16. september 2020

Sept­em­berfrétt­ir Festu 2020

Fréttabréf Festu – september 2020 (hlekkur)

 

brettum við upp ermar og mætum aftur leiks með Fréttabréf Festu eftir sumarfrí og fáum við þar til liðs við okkur þrjá öfluga gestapenna sem grafa ofan í ólíkar hliðar á sjálfbærni vegferðinni:

  • Hvað eru fjárfestingar með kynjagleraugum?
    • Freyja Vilborg Þórarinsdóttir stofnandi GemmaQ
  • Eins rusl er annars gull – heimsmarkmiðin og sveitarfélög
    • Eva Magnúsdóttir stofnandi Podium
  • UFS reitun – nýjung á innlendum markaði
    • Hrafnhildur Ólafsdóttir verkefnastjóri hjá Reitun
Greinahöfundar: Eva Magnúsdóttir - Podium, Freyja Vilborg Þórarinsdóttir - GemmaQ og Hrafnhildur Ólafsdóttir - Reitun

Við köllum þá eftir tilkynningum til loftslagsviðurkenningar Festu og Reykjavíkurborgar, segjum frá tenglsafundum og hringrásar samvinnu ásamt því að beina ykkur leiðina að sjálfbærniskýrslu verkfærum í Leiðarvísi Festu.

Hrund framkvæmdarstjórinn okkar setur þá tóninn fyrir veturinn í leiðara, þar sem hún hvetur okkur til að bretta upp ermar og  taka vetrinum opnum örmum, með öllum sínum áskorunum.

Við hjá Festu erum nefnilega með það á hreinu að á þessum merkilegu tímum, sem reyna gríðarlega á okkur öll, erum við líka að taka ákvarðanir og endurskipuleggja fjármagn á þann hátt að það mun hafa áhrif á vaxtarlag, erindi og endingu fyrirtækja, kerfa, stofnana og svo ég tali nú ekki um loftslagið og líðan jarðar töluvert langt inn í framtíðina.
Fréttayfirlit

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is