Auratal: Hagnaður af sjálfbærni

Isavia Áhersla á sjálf­bærni er arðbær fjár­festing til fram­tíðar

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia
Mark­viss áhersla á samfé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni er fjár­festing til fram­tíðar að mati stjórn­enda hjá Isavia. Svein­björn Indriðason, forstjóri, segir slíka vegferð ekki sprett­hlaup heldur lang­hlaup. Hann trúir því að fyrir­tæki sem setji sjálf­bærni á oddinn komi til með að lifa lengur á markaði en þau sem láta það undir höfuð leggjast. Isavia hefur á undan­förnum árum hlotið mikið lof fyrir mark­vissa og mælan­lega stefnu í samfé­lags­ábyrgð en samfé­lags­skýrsla þeirra var á síðasta ári valin sú besta af hálfu Viðskipta­ráðs Íslands, Stjórn­vísis og Festu – miðstöðvar um samfé­lags­ábyrgð.

„Stefna Isavia í samfé­lags­ábyrgð segir að félagið skuli stuðla að jafn­vægi milli efna­hags, umhverfis og samfé­lags með sjálf­bærni að leið­ar­ljósi,“ segir Svein­björn. „Við viljum byggja upp rekstur sem er sjálfbær til lengri tíma litið, í samstarfi og sátt við viðskipta­vini og aðra hagaðila og vinnum að góðu starfs­um­hverfi og ánægju starfs­fólks félagsins.  Við setjum okkur árleg markmið í mála­flokknum og vinnum mark­visst að úrbótum.  Við birtum svo upplýs­ingar um fram­vindu samfé­lags­ábyrgðar í samræmi við viðmið GRI – Global Reporting Initiative og UN Global Compact, sem við erum aðilar að.“ Fyrir­tækið tekur þar að auki mið af heims­mark­miðum Sameinuðu þjóð­anna í mark­miða­setn­ingu sinni en sérstök áhersla hefur verið á heims­mark­miðin heilsa og vellíðan (númer 3), jafn­rétti kynj­anna (númer 5 ), ábyrg neysla og fram­leiðsla (númer 12), aðgerðir í lofts­lags­málum (númer 13) og samvinna um mark­miðin (númer 17).

Þó ekki sé alltaf augljóst með hvaða hætti fjár­hags­legur ávinning af því að stunda samfé­lags­lega ábyrgð skilar sér segir Svein­björn að hann finni að þetta auki samkeppn­is­for­skot fyrir­tæk­isins, traust viðskipta­vina og efli góða ímynd. „Það má heldur ekki gleyma mikil­vægi þess að við viljum vera eftir­sókn­ar­verður vinnu­staður og þessar áherslur eru liður í þeirri viðleitni.“ Hann segir þó að sínu mati eigi fyrir­tæki ekki að horfa einvörð­ungu á fjár­hags­legan ávinning þegar mótuð sé stefna í samfé­lags­ábyrgð. „Við erum stórt fyrir­tæki og erum að skila fjár­hags­legri afkomu. Á sama tíma erum við að hafa áhrif á umhverfið okkar.“

Þannig að það má segja að með áherslu á sjálf­bærni séum við að skila til samfé­lagsins því sem við höfum tekið til þess að skapa arð.

Svein­björn finnur greini­lega fyrir því að kröfur samfé­lagsins til fyrir­tækja á Íslandi séu að breytast. „Við finnum fyrir því að hagað­ilar okkar gera kröfur til þess að við sýnum samfé­lags­lega ábyrgð, og þetta er líka eitt­hvað sem við viljum sjálf standa okkur vel í. Við skiljum mjög vel okkar ábyrgð og þau lóð sem við getum lagt á vogar­skál­arnar eru þung og þessi sátt í rekstri fyrir­tækja við umhverfið og samfé­lagið mun fyrr en síðar hafa áhrif á ákvarð­anir viðskipta­vina okkar.“

Hann segir að öll fyrir­tæki á Íslandi eigi að geta unnið að jákvæðri rekstr­araf­komu á sama tíma og þau vinna að almanna­heill – þessu tvennu sé ekki hægt að stilla upp á móti hvort öðru. „Ekkert fyrir­tæki starfar í tóma­rúmi, við erum öll tengd á einhvern hátt og höfum áhrif og berum ábyrgð. Fyrir­tæki sem ekki skil­greina hagaðila sína og takast á við þarfir og kröfur þeirra tapa fljótt samkeppn­is­stöðu sinni. Það er mikil­vægt að líta á þau samfé­lags­legu verk­efni sem við tökumst á hendur í dag sem arðbæra fjár­fest­ingu til fram­tíðar,“ segir Svein­björn sem var fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs hjá Isavia áður en hann tók við stöðu forstjóra. Hann segist viður­kenna að við fyrstu sýn hafi hann litið svo á að samfé­lags­ábyrgð væri kostn­að­ar­samt verk­efni án augljóss ávinn­ings. Þetta hafi hins vegar breyst þegar hann kynnti sér um hvað ábyrgir viðskipta­hættir snúast í raun og veru.

„Við sjáum allt í kringum okkur ólík fyrir­tæki sem eru vel rekin og skila eigendum sínum arði samhliða því að þau leggja sitt af mörkum til samfé­lagsins, og þá er ég ekki að horfa til fyrir­tækja sem styrkja eingöngu hin ýmsu málefni, sem er allt gott og blessað, heldur þeirrar virð­is­sköp­unar sem fyrir­tækið skilar til samfé­lagsins. Ég er ekki í neinum vafa að samfé­lags­ábyrgð er mikilvæg fyrir góð viðskipti. Þar fyrir utan er til staðar krafa frá fjár­festum, stjórnum og lána­stofn­unum að sinna þeim hluta rekst­ursins.“

Ávinn­ingur samfé­lags­ábyrgðar er það mikill að hún á samleið með fram­tíð­arsýn og þeim gildum sem hvert fyrir­tæki stendur fyrir.

Jafn­framt hafa starfs­menn Isavia fundið fyrir því að með því að rýna vand­lega í stöðu fyrir­tæk­isins í samfé­lagi á hverju ári, greina áhættu­þætti og skoða hvernig betur megi fara séu þau betur í stakk búin til að bregðast við breyt­ingum og kröfum sem verða í ytra umhverfi fyrir­tæksins. „Þannig koma meðal annars ný lög og reglu­gerðir, þarfir og kröfur viðskipta­vina og hagaðila okkur ekki að óvörum.“

Isavia tekur mið af heimsmarkmiðunum í áætlanagerðum sínum.

Aðspurður um hvernig fyrir­tækið mæli fjár­hags­legan ávinning af aðgerðum sínum segir hann aukna fjár­hags­lega arðsemi ekki vera lykil­for­senda fyrir því að fyrir­tækið ráðist í samfé­lags­lega arðbær verk­efni. „Eins og ég kom inn á áðan eru sum mark­mið­anna vel mælanleg með tilliti til fjár­hags­legs ávinn­ings, eins og til dæmis minnkun eldsneyt­is­kostn­aðar eða magn úrgangs sem er losaður. Önnur atriði þarf að skoða í stærra samhengi og þá er mikil­vægt að skilja meðal annars hvaða aðgerðir leiða til ákveð­innar niður­stöðu, með hvaða hætti sú niður­staða næst og þá hvernig sú niður­staða hefur áhrif á samfé­lags­lega, umhverf­is­lega og efna­hags­lega þætti. Að setja verð­miða á aðgerðir auðveldar vissu­lega allar ákvarð­anir, en hins­vegar er oft erfiðara að meta aðgerðir sem tengjast félags- eða umhverf­is­legum atriðum til fjár.“

„Það skiptir miklu máli að samfé­lags­ábyrgð sé óaðskilj­an­legur hluti af stefnu hvers fyrir­tækis og að ábyrgð á hverjum hluta hennar sé skil­greind á mismun­andi stjórn­stigum. Þetta þarf að endur­speglast í ákvarð­ana­töku fyrir­tæk­isins hverju sinni,“ segir Svein­björn.

Auratal: Hagnaður af sjálfbærni

Krónan Sjálfbærni lykilatriði í blómstrandi rekstri Krónunnar