21. október 2020

Trygg­inga­fé­lag­ið Vörð­ur hlaut verð­laun fyr­ir Framúrsk­ar­andi sam­fé­lags­ábyrgð 2020

Trygg­inga­fé­lag­ið Vörð­ur fékk í vik­unni verð­laun fyr­ir ár­ang­ur á sviði sam­fé­lags­ábyrgð­ar með­al Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tækja 2020. Verð­laun­in veita Cred­it­in­fo í sam­starfi við Festu.

Markmið við­ur­kenn­ing­ar­inn­ar er að vekja at­hygli á því að framúrsk­ar­andi rekst­ur fel­ur í sér að fyr­ir­tæki hafi já­kvæð áhrif á um­hverf­ið og sam­fé­lag­ið sem þau starfa í og há­marki þannig fjár­hags­leg­an ár­ang­ur sinn.

Hildur Grétarsdóttir gæðastjóri Varðar, Brynja Baldurssdóttir framkvæmdarstjóri Creditinfo, Harpa Víðisdóttir mannauðsstjóri Varðar, Sæmundur Sæmundsson formaður dómnefndar, Guðmundur Jóhann Jónsson framkvæmdastjóri Varðar og Gréta María Grétarsdóttir sérfræðingur í dómnefnd

Í úr­skurði dóm­nefnd­ar kem­ur fram að Vörð­ur hafi unn­ið mark­visst að því að inn­leiða sam­fé­lags­ábyrgð í starf­sem­ina frá ár­inu 2012 og hafi sett sér mæl­an­leg og skýr markmið þar sem horft er til allra þátta. Fyr­ir­tæk­ið fylg­ir eft­ir Heims­mark­mið­um Sam­ein­uðu þjóð­anna og horf­ir til sjálf­bærni­sjón­ar­miða við fjár­fest­ing­ar og í sam­starfi við birgja. Markmið fé­lags­ins varða ekki ein­göngu fjár­hag­inn held­ur ná þau einnig til um­hverf­is­mála, fé­lags­legra þátta og stjórn­ar­hátta. Ár­lega gef­ur Vörð­ur út sjálf­bærni­skýrslu sem unn­in er sam­kvæmt UFS við­mið­um Nas­daq (um­hverf­is­þátt­um, fé­lags­leg­um þátt­um og stjórn­ar­hátt­um). Vörð­ur legg­ur áherslu á þá mála­flokka inn­an UFS sem fé­lag­ið get­ur haft mest áhrif á og eru við­eig­andi og mik­il­væg­ir fyr­ir kjarn­a­starf­sem­ina.

Vörð­ur er al­hliða vá­trygg­inga­fé­lag sem hef­ur það að mark­miði að bjóða við­skipta­vin­um við­eig­andi vá­trygg­inga­vernd. Vöxt­ur og við­gang­ur Varð­ar hef­ur ver­ið góð­ur und­an­far­in ár. Grunn­ur­inn er traust­ur og fé­lag­ið býr yf­ir ákaf­lega góð­um og metn­að­ar­full­um hópi starfs­fólks sem tel­ur 108 manns. Vörð­ur var fyrst fjár­mála­fyr­ir­tækja til að hljóta jafn­launa­vott­un og hef­ur starf­sem­in ver­ið kol­efnis­jöfn­uð frá ár­inu 2013.

„Verð­laun­in eru mik­il við­ur­kenn­ing fyr­ir okk­ar starf og góð hvatn­ing fyr­ir starfs­fólk Varð­ar. Frá því Vörð­ur birti fyrstu um­hverf­is­stefnu sína ár­ið 2012 hef­ur fé­lag­ið ein­sett sér að vera til fyr­ir­mynd­ar í ís­lensku at­vinnu­lífi og taka virk­an þátt í að efla um­hverf­is­mál, fé­lags­lega þætti og ábyrga stjórn­ar­hætti. Okk­ur er jafn­framt um­hug­að að sýna frum­kvæði og ábyrgð í þess­um mál­um og höf­um sett okk­ur það markmið að taka þátt í veg­ferð­inni af krafti og stíga ákveð­in skref í átt að sjálf­bærni. Það er einnig stefna okk­ar að vinna að heil­ind­um að sjálf­bærni­mál­um sem stuðla að sjálf­bærri þró­un ís­lensks sam­fé­lags ásamt því að styðja við heims­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna. Þannig stönd­um við vörð um sam­fé­lag­ið,“ seg­ir Guð­mund­ur Jó­hann Jóns­son fram­kvæmda­stjóri Varð­ar.

Um­fjöll­un af heima­síðu Varð­ar

Sæmundur Sæmundsson formaður dómnefndar, Harpa Víðisdóttir mannauðsstjóri Varðar, Hildur Grétarsdóttir gæðastjóri Varðar og Guðmundur Jóhann Jónsson framkvæmdastjóri Varðar

Um hvatn­ing­ar­verð­laun­in

Hvatn­ing­ar­verð­laun­in eru veitt sam­hliða birt­ingu lista yf­ir Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki 2020. Dóm­nefnd vann úr lista yf­ir Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki sem sýndu fram á skýra stefnu um sam­fé­lags­ábyrgð, sjálf­bærni, kynja­jafn­rétti og rétt­indi starfs­fólks.

Verð­laun­in eru sam­starfs­verk­efni  Festu og Cred­it­in­fo.

Í dóm­nefnd sátu Sæmund­ur Sæ­munds­son, sjálf­stætt starf­andi, Gréta María Grét­ars­dótt­ir, verk­fræð­ing­ur og Gunn­ar Sveinn Magnús­son sér­fræð­ing­ur í sjálf­bærni.

Sæmund­ur, sem gegndi hlut­verki for­manns dóm­nefnd­ar, seg­ir í við­tali við Morg­un­blað­ið þann 21.októ­ber að það hafi ver­ið af­ar ánægju­legt fyr­ir dóm­nefnd að sjá hversu mörg fyr­ir­tæki taka sjálf­bærni sí­fellt fast­ari tök­um, enda sýni ótal kann­an­ir að þeim fyr­ir­tækj­um sem vefa sjálf­bærni inní sinn dag­lega rekst­ur og taka á sam­fé­lags­legri ábyrgð á öll­um svið­um sín rekstr­ar vegn­ar bet­ur.

Mynd­ir: Óli Már

Okk­ur er jafn­framt um­hug­að að sýna frum­kvæði og ábyrgð í þess­um mál­um og höf­um sett okk­ur það markmið að taka þátt í veg­ferð­inni af krafti og stíga ákveð­in skref í átt að sjálf­bærni. Guð­mund­ur Jó­hann Jóns­son, fram­kvæmd­ar­stjóri Varð­ar
Fréttayfirlit

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is