27. nóvember 2019

Lands­virkj­un hlýt­ur Hvatn­ing­ar­verð­laun jafn­rétt­is­mála 2019

 

Lands­virkj­un hlýt­ur Hvatn­ing­ar­verð­laun jafn­rétt­is­mála ár­ið 2019 en þau voru veitt á fundi um jafn­rétt­is­mál sem hald­inn var í Há­tíða­sal Há­skóla Ís­lands í morg­un. Hörð­ur Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, tók við við­ur­kenn­ing­unni úr hendi Þór­dís­ar Kol­brún­ar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ferða­mála-, iðn­að­ar og ný­sköp­un­ar­ráð­herra.

©Krist­inn Ingvars­son

Hvatn­ing­ar­verð­laun jafn­rétt­is­mála voru nú veitt í sjötta sinn en markmið þeirra er að vekja at­hygli á fyr­ir­tækj­um sem hafa jafn­rétti að leið­ar­ljósi í starf­semi sinni og jafn­framt að hvetja önn­ur fyr­ir­tæki til að gera slíkt hið sama. Verð­laun­in eru veitt fyr­ir­tæki sem hef­ur stuðl­að að jöfn­um mögu­leik­um kynj­anna til starfs­frama, jöfn­um laun­um, jafn­vægi í kynja­hlut­föll­um og auk­inni vit­und um þann ávinn­ing sem jafn­rétti hef­ur fyr­ir fyr­ir­tæk­ið og sam­fé­lag­ið.

Í rök­stuðn­ingi dóm­nefnd­ar fyr­ir val­inu kem­ur með­al ann­ars fram: „Land­virkj­un hef­ur lagt ríka áherslu á að skapa góða fyr­ir­tækja­menn­ingu þar sem jafn­rétti og virð­ing fyr­ir fjöl­breyti­leika sam­fé­lags­ins liggja til grund­vall­ar. Tek­ið er mið af jafn­rétt­is­mál­um í heild­ar­stefnu fyr­ir­tæk­is­ins og er ávinn­ing­ur­inn er áþreif­an­leg­ur. Grasrót fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur ver­ið mjög öfl­ug og var að­gerðaráætl­un jafn­rétt­is­mála mynd­uð úr um­bóta­til­lög­um starfs­fólks. Um­fjöll­un um jafn­rétt­is­mál hef­ur ver­ið tek­in upp með fjöl­breytt­um hætti og er for­stjóri eig­andi verk­efn­is­ins og formað­ur jafn­rétt­is­nefnd­ar.
Breið nálg­un við grein­ingu á stöðu jafn­rétt­is í fyr­ir­tæk­inu er í for­grunni. Áð­ur fyrr var lagð­ur frem­ur þröng­ur skiln­ing­ur á jafn­rétt­is­hug­tak­inu og lít­ið horft til veiga­mik­illa at­riða svo sem menn­ing­ar, sýni­leika kvenna og ákvörð­un­ar- og áhrifa­valds þeirra inn­an fyr­ir­tæk­is­ins. Lands­virkj­un hef­ur far­ið fram­sækn­ar leið­ir í innri mark­aðs­setn­ingu á jafn­rétti. Í allri jafn­rétt­is­vinn­unni hef­ur ver­ið haft að leið­ar­ljósi að hjálp­ast að við að skilja jafn­rétti og þróa vinnu­staða­menn­ing­una sam­an sem heild.
Hjá Lands­virkj­un er vilji til að hafa áhrif og miðla jafn­rétt­is­vinnu og hug­mynd­um í sam­fé­lag­inu. Í þeirra hug­um eru jafn­rétt­is­mál ekki átak, það er kom­ið til að vera. Þau eru með­vit­uð um hvar þau standa, hvert þau vilja kom­ast og gera sér grein fyr­ir mik­il­vægi jafn­rétt­is í sjálf­bær­um heimi“.

„Jafn­rétt­is­mál hafa ver­ið í for­gangi hjá okk­ur í Lands­virkj­un und­an­far­in ár. Þeg­ar lagt hef­ur ver­ið af stað í slíka veg­ferð verð­ur ekki aft­ur snú­ið. Með því að vinna mark­visst að jafn­rétti á öll­um svið­um fyr­ir­tæk­is­ins og gera breyt­ing­ar á stóru og smáu er­um við að sjá ár­ang­ur og fyr­ir­tæk­ið er að þró­ast hrað­ar en áð­ur. Það er okk­ur mik­il­vægt, því við vilj­um vera eft­ir­sókn­ar­verð­ur vinnu­stað­ur fyr­ir framúrsk­ar­andi fólk af öll­um kynj­um. Verð­laun­in eru okk­ur mik­il hvatn­ing til að halda áfram á sömu braut,“ seg­ir Hörð­ur Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar.

„Þó að við sé­um í fremstu röð með­al þjóða í jafn­rétt­is­mál­um er­um við skást, ekki best, enda mik­ið eft­ir. Það er mik­il­vægt að fagna því sem vel er gert og Hvatn­ing­ar­verð­laun­in stuðla að því að við höld­um áfram að taka rétt skref í átt að mark­mið­inu. Ég óska Lands­virkj­un til ham­ingju með við­ur­kenn­ing­una og hvet auð­vit­að aðra til að keppa að sama marki,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir

Á fund­in­um í morg­un sagði Hilm­ar Sig­urðs­son, for­stjóri Sagafilm, sem hlaut Hvatn­ing­ar­verð­laun jafn­rétt­is­mála 2018, enn frem­ur frá að­gerð­um og ár­angri fyr­ir­tæks­is­ins í jafn­rétt­is­mál­um og Ás­dís Ýr Pét­urs­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur sam­fé­lags­ábyrgð­ar og sam­skipta hjá Icelanda­ir, fjall­aði um stefnu­mót­un fyr­ir­tæk­is­ins sem snert­ir jafn­frétt­is­mál og sam­fé­lags­ábyrgð. Hún m.a. ger­ir ráð fyr­ir að fjölga kon­um í stétt flug­manna og flug­virkja og körl­um í starfi flug­þjóna.

Ólöf Júlí­us­dótt­ir, sem hef­ur ný­lok­ið doktors­prófi í fé­lags­fræði frá Há­skóla Ís­lands, kynnti enn frem­ur rann­sókn sína en þar leit­að­ist hún við að skýra valda­ó­jafn­vægi kvenna og karla í fram­kvæmda­stjórn­ar­stöð­um í ís­lensku efna­hags­lífi. Hún benti á að þrátt fyr­ir ár­ang­ur í jafn­rétt­is­mál­um hér á landi hefði staða kvenna í æðstu stjórn­enda­stöð­um ekki breyst mik­ið. „Kon­ur taka enn mun meiri ábyrgð heima fyr­ir og karla­menn­ing er enn ríkj­andi í fyr­ir­tækj­um sem kem­ur til að mynda fram í löng­um vinnu­dög­um og kröfu um „mingl“ ferð­ir fjarri heim­il­um. Vilj­um við breyta þessu og þá hvernig?“ spurði hún í er­indi sínu.

Að Hvatn­ing­ar­verð­laun­um jafn­rétt­is­mála standa At­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðu­neyt­ið, Festa – mið­stöð um sam­fé­lags­ábyrgð, Há­skóli Ís­lands, Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og UN Women á Ís­landi.

©Krist­inn Ingvars­son

©Krist­inn Ingvars­son

©Krist­inn Ingvars­son

©Krist­inn Ingvars­son

©Krist­inn Ingvars­son

©Krist­inn Ingvars­son

Fréttayfirlit