29. nóvember 2019

Lofts­lags­mælir Festu og Lofts­lags­við­ur­kenning 2019

Á Lofts­lags­fundi Festu og Reykja­vík­ur­borgar þann 29.nóvember var vefút­gáfa Lofts­lags­mælis Festu kynntur sem gjöf til samfé­lagsins. Lofts­lags­mæl­irinn er hugs­aður fyrir lítil og meðal­stór fyrir­tæki og hverskyns skipu­lags­heildir sem eru að byrja að mæla kolefn­is­spor sitt og áhrif á umhverfið.

Lofts­lags­mæli Festu má nálgast á vefslóð­inni: clima­tepulse.is

Þegar kynslóðir koma saman

Lofts­lags­mæl­irinn var forrit­aður af þremur ungmennum sem tóku verk­efnið að sér og gáfu vinnu sína til verksins. Eyþór Máni Stein­arsson, Hannes Árni Hann­esson og Sólon Örn Sævarsson settu sér það markmið að búa til vefút­gáfu í 24 tíma hakka­þoni með Festu á menn­ing­arnótt 23. ágúst 2019 og afrakst­urinn var betr­um­bætt vefút­gáfa Lofts­lags­mæl­isins sem verður aðgengi­legur öllum á netinu.

“Okkur langaði að leggja okkar af mörkum í barátt­unni gegn lofts­lags­vánni. Okkur finnst að ábyrgðin hefur verið færð of mikið á einstak­linga frekar en fyrir­tæki. Við erum mjög þakk­látir fyrir að fá að taka þátt í verk­efninu sem gerir fyrir­tækjum kleift að axla ábyrgð á áhrifum sínum á umhverfið.”  segja þeir Eyþór Máni, Hannes og Sólon

Hrund fram­kvæmda­stjóri Festu sem leiddi verk­efnið fyrir hönd Festu segir segir það hafa verið gríð­ar­lega innspírer­andi og gefandi að fylgjast með vefút­gáfu Lofts­lags­mælis Festu verða að veru­leika: “Hann er Gjöf til samfé­lagsins og hefði aldrei orðið til, ef ekki væri fyrir örlæti og sterkan ásetning ungu drengj­anna og sérfræð­inga­hóps Festu og Reykja­vík­ur­borgar. Lofts­lags­mæl­irinn er Gjöf til samfé­lagsins, vinnan á bak við hann og virkni hans er okkur öllum mikil­vægt leið­ar­ljós og hvatning.”

Í tilefni af París­ar­ráð­stefn­unni um lofts­lagsmál (COP21) árið 2015 áttu Reykja­vík­ur­borg og Festa frum­kvæði að því að forstjórar yfir eitt hundrað fyrir­tækja skrifuðu undir Lofts­lags­yf­ir­lýs­ingu Festu og Reykja­vík­ur­borgar sem felur í sér að draga úr gróð­ur­húsaloft­teg­undum, minnka úrgang, mæla árangur og birta hann. Á þeim tíma var ekki til reiknivél til að mæla kolefn­is­spor fyrir­tækja. Því var settur saman hópur sérfræð­inga úr atvinnu­lífinu, frá Festu og Reykja­vík­ur­borg sem þróuðu reiknivél, eða Lofts­lags­mæl­irinn sem hefur verið aðgengi­legur í formi excels skjals á

Frá upphafi hafa sérfræð­inga­hópinn setið: Þórhildur Ósk Hall­dórs­dóttir og Hrönn Hrafns­dóttir hjá Reykja­vík­ur­borg, Sigurpáll Ingi­bergsson hjá Vínbúð­inni/ÁTVR, Marta Rós Karls­dóttir hjá Orku­veitu Reykja­víkur og Eva Yngva­dóttir hjá EFLU. Jóhanna Harpa Árna­dóttir hjá Lands­virkjun og stjórn­ar­maður Festu, Sólveig Ólafs­dóttir ráðgjafi og starfs­fólk Festu hefur einnig starfað með hópnum. Sérfæð­inga­hóp­urinn leggur metnað sinn í að mælirinn sé byggður á bestu mögu­legu mæli­kvörðum og stuðlum með árlegri uppfærslu á þeim sem eru birtar inni í Lofts­lags­mæl­inum. Núna í ár gaf svo yngri kynslóðin vinnu sína og sérþekk­ingu til að útfæra og hanna Lofts­lags­mæl­irinn í vefút­gáfu.

 

Lofts­lags­fundur Festu og Reykja­vík­ur­borgar fór fram í Hörpu undir yfir­skrift­inni Hvað erum við tilbúin til að gera? Þar voru tekin dæmi um hvað yfir­völd og fyrir­tæki eru að gera í reynd til að draga úr áhrifum lofts­lags­breyt­inga. Umhverf­is­ráð­herra og borg­ar­stjóri ávörpuðu fundinn og var Lofts­lags­við­ur­kenning fyrir árið 2019 afhent því fyrir­tæki sem talið var hafa skarað fram úr á árinu á sviði lofts­lags­mála.

Lofts­lags­við­ur­kenn­ingu 2019 hlýtur EFLA

Það fyrir­tæki sem talið var hafa skarað fram úr á árinu á sviði lofts­lags­mála árið 2019 er EFLA verk­fræði­stofa.  

Við matið var horft til ýmissa þátta, einkum til þess árangurs sem þegar hefur náðst við að draga úr heild­ar­losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda. EFLA hefur dregið úr heild­ar­losun sinni á milli ára þrátt fyrir fjölgun stöðu­gilda og nam kolefn­is­spor fyrir­tæk­isins án bind­ingar 416 tonnum árið 2018 saman­borið við 480 tonn árið 2017.

Starfs­fólki EFLU hefur einnig tekist að draga úr myndun úrgangs, þ.e. papp­írs­notkun, um 400 kg á milli ára. Þá hefur EFLA tekið virkan þátt í þróun umhverf­i­s­vænna lausna sem styðja samfé­lagið, en hlut­verk EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að fram­förum og efla samfé­lagið. Umhverf­is­stjórnun hefur verið samofin starf­semi fyrir­tæk­isins allt frá árinu 2004 þegar það fékk vottun á umhverf­is­stjórnun skv. ISO 14001 staðl­inum og var þar með orðið eitt af fyrstu fyrir­tækjum landsins til að fá slíka vottun. Mark­visst er horft til lofts­lags­áhrifa í verk­efnum og við ráðgjöf og nær umhverf­is­stjórnun til allrar starf­semi EFLU bæði innan­lands og erlendis.

Dagur B. Eggertsson borg­ar­stjóri veitti viður­kenn­inguna.

Lofts­lags­yf­ir­lýsing Festu og Reykja­vík­ur­borgar

Fyrir fundinn undir­rituðu Skelj­ungur og Meet in Reykjavík Lofts­lags­yf­ir­lýs­ingu Festu og Reykja­vík­ur­borgar.

Pétur Árni Jónsson forstjóri Skelj­ungs og Hildur Bærings­dóttir deilda­stjóri ráðstefnu­verk­efni hjá Meet in Reykjavík skrifuðu undir ásamt Degi B. Eggerts­syni borg­ar­stjóra og Hrund Gunn­steins­dóttur fram­kvæmd­ar­stjóra Festu.

 

 

Upptöku af fund­inum má nálgast hér.

Myndir:  Sigurjón Ragnar

Fréttayfirlit