Auratal: Hagnaður af sjálfbærni

Mjólk­ur­sam­sal­an Inn­leið­ing hringrás­ar­hag­kerf­is reynd­ist arð­bær fjár­fest­ing

Um­hverf­is­vernd hef­ur ver­ið Mjólk­ur­sam­söl­unni (MS) hug­leik­in um nokk­urt skeið en mark­visst hef­ur ver­ið unn­ið að því að draga úr sóun og auka hag­kvæmni fyr­ir­tæk­is­ins. Stærsta hug­ar­fars­breyt­ing­in sem orð­ið hef­ur hjá fyr­ir­tæk­inu er að líta á líf­ræn­an úr­gang, syk­ur og prótein sem fell­ur til við fram­leiðslu á mjólk, sem verð­mæti og þar af leið­andi fjár­hags­leg­an ávinn­ing fyr­ir fyr­ir­tæk­ið, bænd­ur og neyt­end­ur. Þá hef­ur fyr­ir­tæk­ið lagt mik­ið upp úr því að setja sér skýra stefnu þeg­ar kem­ur að sam­fé­lags­legri ábyrgð í öðr­um efn­um en stefna MS í sam­fé­lags­mál­um er þrí­þætt; ábyrg fram­ganga þeg­ar kem­ur að vör­um fyr­ir­tæk­is­ins, starfs­fólki þess og sam­fé­lag­inu sem það tek­ur þátt í.

Ari Edwald, for­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar, seg­ist sjá mest­an fjár­hags­leg­an ávinn­ing af sam­fé­lags­legri ábyrgð þeg­ar um­hverf­is­vernd er ann­ars veg­ar. Stærsta verk­efn­ið sem MS hef­ur ráð­ist í, og jafn­framt það sem kem­ur til með að skila mest­um ágóða, er að koma upp verk­smiðj­um í sam­starfi við Kaup­fé­lag Skag­firð­inga (KS) á Norð­ur­landi sem miða að því að full­nýta all­ar þær auka­af­urð­ir sem falla til við fram­leiðslu á mjólk og osti á Ís­landi. Ekki hef­ur ver­ið unnt að nýta þess­ar af­urð­ir hing­að til; sem dæmi fram­leiða KS og MS um 6 þús­und tonn af osti á ári og í það fara um 60 millj­ón lítr­ar af mjólk. Hins veg­ar nýt­ast að­eins um 6 millj­ón lítr­ar í ost­inn á með­an 54 millj­ón lítr­ar verða að osta­mysu sem hellt er út í sjó. MS hef­ur mark­visst unn­ið að leið­um til þess að nýta osta­mys­una og eru nú unn­in úr henni tæp­lega 400 tonn af prótein­dufti á ári sem selt er til fram­leið­enda á íþrótta­vör­um. Síð­ar á þessu ári stend­ur til að opna verk­smiðju til þess að full­nýta mjólk­ur­syk­ur­inn en úr hon­um er hægt að fram­leiða 1.5 millj­ón lítra af et­anóli á árs­grund­velli. Sam­fé­lags­leg ný­sköp­un af þessu tagi er eitt dæmi um hvernig áhersla á sjálf­bærni fyr­ir­tækja get­ur haft fjár­hags­leg­an ávinn­ing auk þess sem bet­ur er far­ið með um­hverf­ið og nýt­ingu auð­linda.

Það eru tæki­færi á hverju strái.

„Þeg­ar vís­indi og hug­vit koma sam­an, sem og sprota­fyr­ir­tæki og nýj­ar lausn­ir, þá eru al­veg sömu tæki­fær­in á sjón­deild­ar­hringn­um í land­bún­aði og öðr­um at­vinnu­grein­um. Það þarf bara að hugsa.“ Hann seg­ir tæki­fær­in gríð­ar­lega fjöl­breytt þeg­ar kem­ur að nýt­ingu á þess­um hrá­efn­um. Því hef­ur MS lagt áherslu á að efla frum­kvöðl­astarf hér á landi, sér í lagi í land­bún­aði, og þannig hvetja að­ila sem búa yf­ir hug­viti til þess að fram­leiða end­an­lega fram­leiðslu­vöru til neyt­enda úr osta­mys­unni. „Úr þessu hrá­efni, sem rann áð­ur bara í sjó­inn, væri hægt að hafa meiri tekj­ur en all­ar tekj­ur sem mjólk­uriðn­að­ur­inn hef­ur haft fram til dags­ins í dag,“ seg­ir Ari. „Við er­um að fylgja kall­inu um hringrás­ar­hag­kerfi, með það að mark­miði að frá­rennsl­ið frá okk­ur verði bara vatn.“ Ari spá­ir því að fyrr en var­ir verði gerð­ar aukn­ar kröf­ur um los­un á líf­ræn­um úr­gangi, en ef svo hefði ver­ið án verk­smiðj­unn­ar hefði MS neyðst til þess að fjár­festa í hreinsi­bún­aði. „Þá hefði heild­ar­kostn­að­ur við hreinsi­bún­að­inn ver­ið að minnsta kosti þrisvar sinn­um meiri en fjár­fest­ing­in í verk­smiðj­unni og ver­ið bara kostn­að­ur en ekki ný starf­semi sem stend­ur und­ir sér.“

Ari seg­ist hafa séð það lengi að hvers kyns sam­fé­lags­lega ábyrg­ir við­skipta­hætt­ir skapi auð fyr­ir fyr­ir­tæki. Mark­visst hef­ur ver­ið unn­ið að því alls stað­ar í fyr­ir­tæk­inu að minnka sóun, bæði með því að end­ur­skipu­leggja flutn­ing á mjólk milli lands­hluta, með því að skipta úr olíu yf­ir í raf­magn á mjólk­ur­bú­um þar sem mjólk­in er ger­il­sneydd og koma á betra sam­starfi við birgja um um­hverf­i­s­væn­ar um­búð­ir. „Við höf­um flutt eins mik­ið vör­um og við get­um í bili úr plast­mál­um með ál­loki yf­ir í pappa­fern­ur með líf­ræn­um tappa. Við höf­um feng­ið hól fyr­ir að vera með um­hverf­i­s­væn­ustu fern­ur sem völ er á en þær hafa 66 pró­sent minna kol­efn­is­spor en fern­ur sem voru not­að­ar áð­ur. Varð­andi birgja þá er það þannig að ákveðn­ar vör­ur hjá okk­ur eru enn­þá í plast­mál­um. Þá felst ábyrgð­in til dæm­is í því að skipta við inn­lend­an birgja þar sem plast­kúl­urn­ar, hrá­efn­ið í um­búð­irn­ar, koma í ein­um gámi í stað­inn fyr­ir tíu ef menn flytja inn um­búð­irn­ar frá út­lönd­um. Fram­leið­and­inn er þá hér í nærum­hverf­inu og not­ar ís­lenska, end­ur­nýj­an­lega orku við að umbreyta þess­um kúl­um í um­búð­ir handa okk­ur.“

Með því að fylgj­ast með ferð­um mjólk­ur­flutn­inga­bíla sinna hef­ur MS breytt því hvernig mjólk er sótt á bæi með það að mark­miði að sækja meiri mjólk per lítra af dísi­lol­íu en áð­ur. Ís­lensk kúa­bú á Ís­landi er heim­sótt sam­tals um 80 þús­und sinn­um á ári til þess að sækja 150 millj­ón lítra af mjólk sem verð­ur að um 70 þús­und tonn­um af vör­um í dreif­ingu til stór­not­enda og versl­ana. Því hef­ur það mik­ið að segja að betr­um­bæta flutn­inga­kerf­ið. Tek­ist hef­ur að fækka bíl­um og ekn­um kíló­metr­um með því að hafa um­hverf­is­vernd í fyr­ir­rúmi.

Það hef­ur orð­ið gríð­ar­leg hag­ræð­ing, við er­um að upp­skera fjár­hags­leg­an ávinn­ing.

„En ég er ekk­ert svo viss um að við sé­um far­in að hafa mik­inn ófjár­hags­leg­an ávinn­ing sem snýr að ímynd fyr­ir­tæk­is­ins og við­horfi al­menn­ings. Ekki mið­að við hvað við höf­um ver­ið að gera margt.“

Mjólkursamsalan hefur á síðastliðnum árum fært vörur sínar yfir í umhverfisvænni umbúðir.

Mjólk­ur­sam­sal­an hef­ur, auk um­hverf­is­legu þátt­anna, lagt áherslu á önn­ur at­riði sem UFS við­mið Kaup­hall­ar­inn­ar gera kröfu um, það er fé­lags­legu þætt­ina og stjórn­ar­hætti. Hvað við­kem­ur því síð­ast­nefnda nefn­ir Ari fyrst ábyrga við­skipta­hætti. „Ábyrg fram­ganga get­ur af­stýrt stór­kost­legu tjóni, það er nú bara eitt, það er eng­inn vafi á því,“ seg­ir hann og nefn­ir í því sam­hengi deil­ur sem MS hef­ur stað­ið í við Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið á und­an­förn­um ár­um. Seg­ir hann það ótví­rætt að ef fyr­ir­tæk­ið hefði ver­ið tal­ið brot­legt við þau at­riði sem Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið gerði at­huga­semd um hefði það haft al­var­leg áhrif á rekst­ur­inn. „Okk­ar áhugi á að vera til fyr­ir­mynd­ar í þess­um efn­um, eins og öðr­um, kem­ur nú með­al ann­ars fram í því að við höf­um lagt mikla vinnu í að setja okk­ur sam­keppn­is­réttaráætl­un sem geng­ur út á það að kort­leggja, með að­stoð ut­an­að­kom­andi ráð­gjafa, alla þá áhættu sem get­ur ver­ið í starfs­hátt­um fyr­ir­tæk­is­ins eða starf­semi.“ Þetta sé gert með­al ann­ars til að tryggja að fyr­ir­tæk­ið fari í öllu eft­ir gild­andi lög­um á hverj­um tíma.

„Varð­andi mannauð­inn þá er það öll stefnu­mót­un og fram­kvæmd varð­andi starfs­manna­hald. Við get­um nú ver­ið ágæt­lega sátt við okk­ar stöðu varð­andi þau mál. Við höf­um ver­ið að ganga frá hlut­um eins og jafn­launa­vott­un og höf­um gert jafn­rétt­isáætl­un og slíkt. Það var nú ánægju­leg nið­ur­staða varð­andi jafn­launa­vott­un­ina að óút­skýrð­ur launamun­ur, hann var ekki nema 1.5 pró­sent hjá okk­ur og það  sem var óvenju­legra var að  það var kon­um í vil. En við sett­um okk­ur líka stefnu í mál­um sem varða einelti, kyn­ferð­is­legt áreiti og of­beldi og líka varð­andi vöxt í starfi.“ Hann seg­ir að sín eig­in starfs­ánægja og ann­ars starfs­fólks auk­ist með áherslu á sjálf­bærni, að starfs­fólk í vöru­þró­un njóti jafn­framt góðs af áherslu á há­marks­nýt­ingu af­urða og spenn­andi áskor­an­ir skap­ist með því.

Þrátt fyr­ir mögu­leika á fjár­hags­leg­um ávinn­ingi af því að ein­blína á sjálf­bærni seg­ir Ari það ekki hafa ver­ið upp­haf­lega ástæð­an fyr­ir því að Mjólk­ur­sam­sal­an ákvað að ráð­ast í sam­fé­lags­lega ábata­söm verk­efni. „Við sjá­um betri fjár­hag eða ímynd ekki endi­lega fyr­ir okk­ur þeg­ar við er­um að styðja okk­ar starfs­fólk eða frum­kvöðla í sam­fé­lag­inu. Ávinn­ing­ur­inn er líka bara gleði. Það er nú ein­hvers virði að hafa gam­an að þessu.“

Auratal: Hagnaður af sjálfbærni

Auratal: Hagnaður af sjálfbærni

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is