08. júní 2021

Sam­fé­lags­skýrsl­ur árs­ins

Svanhildur Hólm framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Gunnhildur Arnarsdóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar, Sigurður Pálsson forstjóri BYKO og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu

BY­KO og Lands­virkj­un hlutu í dag við­ur­kenn­ingu fyr­ir eft­ir­tekt­ar­verð­ustu sam­fé­lags­skýrsl­ur árs­ins.

Að þessu sinni hljóta í fyrsta sinn tvö fyr­ir­tæki við­ur­kenn­ingu fyr­ir sam­fé­lags­skýrslu. Fyr­ir­tæki sem eru ólík í eðli sínu og nálg­ast því sjálf­bærni í rekstri með ólík­um hætti.  Áhersla er hjá báð­um að­il­um á vand­aða fram­setn­ingu, gagn­sæi og mark­vissa upp­lýs­inga­gjöf. Skýrsl­urn­ar eru upp­byggi­leg inn­legg í gerð og þró­un skýrslna um sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni. 

Alls bár­ust 28  til­nefn­ing­ar í ár og voru það 24 skýrsl­ur sem hlutu til­nefn­ingu sem er um 30% aukn­ing frá ár­inu á und­an. Í dóm­nefnd sátu Tóm­as N. Möller yf­ir­lög­fræð­ing­ur Líf­eyr­is­sjóðs Versl­un­ar­manna, Hulda Stein­gríms­dótt­ir um­hverf­is­stjóri Land­spít­ala og Kjart­an Sig­urðs­son lektor við Há­skól­ann í Twente í Hollandi

Hér má nálg­ast hlekk á all­ar þær skýrsl­ur sem voru til­nefnd­ar – Sjálf­bærni – Festa 

Við­ur­kenn­ing­in er sam­starfs­verk­efni Festu – mið­stöðv­ar um sam­fé­lags­ábyrgð, Stjórn­vís­is og Við­skipta­ráðs Ís­lands og er þetta fjórða sinn sem við­ur­kenn­ing­in er veitt. Mark­mið­ið með við­ur­kenn­ing­unni fyr­ir Sam­fé­lags­skýrslu árs­ins er að hvetja fyr­ir­tæki til að setja sér mæl­an­leg markmið og birta reglu­lega, með vönd­uð­um hætti, upp­lýs­ing­ar um hvernig sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni í rekstri skil­ar þeim og sam­fé­lag­inu aukn­um ávinn­ingi. Skýr stefna, fram­kvæmd og upp­lýs­inga­gjöf varð­ar leið að far­sæl­um rekstri. 

Hörð­ur Arn­ars­son for­stjóri Lands­virkj­un­ar og Sig­urð­ur Páls­son for­stjóri BY­KO taka við við­ur­kenn­ing­um fyr­ir hönd sinna fyr­ir­tækja

Ann­ars veg­ar er um að ræða fyr­ir­tæki í smá­sölu sem er að stíga sín fyrstu skref í gerð sam­fé­lags­skýrslu en þetta er önn­ur skýrsla fyr­ir­tæk­is­ins. Það sel­ur að­föng til stórs hóps neyt­enda sem og fag­að­ila í starf­semi sem hef­ur veru­leg um­hverf­isáhrif og bygg­ir rekst­ur sinn á marg­þættri virð­iskeðju. 

Hins veg­ar er það fyr­ir­tæki sem á langa sögu í upp­bygg­ingu þekk­ing­ar og  stefnu­mót­un­ar tengdri sam­fé­lags­ábyrgð. Það grund­vall­ar starf­semi sína á nýt­ingu nátt­úru­auð­linda sem hef­ur víð­tæk bein og óbein áhrif inn­an­lands. Fyr­ir­tæk­ið bygg­ir á mik­illi þekk­ingu og mannauði tengd­um sjálf­bærni og á í marg­þætt­um sam­skipt­um við inn­lenda og er­lenda hag­hafa. 

Þótt nálg­un fyr­ir­tækj­anna á sjálf­bærni sé ólík leggja þau bæði áherslu á vand­aða fram­setn­ingu, gegn­sæi og mark­vissa upp­lýs­inga­gjöf. Skýrsl­urn­ar eru því upp­byggi­leg inn­legg í gerð og þró­un skýrslna um sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni. 

Í áliti dóm­nefnd­ar seg­ir að skýrsla Lands­virkj­un­ar hafi ver­ið bæði ít­ar­leg og mark­viss. Hún ger­ir vel grein fyr­ir lyk­i­lá­hersl­um varð­andi sjálf­bærni í rekstri með vís­an til um­hverf­is, sam­fé­lags og efna­hags. Um­fjöll­un og áhersl­ur tengj­ast skýrt kjarn­a­starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Áhersl­urn­ar byggja á grein­ingu og sam­tali við hag­hafa sem og þátt­um í rekstri sem eru mik­il­væg­ir sam­kvæmt mik­il­væg­is­grein­ingu.

Um skýrslu BY­KO seg­ir dóm­nefnd af eft­ir­tekt­ar­vert sé að hún geri grein fyr­ir rekstr­armód­eli fyr­ir­tæk­is­ins og fram­tíð­ar­sýn varð­andi sam­fé­lags­ábyrgð. Skýrsl­an fjalli um inn­leið­ingu á stefn­um, mark­mið­um, mæli­kvörð­um og ár­angri varð­andi sjálf­bærni á mark­viss­an og skýr­an hátt. Gerð er grein fyr­ir því sem vel er gert en einnig er á op­inn hátt gerð grein fyr­ir áskor­un­um og mark­mið­um sem hafa ekki náðst. Þá er áhersla lögð á fræðslu starfs­fólks, verk­taka og birgja varð­andi sjálf­bærni.

Framkvæmdarstjórn BYKO ásamt þeim sérfræðingum sem komu að gerð skýrslunnar

“Það hef­ur mik­ið gildi fyr­ir okk­ar hag­að­ila að BY­KO birti upp­lýs­ing­ar um sjálf­bærni­veg­ferð fyr­ir­tæk­is­ins. Það hef­ur hvetj­andi áhrif bæði inn­an fyr­ir­tæk­is­ins sem og ut­an. Með því að segja frá sem er ver­ið að gera, taka þátt í sjálf­bærni­verk­efn­um, fræða starfs­fólk og við­skipta­vini, bjóða upp á vist­væna val­kosti í bygg­ing­ar­efn­um, þá hef­ur það hvetj­andi áhrif á alla. Við er­um að taka ábyrgð í virð­iskeðj­unni, með töl­um, orð­um og mynd­um. Við er­um að sýna já­kvætt for­dæmi og vilj­um vera fyr­ir­mynd og hvatn­ing fyr­ir aðra” seg­ir Berg­lind Ósk Ólafs­dótt­ir sér­fræð­ing­ur í sjálf­bærni hjá BY­KO.

Við er­um að taka ábyrgð í virð­iskeðj­unni, með töl­um, orð­um og mynd­um.
Hörður Arnarson forstjóri, Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri, Jóhanna Harpa Árnadóttir sérfæðingar í sjálfbærni ásamt teymi Landsvirkjunar

“Við hjá Lands­virkj­un höf­um allt frá stofn­un fyr­ir­tæk­is­ins horft til þess að hafa já­kvæð áhrif á sam­fé­lag og um­hverfi og leit­um sí­fellt nýrra leiða til að auka sjálf­bærni í starf­semi okk­ar” seg­ir Hörð­ur Arn­ar­son for­stjóri Lands­virkj­un­ar. “Það er þess vegna einkar ánægju­legt að hljóta við­ur­kenn­ingu sem þessa, og stað­fest­ing á því að starf okk­ar er að skila sér, bæði sem okk­ar fram­lag til sjálf­bær­ari ver­ald­ar og einnig – von­andi – sem inn­blást­ur fyr­ir önn­ur fyr­ir­tæki sem vilja gera vel í þess­um mik­il­væga mála­flokki”

Það er þess vegna einkar ánægju­legt að hljóta við­ur­kenn­ingu sem þessa, og stað­fest­ing á því að starf okk­ar er að skila sér
Hrund Gunn­steins­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Festu, Kon­ráð Guð­jóns­son að­stoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs Ís­lands og fund­ar­gest­ir.

Á við­burð­in­um, sem fram fór í Húsi at­vinnu­lífs­ins í dag 8. júní, hélt Hrund Gunn­steins­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Festu er­indi þar sem hún lagði áherslu á að upp­lýs­inga­gjöf um sjálf­bærni þurfi að end­ur­spegla ár­ang­urs­rík­ar að­gerð­ir til breyt­inga og áhrifa á rekst­ur á nátt­úru, fólk og stjórn­ar­hætti, “sjálf­bærni er ekki við­bót við rekst­ur, hún er nær því að vera til­gang­ur hans í dag”.

Fund­in­um stjórn­aði Kon­ráð Guð­jóns­son að­stoð­ar fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs og Ír­is Ösp Björns­dótt­ir for­stöðu­mað­ur við­skipta­þró­un­ar og rekstr­ar hjá Nas­daq Ice­land stýrði panel um­ræð­um.

Hér má nálg­ast hlekk á við­burð­inn

Fréttayfirlit

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is