Þakklæti er Hrund, framkvæmdarstjóri Festu, efst í huga í leiðara mars Fréttabréfs Festu: “þegar ég lít til baka á afrakstur og samstarf það sem af er ári. Janúarráðstefnan gekk mjög vel og því er helst að þakka einstöku teymi á bak við ráðstefnuna.”
Við kynnum á til leiks nýjan starfsnema Festu sem við erum afar þakklát fyrir að fá til liðs við okkur út þessa önn. Ólöf Edda Ingólfsdóttir, nemanda á þriðja ári í Viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík, en Ólöf skrifaði greinar og setti saman Fréttabréf Festu í mars mánuði.
Í fréttabréfinu má nálgast hnitmiðaða umfjöllun um Janúarráðstefnu Festu tilvalið tækifæri fyrir þau sem fylgdust með henni til upprifjunar og þá má einnig nálgast hlekki til að kafa enn dýpra í efnið – þið sem eigið enn eftir að horfa eigið klárlega eftir að fara beint í það eftir lestur fréttabréfsins. Þá kynnum við glæsilegan hóp nýrra aðildarfélaga og listum upp þá viðburði Festu sem eru á döfinni á næstu vikum og mánuðum.