAF
Stjórn­stöð ferða­mála
Ferða­mála­stofa
Íslands­stofa
Mark­aðs­stofur lands­hlut­anna
Höfuð­borg­ar­stofa
Safe Travel

Bakhjarlar

Lands­bankinn
Gray Line Iceland
Íslands­hótel
Isavia
Icelandair Group
Eimskip
Bláa Lónið

Yfir­lýsing um ábyrga ferða­þjón­ustu

Ferða­þjón­ustan á Íslandi er mikilvæg atvinnu­grein sem getur stuðlað að lang­tíma velferð og góðum orðstír þjóð­ar­innar.

Í ferða­þjón­ust­unni eru margar áskor­anir sem snúa að samfé­lags­ábyrgð fyrir­tækja. Þar má telja aukinn ágang á nátt­úruna, að rétt­indi starfs­fólks séu virt, að nærsam­fé­lögin sem ferða­menn heim­sækja fái sann­gjarnan skerf af ávinn­ingnum og ekki síst að öryggi ferða­manna sé tryggt og þeim veitt góð þjón­usta.

Við undir­rituð ætlum að stuðla að ábyrgri ferða­þjón­ustu með því að:

  • Ganga vel um og virða nátt­úruna.
  • Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við
    þá af hátt­vísi.
  • Virða rétt­indi starfs­fólks.
  • Hafa jákvæð áhrif á nærsam­fé­lagið.

Við munum setja okkur markmið um ofan­greinda þætti, mæla og birta reglu­lega upplýs­ingar um árangur fyrir­tæk­isins.

Leiðar­vísir