16. maí 2021

Maífrétt­ir Festu

Maífréttabréf Festu má nálgast hér

Í fréttabréf maí mánaðar kynnum við með miklu stolti heildstæðan fræðslupakka, ykk­ur til af­nota og að kostn­að­ar­lausu. Fræðslupakk­ann unn­um við í góð­um hópi sér­fræð­inga og fyr­ir styrk úr Lofts­lags­sjóði.

Það er von okk­ar að þessi heild­stæði fræðslupakki ásamt Lofts­lags­mæli Festu, www.clima­tepul­se.is, geti nýst öll­um þeim sem nú huga að sín­um fyrstu skref­um í að móta sér lofts­lags­stefnu, mæla kol­efn­is­spor og draga úr los­un.

Í fréttabréfinu má einnig kynna sér hvernig skila má inn tilnefningum til samfélagsskýrslu ársins, ábyrga kolefnisjöfnun, nýja stjórn Festu og síðast en ekki síst þá viðburði sem eru á döfinni hjá Festu.

 

Grein gestapenna maí mánaðar ber yfirskriftina; „Fyrirtæki sem bregðast ekki við loftslagsáhættu munu fara á hausinn”.

Þar varpa þau, Kristrún og Kristján, ljósi á þær breytingar sem eru  í farvatninu hvað varðar viðskiptamódel, upplýsingagjöf, lög og reglur er kemur að sjálfbærum rekstri, áhættumati og ásetningi að koma í veg fyrir grænþvott.  Þar kemur fram að það verður smám saman ótrúverðugt að fjármál fyrirtækja og stofnana geti verið í lagi ef loftslagsmál þeim tengdum eru það ekki.

Gestapennar maí mánaðar eru þau Kristján Rúnar Kristjánsson og Kristrún Tinna Gunnarsdóttir frá Íslandsbanka
Það verður smám saman ótrúverðugt að fjármálin geti verið í lagi ef loftslagsmálin eru það ekki
Fréttayfirlit

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is