29. nóvember 2019

Lofts­lags­mæl­ir Festu og Lofts­lags­við­ur­kenn­ing 2019

Á Lofts­lags­fundi Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar þann 29.nóv­em­ber var vefút­gáfa Lofts­lags­mæl­is Festu kynnt sem gjöf til sam­fé­lags­ins. Lofts­lags­mæl­ir­inn er hugs­að­ur fyr­ir lít­il og með­al­stór fyr­ir­tæki og hverskyns skipu­lags­heild­ir sem eru að byrja að mæla kol­efn­is­spor sitt og áhrif á um­hverf­ið.

Lofts­lags­mæli Festu má nálg­ast á vef­slóð­inni: clima­tepul­se.is

Rán Sig­ur­jóns­dótt­ir, 16 ára Kvenna­skóla­nemi, tók að sér að gera kynn­ing­ar­mynd­band um ferl­ið á bak við hönn­un mæl­is­ins  – mynd­band­ið má nálg­ast hér.

Þeg­ar kyn­slóð­ir koma sam­an

Lofts­lags­mæl­ir­inn var for­rit­að­ur af þrem­ur ung­menn­um sem tóku verk­efn­ið að sér og gáfu vinnu sína til verks­ins. Ey­þór Máni Stein­ars­son, Hann­es Árni Hann­es­son og Sólon Örn Sæv­ars­son settu sér það markmið að búa til vefút­gáfu í 24 tíma hakka­þoni með Festu á menn­ing­arnótt 23. ág­úst 2019 og afrakst­ur­inn var betr­um­bætt vefút­gáfa Lofts­lags­mæl­is­ins sem verð­ur að­gengi­leg­ur öll­um á net­inu.

“Okk­ur lang­aði að leggja okk­ar af mörk­um í bar­átt­unni gegn lofts­lags­vánni. Okk­ur finnst að ábyrgð­in hef­ur ver­ið færð of mik­ið á ein­stak­linga frek­ar en fyr­ir­tæki. Við er­um mjög þakk­lát­ir fyr­ir að fá að taka þátt í verk­efn­inu sem ger­ir fyr­ir­tækj­um kleift að axla ábyrgð á áhrif­um sín­um á um­hverf­ið.”  segja þeir Ey­þór Máni, Hann­es og Sólon

Hrund fram­kvæmda­stjóri Festu sem leiddi verk­efn­ið fyr­ir hönd Festu seg­ir seg­ir það hafa ver­ið gríð­ar­lega inn­spírer­andi og gef­andi að fylgj­ast með vefút­gáfu Lofts­lags­mæl­is Festu verða að veru­leika: “Hann er Gjöf til sam­fé­lags­ins og hefði aldrei orð­ið til, ef ekki væri fyr­ir ör­læti og sterk­an ásetn­ing ungu drengj­anna og sér­fræð­inga­hóps Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar. Lofts­lags­mæl­ir­inn er Gjöf til sam­fé­lags­ins, vinn­an á bak við hann og virkni hans er okk­ur öll­um mik­il­vægt leið­ar­ljós og hvatn­ing.”

Í til­efni af Par­ís­ar­ráð­stefn­unni um lofts­lags­mál (COP21) ár­ið 2015 áttu Reykja­vík­ur­borg og Festa frum­kvæði að því að for­stjór­ar yf­ir eitt hundrað fyr­ir­tækja skrif­uðu und­ir Lofts­lags­yf­ir­lýs­ingu Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar sem fel­ur í sér að draga úr gróð­ur­húsaloft­teg­und­um, minnka úr­gang, mæla ár­ang­ur og birta hann. Á þeim tíma var ekki til reikni­vél til að mæla kol­efn­is­spor fyr­ir­tækja. Því var sett­ur sam­an hóp­ur sér­fræð­inga úr at­vinnu­líf­inu, frá Festu og Reykja­vík­ur­borg sem þró­uðu reikni­vél, eða Lofts­lags­mæl­ir­inn sem hef­ur ver­ið að­gengi­leg­ur í formi excels skjals á

Frá upp­hafi hafa sér­fræð­inga­hóp­inn set­ið: Þór­hild­ur Ósk Hall­dórs­dótt­ir og Hrönn Hrafns­dótt­ir hjá Reykja­vík­ur­borg, Sig­urpáll Ingi­bergs­son hjá Vín­búð­inni/ÁTVR, Marta Rós Karls­dótt­ir hjá Orku­veitu Reykja­vík­ur og Eva Yngva­dótt­ir hjá EFLU. Jó­hanna Harpa Árna­dótt­ir hjá Lands­virkj­un og stjórn­ar­mað­ur Festu, Snjó­laug Ólafs­dótt­ir ráð­gjafi og starfs­fólk Festu hef­ur einnig starf­að með hópn­um. Sér­fæð­inga­hóp­ur­inn legg­ur metn­að sinn í að mæl­ir­inn sé byggð­ur á bestu mögu­legu mæli­kvörð­um og stuðl­um með ár­legri upp­færslu á þeim sem eru birt­ar inni í Lofts­lags­mæl­in­um. Núna í ár gaf svo yngri kyn­slóð­in vinnu sína og sér­þekk­ingu til að út­færa og hanna Lofts­lags­mæl­ir­inn í vefút­gáfu.

 

 

Lofts­lags­fund­ur Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar fór fram í Hörpu und­ir yf­ir­skrift­inni Hvað er­um við til­bú­in til að gera? Þar voru tek­in dæmi um hvað yf­ir­völd og fyr­ir­tæki eru að gera í reynd til að draga úr áhrif­um lofts­lags­breyt­inga. Um­hverf­is­ráð­herra og borg­ar­stjóri ávörp­uðu fund­inn og var

Lofts­lags­við­ur­kenn­ing fyr­ir ár­ið 2019 af­hent því fyr­ir­tæki sem tal­ið var hafa skar­að fram úr á ár­inu á sviði lofts­lags­mála.

 

Lofts­lags­við­ur­kenn­ingu 2019 hlýt­ur EFLA

Það fyr­ir­tæki sem tal­ið var hafa skar­að fram úr á ár­inu á sviði lofts­lags­mála ár­ið 2019 er EFLA verk­fræði­stofa.  

Við mat­ið var horft til ým­issa þátta, einkum til þess ár­ang­urs sem þeg­ar hef­ur náðst við að draga úr heild­ar­los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda. EFLA hef­ur dreg­ið úr heild­ar­los­un sinni á milli ára þrátt fyr­ir fjölg­un stöðu­gilda og nam kol­efn­is­spor fyr­ir­tæk­is­ins án bind­ing­ar 416 tonn­um ár­ið 2018 sam­an­bor­ið við 480 tonn ár­ið 2017.

Starfs­fólki EFLU hef­ur einnig tek­ist að draga úr mynd­un úr­gangs, þ.e. papp­írs­notk­un, um 400 kg á milli ára. Þá hef­ur EFLA tek­ið virk­an þátt í þró­un um­hverf­i­s­vænna lausna sem styðja sam­fé­lag­ið, en hlut­verk EFLU er að koma fram með lausn­ir sem stuðla að fram­förum og efla sam­fé­lag­ið. Um­hverf­is­stjórn­un hef­ur ver­ið samof­in starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins allt frá ár­inu 2004 þeg­ar það fékk vott­un á um­hverf­is­stjórn­un skv. ISO 14001 staðl­in­um og var þar með orð­ið eitt af fyrstu fyr­ir­tækj­um lands­ins til að fá slíka vott­un. Mark­visst er horft til lofts­lags­áhrifa í verk­efn­um og við ráð­gjöf og nær um­hverf­is­stjórn­un til allr­ar starf­semi EFLU bæði inn­an­lands og er­lend­is.

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri veitti við­ur­kenn­ing­una.

Lofts­lags­yf­ir­lýs­ing Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar

Fyr­ir fund­inn und­ir­rit­uðu Skelj­ung­ur og Meet in Reykja­vík Lofts­lags­yf­ir­lýs­ingu Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar.

Pét­ur Árni Jóns­son for­stjóri Skelj­ungs og Hild­ur Bær­ings­dótt­ir deilda­stjóri ráð­stefnu­verk­efni hjá Meet in Reykja­vík skrif­uðu und­ir ásamt Degi B. Eggerts­syni borg­ar­stjóra og Hrund Gunn­steins­dótt­ur fram­kvæmd­ar­stjóra Festu.

Upp­töku af fund­in­um má nálg­ast hér.

Mynd­ir:  Sig­ur­jón Ragn­ar

Fréttayfirlit