Hvað er samfé­lags­ábyrgð?

Tökum ábyrgð

Í sinni einföld­ustu mynd felst samfé­lags­ábyrgð í því að fyrir­tæki, stofn­anir og hverskyns skipu­lags­heildir axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á umhverfið, stjórn­ar­hætti og samfé­lagið.

Samfé­lags­lega ábyrg hugsun er þannig einnig aflgjafi og uppspretta nýrra viðskipta­tæki­færa sem veitir fyrir­tækjum og stofn­unum innblástur og kraft til að bæta árangur sinn og vera samkeppn­is­hæfari á innlendum og erlendum mörk­uðum.

Hvað er sjálf­bærni?

Sjálf­bærni (e. sustaina­bility) er innbyggt í samfé­lags­lega ábyrgð.

Móðir sjálf­bærrar þróunar
Gro Harlem Brund­t­land, fyrr­ver­andi forsæt­is­ráð­herra Noregs og fyrr­ver­andi aðal­fram­kvæmda­stjóri Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar (WHO), er oft kölluð móðir sjálf­bærrar þróunar. Skil­greining hennar á sjálf­bærri þróun (e. sustainable develop­ment) hljómar svona:

Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða mögu­leika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.

Slík þróun snýst um að huga að efna­hags­legum verð­mætum um leið og gæðum nátt­úr­unnar er viðhaldið eða þau endur­byggð og mann­rétt­indi efld fyrir alla jarð­arbúa til langs tíma. Markmið sjálf­bærrar þróunar er að koma á sjálf­bærni í samfé­laginu í heild og á jörð­inni.

Samfé­lags­skýrslur

Mikil­vægt er að íslensk fyrir­tæki séu með sterka sýn og ásetning um samfé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni. Upplýs­inga­gjöf um samfé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni fyrir­tækja er því mjög mikilvæg. Fjár­festar, neyt­endur og reglu­gerðir gera sífellt meiri kröfu um sjálf­bærni og samfé­lags­ábyrgð og því verða viður­kenndar, alþjóð­legar aðferðir og mæli­kvarðar við að upplýsa um markmið og sýn fyrir­tækja og annarra skipu­lags­heilda sífellt mikil­vægari. Gæðin skipta þar öllu máli og gögnin þurfa að vera saman­burð­arhæf.

Á hverju ári veitir Festa, Viðskiptaráð og Stjórn­vísi verð­laun við hátíð­lega athöfn fyrir Samfé­lags­skýrslu ársins. Kallað er eftir tilnefn­ingum sem þriggja manna dómnefnd fjallar um. Árið 2018 vann Lands­bankinn Samfé­lags­skýrslu árins og árið 2019 hafði Isavia sigur úr býtum. Hér til hægri á síðunni er hægt að nálgast þær skýrslur sem tilnefndar hafa verið.

Betri fjár­fest­ing­ar­kostur
Páll Harð­arsson, forstjóri Kaup­hallar Íslands, hefur sagt að samfé­lagsleg ábyrgð, mælingar og samfé­lags­skýrslur geta skipt sköpum fyrir aðgengi að fjár­magni. Hann hefur ennfremur sagt að fyrir­tæki sem iðka samfé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni eru ,,betri fjár­fest­ing­ar­kostur til lengri tíma og að slíkar fjár­fest­ingar fela í sér minni áhættu.”

Skil­virkur fjármálamark­aður er öflugt hreyfiafl
Reynsla undan­geng­inna ára sýnir að fyrir­tæki sem setja samfélagsábyrgð á oddinn njóta meiri velgengni en önnur fyrir­tæki og fjárfesting í slíkum fyrir­tækjum gefur heldur meira af sér. Hver rannsóknin á fætur annarri sýnir þessar niðurstöður. Fylgni er á milli samfélags­legrar ábyrgðar og rekstr­araf­komu. Það skal því engan undra að fjárfestar séu farnir að veita þessu sambandi athygli. Þessi þróun er hughreyst­andi af því að skil­virkur fjármálamark­aður er eitt öflug­asta hreyfiafl breyt­inga í samfélaginu.

Aðild­ar­félög Festu

Stundum er einfalt að taka stór skref

Skráðu þig og vertu með okkur!

Ráðgjafar

Hér má finna ráðgjafa sem hjálpa fyrir­tækjum og stofn­unum að innleiða samfé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni í stefnu fyrir­tækja og stofnana.