Auratal: Hagnaður af sjálfbærni

Klapp­ir Fjár­fest­ar kjósa held­ur fyr­ir­tæki sem setja sjálf­bærni á odd­inn

Jón Ág­úst Þor­steins­son, for­stjóri Klappa grænna lausna hf., seg­ir al­gjört grund­vall­ar­at­riði fyr­ir fyr­ir­tæki dags­ins í dag að þau standi að traustu og gagn­sæju um­hverf­is­upp­gjöri og sýni sam­fé­lags­ábyrgð sína í verki. Það sé bæði mik­il­vægt til þess að upp­fylla laga­leg­ar kröf­ur og tryggja gott orð­spor og enn frem­ur leiði það til fjár­hags­legs ávinn­ings. Rík áhersla er lögð á þetta í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu frá 2015. Stjórn­end­ur hjá Klöpp­um eru sann­færð­ir um að sta­f­ræn tækni sé hag­kvæm­asta, skil­virk­asta og ábyggi­leg­asta að­ferð­in til þess að fá yf­ir­sýn um raun­veru­leg um­hverf­isáhrif fyr­ir­tækja.

Að mati Jóns Ág­ústs varð hug­ar­fars­breyt­ing í ís­lensku sam­fé­lagi ár­ið 2015 þeg­ar eitt hundrað for­stjór­ar skrif­uðu und­ir Lofts­lags­yf­ir­lýs­ingu Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar í Höfða. Þá fóru ís­lensk fyr­ir­tæki að fjár­festa af aukn­um krafti í að ná ut­an um um­hverf­isáhrif sín, mæla ávinn­ing af að­gerð­um og setja sér markmið. Klapp­ir græn­ar lausn­ir hf. hófu þó veg­ferð sína fyrr en hug­mynd­in að fyr­ir­tæk­inu fædd­ist ár­ið 2014 þeg­ar að­stand­end­ur fé­lags­ins ráku ann­að fyr­ir­tæki sem hjálp­aði skip­um að halda ut­an um um­hverf­is­mál sín. Þau sáu í hendi sér að brýnt væri að ná einnig bet­ur ut­an um um­hverf­is­mál á öðr­um svið­um at­vinnu­lífs­ins. Í dag halda sjálf­bærni­lausn­ir Klappa ut­an um orku­notk­un og sorp­mynd­un hjá yf­ir 350 fyr­ir­tækj­um, stofn­un­um og sveit­ar­fé­lög­um, og veita not­end­um hug­bún­að­ar­ins þar með skýra og skilj­an­lega mynd af vist­spori og orkukræfni. Sjálf­bærni­lausn­ir Klappa hafa þannig mynd­að svo­kall­að „sta­f­rænt vist­kerfi“ á Ís­landi, sem nú hjálp­ar fjölda ís­lenskra fyr­ir­tækja að fara bet­ur með auð­lind­ir þjóð­ar­inn­ar, lækka rekstr­ar­kostn­að og hlíta um­hverf­is­lög­gjöf. Klapp­ir liðsinna fyr­ir­tækj­um enn frem­ur við að gera um­hverf­is­upp­gjör og sam­fé­lags­skýrsl­ur sam­kvæmt ESG-við­mið­um Kaup­hall­ar­inn­ar. Ís­lenska skamm­stöf­un­in fyr­ir ESG-við­mið­in er UFS, sem stend­ur fyr­ir „um­hverf­is­leg­ir, fé­lags­leg­ir þætt­ir og stjórn­ar­hætt­ir“.

„All­ir þess­ir þætt­ir hafa áhrif á sjálf­bærni­ein­kunn fyr­ir­tækja,“ seg­ir Jón Ág­úst.

Ef fyr­ir­tæk­ið hegð­ar sér á sam­fé­lags­lega ábyrg­an hátt - fer að lög­um, skil­ar arði til sam­fé­lags­ins hvort sem það er í laun­um eða skött­um, vinn­ur að jafn­rétti kynj­anna og svo fram­veg­is - þá er það ör­ugg­ari og meira að­lað­andi kost­ur fyr­ir fjár­festa en fyr­ir­tæki sem get­ur ekki sýnt fram á að þess­ir þætt­ir séu í lagi.

Jón Ág­úst bæt­ir því við að illa geti far­ið fyr­ir fyr­ir­tækj­um sem eru ekki með stjórna­hætti sína í góðu lagi. „Bók­hald um þau at­riði þarf auð­vit­að að vera traust og ábyggi­legt þannig að fólk geti treyst því að þær upp­lýs­ing­ar, sem þar komi fram, séu rétt­ar.“

Fjár­hags­leg­ur ávinn­ing­ur fyr­ir­tækja af því að iðka sam­fé­lags­lega ábyrga við­skipta­hætti kem­ur fram með tvenns kon­ar hætti að mati Jóns: „Fyr­ir­tæki ná fram rekstr­ar­sparn­aði þeg­ar þau horfa grannt á þær eign­ir sín­ar sem menga; skoða hvernig far­ið er með eldsneyti, raf­magn, heitt vatn og allt sem til dæm­is snýr að ferða­lög­um starfs­fólks. Þá átta menn sig bet­ur á því hvar má draga úr kostn­aði og bæta sjálf­bærni fé­lags­ins. Í öðru lagi verða fyr­ir­tæki, sem sinna þess­um mál­um, verð­mæt­ari. Þau ganga á hærra verði og vör­ur og þjón­usta þeirra eru hærra met­in í sam­fé­lag­inu.“

Klappir bjóða upp á ýmis tól fyrir fyrirtæki sem þau nota til þess að mæla umhverfisáhrif af starfsemi sinni.

Jón Ág­úst seg­ist finna fyr­ir mik­illi breyt­ingu á við­horfi fjár­festa á síð­ast­liðn­um tveim­ur ár­um. „Þeg­ar ný­ir fjár­fest­ar koma á mark­að spyrja þeir hvernig fyr­ir­tækj­um geng­ur í sam­fé­lags­mál­um. Þeir vilja lesa sam­fé­lags­skýrsl­ur og við sjá­um að þeir eru til­bún­ir að borga hærra verð fyr­ir hluta­bréf­in hjá fyr­ir­tækj­um þar sem þetta er allt sam­an þeg­ar til stað­ar.“ Hann nefn­ir að Lands­bank­inn, sem er í hópi við­skipta­vina Klappa, skoði um þess­ar mund­ir allt eigna­safn sitt með til­liti til sjálf­bærni hverr­ar eign­ar. „Þau fyr­ir­tæki, sem ekki mæla þessa þætti, eiga erf­ið­ara upp­drátt­ar.“

Jón Ág­úst tek­ur fram að nauð­syn­legt sé að til stað­ar séu fjár­hags­leg­ir hvat­ar fyr­ir fyr­ir­tæki, sem og sterk laga­leg um­gjörð, eigi ís­lenskt sam­fé­lag að verða sjálf­bær­ara.

En geta öll fyr­ir­tæki hag­að rekstri sín­um þannig að þau standi bæði skil á rekstr­ar­hagn­aði gagn­vart hluta­fjár­eig­end­um og sam­fé­lags­leg­um ávinn­ingi?

„Já, tví­mæla­laust. Fyr­ir­tæki sem sinna þess­um mála­flokki af al­vöru og metn­aði eru vel rek­in fyr­ir­tæki og skila meiri hagn­aði til hlut­hafa og sam­fé­lags­ins í heild sinni. Það felst eng­in mót­sögn í því að skila rekstr­ar­hagn­aði og að sinna sam­fé­lags­leg mál­um; þvert á móti, þetta er eitt og það sama. Það má ekki stilla þessu upp sem and­stæð­um.“ Þá seg­ir Jón Ág­úst að sýn for­stjóra sé al­gjört lyk­il­at­riði þeg­ar fyr­ir­tæki ræðst í átak til að auka sjálf­bærni sína.

„For­senda þess að vel til tak­ist er að for­stjór­ar og yf­ir­stjórn­end­ur hafi aug­un á þess­um mála­flokki og styðji vel við starfs­fólk sitt.“ Að sögn Jóns er ástæð­an fyr­ir því að sam­komu­lag Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar mark­aði raun­veru­leg tíma­mót í ís­lensku sam­fé­lagi sú að for­stjór­arn­ir, sem skuld­bundu fyr­ir­tæki sín, tóku í raun og sann­leika af skar­ið. Mörg þess­ara fyr­ir­tækja nýta sér til dæm­is þjón­ustu Klappa í dag. Jón seg­ir að ekki hafi reynst sér­stak­lega erfitt að sann­færa ís­lensk fyr­ir­tæki um að inn­leiða snjall­ar lausn­ir í sjálf­bærni­að­gerð­ir sín­ar. Þessi fyr­ir­tæki hafi nú að­gang að upp­lýs­ing­um um orku­notk­un sína og úr­gangs­mynd­un í raun­tíma og geti tek­ið stefnu­mót­andi ákvarð­an­ir mun fyrr í ferl­inu en hægt var fyr­ir tíma sta­f­rænu tækn­inn­ar.

„Eðli fyr­ir­tækja er að mæla, setja sér markmið og byggja á traust­um upp­lýs­ing­um. For­svars­menn fyr­ir­tækja skildu strax að þetta ger­ir mað­ur ekki í Excel-skjali. Hér er ekki um ein­hverja skorpu­vinnu að ræða held­ur lang­tíma­ferða­lag. Eins verð­ur fólk að skilja að það er enga töfra­lausn að finna í þess­um mál­um.“ Jón kveð­ur mik­il­vægi þess að fara djúpt í saum­ana á þess­um at­rið­um vera að renna bet­ur og bet­ur upp fyr­ir fólki.

Ferða­lag­ið er ekki ein­falt en sann­ar­lega þess virði.

„Við þurf­um að vera sam­stillt í þessu átaki og styðja hvert ann­að. Við hjá Klöpp­um höf­um lagt okk­ur fram um það að hefja sam­tal við sem flesta að­ila um mik­il­vægi ferða­lags­ins, þessa mála­flokks og nauð­syn þess að við vinn­um ekki hvert gegn öðru, held­ur öll í sam­ein­ingu. Þannig, og að­eins þannig, ná­um við ár­angri.“

Auratal: Hagnaður af sjálfbærni

Icelanda­ir Hotels Sterk stefna í samfélagsábyrgð veitir samkeppnisforskot

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is