11. október 2019

Lofts­lags­við­ur­kenn­ing Reykja­vík­ur og Festu

Markmið við­ur­kenn­ing­ar­inn­ar er að vekja at­hygli á því sem vel er gert í lofts­lags­mál­um og vera hvatn­ing. Til­nefn­ing­arn­ar geta ver­ið frá að­il­un­um sjálf­um eða öðr­um. Ósk­að er eft­ir rök­stuðn­ingi með til­nefn­ing­unni og bent skal á að hægt er að styðj­ast við eyðu­blað á vef­síð­unni reykja­vik.is/lofts­lags­vidur­kenn­ing

Leit­að er eft­ir til­nefn­ing­um um fyr­ir­tæki, fé­laga­sam­tök, stofn­an­ir eða ein­stak­linga vegna lofts­lags­við­ur­kenn­ing­ar Reykja­vík­ur­borg­ar og Festu fyr­ir ár­ið 2019.

 

Til­lög­ur þurfa að ber­ast fyr­ir 29. októ­ber 2019 merkt­ar „Lofts­lags­við­ur­kenn­ing 2019“ á net­fang­ið [email protected]­vik.is eða með pósti til Reykja­vík­ur­borg­ar, Borg­ar­tún 12 – 14, 105 Reykja­vík. Við­ur­kenn­ing­in verð­ur af­hent á lofts­lags­fundi Reykja­vík­ur­borg­ar og Festu 29. nóv­em­ber 2019.

Lofts­lags­við­ur­kenn­ing Reykja­vík­ur­borg­ar og Festu er við­ur­kenn­ing á fram­lagi til lofts­lags­mála. Dóm­nefnd­in byggi val sitt á ár­angri og að­gerð­um sem fyr­ir­tæki, fé­laga­sam­tök, stofn­an­ir eða ein­stak­ling­ar hafa grip­ið til í þeim til­gangi að upp­lýsa og fræða um lofts­lags­mál, draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda og setja fram nýj­ar lausn­ir í lofts­lags­mál­um.

Við­ur­kenn­ing­in var veitt í fyrsta sinn 2017. Þau sem hafa hlot­ið við­ur­kenn­ing­una hing­að til eru:

2018: Klapp­ir Græn­ar Lausn­ir hf. Auk þess voru 3 til­nefnd: ÁTVR, Efla verk­fræðiskrif­stofa og IKEA.
2017: .Brim. Auk þess hlaut vef­ur­inn lofts­lag.is fræðslu- og upp­lýs­inga­við­ur­kenn­ingu vegna lofts­lags­mála og ISA­VIA hlaut hvatn­ing­ar­við­ur­kenn­ingu.
Tengl­ar

Nán­ari upp­lýs­ing­ar má nálg­ast hér.

 

Fréttayfirlit