29. nóvember 2019

Lofts­lags­mæl­ir Festu og Lofts­lags­við­ur­kenn­ing 2019

Á Loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar þann 29.nóvember var vefútgáfa Loftslagsmælis Festu kynnt sem gjöf til samfélagsins. Loftslagsmælirinn er hugsaður fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og hverskyns skipulagsheildir sem eru að byrja að mæla kolefnisspor sitt og áhrif á umhverfið.

Loftslagsmæli Festu má nálgast á vefslóðinni: climatepulse.is

Rán Sigurjónsdóttir, 16 ára Kvennaskólanemi, tók að sér að gera kynningarmyndband um ferlið á bak við hönnun mælisins  – myndbandið má nálgast hér.

Þegar kynslóðir koma saman

Loftslagsmælirinn var forritaður af þremur ungmennum sem tóku verkefnið að sér og gáfu vinnu sína til verksins. Eyþór Máni Steinarsson, Hannes Árni Hannesson og Sólon Örn Sævarsson settu sér það markmið að búa til vefútgáfu í 24 tíma hakkaþoni með Festu á menningarnótt 23. ágúst 2019 og afraksturinn var betrumbætt vefútgáfa Loftslagsmælisins sem verður aðgengilegur öllum á netinu.

“Okkur langaði að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn loftslagsvánni. Okkur finnst að ábyrgðin hefur verið færð of mikið á einstaklinga frekar en fyrirtæki. Við erum mjög þakklátir fyrir að fá að taka þátt í verkefninu sem gerir fyrirtækjum kleift að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfið.”  segja þeir Eyþór Máni, Hannes og Sólon

Hrund framkvæmdastjóri Festu sem leiddi verkefnið fyrir hönd Festu segir segir það hafa verið gríðarlega innspírerandi og gefandi að fylgjast með vefútgáfu Loftslagsmælis Festu verða að veruleika: “Hann er Gjöf til samfélagsins og hefði aldrei orðið til, ef ekki væri fyrir örlæti og sterkan ásetning ungu drengjanna og sérfræðingahóps Festu og Reykjavíkurborgar. Loftslagsmælirinn er Gjöf til samfélagsins, vinnan á bak við hann og virkni hans er okkur öllum mikilvægt leiðarljós og hvatning.”

Í tilefni af Parísarráðstefnunni um loftslagsmál (COP21) árið 2015 áttu Reykjavíkurborg og Festa frumkvæði að því að forstjórar yfir eitt hundrað fyrirtækja skrifuðu undir Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar sem felur í sér að draga úr gróðurhúsalofttegundum, minnka úrgang, mæla árangur og birta hann. Á þeim tíma var ekki til reiknivél til að mæla kolefnisspor fyrirtækja. Því var settur saman hópur sérfræðinga úr atvinnulífinu, frá Festu og Reykjavíkurborg sem þróuðu reiknivél, eða Loftslagsmælirinn sem hefur verið aðgengilegur í formi excels skjals á

Frá upphafi hafa sérfræðingahópinn setið: Þórhildur Ósk Halldórsdóttir og Hrönn Hrafnsdóttir hjá Reykjavíkurborg, Sigurpáll Ingibergsson hjá Vínbúðinni/ÁTVR, Marta Rós Karlsdóttir hjá Orkuveitu Reykjavíkur og Eva Yngvadóttir hjá EFLU. Jóhanna Harpa Árnadóttir hjá Landsvirkjun og stjórnarmaður Festu, Snjólaug Ólafsdóttir ráðgjafi og starfsfólk Festu hefur einnig starfað með hópnum. Sérfæðingahópurinn leggur metnað sinn í að mælirinn sé byggður á bestu mögulegu mælikvörðum og stuðlum með árlegri uppfærslu á þeim sem eru birtar inni í Loftslagsmælinum. Núna í ár gaf svo yngri kynslóðin vinnu sína og sérþekkingu til að útfæra og hanna Loftslagsmælirinn í vefútgáfu.

 

 

Loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar fór fram í Hörpu undir yfirskriftinni Hvað erum við tilbúin til að gera? Þar voru tekin dæmi um hvað yfirvöld og fyrirtæki eru að gera í reynd til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. Umhverfisráðherra og borgarstjóri ávörpuðu fundinn og var

Loftslagsviðurkenning fyrir árið 2019 afhent því fyrirtæki sem talið var hafa skarað fram úr á árinu á sviði loftslagsmála.

 

Loftslagsviðurkenningu 2019 hlýtur EFLA

Það fyrirtæki sem talið var hafa skarað fram úr á árinu á sviði loftslagsmála árið 2019 er EFLA verkfræðistofa.  

Við matið var horft til ýmissa þátta, einkum til þess árangurs sem þegar hefur náðst við að draga úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. EFLA hefur dregið úr heildarlosun sinni á milli ára þrátt fyrir fjölgun stöðugilda og nam kolefnisspor fyrirtækisins án bindingar 416 tonnum árið 2018 samanborið við 480 tonn árið 2017.

Starfsfólki EFLU hefur einnig tekist að draga úr myndun úrgangs, þ.e. pappírsnotkun, um 400 kg á milli ára. Þá hefur EFLA tekið virkan þátt í þróun umhverfisvænna lausna sem styðja samfélagið, en hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum og efla samfélagið. Umhverfisstjórnun hefur verið samofin starfsemi fyrirtækisins allt frá árinu 2004 þegar það fékk vottun á umhverfisstjórnun skv. ISO 14001 staðlinum og var þar með orðið eitt af fyrstu fyrirtækjum landsins til að fá slíka vottun. Markvisst er horft til loftslagsáhrifa í verkefnum og við ráðgjöf og nær umhverfisstjórnun til allrar starfsemi EFLU bæði innanlands og erlendis.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti viðurkenninguna.

Loftslagsyfirlýsing Festu og Reykjavíkurborgar

Fyrir fundinn undirrituðu Skeljungur og Meet in Reykjavík Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar.

Pétur Árni Jónsson forstjóri Skeljungs og Hildur Bæringsdóttir deildastjóri ráðstefnuverkefni hjá Meet in Reykjavík skrifuðu undir ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Hrund Gunnsteinsdóttur framkvæmdarstjóra Festu.

Upptöku af fundinum má nálgast hér.

Myndir:  Sigurjón Ragnar

Fréttayfirlit

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is