Hvað er sam­fé­lags­ábyrgð?

Tök­um ábyrgð

Í sinni ein­föld­ustu mynd felst sam­fé­lags­ábyrgð í því að fyr­ir­tæki, stofn­an­ir og hverskyns skipu­lags­heild­ir axli ábyrgð og hafi upp­byggi­leg áhrif á um­hverf­ið, stjórn­ar­hætti og sam­fé­lag­ið.

Sam­fé­lags­lega ábyrg hugs­un er þannig einnig afl­gjafi og upp­spretta nýrra við­skipta­tæki­færa sem veit­ir fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um inn­blást­ur og kraft til að bæta ár­ang­ur sinn og vera sam­keppn­is­hæf­ari á inn­lend­um og er­lend­um mörk­uð­um.

Hvað er sjálf­bærni?

Sjálf­bærni (e. sustaina­bility) er inn­byggt í sam­fé­lags­lega ábyrgð.

Móð­ir sjálf­bærr­ar þró­un­ar
Gro Har­lem Brund­t­land, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs og fyrr­ver­andi að­al­fram­kvæmda­stjóri Al­þjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar (WHO), er oft köll­uð móð­ir sjálf­bærr­ar þró­un­ar. Skil­grein­ing henn­ar á sjálf­bærri þró­un (e. sustaina­ble develop­ment) hljóm­ar svona:

Sjálf­bær þró­un er þró­un sem mæt­ir þörf­um nú­tím­ans án þess að skerða mögu­leika kom­andi kyn­slóða á að mæta þörf­um sín­um.

Slík þró­un snýst um að huga að efna­hags­leg­um verð­mæt­um um leið og gæð­um nátt­úr­unn­ar er við­hald­ið eða þau end­ur­byggð og mann­rétt­indi efld fyr­ir alla jarð­ar­búa til langs tíma. Markmið sjálf­bærr­ar þró­un­ar er að koma á sjálf­bærni í sam­fé­lag­inu í heild og á jörð­inni.

Sam­fé­lags­skýrsl­ur

Mik­il­vægt er að ís­lensk fyr­ir­tæki séu með sterka sýn og ásetn­ing um sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni. Upp­lýs­inga­gjöf um sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni fyr­ir­tækja er því mjög mik­il­væg. Fjár­fest­ar, neyt­end­ur og reglu­gerð­ir gera sí­fellt meiri kröfu um sjálf­bærni og sam­fé­lags­ábyrgð og því verða við­ur­kennd­ar, al­þjóð­leg­ar að­ferð­ir og mæli­kvarð­ar við að upp­lýsa um markmið og sýn fyr­ir­tækja og annarra skipu­lags­heilda sí­fellt mik­il­væg­ari. Gæð­in skipta þar öllu máli og gögn­in þurfa að vera sam­an­burð­ar­hæf.

Á hverju ári veit­ir Festa, Við­skipta­ráð og Stjórn­vísi verð­laun við há­tíð­lega at­höfn fyr­ir Sam­fé­lags­skýrslu árs­ins. Kall­að er eft­ir til­nefn­ing­um sem þriggja manna dóm­nefnd fjall­ar um.

Ár­ið 2018 vann Lands­bank­inn Sam­fé­lags­skýrslu ár­ins, ár­ið 2019 hafði Isa­via sig­ur úr být­um og ár­ið 2020 var það Krón­an. Hér til hægri á síð­unni er hægt að nálg­ast þær skýrsl­ur sem til­nefnd­ar hafa ver­ið.

Betri fjár­fest­ing­ar­kost­ur
Páll Harð­ars­son, fyrr­vern­andi for­stjóri Nas­daq Ice­land, hef­ur sagt að sam­fé­lags­leg ábyrgð, mæl­ing­ar og sam­fé­lags­skýrsl­ur geta skipt sköp­um fyr­ir að­gengi að fjár­magni. Hann hef­ur enn­frem­ur sagt að fyr­ir­tæki sem iðka sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni eru ,,betri fjár­fest­ing­ar­kost­ur til lengri tíma og að slík­ar fjár­fest­ing­ar fela í sér minni áhættu.”

Skil­virk­ur fjármálamark­að­ur er öflugt hreyfiafl
Reynsla und­an­geng­inna ára sýnir að fyr­ir­tæki sem setja sam­félagsábyrgð á odd­inn njóta meiri vel­gengni en önn­ur fyr­ir­tæki og fjárfest­ing í slíkum fyr­ir­tækj­um gef­ur held­ur meira af sér. Hver rann­sóknin á fæt­ur ann­arri sýnir þess­ar nið­ur­stöður. Fylgni er á milli sam­félags­legr­ar ábyrgð­ar og rekstr­araf­komu. Það skal því eng­an undra að fjárfest­ar séu farn­ir að veita þessu sam­bandi at­hygli. Þessi þróun er hug­hreyst­andi af því að skil­virk­ur fjármálamark­að­ur er eitt öflug­asta hreyfiafl breyt­inga í sam­félag­inu.

Að­ild­ar­fé­lög Festu

Stundum er einfalt að taka stór skref

Skráðu þig og vertu með okkur!

Ráð­gjaf­ar

Hér má finna ráð­gjafa sem hjálpa fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um að inn­leiða sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni í stefnu fyr­ir­tækja og stofn­ana.