Auratal: Hagnaður af sjálfbærni

Icelanda­ir Hotels Sterk stefna í sam­fé­lags­ábyrgð veit­ir sam­keppn­is­for­skot

Magnea Þórey Vilhjálmsdóttir er framkvæmdastjóri Icelandair hotels.
Mark­viss stefna í sjálf­bærni og sam­fé­lags­legri ábyrgð hjá fyr­ir­tækj­um í ferða­þjón­ustu er lyk­il­at­riði ef Ís­land á áfram að vera hátt á lista er­lendra ferða­manna um spenn­andi staði til þess að heim­sækja. Þetta seg­ir Magnea Þórey Vil­hjálms­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Icelanda­ir hotels. Þá seg­ir hún ferða­menn í aukn­um mæli velja hót­el með það fyr­ir aug­um hvort það taki sína sam­fé­lags­legu ábyrgð al­var­lega.

„Að sinna sam­fé­lags­legri ábyrgð er að mínu mati orð­ið al­ger­lega sjálf­gef­ið í það minnsta fyr­ir stærri fyr­ir­tæki hér á landi, og jafn sjálf­sögð krafa og að standa skil á op­in­ber­um gjöld­um,“ seg­ir Magnea. Lyk­il­at­riði í stefnu Icelanda­ir Hotels er að sýna ábyrgð gagn­vart sam­fé­lag­inu og um­hverf­inu, en þetta eru at­riði sem höfð eru að leið­ar­ljósi í dag­leg­um við­skipt­um fyr­ir­tæk­is­ins. Magnea seg­ir virð­ingu gagn­vart nátt­úru Ís­lands, starfs­fólki hót­el­anna og virkri þátt­töku í sam­fé­lag­inu flétt­ast sam­an við alla starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Það sést ber­um aug­um þar sem við göng­um sam­an um hót­el­ið Reykja­vík Natura við Naut­hóls­veg en þar má sjá verk eft­ir ís­lenska lista­menn á göng­um hót­els­ins, ferða­mönn­um til mik­ill­ar gleði. Á skrif­stofu hót­els­ins er stefna fyr­ir­tæk­is­ins um sam­fé­lags­lega ábyrga við­skipta­hætti höfð fyr­ir aug­um.

Að­spurð um fjár­hags­leg­an ávinn­ing af þess­ari stefnu fyr­ir­tæk­is­ins í sam­fé­lags­legri ábyrgð fyr­ir­tæk­is­ins seg­ir Magnea hann ekki alltaf aug­ljós­an í fyrstu. Hann sé hins veg­ar ótví­ræð­ur í til­viki virkr­ar um­hverf­is­stefnu.

Það hef­ur sann­ar­lega sýnt sig að það er veru­lega hag­kvæmt að fjölga græn­um skref­um í hót­el­rekstri.

Flokk­un sorps er auð­vit­að nær­tæk­asta dæm­ið um hvernig skera megi nið­ur kostn­að. Við mæl­um alla flokk­un og setj­um okk­ur markmið þar um, og hvetj­um einnig bæði gesti okk­ar og starfs­fólk til að setja minna á disk­inn og henda ekki mat til að forð­ast mat­ar­sóun,“ út­skýr­ir Magnea. Hún seg­ir fyr­ir­tæk­ið hafa leit­að leiða til að spara raf­magn með ýms­um hætti, til að mynda með því að nota skynj­ara í meiri mæli og skipta út venju­leg­um raf­magn­sper­um fyr­ir led per­ur. Þá er gest­um boð­ið upp á að af­þakka þrif her­bergja og þiggja þess í stað inn­eign á veit­inga­stað hót­els­ins sem hluta af orku­sparn­aði hvers hót­els

„Icelanda­ir hót­el­in voru fyrst til að inn­leiða al­þjóð­leg­an um­hverf­is­stað­al, ISO 14001 í rekst­ur allra okk­ar hót­ela og hef­ur eft­ir­lit er­lendra um­sjón­ar­að­ila þess stað­als reynst okk­ur frá­bært að­hald og tryggt áfram­hald­andi þró­un frá ári til árs.“

Hún seg­ist hafa átt­að sig fyrst á því að það leynd­ist veru­leg­ur fjár­hags­leg­ur ávinn­ing­ur fyr­ir fyr­ir­tæki með mark­vissri stefnu í sjálf­bærni þeg­ar Icelanda­ir fór að flokka sorp.

„Við fór­um að fá borg­að fyr­ir að henda ákveðn­um hlut­um eins og bylgjupappa. Til­finn­ing­in er líka ansi góð þeg­ar mað­ur hugs­ar til þess á sama tíma að þeg­ar að við, þetta stóra fyr­ir­tæki, ákváð­um að flokka að þá þarf ekki að fella rúm­lega 800 tré.”

800 færri tré felld vegna um­hverf­is­stefnu Icelanda­ir Hotels

Magnea tel­ur að þeg­ar fyr­ir­tæki hefji inn­leið­ingu á um­hverf­is­stefnu verði ekki aft­ur snú­ið enda séu mik­il verð­mæti í því sem áð­ur var tal­ið sorp. „Ég held að eng­um hér til að mynda detti í hug að henda flösk­um eða dós­um í al­mennt sorp í dag. Fólk veit að það eru verð­mæti fal­in í slík­um um­búð­um og að það sé sóun að henda þeim, þá er betra að fá end­ur­greitt and­virði þeirra, eða enn frek­ar að styrkja gott mál­efni og gefa til söfn­un­ar.“

Þá hef­ur fyr­ir­tæk­ið val­ið birgja og bygg­ing­ar­að­ila eft­ir því hvort þeirra starf sé sjálf­bært. Tepp­in á Reykja­vík Natura eru þannig úr plastögn­um úr sjó. „Þeg­ar við þurft­um að end­ur­nýja tepp­in þá hóf­um við strax sam­tal við birgj­ann um hvernig mætti gera þetta með sem um­hverf­i­s­vænst­um hætti,“ út­skýr­ir Magnea og bæt­ir við að áð­ur en ráð­ist sé í nokkr­ar end­ur- eða við­bæt­ur sé skoð­að hvernig má lág­marka sóun og kol­efn­is­spor. Hún tel­ur að sem flest fyr­ir­tæki ættu að til­einka sér um­hverf­i­s­væn­an rekst­ur og að það sé skylda okk­ar Ís­lend­inga að um­gang­ast nátt­úru­auð­lind­ir okk­ar af virð­ingu.

Magnea tel­ur þar að auki sterk stefna í sam­fé­lags­legri ábyrgð gefa Icelanda­ir ákveð­ið sam­keppn­is­for­skot. „Það er orð­in æ há­vær­ari krafa er­lendra gesta að dvelja á hót­el­um sem gefa til baka til sam­fé­lags­ins sem heim­sótt er, og við sjá­um það í rík­ari mæli að gest­ir velja okk­ar hót­el vegna þess að við tök­um sam­fé­lags­lega ábyrgð okk­ar al­var­lega,“ út­skýr­ir hún.

Við fá­um reglu­lega fyr­ir­spurn­ir um um­hverf­isáhersl­ur okk­ar og sam­fé­lags­ábyrgð frá er­lend­um ferða­heild­söl­um sem láta þessi mál sig varða.

Það eru ekki að­eins við­skipta­vin­irn­ir sem gera kröfu um sam­fé­lags­lega ábyrga við­skipta­hætti held­ur sér hún þess stað hjá starfs­mönn­um sín­um að auki. „Það er ekki síð­ur gef­andi fyr­ir starfs­fólk okk­ar að góð mál­efni séu styrkt af fé­lag­inu og einnig að við­skipti við önn­ur ís­lensk fé­lög séu í for­gangi um­fram er­lend. Þannig auk­um við hag sam­fé­lags­ins og minnk­um kol­efn­is­fót­spor fyr­ir­tæk­is­ins.“

Svip­mynd­ir frá Icelanda­ir Hotel Reykja­vík Mar­ina.

Fyr­ir­tæk­ið not­ast við um­hverf­is­stjórn­un­ar­kerfi Klappa til þess að mæla notk­un og þró­un á um­hverf­is­þátt­um sem skil­greind­ir hafa ver­ið fyr­ir starf­sem­ina. Hún seg­ir að varð­andi mæl­ing­ar á fjár­hags­leg­um ávinn­ingi gæti fyr­ir­tæk­ið ef til vill gert enn bet­ur en það séu þó marg­ir þætt­ir sem sé hrein­lega ómögu­legt að meta til fjár.

„Við byggj­um af­komu okk­ar á auð­lind­um þessa lands, sjálf­bærni til fram­tíð­ar er lyk­ill­inn að áfram­hald­andi vel­sæld og sömu­leið­is sér­stöðu Ís­lands sem áfanga­stað ferða­manna.“

Auratal: Hagnaður af sjálfbærni

Isa­via Áhersla á sjálfbærni er arðbær fjárfesting til framtíðar

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is