Hverskyns stefnumótun, endurskoðun á starfsemi fyrirtækis og innleiðingu nýrra starfshátta getur verið kostnaðarsöm í upphafi en Festu lék forvitni á að vita hvernig fjárhagslegur ávinningur af sjálfbærni kemur fram eftir að vegferðin er hafin af alvöru.
Nanna Elísa Jakobsdóttir, sérfræðingur í alþjóðasamskiptum og fyrrverandi blaðamaður, ræddi í lok árs 2019 við framkvæmdarstjóra sjö aðildarfélaga Festu og komst að því að þrátt fyrir að fjárhagslegur ábati sé ekki megin drifkrafturinn þegar lagt er af stað, þá sé hann ótvíræður fylgifiskur þess að innleiða samfélagsábyrgð í rekstur fyrirtækja.
Fyrirtæki sem leggja áherslu á umhverfið, félagslega þætti og góða stjórnarhætti finna fyrir auknum áhuga fjárfesta, viðskiptavinir kjósa þeirra vörur umfram aðrar, hæfileikaríkt fólk leitast eftir því að vinna fyrir þau og langtíma hagnaður eykst.