Í sinni einföldustu mynd felst sjálfbærni í því að fyrirtæki, stofnanir og hverskyns skipulagsheildir axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á umhverfið, stjórnarhætti og samfélagið. Í uppbyggingu og stefnumótun er hugað er að öllum þeim hagaðilum sem koma að rekstri skipulagsheilda á einn eða annað hátt. Sjálfbærni og samfélagsábyrgð eru innleidd í kjarnastarfsemi rekstrareiningar.
Samfélagslega ábyrg hugsun er þannig einnig aflgjafi og uppspretta nýrra viðskiptatækifæra sem veitir fyrirtækjum og stofnunum innblástur og kraft til að bæta árangur sinn og vera samkeppnishæfari á innlendum og erlendum mörkuðum.
Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og fyrrverandi aðalframkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), er oft kölluð móðir sjálfbærrar þróunar. Skilgreining hennar á sjálfbærri þróun (e. sustainable development) hljómar svona:
Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.
Slík þróun snýst um að huga að efnahagslegum verðmætum um leið og gæðum náttúrunnar er viðhaldið eða þau endurbyggð og mannréttindi efld fyrir alla jarðarbúa til langs tíma. Markmið sjálfbærrar þróunar er að koma á sjálfbærni í samfélaginu í heild og á jörðinni.
Lengi hafa fræðimenn stuðst við kenningu um þrjá stólpa sjálfbærrar þróunar en þeir eru: samfélagið, umhverfið og efnahagslegur hagnaður. Árið 1994 lagði fræðimaðurinn John Elkington til að fyrirtæki birtu uppgjör sem byggðu á þrefaldri rekstrar útkomu eða Tripple Bottom Line. Í stað þess að uppgjör snúi eingöngu að efnahagslegum hagnaði eða tapi væri einnig hugað að samfélaginu og umhverfinu. Á ensku var þetta lagt upp sem P-in þrjú, People, Planet and Profit.
Síðustu ár hafa svo þessar áherslur verið útfærðar í mælikvörðum sem byggjast á Umhverfi, Félagslegum þáttum og Stjórnarháttum eða UFS ( e. ESG). Fyrirtæki líta þá til þessara þriggja þátta í stefnumótun, ákvörðunartökum og uppgjöri sínu. Sýnt hefur verið fram á að með því að huga að þessum þremur þáttum í allri kjarnastarfsemi fyrirtækis og birta trúverðugt uppgjör byggt á þeim laða fyrirtæki að sér starfsfólk, viðskiptavini og fjárfesta og minnka áhættu við rekstur til lengri tíma litið. Kauphallir víða um heim þrýsta nú á fyrirtæki til að taka upp UFS mælikvarða í allri upplýsingagjöf, þar á með er Nasdaq Iceland sem hefur gefið út íslenska þýðingu UFS mælikvarða og kom Festa að þeirri útgáfu og má nálgast þá hér.
UMHVERFIÐ
FÉLAGSLEGIR ÞÆTTIR
STJÓRNARHÆTTIR
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna gegna þá því hlutverki að draga saman þessar áherslur og eru í raun framkvæmdaráætlun í þágu sjálfbærrar þróunar mannkyns
Sustainable development has been defined as development that meets the needs of the present without compromising the ability of future generations to meet their own needs.
Sameinuðu þjóðirnar – skilgreining á sjálfbærri þróun
Þegar rekstrareiningar innleiða sjálfbærni stefnu eru þær að færa sig frá því að huga eingöngu að velferð hluthafa sinna (e.shareholder) yfir í að huga að heildar velferð allra hagaðila (e.stakeholder) rekstursins. Þarna færum við okkur frá kenningu Milton Friedman frá árinu 1970, en þar leggur hann til að stjórnendur beri eingöngu ábyrgð á því að hluthafar fyrirtækisins fái fjárhagslegan arð af fjárfestingu sinni, yfir í kenningu Edward Freeman frá 1984. Freeman leggur upp með að stjórnendur beri ábyrgð á að huga að öllum þeim hópum sem starfsemi rekstrareiningar hafa áhrif á á einn eða annan hátt og að starfseminn eigi að skila þeim öllum, eða sem allra flestum, auknu virði.
Þetta er það sem hefur á síðustu árum verið kallað uppbygging hagaðila-hagkerfis (e. stakeholder economy/capitalism). Í þessum ferli er mikilvægt að rekstrareiningar vandi til við þá vinnu að skilgreina sína ytri og innri hagaðila. Hafa ber í huga að náttúran er einn af aðal hagaðilum alls reksturs.
Hringrásarhagkerfið, sem hægt er að kynna sér í Leiðarvísi Festu, er eitt af þeim lykilverkfærum sem blasa við okkur í uppbyggingu sjálfbærs heims. Við varðveitum auðlindir, lágmörkum sóun og stuðlum að félagslegu sanngirni með því að færa okkur frá viðskiptamódelum sem byggja á línulegum framleiðsluferlum yfir í að hanna og framleiða út frá hringrása.
Festa er einn af stjórnendum samstarfsvettvangsins Nordic Circular Hotspot.
A circular economy is a systemic approach to economic development designed to benefit businesses, society, and the environment. In contrast to the ‘take-make-waste’ linear model, a circular economy is regenerative by design and aims to gradually decouple growth from the consumption of finite resources
Ellen MacArthur Foundation
Áherslur sjálfbærni kalla á uppbyggingu nýrra viðskiptamódela þar sem hugað er að því að kjarnastarfsemi rekstrareiningar leggi sitt fram til að byggja upp sjálfbæran heim. Færum okkur frá því að innleiða sjálfbærni sem hliðarverkefni í gömul viðskiptamódel og byggjum upp ný módel þar sem allur rekstur og kjarnastarfsemi hugar að sjálfbærni og UFS áherslum. Þannig verður sjálfbærni að sjálfu DNA erfðaefni fyrirtækisins og reksturinn fær fjölþættan tilgang og sjálfbærni leiðarljós í allri virðissköpun.
Markmiðið nú er að sjálfbærni og samfélagsábyrgð verði að DNA fyrirtækja og stofnanna. Að allt sem fyrirtæki gera sé gert á þeim forsendum að bera ábyrgð á áhrifum sem þau hafa á fólk og náttúru.
Hrund Gunnsteinsdóttir, Fréttablaðið 28.02.20202
Mikilvægt er að íslensk fyrirtæki séu með sterka sýn og ásetning þegar kemur að sjálfbærni. Upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrirtækja er því mjög mikilvæg. Fjárfestar, neytendur og reglugerðir gera sífellt meiri kröfu um sjálfbærni og samfélagsábyrgð og því verða viðurkenndar, alþjóðlegar aðferðir og mælikvarðar við að upplýsa um markmið og sýn fyrirtækja og annarra skipulagsheilda sífellt mikilvægari. Gæðin skipta þar öllu máli og gögnin þurfa að vera samanburðarhæf.
Á hverju ári veitir Festa, Viðskiptaráð og Stjórnvísi verðlaun við hátíðlega athöfn fyrir Sjálfbærniskýrslu ársins. Kallað er eftir tilnefningum sem þriggja manna dómnefnd fjallar um.
Sjálfbærniskýrsla ársins (afhendingar ár)
Hér til hægri á síðunni er hægt að nálgast þær skýrslur sem tilnefndar hafa verið.
Betri fjárfestingarkostur
Páll Harðarsson, fyrrverandi forstjóri Nasdaq Iceland, hefur sagt að samfélagsleg ábyrgð, mælingar og samfélagsskýrslur geta skipt sköpum fyrir aðgengi að fjármagni. Hann hefur ennfremur sagt að fyrirtæki sem iðka samfélagsábyrgð og sjálfbærni eru ,,betri fjárfestingarkostur til lengri tíma og að slíkar fjárfestingar fela í sér minni áhættu.”
Skilvirkur fjármálamarkaður er öflugt hreyfiafl
Reynsla undangenginna ára sýnir að fyrirtæki sem setja sjálfbærni á oddinn njóta meiri velgengni en önnur fyrirtæki og fjárfesting í slíkum fyrirtækjum gefur heldur meira af sér. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir þessar niðurstöður. Fylgni er á milli sjálfbærni og rekstrarafkomu. Það skal því engan undra að fjárfestar séu farnir að veita þessu sambandi athygli. Þessi þróun er hughreystandi af því að skilvirkur fjármálamarkaður er eitt öflugasta hreyfiafl breytinga í samfélaginu.
Í Leiðarvísi Festu má nálgast upplýsingar um fjölda tækja og tóla sem nýta má við gerð sjálfbærni og samfélagsskýrslna.
Rafhlaðan rafrænt varðveislusafn Landsbókasafns Íslands tekur skýrslur til vörslu og má þannig auka að þeim aðgengi og sögulegt gildi – skil fara fram hér. Ársskýrslur fyrirtækja falla undir lög um skylduskil sem útgefið efni sem ætlað er til dreifingar – nánari upplýsingar má nálgast hér.
Hér má nálgast lista yfir ráðgjafa sem aðstoða fyrirtæki og aðrar rekstrareiningar að innleiða sjálfbærni í stefnumótun, fjármögnun og aðgerðir.
Fyrirtæki |