Auratal: Hagnaður af sjálfbærni

Krón­an Sjálf­bærni lyk­il­at­riði í blómstrandi rekstri Krón­unn­ar

Stjórn­end­ur Krón­unn­ar hafa lagt ríka áherslu á að hafa já­kvæð áhrif á um­hverf­ið og lýð­heilsu við­skipta­vina sinna. Fyr­ir­tæk­ið sér að hlut­verk sitt í sam­fé­lag­inu er ekki ein­ung­is að bjóða lands­mönn­um upp á fjöl­breytt úr­val af vör­um til dag­legra nota held­ur er það í kjör­stöðu til þess að efla lýð­heilsu í land­inu, minnka úr­gang og sorp og hvetja við­skipta­vini til þess að iðka upp­lýst val á mat­vöru.

Gréta María Grét­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar, seg­ir að í upp­hafi hafi hvat­inn til þess að setja þessi mál á odd­inn ekki ver­ið fjár­hags­leg­ur. „Við höf­um ekki reikn­að út fjár­hags­leg­an ávinn­ing og sett fókus á það. Hins veg­ar vit­um við að það er okk­ar sið­ferði­lega skylda að leggja okk­ar af mörk­um. Það er eng­in fram­tíð án um­hverf­is­mála. Við er­um stórt fyr­ir­tæki og í krafti stærð­ar okk­ar í Krón­unni er­um við sí­fellt að leita leiða til þess að hafa já­kvæð áhrif á sam­fé­lag­ið.” Hún seg­ist aft­ur á móti finna að að­gerð­irn­ar sem fyr­ir­tæk­ið hef­ur ráð­ist í hafi haft gíf­ur­lega já­kvæð áhrif á rekst­ur­inn. Til að mynda hlaut Gréta ásamt Krón­unni Við­skipta­verð­laun Við­skipta­blaðs­ins og Frjálsr­ar versl­un­ar ár­ið 2019 en í frétt um verð­laun­in kem­ur fram að yf­ir­stand­andi rekst­ar­ár verði það stærsta í sögu fé­lags­ins. „Velt­an á fyrstu níu mán­uð­um árs­ins nam 27,1 millj­arði króna og því lík­legt að hún verði á bil­inu 35 til 36 millj­arð­ar á rekstr­ar­ár­inu. Til sam­an­burð­ar nam velt­an um 28 millj­örð­um ár­ið 2018, sem og ár­ið 2017. Síð­ustu þrjú ár hef­ur Krón­an skil­að á bil­inu 700 til 850 millj­óna króna hagn­aði á ári. Á þessu ári stefn­ir í að hagn­að­ur­inn fari yf­ir millj­arð,“ seg­ir í frétt Við­skipta­blaðs­ins.

„Auð­vit­að mynd­irðu ekki fara út í eitt­hvað sem þú stór­tap­ar á, þetta geng­ur ekki ef við skil­um ekki já­kvæðri rekstr­arnið­ur­stöðu til langs tíma,“ seg­ir hún.

„Stærsti fjár­hags­legi ávinn­ing­ur­inn er ánægð­ir við­skipta­vin­ir,“ seg­ir Gréta. „Í raun er þetta ekki endi­lega spurn­ing um fjár­hags­leg­an ávinn­ing sem slík­an því að ef við leggj­um ekki okk­ar af mörk­um þá mun­um við ekki eiga við­skipta­vini í fram­tíð­inni. Þá er­um við ekki með.“

Neyt­and­inn refs­ar þér mjög fljótt ef þú tek­ur þetta ekki föst­um tök­um. Það verð­ur ekk­ert upp­gjör eft­ir tvö, þrjú ár ef þú ger­ir þetta ekki.

Stjórn­end­ur hjá Krón­unni ákváðu ár­ið 2015 að leggja sín lóð á vog­ar­skál­arn­ar þeg­ar kem­ur að um­hverf­isáhrif­um versl­un­ar­inn­ar með mark­viss­um hætti. Þá setti Krón­an sér það markmið að velja orku­spar­andi bún­að þeg­ar byggja á nýj­ar versl­an­ir og við end­ur­nýj­un á þeim eldri. Fjár­fest var í lok­uð­um kæl­um og fryst­um, CO2 kæli­kerf­um og LED lýs­ing nýtt í stað flúor­lampa. Þetta hef­ur or­sak­að 20 til 50 pró­sent minni orku­eyðslu á ári. Ár­ið eft­ir tók Krón­an að bjóða við­skipta­vin­um sín­um að kaupa vör­ur sem voru komn­ar fram yf­ir síð­asta sölu­dag á nið­ur­settu verði til þess að sporna við mat­ar­sóun. Þessi ákvörð­un hef­ur ekki ein­ung­is auk­ið já­kvætt um­tal í sam­fé­lag­inu held­ur einnig minnk­að sóun hjá fyr­ir­tæk­inu sem kem­ur fram í sparn­aði. Þannig minnk­aði mat­ar­sóun um rúm­an helm­ing fyrsta ár­ið sem Krón­an tók hana föst­um tök­um.

Krónan hefur innleitt stafræna tækni í verslanir sínar í auknum mæli á síðastliðnum árum.

Þó sé mik­il­vægt að halda til haga að svona að­gerð­ir séu ekki hrist­ar fram úr erm­inni, til þess að ráð­ast gegn mat­ar­sóun hafi ver­ið hann­að kerfi fyr­ir starfs­fólk til þess að halda ut­an um rétta birgða­stöðu og taka upp­lýst­ar ákvarð­an­ir um hvenær vara er sölu­hæf og hvenær ekki. Til­taka má fleiri að­gerð­ir fyr­ir­tæk­is­ins sem hafa góð áhrif á um­hverf­ið en bera einnig fjár­hags­leg­an ávinn­ing; til að mynda tóku stjórn­end­ur Krón­unn­ar þá ákvörð­un fyr­ir þrem­ur ár­um að hætta að senda aug­lýs­inga­bæklinga í hús og spar­ast á því 92 tonn af papp­ír ár­lega. Sama ár var tek­in sú ákvörð­un að nýt­ast við græna fjöl­nota kassa fyr­ir inn­flutt­ar vör­ur en af því spar­ast 162 tonn af pappa á ári. Á vef­síðu Krón­unn­ar má finna tíma­línu þar sem fyrr­nefnd­ar að­gerð­ir fyr­ir­tæk­is­ins eru tekn­ar sam­an.

Gréta seg­ir að sum­ar að­gerð­anna sem fyr­ir­tæk­ið hef­ur ráð­ist í séu mögu­lega ekki arð­bær­ar við fyrstu sýn. „Það að taka nammi­bar­inn burt og fjar­lægja sæl­gæti af köss­um er í sjálfu sér ekki skref í átt að fjár­hags­leg­um ávinn­ingi, nammi er vara sem hef­ur háa fram­legð þannig að ef þú mynd­ir fjar­lægja það án þess að gera nokk­uð á móti myndi það ein­fald­lega draga úr hagn­aði. Hins veg­ar finn­um við að við­skipta­vin­ir eru ánægð­ir með þessa áherslu, til dæm­is þreytt­ir for­eldr­ar sem losna við að hlusta á suð á köss­un­um í lok dags, og þá koma þeir frek­ar aft­ur.“ Þessi ákvörð­un var tek­in sem lið­ur af því mark­miði Krón­unn­ar að efla lýð­heilsu í land­inu. Ár­ið 2015 tók fyr­ir­tæk­ið einnig ákvörð­un um að láta holl­ust­una fá besta pláss­ið; ávext­ir taka á móti við­skipta­vin­um Krón­unn­ar og snakk og nammi þarf að leita sér­stak­lega uppi.

„Unga kyn­slóð­in er mun með­vit­aðri en þær eldri og við finn­um að þetta skipt­ir þau meira máli. Það eru okk­ar fram­tíð­ar­við­skipta­vin­ir, þau munu velja fyr­ir­tæki sem er sam­fé­lags­lega ábyrgt. Þetta er því ávinn­ing­ur sem við mun­um sjá marg­fald­ast í fram­tíð­inni.“

Gréta seg­ir fram­tíð­ar­sýn eins og þessa nauð­syn­lega ef skapa á lang­líft fyr­ir­tæki. Fram­tíð­ar­sýn starfs­manna Krón­unn­ar sést í fleiri verk­efn­um en Gréta nefn­ir að draum­ur henn­ar sé að þróa hug­bún­að í all­ar versl­an­ir sem við­skipta­vin­ir geta not­að til þess að skoða nær­ing­ar­inni­hald, virð­iskeðju og kol­efn­is­spor sölu­vara.

Öll fyr­ir­tæki geta hag­að rekstri sín­um þannig að þau standi bæði skil á rekstr­ar­hagn­aði og sam­fé­lags­leg­um ávinn­ingi að mati Grétu. Þetta tvennt hald­ist í raun í hend­ur og sé ekki hægt að að­greina leng­ur. Sumt sé ein­fald­lega ekki hægt að meta til fjár.

„Fjár­hags­legi ávinn­ing­ur­inn mæl­ist óbeint í ánægju starfs­manna og við­skipta­vina.“

Starfs­um­sókn­ir hjá okk­ur hafa auk­ist og þeir sem eru að sækja um hjá okk­ur segj­ast sam­svara sig stefnu okk­ar í sam­fé­lags­legri ábyrgð.

„Við sjá­um minni starfs­manna­veltu þó nátt­úru­lega sé eðli starf­anna hjá Krón­unni þannig að fólk kem­ur oft tíma­bund­ið til okk­ar.”

Gréta María seg­ir fyr­ir­tæki í sín­um geira í kjör­stöðu til þess að leggja sitt af mörk­um þeg­ar kem­ur að lofts­lags­mál­um og sam­fé­lags­legri ábyrgð.

„Mat­vöru­versl­an­ir eru á gríð­ar­lega góð­um stað til þess að hafa áhrif því all­ir þurfa að versla í mat­inn. Við­skipta­vin­ur­inn kem­ur oft til okk­ar, sum­ir dag­lega, það eru ekki mörg fyr­ir­tæki þannig. Ég lít þannig á að ábyrgð okk­ar sé jafn­vel meiri í ljósi sér­stöðu okk­ar þeg­ar kem­ur að heim­sókn­ar­fjölda við­skipta­vina.” Þá bend­ir Gréta á að það sem helst skapi sorp og úr­gang séu neyslu­vör­ur og því geti mat­vöru­versl­an­ir beitt sér fyr­ir því að minnka plast­notk­un.

Á vefsíðu Krónunnar er hægt að sjá öll sjálfbærniverkefni sem fyrirtækið hefur tekið sér fyrir hendur á liðnum árum.

„Við ber­um ábyrgð á þeim vör­um sem við ákveð­um að taka í sölu og þar get­um við haft mik­il áhrif. Inn­kaupa­deild­in okk­ar horf­ir til um­búða þeg­ar við ákveð­um að taka vör­ur í sölu, stund­um eru um­búð­ir ekk­ert nema loft til dæm­is. Þá er mik­il­vægt að huga að hringrás­ar­hag­kerf­inu, vöru­hönn­uð­ir þurfa að taka til­lit til þeirr­ar kröfu að var­an geti ver­ið end­ur­nýtt. Þar get­um við sett press­una fyrr. Fyr­ir okk­ar eig­in vör­ur höf­um við skipt út plasti fyr­ir pappa á til að mynda um­búð­um fyr­ir hakk og borg­ara.“ Þá býð­ur Krón­an nú við­skipta­vin­um sín­um upp á að skilja um­búð­irn­ar eft­ir í búð­inni með sér­stök­um afpökk­un­ar­stöð­um.

„Mér finnst það mín ábyrgð, sem ein­stak­ling­ur sem er að stýra stóru fyr­ir­tæki, að leggja mitt af mörk­um til sam­fé­lags­ins. Líka þeg­ar þú grein­ir stöð­una á mark­aði, þá sérðu að þetta skipt­ir þjóð­fé­lag­ið miklu máli í dag. Þeir að­il­ar sem eru í stöðu til þess að gera sam­fé­lag­ið betra, þeim ber skylda til þess.“

Auratal: Hagnaður af sjálfbærni

Mar­el Áhugi fjárfesta eykst með sjálfbærum viðskiptalausnum

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is