17. mars 2020

Mars­frétt­ir Festu

“Skipt­um með okk­ur verk­um. Hög­um okk­ur eins og vist­kerfi – sum­ir hafa það hlut­verk að end­ur­skipu­leggja til skamms tíma og taka oft á tíð­um erf­ið­ar ákvarð­an­ir. Aðr­ir þurfa að sinna dag­leg­um verk­efn­um sem gætu virst lít­il­væg í dag en skipta máli í stærra sam­hengi og í hefð­bundn­um rekstri. Og allt þar á milli. Það kem­ur jú dag­ur eft­ir þenn­an dag.”

Í leið­ara frétta­bréfs­ins okk­ar fyr­ir þenn­an sér­staka mars mán­uð má til dæm­is lesa um hvernig nú reyn­ir á okk­ur að gera hlut­ina í réttri röð, skerpa á því sem skipt­ir máli til skemmri og lengri tíma, vera sveigj­an­leg og yf­ir­veg­uð, hvernig við nýt­um sam­vinnu sem mót­vægisað­gerð og mik­il­vægi þess að verj­ast með rétt­um upp­lýs­ing­um og ný­sköp­un.

Gestapenni mán­að­ar­ins er Guð­mund­ur Sig­urðs­son fram­kvæmd­ar­stjóri Kos­mos og Kaos sem skrif­ar frá­bæra grein um mik­il­vægi hönn­un­ar þeg­ar kem­ur að sjálf­bærni og hringrás­ar­hag­kerf­inu. “Margt smátt ger­ir eitt stórt og það að staf­væða vel hann­aða ferla er frá­bært fyrsta skref í átt að sjálf­bær­ara sam­fé­lagi manns­ins.”

Þem­að í við­burð­um og “á döf­inni” er svo FREST­AÐ. Hlökk­um til að taka aft­ur upp þráð­inn þar þeg­ar al­manna­varn­ir telja það tíma­bært

Mars­frétt­ir Festu

Fréttayfirlit