17. mars 2020

Mars­fréttir Festu

“Skiptum með okkur verkum. Högum okkur eins og vist­kerfi – sumir hafa það hlut­verk að endur­skipu­leggja til skamms tíma og taka oft á tíðum erfiðar ákvarð­anir. Aðrir þurfa að sinna daglegum verk­efnum sem gætu virst lítilvæg í dag en skipta máli í stærra samhengi og í hefð­bundnum rekstri. Og allt þar á milli. Það kemur jú dagur eftir þennan dag.”

Í leiðara frétta­bréfsins okkar fyrir þennan sérstaka mars mánuð má til dæmis lesa um hvernig nú reynir á okkur að gera hlutina í réttri röð, skerpa á því sem skiptir máli til skemmri og lengri tíma, vera sveigj­anleg og yfir­veguð, hvernig við nýtum samvinnu sem mótvægisað­gerð og mikil­vægi þess að verjast með réttum upplýs­ingum og nýsköpun.

Gestapenni mánað­arins er Guðmundur Sigurðsson fram­kvæmd­ar­stjóri Kosmos og Kaos sem skrifar frábæra grein um mikil­vægi hönn­unar þegar kemur að sjálf­bærni og hringrás­ar­hag­kerfinu. “Margt smátt gerir eitt stórt og það að staf­væða vel hannaða ferla er frábært fyrsta skref í átt að sjálf­bærara samfé­lagi mannsins.”

Þemað í viðburðum og “á döfinni” er svo FRESTAÐ. Hlökkum til að taka aftur upp þráðinn þar þegar almanna­varnir telja það tíma­bært

Mars­fréttir Festu

Fréttayfirlit