Auratal: Hagnaður af sjálfbærni

Aura­tal: Hagn­að­ur af sjálf­bærni

Heim­ur­inn er að breyt­ast mik­ið og hratt. Þær al­þjóð­legu og inn­lendu áskor­an­ir sem blas­að hafa við okk­ur verða nú skýr­ari en nokkru sinni fyrr. Aldrei hef­ur þörf­in fyr­ir og ákall­ið um sjálf­bærni og sam­fé­lags­ábyrgð veg­ið þyngra og mun gera á kom­andi mán­uð­um og ár­um. Þetta kynn­ing­ar- og fræðslu­átak sem við kynn­um hér til leiks er því sér­stak­lega vel tíma­sett. Mark­viss inn­leið­ing sam­fé­lags­ábyrgð­ar og sjálf­bærni skil­ar fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um fjöl­breytt­um ávinn­ingi, svo sem hag­ræð­ingu og minni sóun, betri áhættu­stýr­ingu og orð­spori hjá við­skipta­vin­um, og auk­inni starfs­ánægju vegna auk­inn­ar áherslu á jafn­rétti og heilsu.

Hverskyns stefnu­mót­un, end­ur­skoð­un á starf­semi fyr­ir­tæk­is og inn­leið­ingu nýrra starfs­hátta get­ur ver­ið kostn­að­ar­söm í upp­hafi en Festu lék for­vitni á að vita hvernig fjár­hags­leg­ur ávinn­ing­ur af sjálf­bærni kem­ur fram eft­ir að veg­ferð­in er haf­in af al­vöru.

Nanna Elísa Jak­obs­dótt­ir, sér­fræð­ing­ur í al­þjóða­sam­skipt­um og fyrr­ver­andi blaða­mað­ur, ræddi í lok árs 2019 við fram­kvæmd­ar­stjóra sjö að­ild­ar­fé­laga Festu og komst að því að þrátt fyr­ir að fjár­hags­leg­ur ábati sé ekki meg­in drif­kraft­ur­inn þeg­ar lagt er af stað, þá sé hann ótví­ræð­ur fylgi­fisk­ur þess að inn­leiða sam­fé­lags­ábyrgð í rekst­ur fyr­ir­tækja.

Fyr­ir­tæki sem leggja áherslu á um­hverf­ið, fé­lags­lega þætti og góða stjórn­ar­hætti finna fyr­ir aukn­um áhuga fjár­festa, við­skipta­vin­ir kjósa þeirra vör­ur um­fram aðr­ar, hæfi­leika­ríkt fólk leit­ast eft­ir því að vinna fyr­ir þau og lang­tíma hagn­að­ur eykst.

Auratal: Hagnaður af sjálfbærni

Klapp­ir Fjárfestar kjósa heldur fyrirtæki sem setja sjálfbærni á oddinn

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is