29. nóvember 2020

Lofts­lags­fund­ur Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar 2020

Lofts­lags­mál­in eru hópí­þrótt – liðs­and­inn skipt­ir miklu máli. Hall­dór Þor­geirs­son

Lofts­lags­fund­ur Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar var hald­inn föstu­dag­inn 27.nóv­em­ber og var í beinu streymi frá Tjarn­ar­sal Ráð­húss Reykja­vík­ur.

Í ár eru fimm ár lið­in frá því að þjóð­ir heims und­ir­rit­uðu Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið og settu sér það markmið að halda hlýn­un jarð­ar inn­an við 2°C og þá helst nærri 1,5°C. Einnig eru lið­in fimm ár frá því að lofts­lags­yf­ir­lýs­ing Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar var und­ir­rit­uð í Höfða af rúm­lega hundrað stjórn­end­um fyr­ir­tækja og stofn­ana.  Í er­ind­um fund­ar­ins var far­ið yf­ir hvað hef­ur gerst á þess­um fimm ár­um og far­ið yf­ir þær gríð­ar­legu breyt­ing­ar og áskor­an­ir sem eru í far­vatn­inu á næstu fimm ár­um.

 

Tóm­as N. Möller formað­ur Festu, Hall­dór Þor­geirr­son formað­ur Lofts­lags­ráðs og Birta Krist­ín Helga­dótt­ir verk­efna­stjóri Græn­vang­urs

Á fund­in­um heyrð­um við hag­nýt og öfl­ug er­indi sem vís­uðu okk­ur á næstu skref í átt að mark­mið­un­um sem við sett­um okk­ur í Par­ís ár­ið 2015. Um­hverf­is- og auð­linda­ráð­herra tók líkt og síð­ustu ár virk­an þátt í fund­in­um með okk­ur og er­um við af­ar þakk­lát fyr­ir hans stuðn­ing við verk­efn­ið, í er­indi hans feng­um við að heyra hvað er framund­an í lofts­lags­að­gerð­um stjórn­valda og þau skref sem tek­in hafa ver­ið til að stór­efla stjórn­sýslu lofts­lags­mála. Fund­ur­inn fór fram á sama tíma og rík­is­stjórn­ar­fund­ur og flutti ráð­herra okk­ur því er­indi sitt í gegn­um upp­töku.

Gunn­hild­ur Fríða, ung­ur lofts­lagsakitivsti, sem við vor­um svo hepp­in að fá til liðs við okk­ur og flutti hún okk­ur er­indi sitt frá Flat­eyri þar sem hún stund­ar nám. Gunn­hild­ur hvatti fyr­ir­tæki til að setja skýr­ar mæl­an­leg­ar ein­ing­ar, töl­ur og dag­setn­ing­ar, í lofts­lags­markmið sín. Hún lagði þá til að á kaffi­stof­um fyr­ir­tækja ætti að blasa við öll­um upp­lýs­ing­ar um hvernig okk­ur geng­ur sem þjóð að vinna að los­un­ar­mark­mið­um okk­ar.

Formað­ur Festu, Tóm­as N. Möller, fór yf­ir hvaða hag­nýtu leið­ir eru að­gengi­leg­ar fyr­ir­tækj­um þeg­ar kem­ur að lofts­lags­mark­mið­um ásamt því að fara yf­ir þær fimm að­gerð­ir sem al­þjóð­lega ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­ið McKins­ey seg­ir í ný­legri skýrslu, „Clima­te math: What a 1.5-degree pat­hway would take“, að þurfi að ráð­ast í til þess að ná helm­ings minnk­un kol­efn­is­los­un­ar fyr­ir ár­ið 203o.

Græn­vang­ur, sam­starfs­vett­vang­ur stjórn­valda og at­vinnu­lífs­ins um lofts­lags­mál, tók þátt í fund­in­um með okk­ur í ár. Birta K. Helga­dótt­ir, verk­efna­stjóri Græn­vang­urs, sagði okk­ur frá þeim að­gerð­um sem Græn­vang­ur hef­ur ver­ið að vinna að til að inn­leiða græn skref í rekst­ur og þau tæki og tól sem þau mæla með í þeirri veg­ferð fyr­ir­tækja.

Við feng­um þá til liðs við okk­ur þrjú fyr­ir­tæki sem hafa und­ir­rit­að Lofts­lags­yf­ir­lýs­ing­una og eru til fyr­ir­mynd­ar í fram­kvæmd­um sem snúa að lofts­lags­að­gerð­um, þau sögðu á fund­in­um í stuttu máli frá sinni veg­ferð. Þetta voru Vörð­ur, Ís­lands­hót­el og Advania – það var Hulda Gunn­ars­dótt­ir hjá upp­lýs­inga­deild Rvk­borg­ar sem sá um að taka upp og fram­leiða kynn­ing­ar frá þess­um fyr­ir­tækj­um.

Að lok­um heyrð­um við svo frá Hall­dóri Þor­geirs­syni, for­manni Lofts­lags­ráðs, og Michael Nevin sendi­herra Bret­lands á Ís­landi. Hall­dór hvatti okk­ur til að líta á veg­ferð­ina í þrem­ur áhersl­um:

  • Taka ábyrgð
  • Virkt sam­tal
  • Sókn

Við þurfm að taka ábyrgð á okk­ar los­un og byrja að horfa á kol­efnisein­ing­ar sem verð­mæti. Með sam­tal­inu leið­um við úr læð­ingi sam­taka­mátt og skap­andi öfl. Núna er tím­inn fyr­ir SÓKN, kapp­hlaup­ið um sam­kepnni um kol­efn­is­hlut­leysi fram­tíð­ar­inn­ar er haf­ið – það er eina hag­kerf­ið sem verð­ur í boði. Skila­boð sendi­herr­ans voru í sama anda, bæði Ís­land og Bret­land þurfa að fara í sókn og herða á að­gerð­um, og um það snýst COP26 fund­ur­inn í Glasgow á næsta ári. Þar verða all­ir að­il­ar að­il­ar kall­að­ir að borð­inu í þeim til­gangi að:” Mobiliz­ing coaliti­ons to reach net zero.”

Par­is was about the agreement. Glasgow about how you are go­ing to do it. Michael Nevin
Erla Tryggva­dótt­ir vara­formað­ur Festu, Michael Nevin sendi­herra UK á Ís­landi og Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir sem ávarp­aði fund­inn frá Flat­eyri þar sem hún stund­ar nám
Hvað veld­ur töf­um? Núna er rétti tím­inn til að taka stór skref. Lát­um tím­ann vera núna!. Gunn­hild­ur Fríða

Fyr­ir fund­inn fór fram form­leg und­ir­rit­un þeirra fyr­ir­tækja sem hafa bæst við í hóp und­ir­rit­un­ar að­ila að Lofts­lags­yf­ir­lýs­ingu Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar. Í ár voru það 3 fyr­ir­tæki sem öll hafa sett sér metn­að­ar­full markmið í anda yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar og eru hvert, á sínu sviði til fyr­ir­mynd­ar, þeg­ar kem­ur að lofts­lagsvæn­um rekstri.

Frá und­ir­rit­un Lofts­lags­yf­ir­lýs­ing­ar Festu og Rvk­borg­ar: ásamt Hrund Gunn­steins­dótt­ur fram­kvæmd­ar­stjóra Festu og Degi B. Eggers­syni, Æg­ir Már Þór­is­son for­stjóri Advania, Helgi R. Ósk­ars­son og Bjarney Harð­ar­dótt­ir eig­end­ur 66° Norð­ur og Ólaf­ur Guð­munds­son eig­andi Nátt­hrafns

Lofts­lags­við­ur­kenn­ing Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar var nú veitt í fjórða sinn. Markmið við­ur­kenn­ing­ar­inn­ar er að vekja at­hygli á því sem vel er gert í lofts­lags­mál­um og vera hvatn­ing til annarra. Við mat­ið var horft til ým­issa þátta, einkum til þess ár­ang­urs sem þeg­ar hef­ur náðst við að draga úr heild­ar­los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda. Lofts­lags­við­ur­kenn­ingu Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar ár­ið 2020 hlaut Land­spít­al­inn.

Sér­stök ný­sköp­un­ar­við­ur­kenn­ing var nú veitt í fyrsta sinn en hana hlaut ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem hef­ur náð eft­ir­tekt­ar­verð­um ár­angri í þágu lofts­lags­mála. Ný­sköp­un og upp­bygg­ing er ní­unda heims­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna enda er ný­sköp­un mik­il­væg­ur lið­ur í því að stemma stigu við lofts­lags­vand­an­um. Ný­sköp­un­ar­við­ur­kenn­ingu Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar ár­ið 2020 fær Car­bfix.

Nán­ar um verð­laun­in og nið­ur­stöð­ur dóm­nefnd­ar – hér.

Verð­launa­haf­ar ásamt borg­ar­stjóra og fram­kvæmd­ar­stjóra og for­manni Festu

Fund­ur­inn mark­aði fimm ár frá upp­hafi sam­starfs Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar ut­an um Lofts­lags­yf­ir­lýs­ing­una. Á þeim tíma hafa ver­ið hald­in fjöldi nám­skeiða og vinnu­stofa, tug­ir fyr­ir­tækja hafa bæst í hóp­inn, lofts­lags­mæl­ir­inn hef­ur hald­ið áfram að þró­ast og ár­leg­ir lofts­lags­fund­ir orð­ið öfl­ugri með hverju ár­inu.

Eitt af því sem fylg­ir ár­leg­um Lofts­lags­fundi er upp­færsla á Lofts­lags­mæli Festu, sem er op­in öll­um án end­ur­gjalds á www.clima­tepul­se.is.

Við er­um full eft­ir­vænt­ing­ar fyr­ir næstu fimm ár­um þar sem við stefn­um á stór og hug­rökk skref og tök­um með okk­ur eld­móð­in frá Lofts­lags­fundi árs­ins – tök­um ábyrgð, virkj­um öfl­ugt sam­tal og för­um sam­an í sókn.

Festa og Reykjavíkurborg: Hrund Gunnsteinsdóttir, Tómas N. Möller, Dagur B. Eggertsson, Harpa Júlíusdóttir og Erla Tryggvadóttir
  • Upp­taka frá fund­in­um – hér
  • Er­indi Gunn­hild­ar Fríðu ásamt við­tali við Gunn­hildi á Vísi – hér
  • Tóm­as N. Möller formað­ur Festu með grein í Við­skipta­blað­inu  – hér
  • Borg­ar­stjóri fjall­ar um fund­inn í há­deg­is­frétt­um Rás 2 – hér

 

Mynd­ir: Sig­ur­jón Ragn­ar

Fréttayfirlit

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is