14. febrúar 2020

UFS leið­bein­ing­ar ( ESG Gui­de­book)

Festa hef­ur í sam­starfi við Við­skipta­ráð Ís­lands, Nas­daq,  Ice­landSIF og Staðla­ráð Ís­lands gef­ið út UFS leið­bein­ing­ar í ís­lenskri þýð­ingu.

Leið­bein­ing­arn­ar geta hvort tveggja nýst skráð­um og óskráð­um fyr­ir­tækj­um sem og fjár­fest­um.

UFS (á ensku; ESG) stend­ur fyr­ir um­hverfi, fé­lags­lega þætti og stjórn­ar­hætti en leið­bein­ing­arn­ar fjalla um það hvernig fyr­ir­tæki geta með mark­miða­setn­ingu og upp­lýs­inga­gjöf sýnt sam­fé­lags­lega ábyrgð í verki.

Stað­all­inn hef­ur ver­ið til á ensku en er nú gef­inn út í fyrsta skipti með heild­stæð­um hætti á ís­lensku. UFS leið­bein­ing­ar eru hvort tveggja ætl­að­ar skráð­um og óskráð­um fyr­ir­tækj­um sem vilja efla sjál­bærni og tryggja öfl­uga upp­lýs­inga­gjöf til fjár­festa.

Fjöldi fyr­ir­tækja og fjár­festa á Ís­landi tók þátt í vinnu við leið­bein­ing­arn­ar sem gerði út­gáfu­að­il­um kleift að sníða efnis­tök að þörf­um hins af­mark­aða ís­lenska mark­að­ar, án þess að missa sjón­ar á ví­tæk­ari mark­mið­um um sýni­leika, ábyrgð og nýj­um leið­um við að mæla frammi­stöðu fyr­ir­tækja.

Ís­lensk fyr­ir­tæki og fjár­fest­ar hafa nú þeg­ar tek­ið vel í leið­bein­ing­ar og það er von okk­ar sem að út­gáf­unni standa að þær nýt­ist sem flest­um:

„Góð­ar UFS upp­lýs­ing­ar veita les­and­an­um al­veg nýja upp­lif­un á um­fangi og áhrif­um fyr­ir­tækja, ör­ugg­lega ekki ósvip­að því og þeg­ar það kom loks­ins lit­ur í sjón­varp­ið.“ – Þor­steinn Kári Jóns­son, Mar­el hf.

„Kröf­ur kaup­enda eiga eft­ir að verða enn fyr­ir­ferð­ar­meiri í fram­tíð­inni og því mun frammistaða fyr­ir­tækja á sviði sam­fé­lags­mála skipta sí­fellt meira máli.“ – Torfi Þ. Þor­steins­son, Brim hf.

Það er lyk­il­at­riði að fylgja al­þjóð­leg­um stöðl­um og mæli­kvörð­um í sam­fé­lags­legri skýrslu­gjöf fyr­ir al­þjóð­legt flug­fé­lag eins og Icelanda­ir. Það trygg­ir gagn­sæi, skap­ar traust og ger­ir okk­ur sam­an­burð­ar­hæf á al­þjóða­mark­aði. – Bogi Nils Boga­son – Icelanda­ir Group

Kynn­ing­ar­mynd­band

UFS leið­beingar má nálg­ast hér.

Fréttayfirlit