28. maí 2020

Sam­fé­lags­skýrsla árs­ins

Festa – mið­stöð um sam­fé­lags­ábyrgð, Stjórn­vísi og Við­skipta­ráð Ís­lands veittu þann 9.júní við­ur­kenn­ingu fyr­ir Sam­fé­lags­skýrslu árs­ins. Þetta er í þriðja sinn sem við­ur­kenn­ing­in eru veitt.

Í ár var það Krón­an sem dóm­nefnd taldi eiga eft­ir­tekt­ar­verð­ustu skýrsl­una og hlaut við­ur­kenn­ing­una Sam­fé­lags­skýrsla árs­ins

Mark­mið­ið með við­ur­kenn­ing­unni fyr­ir Sam­fé­lags­skýrslu árs­ins er að hvetja fyr­ir­tæki til að setja sér mæl­an­leg markmið og birta með vönd­uð­um hætti upp­lýs­ing­ar um hvernig sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni í rekstri fyr­ir­tækja skil­ar þeim og sam­fé­lag­inu aukn­um ávinn­ingi.

19 skýrsl­ur til­nefnd­ar

Alls bár­ust 27 til­nefn­ing­ar og voru það 19 skýrsl­ur sem hlutu til­nefn­ingu – skýrsl­urn­ar má all­ar nálg­ast hér.

Í dóm­nefnd voru Tóm­as N. Möller yf­ir­lög­fræð­ing­ur Líf­eyr­is­sjóðs Versl­un­ar­manna og formað­ur Festu, Hulda Stein­gríms­dótt­ir um­hverf­is­stjóri Lands­spít­ala og Jó­hanna Harpa Árna­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Lands­virkj­un, sem var jafn­framt formað­ur dóm­nefnd­ar.

Í rök­stuðn­ingi dóm­nefnd­ar kem­ur fram að Krón­an lít­ur á sig sem mik­il­væg­an þátt­tak­anda í sam­fé­lag­inu og ger­ir sér grein fyr­ir því að í krafti stærð­ar sinn­ar geti fyr­ir­tæk­ið haft áhrif til góðs. Í því sam­hengi hef­ur um­hverf­is­vernd, lýð­heilsa og upp­lýst val ver­ið skil­greind sem mik­il­væg­ustu mál­efn­in. Auk kerf­is­bund­inn­ar nálg­un­ar á fram­setn­ingu um markmið, ásetn­ing og ár­ang­ur fyr­ir­tæk­is­ins í þátt­um sem lúta að sam­fé­lags­legri ábyrgð og sjálf­bærni er í skýrsl­unni nefnd ým­is dæmi um fram­göngu í verki.

Skýrsl­an er unn­in með hlið­sjón af UFS leið­bein­ing­um Nas­daq. Markmið hafa ver­ið skil­greind og sam­þætt Heims­mark­mið­um Sam­ein­uðu þjóð­anna í sam­ræmi við kjarn­a­starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins og er þar einnig tek­ið mið af for­gangs­röð­un stjórn­valda. Í skýrsl­unni er fjall­að er um áherslu á ný­sköp­un í um­hverf­is­mál­um en einnig hef­ur Krón­an stutt við sprota­fyr­ir­tæki í mat­vöru­vinnslu. Í fram­setn­ingu á efn­inu, og inni­hald skýrsl­urn­ar, er lagt út af þeim efn­is­flokk­um sjálf­bærni sem eru tald­ir mik­il­væg­ast­ir í starf­sem­inni en fyr­ir­tæk­ið hef­ur með aug­ljós­um hætti beitt sér þar sem áhrif þess eru mest en það er í virð­iskeðj­unni.

Jó­hanna Harpa formað­ur dóm­nefnd­ar birti grein um mik­il­vægi öfl­ugr­ar upp­lýs­inga­gjaf­ar fyr­ir­tækja í Frétta­blað­inu.

Sam­fé­lags­skýrsla Krón­unn­ar

Við er­um gríð­ar­lega þakk­lát fyr­ir að hljóta við­ur­kenn­ingu fyr­ir sam­fé­lags­skýrslu Krón­unn­ar því við leggj­um áherslu á að hafa áhrif til góðs og sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð í verki – alltaf

Fyrsta sam­fé­lags­skýrsla Krón­unn­ar

Við er­um gríð­ar­lega þakk­lát fyr­ir að hljóta við­ur­kenn­ingu fyr­ir sam­fé­lags­skýrslu Krón­unn­ar því við leggj­um áherslu á að hafa áhrif til góðs og sýna sam­fé­lags­lega ábyrgð í verki – alltaf. Eins og kem­ur fram í ávarpi í upp­hafi skýrsl­unn­ar er Krón­an svo hepp­in að hafa frá­bært starfs­fólk – sem öll brenna fyr­ir sam­fé­lags­lega ábyrgð. Það er ekki einn starfs­mað­ur eða deild sem sinn­ir verk­efn­inu á því sviði, held­ur allt Krónu­lið­ið og er­um við af­ar stolt af þeim ein­læga áhuga og elju – því sam­an höf­um við náð ótrú­leg­um ár­angri eins og sjá má í skýrsl­unni okk­ar.“ seg­ir Hjör­dís Elsa Ás­geirs­dótt­ir mark­aðs­stjóri Krón­unn­ar.

Hjör­dís Elsa tók við við­ur­kenn­ing­unni fyr­ir hönd Krón­unn­ar en það voru Ásta Fjeld­sted fram­kvæmd­ar­stjóri Við­skipta­ráðs, Gunn­hild­ur Arn­ar­dótt­ir fram­kvæmd­ar­stjóri Stjórn­vísi og Hrund Gunn­steins­dótt­ir fram­kvæmd­ar­stjóri Festu sem af­hentu verð­laun­in.

 

Ásta Fjeldsted framkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs Íslands, Jóhanna Harpa Árnadóttir formaður dómnefndar, Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Krónunnar, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdarstjóri Stjórnvísi og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdarstjóri Festu

Svar við aukn­um kröf­um fjár­festa og stjórn­valda

Magnús Harð­ar­son for­stjóri Nas­daq Ice­land hélt ávarp við af­hend­ing­una en fyrr á þessu ári stóð Nas­daq Ice­land ásamt Festu, Ice­landSIF, Stað­ala­ráði og Við­skipta­ráði Ís­lands að út­gáfu UFS leið­bein­inga sem nýt­ast ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um við út­gáfu sam­fé­lags­skýrslna.

Í er­indi Magnús­ar  kom fram að auk­in áhersla á út­gáfu sam­fé­lags­skýrslna eru svar við aukn­um kröf­um fjár­festa og stjórn­valda. Þá kom fram í er­indi Magnús­ar að nið­ur­stöð­ur ný­legr­ar könn­un­ar á veg­um Morg­an Stanley sýndu að 80% fag­fjár­festa telja að UFS (um­hverfi, sam­fé­lag og stjórn­ar­hætt­ir) áhersl­ur geti leitt til auk­ins hagn­að­ar og að fé­lög með slík­ar áhersl­ur kunni að vera betri lang­tíma­fjár­fest­ing.

Hér má nálg­ast glær­ur frá er­indi Magnús­ar.

Magnús Harðarson forstjóri Nasdaq Iceland
Fréttayfirlit

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is