Tök­um ábyrgð

Í sinni ein­föld­ustu mynd felst sjálf­bærni og sam­fé­lags­ábyrgð í því að fyr­ir­tæki, stofn­an­ir og hverskyns skipu­lags­heild­ir axli ábyrgð og hafi upp­byggi­leg áhrif á um­hverf­ið, stjórn­ar­hætti og sam­fé­lag­ið. Í upp­bygg­ingu og stefnu­mót­un er hug­að er að öll­um þeim hag­að­il­um sem koma að rekstri skipu­lags­heilda á einn eða ann­að hátt. Sjálf­bærni og sam­fé­lags­ábyrgð eru inn­leidd í kjarn­a­starf­semi rekstr­arein­ing­ar.

Sam­fé­lags­lega ábyrg hugs­un er þannig einnig afl­gjafi og upp­spretta nýrra við­skipta­tæki­færa sem veit­ir fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um inn­blást­ur og kraft til að bæta ár­ang­ur sinn og vera sam­keppn­is­hæf­ari á inn­lend­um og er­lend­um mörk­uð­um.

Hvað er sjálf­bærni og sam­fé­lags­ábyrgð?

Gro Har­lem Brund­t­land, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs og fyrr­ver­andi að­al­fram­kvæmda­stjóri Al­þjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar (WHO), er oft köll­uð móð­ir sjálf­bærr­ar þró­un­ar. Skil­grein­ing henn­ar á sjálf­bærri þró­un (e. sustaina­ble develop­ment) hljóm­ar svona:

Sjálf­bær þró­un er þró­un sem mæt­ir þörf­um nú­tím­ans án þess að skerða mögu­leika kom­andi kyn­slóða á að mæta þörf­um sín­um.

Slík þró­un snýst um að huga að efna­hags­leg­um verð­mæt­um um leið og gæð­um nátt­úr­unn­ar er við­hald­ið eða þau end­ur­byggð og mann­rétt­indi efld fyr­ir alla jarð­ar­búa til langs tíma. Markmið sjálf­bærr­ar þró­un­ar er að koma á sjálf­bærni í sam­fé­lag­inu í heild og á jörð­inni.

 

Sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni eru þau regn­hlíf­ar hug­tök sem við hjá Festu lít­um til.

Lengi hafa fræði­menn stuðst við kenn­ingu um þrjá stólpa sjálf­bærr­ar þró­un­ar en þeir eru: sam­fé­lag­ið, um­hverf­ið og efna­hags­leg­ur hagn­að­ur. Ár­ið 1994 lagði fræði­mað­ur­inn John Elk­ingt­on til að fyr­ir­tæki birtu upp­gjör sem byggðu á þre­faldri rekstr­ar út­komu eða Tripple Bottom Line. Í stað þess að upp­gjör snúi ein­göngu að efna­hags­leg­um hagn­aði eða tapi væri einnig hug­að að sam­fé­lag­inu og um­hverf­inu. Á ensku var þetta lagt upp sem P-in þrjú, People, Pla­net and Profit.

Síð­ustu ár hafa svo þess­ar áhersl­ur ver­ið út­færð­ar í mæli­kvörð­um sem byggj­ast á Um­hverfi, Fé­lags­leg­um þátt­um og Stjórn­ar­hátt­um eða UFS ( e. ESG). Fyr­ir­tæki líta þá til þess­ara þriggja þátta í stefnu­mót­un, ákvörð­un­ar­tök­um og upp­gjöri sínu. Sýnt hef­ur ver­ið fram á að með því að huga að þess­um þrem­ur þátt­um í allri kjarn­a­starf­semi fyr­ir­tæk­is og birta trú­verð­ugt upp­gjör byggt á þeim laða fyr­ir­tæki að sér starfs­fólk, við­skipta­vini og fjár­festa og minnka áhættu við rekst­ur til lengri tíma lit­ið. Kaup­hall­ir víða um heim þrýsta nú á fyr­ir­tæki til að taka upp UFS mæli­kvarða í allri upp­lýs­inga­gjöf, þar á með er Nas­daq Ice­land sem hef­ur gef­ið út ís­lenska þýð­ingu UFS mæli­kvarða og kom Festa að þeirri út­gáfu og má nálg­ast þá hér.

U

UM­HVERF­IÐ

F

FÉ­LAGS­LEG­IR ÞÆTT­IR

S

STJÓRN­AR­HÆTT­IR

Heims­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna gegna þá því hlut­verki að draga sam­an þess­ar áhersl­ur og eru í raun fram­kvæmdaráætl­un í þágu sjálf­bærr­ar þró­un­ar mann­kyns

Sustaina­ble develop­ment has been defined as develop­ment that meets the needs of the present wit­hout comprom­is­ing the ability of fut­ure generati­ons to meet their own needs.

Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar – skil­grein­ing á sjálf­bærri þró­un

Hag­að­il­ar

Þeg­ar rekstr­arein­ing­ar inn­leiða sjálf­bærni stefnu eru þær að færa sig frá því að huga ein­göngu að vel­ferð hlut­hafa sinna (e.shareholder) yf­ir í að huga að heild­ar vel­ferð allra hag­að­ila (e.stakeholder) rekst­urs­ins. Þarna fær­um við okk­ur frá kenn­ingu Milt­on Friedm­an frá ár­inu 1970, en þar legg­ur hann til að stjórn­end­ur beri ein­göngu ábyrgð á því að hlut­haf­ar fyr­ir­tæk­is­ins fái fjár­hags­leg­an arð af fjár­fest­ingu sinni, yf­ir í kenn­ingu Edw­ard Freem­an frá 1984. Freem­an legg­ur upp með að stjórn­end­ur beri ábyrgð á að huga að öll­um þeim hóp­um sem starf­semi rekstr­arein­ing­ar hafa áhrif á á einn eða ann­an hátt og að starf­sem­inn eigi að skila þeim öll­um, eða sem allra flest­um, auknu virði.

Þetta er það sem hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið kall­að upp­bygg­ing hag­að­ila-hag­kerf­is (e. stakeholder economy/capital­ism). Í þess­um ferli er mik­il­vægt að rekstr­arein­ing­ar vandi til við þá vinnu að skil­greina sína ytri  og innri hag­að­ila. Hafa ber í huga að nátt­úr­an er einn af að­al hag­að­il­um alls rekst­urs.

  • Dæmi um innri hag­að­ila fyr­ir­tækja: starfs­menn og stjórn­end­ur,  eig­end­ur og yf­ir­stjórn.
  • Dæmi um ytri hag­að­ili fyr­ir­tækja: nátt­úr­an, við­skipta­vin­ir, nær sam­fé­lag­ið og sam­fé­lag­ið sem heild, birgjar, yf­ir­völd, frjáls fé­laga­sam­tök (sem standa vörð um ákveðna hags­muni) og sam­keppn­is­að­il­ar

Hringrás­ar­hag­kerf­ið

Hringrás­ar­hag­kerf­ið, sem hægt er að kynna sér í Leið­ar­vísi Festu, er eitt af þeim lyk­il­verk­fær­um sem blasa við okk­ur í upp­bygg­ingu sjálf­bærs heims. Við varð­veit­um auð­lind­ir, lág­mörk­um sóun og stuðl­um að fé­lags­legu sann­girni með því að færa okk­ur frá við­skipta­mód­el­um sem byggja á línu­leg­um fram­leiðslu­ferl­um yf­ir í að hanna og fram­leiða út frá hringrása.

Festa er einn af stjórn­end­um sam­starfs­vett­vangs­ins Nordic Circul­ar Hot­spot.

A circul­ar economy is a systemic app­roach to economic develop­ment desig­ned to be­nef­it bus­inesses, society, and the en­vironment. In contr­ast to the ‘take-make-waste’ line­ar model, a circul­ar economy is re­generati­ve by design and aims to gradually decouple growth from the consumpti­on of finite resources
Ell­en MacArth­ur Foundati­on

Ný sjálf­bær við­skipta­mód­el

Áhersl­ur sjálf­bærni og sam­fé­lags­ábyrgð­ar kalla á upp­bygg­ingu nýrra við­skipta­mód­ela þar sem hug­að er að því að kjarn­a­starf­semi rekstr­arein­ing­ar leggi sitt fram til að byggja upp sjálf­bær­an heim. Fær­um okk­ur frá því að inn­leiða sjálf­bærni sem hlið­ar­verk­efni  í göm­ul við­skipta­mód­el og byggj­um upp ný mód­el þar sem all­ur rekst­ur og kjarn­a­starf­semi hug­ar að sjálf­bærni og UFS áhersl­um.  Þannig verð­ur sjálf­bærni að sjálfu DNA erfða­efni fyr­ir­tæk­is­ins og rekst­ur­inn fær fjöl­þætt­an til­gang og sjálf­bærni leið­ar­ljós í allri virð­is­sköp­un.

Mark­mið­ið nú er að sjálf­bærni og sam­fé­lags­ábyrgð verði að DNA fyr­ir­tækja og stofn­anna. Að allt sem fyr­ir­tæki gera sé gert á þeim for­send­um að bera ábyrgð á áhrif­um sem þau hafa á fólk og nátt­úru.

Hrund Gunn­steins­dótt­ir, Frétta­blað­ið 28.02.20202

Sjálf­bærni- og sam­fé­lags­skýrsl­ur

Mik­il­vægt er að ís­lensk fyr­ir­tæki séu með sterka sýn og ásetn­ing um sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni. Upp­lýs­inga­gjöf um sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni fyr­ir­tækja er því mjög mik­il­væg. Fjár­fest­ar, neyt­end­ur og reglu­gerð­ir gera sí­fellt meiri kröfu um sjálf­bærni og sam­fé­lags­ábyrgð og því verða við­ur­kennd­ar, al­þjóð­leg­ar að­ferð­ir og mæli­kvarð­ar við að upp­lýsa um markmið og sýn fyr­ir­tækja og annarra skipu­lags­heilda sí­fellt mik­il­væg­ari. Gæð­in skipta þar öllu máli og gögn­in þurfa að vera sam­an­burð­ar­hæf.

Á hverju ári veit­ir Festa, Við­skipta­ráð og Stjórn­vísi verð­laun við há­tíð­lega at­höfn fyr­ir Sam­fé­lags­skýrslu árs­ins. Kall­að er eft­ir til­nefn­ing­um sem þriggja manna dóm­nefnd fjall­ar um.

Sam­fé­lags­skýrsla árs­ins (af­hend­ing­ar ár)

  • 2018 – Lands­bank­inn
  • 2019 – Isa­via
  • 2020 – Krón­an
  • 2021 – BY­KO & Lands­virkj­un

Hér til hægri á síð­unni er hægt að nálg­ast þær skýrsl­ur sem til­nefnd­ar hafa ver­ið.

Betri fjár­fest­ing­ar­kost­ur
Páll Harð­ars­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Nas­daq Ice­land, hef­ur sagt að sam­fé­lags­leg ábyrgð, mæl­ing­ar og sam­fé­lags­skýrsl­ur geta skipt sköp­um fyr­ir að­gengi að fjár­magni. Hann hef­ur enn­frem­ur sagt að fyr­ir­tæki sem iðka sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni eru ,,betri fjár­fest­ing­ar­kost­ur til lengri tíma og að slík­ar fjár­fest­ing­ar fela í sér minni áhættu.”

Skil­virk­ur fjármálamark­að­ur er öflugt hreyfiafl
Reynsla und­an­geng­inna ára sýnir að fyr­ir­tæki sem setja sam­félagsábyrgð á odd­inn njóta meiri vel­gengni en önn­ur fyr­ir­tæki og fjárfest­ing í slíkum fyr­ir­tækj­um gef­ur held­ur meira af sér. Hver rann­sóknin á fæt­ur ann­arri sýnir þess­ar nið­ur­stöður. Fylgni er á milli sam­félags­legr­ar ábyrgð­ar og rekstr­araf­komu. Það skal því eng­an undra að fjárfest­ar séu farn­ir að veita þessu sam­bandi at­hygli. Þessi þróun er hug­hreyst­andi af því að skil­virk­ur fjármálamark­að­ur er eitt öflug­asta hreyfiafl breyt­inga í sam­félag­inu.

 

Í Leið­ar­vísi Festu má nálg­ast upp­lýs­ing­ar um fjölda tækja og tóla sem nýta má við gerð sjálf­bærni og sam­fé­lags­skýrslna.

Raf­hlað­an ra­f­rænt varð­veislu­safn Lands­bóka­safns Ís­lands tek­ur skýrsl­ur til vörslu og má þannig auka að þeim að­gengi og sögu­legt gildi – skil fara fram hér. Árs­skýrsl­ur fyr­ir­tækja falla und­ir lög um skyldu­skil sem út­gef­ið efni sem ætl­að er til dreif­ing­ar – nán­ari upp­lýs­ing­ar má nálg­ast hér.

Að­ild­ar­fé­lög Festu

Stundum er einfalt að taka stór skref

Skráðu þig og vertu með okkur!

Ráð­gjaf­ar

Hér má nálg­ast lista yf­ir ráð­gjafa sem að­stoða fyr­ir­tæki og aðr­ar rekstr­arein­ing­ar að inn­leiða sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni í stefnu­mót­un, fjár­mögn­un og að­gerð­ir.

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is