16. maí 2021

Maífrétt­ir Festu

Maífrétta­bréf Festu má nálg­ast hér

Í frétta­bréf maí mán­að­ar kynn­um við með miklu stolti heild­stæð­an fræðslupakka, ykk­ur til af­nota og að kostn­að­ar­lausu. Fræðslupakk­ann unn­um við í góð­um hópi sér­fræð­inga og fyr­ir styrk úr Lofts­lags­sjóði.

Það er von okk­ar að þessi heild­stæði fræðslupakki ásamt Lofts­lags­mæli Festu, www.clima­tep­ul­se.is, geti nýst öll­um þeim sem nú huga að sín­um fyrstu skref­um í að móta sér lofts­lags­stefnu, mæla kol­efn­is­spor og draga úr los­un.

Í frétta­bréf­inu má einnig kynna sér hvernig skila má inn til­nefn­ing­um til sam­fé­lags­skýrslu árs­ins, ábyrga kol­efnis­jöfn­un, nýja stjórn Festu og síð­ast en ekki síst þá við­burði sem eru á döf­inni hjá Festu.

 

Grein gestapenna maí mán­að­ar ber yf­ir­skrift­ina; „Fyr­ir­tæki sem bregð­ast ekki við lofts­lags­áhættu munu fara á haus­inn”.

Þar varpa þau, Kristrún og Kristján, ljósi á þær breyt­ing­ar sem eru  í far­vatn­inu hvað varð­ar við­skipta­mód­el, upp­lýs­inga­gjöf, lög og regl­ur er kem­ur að sjálf­bær­um rekstri, áhættumati og ásetn­ingi að koma í veg fyr­ir græn­þvott.  Þar kem­ur fram að það verð­ur smám sam­an ótrú­verð­ugt að fjár­mál fyr­ir­tækja og stofn­ana geti ver­ið í lagi ef lofts­lags­mál þeim tengd­um eru það ekki.

Gestapenn­ar maí mán­að­ar eru þau Kristján Rún­ar Kristjáns­son og Kristrún Tinna Gunn­ars­dótt­ir frá Ís­lands­banka
Það verð­ur smám sam­an ótrú­verð­ugt að fjár­mál­in geti ver­ið í lagi ef lofts­lags­mál­in eru það ekki
Fréttayfirlit

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is