Hefur þitt fyrirtæki sett sér

Lofts­lags
markmið

Fyr­ir­tæki geta dreg­ið úr los­un sinni á gróð­ur­húsaloft­teg­und­um (GHL) og tek­ið þannig þátt í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ing­ar. Að­gerð­ir fyr­ir­tækja í lofts­lags­mál­um skipta sköp­um og án þeirra er ólík­legt að þjóð­ir heims geti stað­ið við Par­ís­arsátt­mál­ann eða að Ís­land nái mark­miði sínu um að verða kol­efn­is­hlut­laust fyr­ir ár­ið 2040.

Loftslagsyfirlýsing Festu og Reykjavíkurborgar

Í nóvember 2015 skrifuðu yfir eitt hundrað forstjórar fyrirtækja og stofnana undir yfirlýsingu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL). Þetta var stór áfangi og ánægjulegt hversu góð þátttakan var, enda vakti verkefnið athygli á alþjóðlegum vettvangi og var kynnt á Parísarráðstefnunni um loftslagsmál (COP21) í lok árs 2015.

Yfirlýsingin kallast Loftslagsyfirlýsing Festu og Reykjavíkurborgar en Festa og Reykjavíkurborg hafa stutt fyrirtækin til að vinna markvisst að loftslagmálum sínum. Árið 2019 hóf Festa einnig samstarf með Akureyrarbæ og í febrúar 2020 bættist Sveitarfélagið Hornafjörður við.  Á báðum stöðum voru það 20 fyrirtæki og stofnanir sem skrifuðu undir.

Afurðir þessa starfs er þekkingarsamfélag, sameiginleg aðferðafræði og Loftslagsmælir Festu (byggð á alþjóðlegum viðmiðum) sem fyrirtæki geta notað til að greina losun sína og setja sér markmið.

Til að auðvelda fyrirtækjum að halda utan um losun sína á gróðurhúsalofttegundum má nota Loftslagsmælir Festu. Þar eru samræmd viðmið og sniðmát sem hópur sérfræðinga á vegum Festu hefur sett saman til að auðvelda mælingar og markmiðasetningu um losun gróðurhúsalofttegunda.

 

167 fyrirtæki hafa skrifað undir

Loftslagsyfirlýsing Festu og Reykjavíkurborgar, Festu og Akureyrarbæjar og Festu og Sveitarfélagsins Hornafjarðar, er yfirlýsing fyrirtækja og stofnanna um að vera sameiginlega ábyrg.

Skrifa undir

Loftslagsmælirinn

Loftslagsmælir Festu gerir mælingar og markmiðasetningu um losun GHL og úrgangs auðveldari. Þar koma fram leiðbeiningar, reiknivélar, stuðlar og innsláttarreitir. Loftslagsmælir Festu er upplagður til að fyrirtækin geti haldið utan um vinnu sína á þessu sviði. Hann er bæði til í excel skjali og í vefútgáfu, sjá hnappina hér fyrir neðan. Með mælinum fylgir ítarlegt kennslumyndband og reynslusögur fyrirtækja sem þegar hafa hafið sína vegferð.

Vefræn útgáfa mælisins býður upp á þann möguleika að fá niðurstöður mælinga í skýrslu formi og skipulagt eftir umfangi 1,2 og 3.

Festa gerði samstarfssamning við EFLU verkfræðistofu árið 2020 sem felur í sér mikilvægt framlag sérfræðinga hjá Eflu við að uppfæra Loftslagsmælir Festu í excel og vefútgáfu, skv. árlegum uppfærslum sérfræðingahópsins sem heldur utan um mælikvarðana og uppfærir þá árlega. Framlag Eflu skiptir lítil félagsamtök eins og Festu miklu máli og við kunnum þeim okkar bestu þakkir.

Í sérfræðingahóp Festu og Reykjavíkurborgar um Loftslagsmælingar sitja, auk fulltrúa Festu, eftirtaldir aðilar:

Eva Yngvadóttir, ráðgjafi hjá EFLU – Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri Vínbúðarinnar/ÁTVR – Snorri Jökull Egilsson, sérfræðingur Orkuveitu Reykjavíkur – Marta Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Auðlinda, ON – Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg – Hrönn Hrafnsdóttir, verkefnisstjóri stefnumótunar og þróunar hjá Reykjavíkurborg Rafn Helgason sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun – Birgitta Steingrímsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun

Fræðsluefni um loftslagsaðgerðir – framleitt af Festu fyrir styrk frá Loftslagssjóði:

Kennslu­mynd­band þar sem Sæv­ar Helgi Braga­son leið­ir þig skref fyr­ir skref í gegn­um notk­un á Lofts­lags­mæli Festu. Hvaða gögn þarftu að hafa til að mæla þitt kol­efn­is­spor og hvar nálg­ast þú þau?

Af hverju er mik­il­vægt að draga úr og mæla kol­efn­is­spor frá rekstri og hvar byrj­um við? Fræðslu­mynd­band þar sem Festa fékk til liðs við sig sér­fræð­inga frá fimm ólík­um að­ild­ar­fé­lög­um sín­um sem lýsa í ör­fá­um orð­um sinni veg­ferð þeg­ar kem­ur að því að setja sér stefnu í lofts­lags­mál­um og mæla kol­efn­is­spor frá rekstri.

Hand­bók fyr­ir smærri fyr­ir­tæki – Stefnu­mót­un í lofts­lags­mál­um og mæl­ing­ar á kol­efn­is­spori. Hvar byrj­ar þú þína veg­ferð og hvernig trygg­ir þú að að­gerð­ir séu mark­viss­ar og skili ár­angri. Hnit­mið­uð hand­bók sem er af­ar ein­föld í notk­un.

Öll gögn fræðslupakk­ans og að­gang­ur að Lofts­lags­mæli Festu eru op­in öll­um og án end­ur­gjalds.

 

Loftslagsviðmið

Nauðsynlegt er að epli séu epli í loftslagsmálum. Því notum við sömu viðmið við losun GHL og úrgangs svo hægt væri að bera árangur fyrirtækjanna saman og fá heildaryfirsýn. Stuðst er við alþjóðleg viðmið á þessu sviði svo íslensk fyrirtæki geti borið sig saman sín á milli og við fyrirtæki um allan heim.

Staða loftslagsmála

Festa gerði árið 2017 rannsókn á stöðu loftslagsmarkmið fyrirtækja og birti yfirlit yfir hvað hvert fyrirtæki er að gera á því sviði. Skýrsluna og helstu niðurstöður má lesa hér.

Yfirlýsing um loftslagsmál

Fyrirtækjum og stofnunum býðst að skrifa undir Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar/Akureyrarbæjar/Hornafjarðar. Þar eru sett fram þrjú skýr og mælanleg markmið sem fyrirtækin vinna að.

Við undirrituð ætlum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum.

Þjóðir heims standa nú frammi fyrir afleiðingum hamfarahlýnunar. Sameinuðu þjóðirnar gegna forystuhlutverki í að greina vandann, takast á við hann og aðlagast breyttum aðstæðum. Fjölmörg af stærstu og áhrifamestu fyrirtækjum heims hafa slegist í hópinn. Vertu með.

Borgir og bæir ásamt fyrirtækjum af öllum stærðum, verða sífellt mikilvægari þegar kemur að því að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og standast þau markmið sem sett hafa verið um losun þeirra.

Á Íslandi er helsta áskorunin mengandi samgöngur og losun úrgangs. Við ætlum að sýna samfélagslega ábyrgð í verki með því að:

 1. Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
 2. Minnka myndun úrgangs
 3. Mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu ofangreindra þátta
Við höfum þegar skrifað undir

 • Advania
 • Ak­ur­eyr­ar­bær
 • Alcoa Fjarða­ál
 • Alta ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæki
 • And­rými ráð­gjöf
 • ARK Technology
 • Ari­on banki
 • ÁTVR
 • Bakk­inn
 • Berg­ur – Hug­inn ehf.
 • Blái her­inn
 • Bláa Lón­ið
 • Brun­hóll gisti­heim­ili
 • BY­KO
 • CCP
 • Deloitte ehf.
 • EFLA verk­fræði­stofa
 • Eg­ils­son ehf.
 • Eim­skipa­fé­lag Ís­lands hf.
 • Ek­ill Öku­skóli
 • Eld­ing Hvala­skoð­un Reykja­vík ehf
 • Elkem Ís­land
 • EL­KO
 • En­or ehf
 • EY á Ís­landi
 • Faxa­flóa­hafn­ir sf.
 • Fé­lags­bú­stað­ir hf.
 • Festi hf - Horna­firði
 • Festi - Reykja­vík
 • Fram­halds­skól­inn í Aust­ur-Skafta­fells­sýslu
 • Frum­herji hf.
 • Glacier Advent­ure
 • Glacier Jour­ney
 • Græn Fram­tíð ehf.
 • Hafn­ar­sam­lag Norð­ur­landa bs
 • Hann­es­ar­holt ses.
 • Happ­drætti Há­skóla Ís­lands
 • Harpa tón­list­ar- og ráð­stefnu­hús
 • Há­skóli Ís­lands
 • Há­skól­inn á Ak­ur­eyri
 • Há­skól­inn í Reykja­vík
 • HB Grandi
 • Heil­brigð­is­stofn­un Aust­ur­lands
 • Heimsta­den
 • HGH verk ehf
 • Hlað­bær-Colas hf.
 • Horn­steinn
 • Hót­el Höfn
 • Hót­el Jök­ull
 • HS Orka hf.
 • Húsa­smiðj­an ehf.
 • Höfn Local Gui­de
 • Höld­ur ehf. / Bíla­leiga Ak­ur­eyr­ar
 • Ice­land Excursi­ons Allra­handa ehf.
 • Icelanda­ir Group
 • Innn­es
 • Isa­via ohf.
 • ISAL - Rio Tinto á Ís­landi
 • Ís­land­s­póst­ur
 • Sölu­fé­lag garð­yrkju­manna
 • ISIGN
 • ISS Ís­land ehf.
 • Ís­fugl
 • Ís­lands­banki
 • Ís­lands­hót­el hf.
 • Ís­lands­hót­el - Horna­firði
 • Ís­lands­stofa
 • Ís­lenska Gáma­fé­lag­ið ehf.
 • Ís­lenska Gáma­fé­lag­ið - Horna­firði
 • Ís­lenskt Eldsneyti ehf.
 • Klapp­ir græn­ar lausn­ir
 • Kos­mos & Kaos
 • Konn­ekt
 • KP­MG ehf.
 • Krón­an
 • Land­bún­að­ar­há­skóli Ís­lands
 • Lands­bank­inn hf.
 • Landsnet
 • Land­spít­al­inn
 • Lands­virkj­un
 • Líf­eyr­is­sjóð­ur verzl­un­ar­manna
 • Lín Design / Fram­sýnt fólk
 • Lyfja hf.
 • Mal­bik­un­ar­stöð­in Höfði hf.
 • Mann­vit
 • Mar­el hf.
 • Mark­aðs­stofa Norð­ur­lands
 • Mar­orka
 • Matís
 • Medial.is
 • Menn­ing­ar­fé­lag Ak­ur­eyr­ar
 • Mikla­torg hf. / IKEA
 • Míla ehf.
 • Mjólk­ur­sam­sal­an/MS - Ak­ur­eyri
 • N1 hf.
 • Nas­daq Ice­land
 • Nátt­úru­stofa Suð­aust­ur­lands
 • Nátt­hrafn
 • Neyð­ar­lín­an ohf.
 • Norð­lenska mat­borð­ið ehf
 • Norð­ur­ál
 • Norður­orka hf.
 • Norð­ur­sigl­ing hf.
 • Novom­atic Lottery Soluti­ons
 • Nýheim­ar þekk­ing­ar­set­ur
 • Ný­sköp­un­ar­mið­stöð Ís­lands
 • Oddi prent­un og um­búð­ir ehf.
 • OKK­AR líf­tryggin­ar hf.
 • Ol­íu­dreif­ing ehf.
 • Olíu­verzl­un Ís­lands hf.
 • ON / Orka Nátt­úr­unn­ar
 • Orb
 • ORIGO
 • Orku­veita Reykja­vík­ur
 • Otto Veit­inga­hús og versl­un
 • Pip­ar / TBWA
 • Pizza Pizza ehf. / Dom­ino’s
 • Podi­um ehf.
 • PriceWater­hou­seCoo­pers
 • ProM­at Ak­ur­eyri
 • Rafal
 • Raf­horn
 • Rann­sókna­set­ur á Horna­firði - Há­skóli Ís­lands
 • RARIK - Horna­firði
 • Ráð­stefnu­borgi Reykja­vík / Meet in Reykja­vík
 • Reit­ir fast­eigna­fé­lag hf.
 • Reikni­stofa Bank­anna
 • Reykja­garð­ur hf.
 • Reykja­vík Excursi­ons – Kynn­is­ferð­ir
 • Reykja­vík­ur­borg
 • Roa­dmap ehf.
 • Rósa­berg
 • Sagafilm
 • Sam­göngu­stofa
 • Sam­hent­ir Kassa­gerð hf.
 • Sam­kaup
 • Sam­skip hf.
 • Sam­tök sveit­ar­fé­lag og at­vinnu­þró­un­ar á Norð­ur­landi eystra
 • Secu­ritas hf.
 • Send­ill
 • SÍBS
 • Sím­inn hf.
 • Sjóvá-Al­menn­ar trygg­ing­ar hf.
 • Sjúkra­hús­ið á Ak­u­eyri
 • Skelj­ung­ur
 • Skipu­lags­stofn­un
 • Slökkvi­lið höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins bs.
 • SORPA bs.
 • Stracta Hót­el
 • Strætó bs.
 • Tand­ur hf.
 • Te og kaffi
 • Terra
 • Toyota Ak­ur­eyri
 • Trygg­inga­mið­stöð­in hf.
 • ÚT­ON/Ice­land Music
 • Úps
 • Vaðla­heiða­göng
 • Valitor hf.
 • Vatna­jök­uls­þjóð­garð­ur
 • Vá­trygg­inga­fé­lag Ís­lands
 • Verkís hf.
 • Víf­il­fell
 • Voda­fo­ne / Fjar­skipti hf.
 • Vörð­ur trygg­ing­ar hf.
 • Wise
 • Öl­gerð­in Eg­ill Skalla­gríms­son
 • Öss­ur hf.
 • 1912 ehf.
 • 66° Norð­ur
Skrifaðu undir
Ábyrg ferða­þjónusta

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is