Auratal: Hagnaður af sjálfbærni

Vín­búð­in Minni sóun og áhersla á um­hverf­is­vernd skil­ar fjár­hags­leg­um ávinn­ingi

Sigurpáll og Sigrún Ósk, gæðastjóri og aðstoðarforstjóri Vínbúðarinnar, hafa starfað samkvæmt gildum samfélagslegrar ábyrgðar í fjölda ára.
„Sam­fé­lags­leg ábyrgð er í kjarna fyr­ir­tæk­is­ins,” seg­ir Sigrún Ósk Sig­urð­ar­dótt­ir, að­stoð­ar­for­stjóri Vín­búð­ar­inn­ar. Hún og Sig­urpáll Ingi­bergs­son, gæða­stjóri Vín­búð­ar­inn­ar, hafa trölla­trú á mik­il­vægi þess að flétta sjálf­bærni­hugs­un inn í alla starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. „Já, stefn­an er skýr; að vera eitt af fremstu þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um lands­ins og að vera fyr­ir­mynd á sviði sam­fé­lags­ábyrgð­ar,“ seg­ir Sig­urpáll. Þau hafa bæði unn­ið að því síð­ast­lið­in ár að setja mæli­kvarða á að­gerð­ir fyr­ir­tæk­is­ins sem heyra und­ir sam­fé­lags­lega ábyrgð að al­þjóð­legri fyr­ir­mynd en ÁTVR gef­ur út sjálf­bærni­skýrslu sem upp­fyll­ir GRI (Global Report­ing Initiati­ve).

Fyrst er tal­að um sam­fé­lags­lega ábyrgð í  stefnu Vín­búð­ar­inn­ar ár­ið 2001 en það hef­ur ver­ið markmið Vín­búð­ar­inn­ar frá stofn­un að starfa sam­fé­lag­inu til heilla. Þetta er með­al ann­ars vegna eðl­is starf­sem­inn­ar en eins og flest­um er kunn­ugt hef­ur rík­ið einka­sölu á áfengi með hönd­um vegna lýð­heilsu­sjón­ar­miða. Því er sér­stök áskor­un að meta fjár­hags­leg­an ávinn­ing af að­gerð­um Vín­búð­ar­inn­ar þeg­ar kem­ur að sam­fé­lags­legri ábyrgð.

„Ég hef stund­um sagt að þetta geti ver­ið allt frá 5000 krón­um og upp úr ,“ út­skýr­ir Sig­urpáll. Hann vís­ar í rann­sókn frá Sví­þjóð um af­leið­ing­ar af­náms á einka­sölu rík­is­ins af áfeng­is­sölu þar sem nið­ur­stöð­urn­ar voru á þann veg að neysla á áfengi myndi aukast um 20 til 30 pró­sent per íbúa og að kostn­að­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið vegna auk­inn­ar neyslu myndi hækka í kjöl­far­ið. Í ljósi þessa hef­ur Vín­búð­in lagt sig í líma við að starfa í sátt við sam­fé­lag­ið og grunn­ur­inn að þessu hef­ur ver­ið að veita framúrsk­ar­andi þjón­ustu og vera mjög með­vit­uð sam­fé­lags­legt hlut­verk sitt. Þetta kem­ur fram í árs­skýrslu ÁTVR þar sem sam­fé­lags­leg ábyrgð er í for­grunni.

Okk­ur finnst þetta vera ein heild, þú get­ir ekki horft á þjón­ustu og ekki horft á sam­fé­lags­lega ábyrgð.

Þetta seg­ir Sigrún Ósk og bæt­ir við að vel sé hugs­að um mannauð fyr­ir­tæk­is­ins, vinnu­stað­ur­inn ein­beiti sér að heilsu­efl­andi að­gerð­um fyr­ir starfs­fólk og það sé ein birt­ing­ar­mynd sam­fé­lags­legr­ar ábyrgð­ar. Fjar­vist­ir vegna veik­inda sem hlut­fall af unn­um klukku­stund­um eru að­eins 2,4 pró­sent hjá Vín­búð­inni eins og fram kem­ur í sjálf­bærnitöflu í sam­fé­lags­skýrslu. „Til þess að veita góða þjón­ustu þarftu að hafa ánægt starfs­fólk og starfs­ánægj­an hef­ur ver­ið vax­andi síð­ustu ár,“ bæt­ir Sig­urpáll við og seg­ir að þætt­ir eins og jafn­rétt­is­mál, til að mynda jöfn laun og ann­að, hafi mik­il áhrif á starfs­ánægju fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta eru at­riði sem heyra und­ir fé­lags­lega starfs­hætti fyr­ir­tæk­is­ins sam­kvæmt ESG við­mið­um Kaup­hall­ar­inn­ar og teng­ist að auki Heims­mark­mið­um Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Þótt ÁTVR sé stofn­un er rekst­ur­inn mun lík­ari hefð­bundn­um fyr­ir­tækja­rekstri en al­mennt ger­ist um stofn­an­ir rík­is­ins.  Hvar svo sem ein­stak­ling­ar standa í  um­ræð­unni um einka­sölu á áfengi kem­ur fjár­hags­leg­ur ávinn­ing­ur af sam­fé­lags­legri ábyrgð fram með ýms­um hætti í starf­sem­inni. Sigrún Ósk seg­ir Vín­búð­ina þó ekki mæla hann með form­leg­um hætti. „Sam­fé­lags­leg ábyrgð skipt­ir gríð­ar­legu máli varð­andi orð­spor­ið,“ seg­ir Sigrún Ósk. Mik­il­vægt sé að nota gler­augu sam­fé­lags­legr­ar ábyrgð­ar við ákvarð­ana­töku hvort sem um er að ræða jafn­rétti eða um­gengni um verð­mæti. Ella sé hætta á að orð­spor fyr­ir­tæk­is bíði hnekki.

Þau nefna nokk­ur dæmi um til­felli þess að áhersla á um­hverf­is­vernd hafi haft fjár­hags­leg­an ábata en að sá ávinn­ing­ur hafi alltaf kom­ið í kjöl­far­ið á þeirri ákvörð­un að fara vel með verð­mæti. „Ef þú ferð að reikna allt og ætl­ar ekki að taka ákvörð­un um neitt nema ef það skil­ar þér fjár­hags­leg­um ávinn­ingi þá er meiri hætta á að þú ger­ir ekki neitt,“ seg­ir Sigrún Ósk og út­skýr­ir að þeg­ar Vín­búð­in fór að flokka og end­ur­vinna hjá sér hafi förg­un á úr­gangi ekki kostað jafn­mik­ið og í dag. Nú fái þau aft­ur á móti greidd­ar þrjár millj­ón­ir króna fyr­ir flokk­un sem væri ella kostn­að­ur upp á fimm millj­ón­ir hefðu þau aldrei tek­ið upp á því að flokka. Vín­búð­in er með eitt hæsta end­ur­vinnslu­hlut­fall fyr­ir­tækja á land­inu, eða 93 pró­sent, og mark­mið­ið er á end­an­um að end­ur­vinna 98 pró­sent af úr­gangi frá starf­sem­inni.

Við höf­um ver­ið að horfa á það hvað við get­um gert vel. Ef á ein­hverj­um tíma­punkti það kem­ur svo í ljós að það er fjár­hags­lega hag­kvæmt þá er það bón­us­inn.

Sig­urpáll nefn­ir ann­að dæmi þar sem sama var upp á ten­ing­un­um. „Rýrn­un­ar­mæl­ing­ar byrja á síð­ustu öld þannig að áhersla á minni sóun; að mæl­ing­ar og að all­ir ferl­ar taki mið af nýt­ingu verð­mæta, byrja þar í raun áð­ur en orð­ið sam­fé­lags­leg ábyrgð kem­ur fram,“ út­skýr­ir Sig­urpáll. „Óskýrð rýrn­un hjá okk­ur er í dag 0,03 pró­sent en sú rýrn­un er hjá fyr­ir­tækj­um í heim­in­um að með­al­tali 1,33 pró­sent. Ef rýrn­un hér væri 1,33 pró­sent þá væri það tap um hálf­an millj­arð króna.“ Önn­ur dæmi sem þau nefna er inn­leið­ing á kerfi fyr­ir ra­f­ræna reikn­inga og ákvörð­un um að hætta að nota einnota drykkjar­mál. Áhersla á ra­f­ræna reikn­inga hef­ur skil­að sér í minni papp­írs og póst­burð­ar­gjöld­um en á móti kem­ur þó að kerf­ið sjálft og við­hald kosti sitt. Þar séu um­hverf­isáhrif­in af minni papp­írs­notk­un  mesti ávinn­ing­ur­inn. Hins veg­ar hafi minni notk­un pappa- og plast­mála bor­ið fjár­hags­leg­an ávinn­ing.

„Pappa­mál fylgdu upp­haf­lega alltaf með inn­kaup­um á kaffi,“ út­skýr­ir Sigrún Ósk „En svo eitt ár­ið tók þjón­ustu­að­il­inn að rukka fyr­ir þau og því rauk mæli­kvarð­inn á kaup­um á einnota um­búð­um í græna bók­hald­inu upp. Við sýnd­um starfs­fólki þessa tölu og það hvatti ein­dreg­ið til þess að við hætt­um kaup­um á þess­um mál­um. Við gerð­um það, sam­dæg­urs, og það er sam­bæri­leg upp­hæð sem við spör­uð­um á kaup­um á einnota um­búð­um og það sem við greidd­um fyr­ir kol­efnis­jöfn­un það ár­ið.“

Flokkun og minni sóun eru atriði sem eru starfsmönnum Vínbúðarinnar hugleikin.

Þetta dæmi sýn­ir svart á hvítu hversu mik­il­vægt það er fyr­ir fyr­ir­tæki að halda ut­an um mæl­ing­ar á um­hverf­isáhrif­um sín­um. „Það er grunn­ur­inn að vita í hvað pen­ing­arn­ir eru að fara og grænt bók­hald eyk­ur rosa­lega með­vit­und. Við höf­um ver­ið með grænt bók­hald hér í mörg ár og all­ar mæl­ing­ar al­mennt eru gríð­ar­lega mik­il­væg­ar eins og við er­um að gera mark­visst í sam­fé­lags­skýrsl­unni. Þær ljúga ekki mæl­ing­arn­ar,“ seg­ir Sigrún Ósk. Jafn­framt benda þau á að all­ar mæl­ing­ar hjálpi fyr­ir­tækj­um að ákveða sín­ar áhersl­ur í sjálf­bærni­mál­um, það sé kostn­að­ur að fara í lífs­fer­ils­grein­ing­ar og mat á eig­in starf­semi en ávinn­ing­ur, fjár­hags­leg­ur og ófjár­hags­leg­ur, sé fólg­inn í því að stunda mark­viss­ar að­gerð­ir.

Fjár­hags­leg­ur ávinn­ing­ur af sam­fé­lags­legri ábyrgð er sem fyrr seg­ir á eng­an hátt meg­in­hvat­inn til að­gerða hjá Vín­búð­inni.

„Drif­kraft­ur­inn þarf að vera hug­sjón­in en fjár­hags­legi ávinn­ing­ur­inn er bón­us­inn,“ seg­ir Sigrún Ósk og bæt­ir við að bæði fyr­ir­tæki og ein­stak­ling­ar þurfi að velta fyr­ir sér hvernig þeir ætli að haga sinni þátt­töku í sam­fé­lag­inu. „Stund­um kost­ar það að vera sam­fé­lags­lega ábyrg­ur. Mér finnst mað­ur ekki getað tek­ið ákvörð­un byggða ein­göngu á x krón­um inn eða út. Stund­um þarftu að segja; ég er til­bú­in til að borga meira fyr­ir að vera sam­fé­lags­lega ábyrg­ur. Það er bara ákvörð­un sem mað­ur tek­ur.“

Auratal: Hagnaður af sjálfbærni

Mjólk­ur­sam­sal­an Innleiðing hringrásarhagkerfis reyndist arðbær fjárfesting

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is