Árlegur Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar fer fram þann 27.nóvember 2020.
Á fundinum verður veitt árleg loftslagsviðurkenning – markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning. Tilnefningarnar geta verið frá aðilunum sjálfum eða öðrum.
Hægt er að tilnefna fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir eða einstaklinga. Tilnefningar þurfa að berast fyrir 27. október en viðurkenningin verður veitt á loftslagsfundi þann 27. nóvember.
EFLA var handhafi loftslagsviðurkenningarinnar fyrir árið 2019, nánar má lesa um Loftslagsfund Festu og Reykjavíkurborgar 2019 hér.