Auratal: Hagnaður af sjálfbærni

Mar­el Áhugi fjár­festa eykst með sjálf­bær­um við­skipta­lausn­um

Guðbjörg Heiða og Þorsteinn Kári vinna náið saman að því að auka sjálfbærni hjá Marel á Íslandi.
Grunn­hug­mynd­in á bakvið Mar­el er að um­bylta því hvernig mat­væli eru unn­in á heimsvísu, með það markmið að auka sjálf­bærni, gæði, og hag­kvæmni mat­væla og tryggja ör­yggi og rekj­an­leika. Fyr­ir­tæk­ið er flest­um kunn­ugt á Ís­landi, ekki að­eins fyr­ir þró­un á áð­ur óséð­um há­tækni lausn­um og hug­bún­aði og sem ein­stakt dæmi um ís­lenskt hug­vit held­ur fyr­ir það að telj­ast fyr­ir­mynd­ar­fyr­ir­tæki þeg­ar kem­ur að sam­fé­lags­legri ábyrgð og sjálf­bærni. Það var því sér­stak­lega áhuga­vert að setj­ast nið­ur með Guð­björgu Heiðu Guð­munds­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Mar­el á Ís­landi og Þor­steini Kára Jóns­syni, verk­efna­stjóra, sem er jafn­framt einn helsti sér­fræð­ing­ur Ís­lands í sam­fé­lags­legri ábyrgð fyr­ir­tækja, til að ræða ávinn­ing af sjálf­bærni og hvað Mar­el hef­ur sett á odd­inn á und­an­förn­um ár­um þeg­ar kem­ur að því að mæla ár­ang­ur þeg­ar kem­ur að sam­fé­lags­ábyrgð.

„Besti mögu­legi rekst­ur er að geta haft raun­veru­leg áhrif í sam­fé­lag­inu. Þeg­ar þú ert að tak­ast á við raun­veru­leg vanda­mál og get­ur breytt því hvernig þau eru tækl­uð, það er og verð­ur besta við­skipta­tæki­færi sem þú get­ur feng­ið,“ seg­ir Þor­steinn Kári og set­ur þar með tón­inn fyr­ir spjall­ið. Mar­el lít­ur ekki á sam­fé­lags­lega ábyrgð sem að­skil­inn hluta starf­sem­inn­ar held­ur hef­ur frá upp­hafi mark­mið­ið um sjálf­bærni ver­ið grund­vall­ar­at­riði í sýn fyr­ir­tæk­is­ins á sitt hlut­verk í sam­fé­lag­inu.

„Við er­um að auka nýt­ingu, gæði, ör­yggi, og rekj­an­leika mat­væla og sjálf­virkni­væða um­hverf­ið í mat­væla­vinnslu. Það er í raun­inni grunn­ur­inn að sjálf­bærni í mat­væla­vinnslu. Eins og kom fram um dag­inn á fjár­festa­kynn­ingu þá er það svo að vöxt­ur og fjár­hags­leg­ur ávinn­ing­ur og það að vera sjálf­bær fer sam­an. Þannig er það fyr­ir okk­ur,“ bæt­ir Guð­björg Heiða við. Þau nefna sem dæmi að síð­an fyrsta vara Mar­el, raf­einda­vog­ir á sjó sem gat vigt­að ná­kvæmt í brota­sjó og safn­að gögn­um um þyngd afla í mið­lægt kerfi, kom á mark­að hafi bylt­ing orð­ið í því hvernig sjáv­ar­afl­inn er nýtt­ur. Þessi mark­vissa starf­semi Mar­el frá upp­hafi og annarra fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hef­ur minnk­að mat­ar­sóun í sjáv­ar­út­vegi. Þor­steinn dreg­ur upp mynd af súlu­riti með töl­um frá Mat­væla- og land­bún­að­ar­stofn­un Sam­ein­uðu þjóð­anna (FAO) þar sem sést greini­lega að fisk­ur er sú mat­vara sem er minnst er sóað að með­al­tali, ekki að­eins í Evr­ópu held­ur þvert á heims­álf­ur.

Ann­að áhuga­vert verk­efni sem Mar­el vinn­ur að um þess­ar mund­ir er að  geta reikn­að kol­efn­is­fót­spor­ið af lausn­um þannig að í kjöl­far­ið verði hægt auð­velda við­skipta­vin­um að skilja og jafn­vel kol­efnis­jafna áhrif­in af starf­semi þeirra út líf­tíma vél­anna. Þetta á eft­ir að auð­velda fyr­ir­tækj­um sem kaupa af þeim vél­ar að safna nauð­syn­leg­um gögn­um til þess að gefa út ná­kvæma skýrslu um um­hverf­isáhrif fyr­ir­tæk­is­ins. „Það að þeg­ar við­skipta­vin­ur­inn kaup­ir af okk­ur, okk­ar sam­starfs­að­ili, þá get­um við sagt hvert kol­efn­is­fót­spor­ið er yf­ir líf­tíma lausn­ar­inn­ar. Þau Guð­björg hafa fund­ið fyr­ir því að áhersla á vist­væn­ar við­skipta­lausn­ir eyk­ur áhuga fjár­festa og við­skipta­vina á við­skipt­um við Mar­el.

Þeg­ar marg­ir af okk­ar við­skipta­vin­um, eru að horfa á hverj­um þeir vilja kaupa lausn­ir af, þá eru þeir farn­ir að skoða sjálf­bærni sem hluta af heild­ar­mynd­inni.

Guð­björg nefn­ir nær­tækt dæmi en ný­lega hóf Mar­el sam­starf við heild­söl­una Costco í Banda­ríkj­un­um sem grund­vall­að­ist al­far­ið á því að þær há­tækni­lausn­ir sem Mar­el býð­ur upp á stuðla að minni sóun, lægra kol­efn­is­spori og há­marks nýt­ingu af­urða. Verk­efn­ið sem um ræð­ir er tíma­móta há­tækni­verk­smiðja í Nebraska í Banda­ríkj­un­um til kjúk­linga­vinnslu en af­kasta­geta vinnsl­unn­ar er 2 millj­ón­ir kjúk­linga á viku. Vinnsl­an er full­bú­in há­tækni­lausn­um og hug­bún­aði frá Mar­el sem ná yf­ir allt vinnslu­ferl­ið, frá lif­andi fugli til neyslu­vöru. Öll sóun er gríð­ar­lega kostn­að­ar­söm fyr­ir fyr­ir­tæki, ekki síst þeg­ar um ræð­ir um­fangs­mikla starfs­semi. „Það fel­ast því mik­il tæki­færi að vinna í nánu sam­starfi við við­skipta­vini okk­ar í að besta hvert ein­asta ferli við mat­væla­vinnslu til þess að há­marka nýt­ingu verð­mætra hrá­efna – það er sam­eig­in­leg­ir hags­mun­ir okk­ar, við­skipta­vina, neyt­enda, fjár­festa og sam­fé­lags­ins,“ seg­ir Guð­björg.

Stefna fyr­ir­tæk­is­ins er að auka enn frek­ar þátt svo­kall­aðr­ar sjálf­bærr­ar vöru­þró­un­ar en í dag er það svo að með öll­um hug­mynd­um í vöru­þró­un hjá Mar­el skuli fylgja upp­lýs­ing­ar um hvernig var­an kem­ur til með að hafa áhrif á sam­fé­lag­ið og um­hverf­ið. „Til dæm­is þeg­ar þú ert að hanna verk­smiðj­una, þá lít­um við til þess hversu mik­ið vatn þarftu til að þrífa hana, hversu mikla orku þarftu til að keyra verk­smiðj­una, þarna eru fullt af þátt­um sem við get­um haft áhrif á í okk­ar vöru­þró­un sem að hafa svo áhrif á kol­efn­is­fót­spor yf­ir líf­tíma tæk­is,“ út­skýr­ir Guð­björg en bæt­ir við að um­ræð­an varð­andi líf­tíma tæk­is sé skammt á veg kom­in og þar þurfi að skil­greina al­þjóð­lega staðla.

Auk þess­ara grund­vall­ar­at­riða í starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur Mar­el unn­ið mark­visst að því að því að taka stefnu sína í sam­fé­lags­legri ábyrgð föst­um tök­um. Heild­stæð stefna var birt 2015 en hún bygg­ir á ESG eða UFS leið­bein­ing­un­um Kaup­hall­ar­inn­ar og tek­ur til um­hverf­is­þátta, fé­lags­legra þátta og stjórn­ar­hátta. „Við er­um ekk­ert að finna upp hjól­ið þar, við er­um bara að taka þá stefnu og dýpka hana fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Guð­björg og bæt­ir við að skiln­ing­ur­inn á þýð­ingu hug­taks­ins sam­fé­lags­leg ábyrgð sé sí­fellt að verða meiri.

Þeg­ar skiln­ing­ur­inn dýpk­ar verða tæki­fær­in enn fleiri.

Þor­steinn bæt­ir við það sé eitt að fyr­ir­tæk­ið hafi góð áhrif á um­hverf­ið og sam­fé­lag­ið en „hitt er að kafa dýpra, líta inná við og sjá hvar við stönd­um og hvernig við get­um mark­visst unn­ið í því að bæta okk­ur.“ Hann seg­ir mæl­ing­ar og al­þjóð­leg við­mið mik­il­væg þeg­ar kem­ur að sjálf­bærni í einka­geir­an­um, fyr­ir­tæki geta þá bor­ið ár­ang­ur sinn sam­an, bæði inn­an­húss á milli ára og sín á milli.

Þannig sé það orð­in skylda fyr­ir fyr­ir­tæki af ákveð­inni stærð að safna gögn­um um áhrif sín á sam­fé­lag­ið og gefa út ESG skýrslu. Ann­ars hafi Rík­is­skatt­stjóri heim­ild til þess að neita að taka við árs­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins. „Það er eitt, ann­að er að fyr­ir­tæki skráð á mark­að er­lend­is eiga að upp­fylla Evr­ópu­til­skip­un­ina um ófjár­hags­leg­ar upp­lýs­ing­ar.“ Hann sér fyr­ir sér að á næstu ár­um muni reglu­verk og laga­leg­ar kröf­ur í kring­um sam­fé­lags­lega ábyrgð fyr­ir­tækja aukast, því sé hag­ur í því fyr­ir fyr­ir­tæk­ið að hafa haf­ið mæl­ing­ar snemma. „Þá er þetta ekki bara spurn­ing um kostn­að eða fjár­hags­leg­an ávinn­ing held­ur bara að gera það sem þú þarft að gera til að starfa í sam­ræmi við regl­ur. Upp­fylla lág­marks­kröf­ur til þess að geta rek­ið fyr­ir­tæki,“ seg­ir Þor­steinn. „Það þarf að ríkja jafn­vægi á milli þessa, við lít­um á sam­fé­lags­lega ábyrgð sem við­skipta­tæki­færi í mörgu; talandi við hlut­haf­ana, talandi við til­von­andi hlut­hafa, talandi við við­skipta­vin­ina okk­ar. Mik­il­vægi sam­fé­lags­leg­ar ábyrgð­ar í starfs­semi Mar­el er ekki síð­ur það sem fyll­ir starfs­fólk­ið, sem tel­ur í dag yf­ir 6.000 manns í yf­ir 30 lönd­um, af stolti og veit­ir okk­ur inn­blást­ur við að tak­ast á við verk­efn­ið að um­bylta mat­væla­fram­leiðslu á heimsvísu. En síð­an er þetta bara þannig að þú verð­ur að upp­fylla ákveð­in skil­yrði líka.“

Ávinn­ing­ur af sam­fé­lags­legri ábyrgð Mar­el birt­ist að auki með ýms­um hætti sem ómögu­legt er að meta til fjár. „Við er­um að mæla alls kyns hluti hjá okk­ur en ég veit að oft eru séu það óá­þreif­an­legu þætt­irn­ir sem hafa mik­ið virði,“ seg­ir Guð­björg. „Til dæm­is; Mar­el er stórt fyr­ir­tæki á Ís­landi sem hef­ur náð mikl­um ár­angri. Rétt eins og Björk og Sig­ur­rós kynntu Ís­land sem tón­list­ar­þjóð þá hafa fyr­ir­tæki eins og Mar­el og Öss­ur sýnt fram á að við sé­um hug­vits­þjóð. Sam­fé­lags­leg­ur ávinn­ing­ur af slíku? Ég veit ekki hvernig er hægt að setja það í fé en ég held að hann sé rosa­lega mik­ill – að hafa fyr­ir­mynd í sam­fé­lag­inu þínu.“ Þá nefn­ir hún að ómögu­legt sé að meta til fjár hvernig sú þekk­ing sem leyn­ist inn­an­húss, til dæm­is í vöru­þró­un og rekstri á fyr­ir­tæki sem sel­ur vör­ur um all­an heim, nýt­ist til upp­bygg­ing­ar í sam­fé­lag­inu. Mar­el reyn­ir í hví­vetna að taka þátt í ný­sköp­un­ar­keppn­um til þess að miðla verk­fræði­þekk­ingu og þau Guð­björg og Þor­steinn sitja í fjölda við­skipta­nefnda þar sem þekk­ing þeirra á kerf­um, ferl­um og stefn­um nýt­ist öðr­um fyr­ir­tækj­um. Þá nefna þau að helg­un starfs­manna í starfi auk­ist þeg­ar fólk finn­ur fyr­ir til­gangi með starf­inu sínu.

Jafn­vel þó Guð­björg og Þor­steinn fari ekki var­hluta af mik­il­vægi þess að leggja ríka áherslu á sam­fé­lags­lega ábyrgð taka þau fram að ekki megi af­marka hana um of held­ur sé hug­tak­ið samof­ið til­gangi fyr­ir­tækja. Sú um­ræða sé sí­fellt að þrosk­ast. „Þetta er hluti af því hvernig heim­ur­inn er að læra að reka fyr­ir­tæki bet­ur“ seg­ir Þor­steinn.

„Það eru gríð­ar­leg tæki­færi til stað­ar í dag til þess að breyta hlut­un­um til hins betra,“ seg­ir Guð­björg Heiða.

En til þess þurf­um við að þora, ráða til okk­ar fólk sem þor­ir að hugsa öðru­vísi og inn­leiða nýj­ar að­ferð­ir og sýna hug­rekki.
Auratal: Hagnaður af sjálfbærni

Vín­búð­in Minni sóun og áhersla á umhverfisvernd skilar fjárhagslegum ávinningi

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is