16. september 2020

Sept­em­berfrétt­ir Festu 2020

Frétta­bréf Festu – sept­em­ber 2020 (hlekk­ur)

 

brett­um við upp erm­ar og mæt­um aft­ur leiks með Frétta­bréf Festu eft­ir sum­ar­frí og fá­um við þar til liðs við okk­ur þrjá öfl­uga gestapenna sem grafa of­an í ólík­ar hlið­ar á sjálf­bærni veg­ferð­inni:

  • Hvað eru fjár­fest­ing­ar með kynjagler­aug­um?
    • Freyja Vil­borg Þór­ar­ins­dótt­ir stofn­andi Gem­m­aQ
  • Eins rusl er ann­ars gull – heims­mark­mið­in og sveit­ar­fé­lög
    • Eva Magnús­dótt­ir stofn­andi Podi­um
  • UFS reit­un – nýj­ung á inn­lend­um mark­aði
    • Hrafn­hild­ur Ólafs­dótt­ir verk­efna­stjóri hjá Reit­un
Greina­höf­und­ar: Eva Magnús­dótt­ir - Podi­um, Freyja Vil­borg Þór­ar­ins­dótt­ir - Gem­m­aQ og Hrafn­hild­ur Ólafs­dótt­ir - Reit­un

Við köll­um þá eft­ir til­kynn­ing­um til lofts­lags­við­ur­kenn­ing­ar Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar, segj­um frá tenglsa­fund­um og hringrás­ar sam­vinnu ásamt því að beina ykk­ur leið­ina að sjálf­bærni­skýrslu verk­fær­um í Leið­ar­vísi Festu.

Hrund fram­kvæmd­ar­stjór­inn okk­ar set­ur þá tón­inn fyr­ir vet­ur­inn í leið­ara, þar sem hún hvet­ur okk­ur til að bretta upp erm­ar og  taka vetr­in­um opn­um örm­um, með öll­um sín­um áskor­un­um.

Við hjá Festu er­um nefni­lega með það á hreinu að á þess­um merki­legu tím­um, sem reyna gríð­ar­lega á okk­ur öll, er­um við líka að taka ákvarð­an­ir og end­ur­skipu­leggja fjár­magn á þann hátt að það mun hafa áhrif á vaxt­ar­lag, er­indi og end­ingu fyr­ir­tækja, kerfa, stofn­ana og svo ég tali nú ekki um lofts­lag­ið og líð­an jarð­ar tölu­vert langt inn í fram­tíð­ina.
Fréttayfirlit

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is