Tilnefningar óskast til loftslagsviðurkenningar Reykjavíkurborgar og Festu fyrir árið 2021. Hægt er að tilnefna fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir eða einstaklinga. Tilnefningar þurfa að berast fyrir 27. október en viðurkenningin verður veitt á Loftslagsfundinum þann 19. nóvember næstkomandi í Hörpu ( nánari upplýsingar um fundinn).
Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning.
Tilnefningarnar geta verið frá aðilunum sjálfum eða öðrum.
Nánari upplýsingar og leiðbeingar um tilnefningaferlið má nálgast hér: Leitað eftir tilnefningum til loftslagsviðurkenningar | Reykjavíkurborg (reykjavik.is)
Viðurkenningin var veitt í fyrsta sinn 2017. Þau sem hafa hlotið viðurkenninguna hingað til eru: