11. október 2019

Lofts­lags­við­ur­kenning Reykja­víkur og Festu

Markmið viður­kenn­ing­ar­innar er að vekja athygli á því sem vel er gert í lofts­lags­málum og vera hvatning. Tilnefn­ing­arnar geta verið frá aðil­unum sjálfum eða öðrum. Óskað er eftir rökstuðn­ingi með tilnefn­ing­unni og bent skal á að hægt er að styðjast við eyðu­blað á vefsíð­unni reykjavik.is/lofts­lags­vidur­kenning

Leitað er eftir tilnefn­ingum um fyrir­tæki, félaga­samtök, stofn­anir eða einstak­linga vegna lofts­lags­við­ur­kenn­ingar Reykja­vík­ur­borgar og Festu fyrir árið 2019.

 

Tillögur þurfa að berast fyrir 29. október 2019 merktar „Lofts­lags­við­ur­kenning 2019“ á netfangið [email protected] eða með pósti til Reykja­vík­ur­borgar, Borg­artún 12 – 14, 105 Reykjavík. Viður­kenn­ingin verður afhent á lofts­lags­fundi Reykja­vík­ur­borgar og Festu 29. nóvember 2019.

Lofts­lags­við­ur­kenning Reykja­vík­ur­borgar og Festu er viður­kenning á fram­lagi til lofts­lags­mála. Dómnefndin byggi val sitt á árangri og aðgerðum sem fyrir­tæki, félaga­samtök, stofn­anir eða einstak­lingar hafa gripið til í þeim tilgangi að upplýsa og fræða um lofts­lagsmál, draga úr losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda og setja fram nýjar lausnir í lofts­lags­málum.

Viður­kenn­ingin var veitt í fyrsta sinn 2017. Þau sem hafa hlotið viður­kenn­inguna hingað til eru:

2018: Klappir Grænar Lausnir hf. Auk þess voru 3 tilnefnd: ÁTVR, Efla verk­fræðiskrif­stofa og IKEA.
2017: .Brim. Auk þess hlaut vefurinn loftslag.is fræðslu- og upplýs­inga­við­ur­kenn­ingu vegna lofts­lags­mála og ISAVIA hlaut hvatn­ing­ar­við­ur­kenn­ingu.
Tenglar

Nánari upplýs­ingar má nálgast hér.

 

 

Fréttayfirlit