14. febrúar 2020

UFS leið­bein­ingar ( ESG Guide­book)

Festa hefur í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq,  IcelandSIF og Staðlaráð Íslands gefið út UFS leið­bein­ingar í íslenskri þýðingu.

Leið­bein­ing­arnar geta hvort tveggja nýst skráðum og óskráðum fyrir­tækjum sem og fjár­festum.

UFS (á ensku; ESG) stendur fyrir umhverfi, félags­lega þætti og stjórn­ar­hætti en leið­bein­ing­arnar fjalla um það hvernig fyrir­tæki geta með mark­miða­setn­ingu og upplýs­inga­gjöf sýnt samfé­lags­lega ábyrgð í verki.

Stað­allinn hefur verið til á ensku en er nú gefinn út í fyrsta skipti með heild­stæðum hætti á íslensku. UFS leið­bein­ingar eru hvort tveggja ætlaðar skráðum og óskráðum fyrir­tækjum sem vilja efla sjál­bærni og tryggja öfluga upplýs­inga­gjöf til fjár­festa.

Fjöldi fyrir­tækja og fjár­festa á Íslandi tók þátt í vinnu við leið­bein­ing­arnar sem gerði útgáfu­að­ilum kleift að sníða efnistök að þörfum hins afmarkaða íslenska mark­aðar, án þess að missa sjónar á vítækari mark­miðum um sýni­leika, ábyrgð og nýjum leiðum við að mæla frammi­stöðu fyrir­tækja.

Íslensk fyrir­tæki og fjár­festar hafa nú þegar tekið vel í leið­bein­ingar og það er von okkar sem að útgáf­unni standa að þær nýtist sem flestum:

„Góðar UFS upplýs­ingar veita lesand­anum alveg nýja upplifun á umfangi og áhrifum fyrir­tækja, örugg­lega ekki ósvipað því og þegar það kom loksins litur í sjón­varpið.“ – Þorsteinn Kári Jónsson, Marel hf.

„Kröfur kaup­enda eiga eftir að verða enn fyrir­ferð­ar­meiri í fram­tíð­inni og því mun frammistaða fyrir­tækja á sviði samfé­lags­mála skipta sífellt meira máli.“ – Torfi Þ. Þorsteinsson, Brim hf.

Það er lykil­at­riði að fylgja alþjóð­legum stöðlum og mæli­kvörðum í samfé­lags­legri skýrslu­gjöf fyrir alþjóð­legt flug­félag eins og Icelandair. Það tryggir gagnsæi, skapar traust og gerir okkur saman­burð­arhæf á alþjóða­markaði. – Bogi Nils Bogason – Icelandair Group

Kynn­ing­ar­mynd­band

UFS leið­beingar má nálgast hér.

Fréttayfirlit