Auratal: Hagnaður af sjálfbærni

Auratal: Hagn­aður af sjálf­bærni

Heim­urinn er að breytast mikið og hratt. Þær alþjóð­legu og innlendu áskor­anir sem blasað hafa við okkur verða nú skýrari en nokkru sinni fyrr. Aldrei hefur þörfin fyrir og ákallið um sjálf­bærni og samfé­lags­ábyrgð vegið þyngra og mun gera á komandi mánuðum og árum. Þetta kynn­ingar- og fræðslu­átak sem við kynnum hér til leiks er því sérstak­lega vel tíma­sett. Mark­viss innleiðing samfé­lags­ábyrgðar og sjálf­bærni skilar fyrir­tækjum og stofn­unum fjöl­breyttum ávinn­ingi, svo sem hagræð­ingu og minni sóun, betri áhættu­stýr­ingu og orðspori hjá viðskipta­vinum, og aukinni starfs­ánægju vegna aukinnar áherslu á jafn­rétti og heilsu.

Hverskyns stefnu­mótun, endur­skoðun á starf­semi fyrir­tækis og innleið­ingu nýrra starfs­hátta getur verið kostn­að­arsöm í upphafi en Festu lék forvitni á að vita hvernig fjár­hags­legur ávinn­ingur af sjálf­bærni kemur fram eftir að vegferðin er hafin af alvöru.

Nanna Elísa Jakobs­dóttir, sérfræð­ingur í alþjóða­sam­skiptum og fyrr­ver­andi blaða­maður, ræddi í lok árs 2019 við fram­kvæmd­ar­stjóra sjö aðild­ar­fé­laga Festu og komst að því að þrátt fyrir að fjár­hags­legur ábati sé ekki megin drif­kraft­urinn þegar lagt er af stað, þá sé hann ótví­ræður fylgi­fiskur þess að innleiða samfé­lags­ábyrgð í rekstur fyrir­tækja.

Fyrir­tæki sem leggja áherslu á umhverfið, félags­lega þætti og góða stjórn­ar­hætti finna fyrir auknum áhuga fjár­festa, viðskipta­vinir kjósa þeirra vörur umfram aðrar, hæfi­leika­ríkt fólk leitast eftir því að vinna fyrir þau og lang­tíma hagn­aður eykst.

Auratal: Hagnaður af sjálfbærni

Icelandair Hotels Sterk stefna í samfélagsábyrgð veitir samkeppnisforskot