Auratal: Hagnaður af sjálfbærni

Isa­via Áhersla á sjálf­bærni er arð­bær fjár­fest­ing til fram­tíð­ar

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia
Mark­viss áhersla á sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni er fjár­fest­ing til fram­tíð­ar að mati stjórn­enda hjá Isa­via. Svein­björn Ind­riða­son, for­stjóri, seg­ir slíka veg­ferð ekki sprett­hlaup held­ur lang­hlaup. Hann trú­ir því að fyr­ir­tæki sem setji sjálf­bærni á odd­inn komi til með að lifa leng­ur á mark­aði en þau sem láta það und­ir höf­uð leggj­ast. Isa­via hef­ur á und­an­förn­um ár­um hlot­ið mik­ið lof fyr­ir mark­vissa og mæl­an­lega stefnu í sam­fé­lags­ábyrgð en sam­fé­lags­skýrsla þeirra var á síð­asta ári val­in sú besta af hálfu Við­skipta­ráðs Ís­lands, Stjórn­vís­is og Festu – mið­stöðv­ar um sam­fé­lags­ábyrgð.

„Stefna Isa­via í sam­fé­lags­ábyrgð seg­ir að fé­lag­ið skuli stuðla að jafn­vægi milli efna­hags, um­hverf­is og sam­fé­lags með sjálf­bærni að leið­ar­ljósi,“ seg­ir Svein­björn. „Við vilj­um byggja upp rekst­ur sem er sjálf­bær til lengri tíma lit­ið, í sam­starfi og sátt við við­skipta­vini og aðra hag­að­ila og vinn­um að góðu starfs­um­hverfi og ánægju starfs­fólks fé­lags­ins.  Við setj­um okk­ur ár­leg markmið í mála­flokkn­um og vinn­um mark­visst að úr­bót­um.  Við birt­um svo upp­lýs­ing­ar um fram­vindu sam­fé­lags­ábyrgð­ar í sam­ræmi við við­mið GRI – Global Report­ing Initiati­ve og UN Global Compact, sem við er­um að­il­ar að.“ Fyr­ir­tæk­ið tek­ur þar að auki mið af heims­mark­mið­um Sam­ein­uðu þjóð­anna í mark­miða­setn­ingu sinni en sér­stök áhersla hef­ur ver­ið á heims­mark­mið­in heilsa og vellíð­an (núm­er 3), jafn­rétti kynj­anna (núm­er 5 ), ábyrg neysla og fram­leiðsla (núm­er 12), að­gerð­ir í lofts­lags­mál­um (núm­er 13) og sam­vinna um mark­mið­in (núm­er 17).

Þó ekki sé alltaf aug­ljóst með hvaða hætti fjár­hags­leg­ur ávinn­ing af því að stunda sam­fé­lags­lega ábyrgð skil­ar sér seg­ir Svein­björn að hann finni að þetta auki sam­keppn­is­for­skot fyr­ir­tæk­is­ins, traust við­skipta­vina og efli góða ímynd. „Það má held­ur ekki gleyma mik­il­vægi þess að við vilj­um vera eft­ir­sókn­ar­verð­ur vinnu­stað­ur og þess­ar áhersl­ur eru lið­ur í þeirri við­leitni.“ Hann seg­ir þó að sínu mati eigi fyr­ir­tæki ekki að horfa ein­vörð­ungu á fjár­hags­leg­an ávinn­ing þeg­ar mót­uð sé stefna í sam­fé­lags­ábyrgð. „Við er­um stórt fyr­ir­tæki og er­um að skila fjár­hags­legri af­komu. Á sama tíma er­um við að hafa áhrif á um­hverf­ið okk­ar.“

Þannig að það má segja að með áherslu á sjálf­bærni sé­um við að skila til sam­fé­lags­ins því sem við höf­um tek­ið til þess að skapa arð.

Svein­björn finn­ur greini­lega fyr­ir því að kröf­ur sam­fé­lags­ins til fyr­ir­tækja á Ís­landi séu að breyt­ast. „Við finn­um fyr­ir því að hag­að­il­ar okk­ar gera kröf­ur til þess að við sýn­um sam­fé­lags­lega ábyrgð, og þetta er líka eitt­hvað sem við vilj­um sjálf standa okk­ur vel í. Við skilj­um mjög vel okk­ar ábyrgð og þau lóð sem við get­um lagt á vog­ar­skál­arn­ar eru þung og þessi sátt í rekstri fyr­ir­tækja við um­hverf­ið og sam­fé­lag­ið mun fyrr en síð­ar hafa áhrif á ákvarð­an­ir við­skipta­vina okk­ar.“

Hann seg­ir að öll fyr­ir­tæki á Ís­landi eigi að geta unn­ið að já­kvæðri rekstr­araf­komu á sama tíma og þau vinna að al­manna­heill – þessu tvennu sé ekki hægt að stilla upp á móti hvort öðru. „Ekk­ert fyr­ir­tæki starfar í tóma­rúmi, við er­um öll tengd á ein­hvern hátt og höf­um áhrif og ber­um ábyrgð. Fyr­ir­tæki sem ekki skil­greina hag­að­ila sína og tak­ast á við þarf­ir og kröf­ur þeirra tapa fljótt sam­keppn­is­stöðu sinni. Það er mik­il­vægt að líta á þau sam­fé­lags­legu verk­efni sem við tök­umst á hend­ur í dag sem arð­bæra fjár­fest­ingu til fram­tíð­ar,“ seg­ir Svein­björn sem var fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­sviðs hjá Isa­via áð­ur en hann tók við stöðu for­stjóra. Hann seg­ist við­ur­kenna að við fyrstu sýn hafi hann lit­ið svo á að sam­fé­lags­ábyrgð væri kostn­að­ar­samt verk­efni án aug­ljóss ávinn­ings. Þetta hafi hins veg­ar breyst þeg­ar hann kynnti sér um hvað ábyrg­ir við­skipta­hætt­ir snú­ast í raun og veru.

„Við sjá­um allt í kring­um okk­ur ólík fyr­ir­tæki sem eru vel rek­in og skila eig­end­um sín­um arði sam­hliða því að þau leggja sitt af mörk­um til sam­fé­lags­ins, og þá er ég ekki að horfa til fyr­ir­tækja sem styrkja ein­göngu hin ýmsu mál­efni, sem er allt gott og bless­að, held­ur þeirr­ar virð­is­sköp­un­ar sem fyr­ir­tæk­ið skil­ar til sam­fé­lags­ins. Ég er ekki í nein­um vafa að sam­fé­lags­ábyrgð er mik­il­væg fyr­ir góð við­skipti. Þar fyr­ir ut­an er til stað­ar krafa frá fjár­fest­um, stjórn­um og lána­stofn­un­um að sinna þeim hluta rekst­urs­ins.“

Ávinn­ing­ur sam­fé­lags­ábyrgð­ar er það mik­ill að hún á sam­leið með fram­tíð­ar­sýn og þeim gild­um sem hvert fyr­ir­tæki stend­ur fyr­ir.

Jafn­framt hafa starfs­menn Isa­via fund­ið fyr­ir því að með því að rýna vand­lega í stöðu fyr­ir­tæk­is­ins í sam­fé­lagi á hverju ári, greina áhættu­þætti og skoða hvernig bet­ur megi fara séu þau bet­ur í stakk bú­in til að bregð­ast við breyt­ing­um og kröf­um sem verða í ytra um­hverfi fyr­ir­tæks­ins. „Þannig koma með­al ann­ars ný lög og reglu­gerð­ir, þarf­ir og kröf­ur við­skipta­vina og hag­að­ila okk­ur ekki að óvör­um.“

Isavia tekur mið af heimsmarkmiðunum í áætlanagerðum sínum.

Að­spurð­ur um hvernig fyr­ir­tæk­ið mæli fjár­hags­leg­an ávinn­ing af að­gerð­um sín­um seg­ir hann aukna fjár­hags­lega arð­semi ekki vera lyk­il­for­senda fyr­ir því að fyr­ir­tæk­ið ráð­ist í sam­fé­lags­lega arð­bær verk­efni. „Eins og ég kom inn á áð­an eru sum mark­mið­anna vel mæl­an­leg með til­liti til fjár­hags­legs ávinn­ings, eins og til dæm­is minnk­un eldsneyt­is­kostn­að­ar eða magn úr­gangs sem er los­að­ur. Önn­ur at­riði þarf að skoða í stærra sam­hengi og þá er mik­il­vægt að skilja með­al ann­ars hvaða að­gerð­ir leiða til ákveð­inn­ar nið­ur­stöðu, með hvaða hætti sú nið­ur­staða næst og þá hvernig sú nið­ur­staða hef­ur áhrif á sam­fé­lags­lega, um­hverf­is­lega og efna­hags­lega þætti. Að setja verð­miða á að­gerð­ir auð­veld­ar vissu­lega all­ar ákvarð­an­ir, en hins­veg­ar er oft erf­ið­ara að meta að­gerð­ir sem tengj­ast fé­lags- eða um­hverf­is­leg­um at­rið­um til fjár.“

„Það skipt­ir miklu máli að sam­fé­lags­ábyrgð sé óað­skilj­an­leg­ur hluti af stefnu hvers fyr­ir­tæk­is og að ábyrgð á hverj­um hluta henn­ar sé skil­greind á mis­mun­andi stjórn­stig­um. Þetta þarf að end­ur­spegl­ast í ákvarð­ana­töku fyr­ir­tæk­is­ins hverju sinni,“ seg­ir Svein­björn.

Auratal: Hagnaður af sjálfbærni

Krón­an Sjálfbærni lykilatriði í blómstrandi rekstri Krónunnar

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is