Stuðl­um að því að Ís­land sé ákjós­an­leg­ur áfanga­stað­ur um ókomna tíð

Ábyrg
ferða­þjón­usta

Ábyrg ferða­þjón­usta er hvatn­ing­ar­verk­efni sem Ís­lenski ferðaklas­inn og Festa áttu frum­kvæði að ár­ið 2017, um að ís­lensk ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sam­mæl­ist um nokkr­ar skýr­ar og ein­fald­ar að­gerð­ir um ábyrga ferða­þjón­ustu. Festa er ekki leng­ur fram­kvæmdarað­ili að verk­efn­inu en styð­ur það áfram í hönd­um Ferðaklas­ans og sam­starfs­að­ila. Til­gang­ur verk­efn­is­ins er að stuðla að því að Ís­land verði ákjós­an­leg­ur áfanga­stað­ur um ókomna tíð sem styð­ur við sjálf­bærni fyr­ir kom­andi kyn­slóð­ir þjóð­ar­inn­ar

Um verk­efn­ið

Ár­ið 2016 áttu Festa, SAF og Ís­lenski ferðaklas­inn nokkra fundi þar sem rætt var sam­starf um sam­fé­lags­ábyrgð í ferða­þjón­ustu en þess­ir að­il­ar stóðu m.a að vinnu­stofu um Ábyrga ferða­þjón­ustu í janú­ar 2016. Í fram­haldi ákváðu Ferðaklas­inn og Festa að vinna sam­an að fram­kvæmd hvatn­ingar­átaks um ábyrga ferða­þjón­ustu og það skyldi gert í sam­starfi við sem flesta að­ila ferða­þjón­ust­unn­ar. Úr varð að ári síð­ar eða 10.janú­ar 2017 skrif­uðu yf­ir 300 fyr­ir­tæki und­ir yf­ir­lýs­ingu um Ábyrga ferða­þjón­ustu og skuld­bundu sig þar með til að birta markmið sín með sann­ar­leg­um hætti fyr­ir lok árs 2017.

Ár­ið 2019 dró Festa sig til baka sem fram­kvæmdarað­ili að verk­efn­inu, enda það kom­ið í hend­ur kröft­ugra sam­starfs­að­ila í ferða­þjón­ustu.

Horft er til þess að fyr­ir­tæk­in setji sér markmið í neð­an­greind­um at­rið­um en sér­stakt fræðslu­pró­gramm hef­ur einnig ver­ið keyrt til sam­ræm­is við þessa flokka og til þess að auð­velda fyr­ir­tækj­um að yf­ir­færa þekk­ingu og læra af hvert öðru.

  • Ganga vel um og virða nátt­úr­una
  • Tryggja ör­yggi gesta okk­ar og koma fram við þá af hátt­vísi
  • Virða rétt­indi starfs­fólks
  • Hafa já­kvæð áhrif á nærsam­fé­lag­ið

Sam­starfs­að­il­ar

SAF
Stjórn­stöð ferða­mála
Ferða­mála­stofa
Ís­lands­stofa
Mark­aðs­stof­ur lands­hlut­anna
Höf­uð­borg­ar­stofa
Sa­fe Tra­vel

Fram­kvæmdarað­ili

Ís­lenski ferðaklas­inn er meg­in fram­kvæmdarað­ili Ábyrgr­ar ferða­þjón­ustu í dag. Festa tel­ur Ábyrga ferða­þjón­ustu með mik­il­væg­ari hreyfiafls­verk­efn­um í ís­lensku at­vinnu­lífi og styðj­ur heils­hug­ar áfram við verk­efn­ið, þó svo að fram­kvæmd þess sé ekki leng­ur á borði Festu. Festa lít­ur á það sem hlut­verk sitt að hreyfa við þar sem bet­ur má fara í átt að sjálf­bærni og sam­fé­lags­ábyrgð. Við er­um af­ar fá­menn skrif­stofa en höf­um kom­ið að stofn­un hvatn­ing­ar- og hreyfiafls­verk­efna sem þessa og fögn­um því þeg­ar slík verk­efni fara í hend­ur lyk­il­að­ila á við­kom­andi sviði, í þessu til­felli ferða­þjónst­unni.

Yf­ir­lýs­ing um ábyrga ferða­þjón­ustu

Ferða­þjón­ust­an á Ís­landi er mik­il­væg at­vinnu­grein sem get­ur stuðl­að að lang­tíma vel­ferð og góð­um orðstír þjóð­ar­inn­ar.

Í ferða­þjón­ust­unni eru marg­ar áskor­an­ir sem snúa að sam­fé­lags­ábyrgð fyr­ir­tækja. Þar má telja auk­inn ágang á nátt­úr­una, að rétt­indi starfs­fólks séu virt, að nærsam­fé­lög­in sem ferða­menn heim­sækja fái sann­gjarn­an skerf af ávinn­ingn­um og ekki síst að ör­yggi ferða­manna sé tryggt og þeim veitt góð þjón­usta.

Við und­ir­rit­uð ætl­um að stuðla að ábyrgri ferða­þjón­ustu með því að:

  • Ganga vel um og virða nátt­úr­una.
  • Tryggja ör­yggi gesta okk­ar og koma fram við
    þá af hátt­vísi.
  • Virða rétt­indi starfs­fólks.
  • Hafa já­kvæð áhrif á nærsam­fé­lag­ið.

Við mun­um setja okk­ur markmið um of­an­greinda þætti, mæla og birta reglu­lega upp­lýs­ing­ar um ár­ang­ur fyr­ir­tæk­is­ins.

Leiðar­vísir

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is