18. nóvember 2020

Sjóvá hlýt­ur Hvatn­ing­ar­verð­laun jafn­rétt­is­mála

Hermann Björnsson forstjóri Sjóvá, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra og Ágústa Björg Bjarnadóttir mannauðsstjóri Sjóvá

Hvatn­ing­ar­verð­laun jafn­rétt­is­mála 2020 voru í dag veitt trygg­ing­ar­fé­lag­inu Sjóvá, en mann­rétt­indi eru mik­il­væg­ur þátt­ur í starf­semi fé­lags­ins. Á hverju ári eru skil­greind­ar mark­viss­ar að­gerð­ir í jafn­rétt­is­mál­um inn­an fyr­ir­tæk­is­ins. Her­mann Björns­son for­stjóri og Ág­ústa Bjarna­dótt­ir for­stöðu­mað­ur mannauðs veittu verð­laun­un­um við­töku.

Í rök­stuðn­ingi dóm­nefnd­ar seg­ir með­al ann­ars:

Sjóvá var fyrsta fyr­ir­tæk­ið til að fá 10 á kynja­kvarða Kaup­hall­ar­inn­ar GEM­M­AQ og hef­ur náð góð­um ár­angri í að jafna kynja­hlut­föll með skýrri stefnu og skipu­lögð­um ákvörð­un­um um ráðn­ing­ar. 

Stjórn­end­ur eru sann­færð­ir um að áhersla á jafn­rétti skil­ar rekstr­ar­leg­um ávinn­ingi og horfa þau á jafn­rétt­is­mál sem hluta af að­gerð­um til að auka arð­semi. Sjóvá sýn­ir mik­ið frum­kvæði með því að bjóða upp á fram­leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs sem nem­ur sex vik­um á 80% laun­um. Jafn­rétt­i­sýn og ár­ang­ur Sjóvár er hvetj­andi fyr­ir önn­ur fyr­ir­tæki og hef­ur Sjóvá tek­ið mjög virk­an þátt í um­ræð­um um jafn­rétt­is­mál.  

Eva María Þórarinsdóttir Langa eigandi og framkvæmdastjóri Pink Iceland, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra, starfsfólk Birna Hrönn eigandi Pink Iceland og Hannes eigandi Pink Iceland

Sér­stök sprota­verð­laun veitt í ár

Auk þessa urðu þau ný­mæli í ár að sér­stök sprota­verð­laun voru veitt fyr­ir­tæk­inu Pink Ice­land, sem jafn­framt er eina ferða­þjón­ustu- og við­burð­ar­fyr­ir­tæki lands­ins sem ein­blín­ir á þarf­ir og menn­ingu hinseg­in fólks. Það var Eva María Þór­ar­ins­dótt­ir Lange, eig­andi og fram­kvæmda­stjóri Pink Ice­land sem tók við verð­laun­um, ásamt með­eig­end­um sín­um þeim Birnu Hrönn Björns­dótt­ur og Hann­esi Páli Páls­syni.

Í rök­stuðn­ingi dóm­nefnd­ar seg­ir með­al ann­ars:

Skiln­ing­ur á jafn­rétt­is­hug­tak­inu er víð­ur. Fyr­ir­tæk­ið ein­blín­ir ekki að­eins á tvö kyn held­ur er áhersla á það mann­lega, að við eig­um öll að búa við jafn­rétti, virð­ingu og frelsi. Mann­rétt­inda­stefna fyr­ir­tæk­is­ins er skýr bæði inn­an fyr­ir­tæk­is­ins og út á við. Áhersla er lögð á að stefna og vinnu­brögð birgja sam­ræm­ist stefnu fyr­ir­tæk­is­ins. Þá vel­ur fyr­ir­tæk­ið sam­starfs­að­ila sem vinna eft­ir gæða-, um­hverf­is- og sið­ferði­leg­um kröf­um. Fyr­ir­tæk­ið býð­ur sam­starfs­að­il­um sín­um upp á fræðslu um jafn­rétt­is­mál og er þannig hvetj­andi afl í að skapa auk­ið jafn­rétti á vinnu­mark­aðn­um og í sam­fé­lag­inu.

 

Verð­laun­un­um er ætl­að að vekja at­hygli á fyr­ir­tækj­um sem skara framúr í jafn­rétt­is­mál­um.

Önn­ur fyr­ir­tæki eru hvött til þess að feta sömu braut.

Að hvatn­ing­unni standa Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­ið, Festa – mið­stöð um sam­fé­lags­ábyrgð, Há­skóli Ís­lands og UN Women á Ís­landi.

 

Verð­laun­in voru veitt á við­burði þann 18.nóv­em­ber þar sem mátti heyra áhuga­verð er­indi um stöðu og mik­il­vægi jafn­rétt­is­mála á ís­lensk­um at­vinnu­mark­aði – upp­töku frá við­burði má nálg­ast hér.

 

Fréttayfirlit

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is