25. febrúar 2021

Lofts­lags­yf­ir­lýs­ing Festu og Sveit­ar­fé­lags­ins Horna­fjarð­ar

Föstu­dag­inn 26. fe­brú­ar 2021 und­ir­rit­uðu 20 fyr­ir­tæki og stofn­an­ir Lofts­lags­yf­ir­lýs­ingu Festu og Sveit­ar­fé­lags­ins Horna­fjarð­ar. Matt­hild­ur Ásmund­ar­dótt­ir bæj­ar­stjóri skrif­aði þá und­ir yf­ir­lýs­ing­una fyr­ir hönd Sveit­ar­fé­lags­ins Horna­fjarð­ar. Undi­rit­un fór fram í  Nýheim­um þekk­ing­ar­setri og í beinu streymi. Á fund­in­um var ný stefna fyr­ir Sveit­ar­fé­lag­ið Horna­fjörð með áherslu á inn­leið­ingu heims­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna kynnt ásamt því að frum­sýnt var mynd­band um um­hverf­i­s­væn­ar áhersl­ur sveit­ar­fé­lags­ins.

Lofts­lags­yf­ir­lýs­ing­in var þró­uð af Festu og Reykja­vík­ur­borg og var fyrst und­ir­rit­uð í Höfða ár­ið 2015 af for­stjór­um yf­ir eitt hundrað fyr­ir­tækja og stofn­ana í að­drag­anda Par­ís­ar­ráð­stefn­unn­ar um lofts­lags­mál (COP21). Þátt­tak­an var von­um fram­ar, vakti at­hygli á al­þjóða­vett­vangi og var kynnt á fyrr­nefndri ráð­stefnu ár­ið 2015. Síð­an þá hafa fleiri fyr­ir­tæki bæst í hóp­inn. Ár­ið 2019 bætt­ist þá Ak­ur­eyr­ar­bær í hóp­inn og und­ir­rit­uðu fyr­ir­tæki og stofn­an­ir bæj­ar­ins lofts­lags­yf­ir­lýs­ingu á Degi nátt­úr­un­ar 16.sept­em­ber 2019.

Með und­ir­rit­un skuld­binda að­il­ar sig til að draga úr los­un gróð­ur­hús­loft­teg­unda, minnka úr­gang og að lok­um mæla og birta ár­ang­ur. Til að styðja við þessa veg­ferð býð­ur Festa upp á lofts­lags­mæli sem er öll­um að­gengi­leg­ur án end­ur­gjalds.

Við ósk­um und­ir­rit­un­ar að­il­um hjart­an­lega til ham­ingju með þetta mik­il­væga skref og hlökk­um til að taka þátt í næstu skref­um í átt að kol­efn­is­hlut­leysi  – þau sem skrif­uðu und­ir eru:

 • Glacier Advent­ure
 • Rósa­berg ehf, jarð­verk­tak­ar
 • Nátt­úru­stofa Suð­aust­ur­lands
 • Fall­astakk­ur/Glacier Jour­ney ehf 
 • Há­skóli Ís­lands – Rann­sókna­set­ur á Horna­firði
 • Fram­halds­skól­inn í Aust­ur-Skafta­fells­sýslu
 • RARIK ohf.
 • Ís­lands­hót­el hf. – Foss­hót­el Vatna­jök­ull og Foss­hót­el Jök­uls­ár­lón
 • Nýheim­ar þekk­ing­ar­set­ur
 • Brunn­hóll gisti­heim­ili
 • Medial, lög­manns­þjón­usta
 • Höfn Local Gui­de 
 • Konn­ekt ehf. 
 • Hót­el Höfn 
 • Festi hf  – N1 í Horna­firði
 • Vatna­jök­uls­þjóð­garð­ur
 • Veit­inga­stað­ur­inn Úps 
 • Raf­horn (raf- og fjar­skipta­þjón­usta)
 • Hót­el Jök­ull
 • Ís­lenska Gáma­fé­lag­ið

Á við­burð­in­um á Horna­firði í dag kynnti þá Hrund Gunn­steins­dótt­ir fram­kvæmd­ar­stjóri Festu tæki og tól sem styðja við notk­un Lofts­lags­mæl­is Festu. Þar ber helst að nefna kennslu­mynd­band þar sem far­ið er í gegn­um notk­un mæl­is­ins skref fyr­ir skref, far­ið yf­ir hvaða gögn þarf  til að mæla los­un og hvar má nálg­ast þau – sjá hér. Auk þess hef­ur Festa tek­ið sam­an reynslu­sög­ur fimm fyr­ir­tækja sem und­ir­rit­uðu Lofts­lags­yf­ir­lýs­ingu Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar 2015 þar sem full­trú­ar þeirra lýsa þeirra veg­ferð og leggja fram ráð til þeirra sem eru að hefja sína veg­ferð – sjá hér. Á næstu vik­um mun fé­lag­ið þá gefa út hand­bók fyr­ir þá að­ila sem eru að vinna í því að setja sér stefnu í lofts­lags­mál­um og hefja mæl­ing­ar á los­un.

Lofts­lags­mæli Festu má nálg­ast á Lofts­lags­mæl­ir Festu (clima­tepul­se.is) og í excel formi á heima­síðu Festu Lofts­lag­markmið – Festa (sam­felagsa­byrgd.is)

Fréttayfirlit

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is