20. maí 2020

Maífrétt­ir Festu

“Sú ákvörð­un að setja sjálf­bærni­mál í for­gang er ekki ein­ung­is sam­fé­lags­lega rétt held­ur er það við­skipta­lega góð ákvörð­un. ” 

Gestapenn­inn okk­ar að þessu sinni er Rakel Sæv­ars­dótt­ir ráð­gjafi frá Deloitte. Rakel hvet­ur í öfl­ugri grein sinni fyr­ir­tæki til að setja sjálf­bærni í for­gang, það sé við­skipta­lega góð ákvörð­un og muni skera úr um sam­keppn­is­hæfni fyr­ir­tækja til lengri tíma.

Í leið­ara má lesa um þau”sjálf­bærni- tæki­færi” sem liggja í auk­inni fjar­vinnu. Fyr­ir­tæki sjá fram á tæki­færi til að auka hag­ræð­ingu í hús­næði og sam­göng­um, efla þverfag­leg ný­sköp­un­art­eymi, laða til sín hæft starfs­fólk hvaðanæva að úr heim­in­um og ekki síst draga sam­an kol­efn­is­spor sitt. Starfs­fólk finn­ur þá fyr­ir auknu frelsi og sveigj­an­leika, og fjar­vera frá stimp­il­klukk­unni varð ekki til þess að verk­efn­um sé ekki sinnt eða sinnt illa.

Í frétta­bréf­inu má þá lesa um að­al­fund Festu og ný­skip­aða stjórn fé­lags­ins, ra­f­ræna tengsla­fundi Festu þar sem að­ild­ar­fé­lög hafa ver­ið að taka fyr­ir mál­efni líð­andi stund­ar og loka frest til að skila inn til­nefn­ing­um til Sam­fé­lags­skýrsla árs­ins.

 

Maífrétt­ir Festu

Fréttayfirlit