27. nóvember 2019

Lands­virkjun hlýtur Hvatn­ing­ar­verð­laun jafn­rétt­is­mála 2019

 

Lands­virkjun hlýtur Hvatn­ing­ar­verð­laun jafn­rétt­is­mála árið 2019 en þau voru veitt á fundi um jafn­rétt­ismál sem haldinn var í Hátíðasal Háskóla Íslands í morgun. Hörður Arnarson, forstjóri Lands­virkj­unar, tók við viður­kenn­ing­unni úr hendi Þórdísar Kolbrúnar Reyk­fjörð Gylfa­dóttur, ferða­mála-, iðnaðar og nýsköp­un­ar­ráð­herra.

©Kristinn Ingvarsson

Hvatn­ing­ar­verð­laun jafn­rétt­is­mála voru nú veitt í sjötta sinn en markmið þeirra er að vekja athygli á fyrir­tækjum sem hafa jafn­rétti að leið­ar­ljósi í starf­semi sinni og jafn­framt að hvetja önnur fyrir­tæki til að gera slíkt hið sama. Verð­launin eru veitt fyrir­tæki sem hefur stuðlað að jöfnum mögu­leikum kynj­anna til starfs­frama, jöfnum launum, jafn­vægi í kynja­hlut­föllum og aukinni vitund um þann ávinning sem jafn­rétti hefur fyrir fyrir­tækið og samfé­lagið.

Í rökstuðn­ingi dómnefndar fyrir valinu kemur meðal annars fram: „Land­virkjun hefur lagt ríka áherslu á að skapa góða fyrir­tækja­menn­ingu þar sem jafn­rétti og virðing fyrir fjöl­breyti­leika samfé­lagsins liggja til grund­vallar. Tekið er mið af jafn­rétt­is­málum í heild­ar­stefnu fyrir­tæk­isins og er ávinn­ing­urinn er áþreif­an­legur. Grasrót fyrir­tæk­isins hefur verið mjög öflug og var aðgerðaráætlun jafn­rétt­is­mála mynduð úr umbóta­til­lögum starfs­fólks. Umfjöllun um jafn­rétt­ismál hefur verið tekin upp með fjöl­breyttum hætti og er forstjóri eigandi verk­efn­isins og formaður jafn­rétt­is­nefndar.
Breið nálgun við grein­ingu á stöðu jafn­réttis í fyrir­tækinu er í forgrunni. Áður fyrr var lagður fremur þröngur skiln­ingur á jafn­rétt­is­hug­takinu og lítið horft til veiga­mik­illa atriða svo sem menn­ingar, sýni­leika kvenna og ákvörð­unar- og áhrifa­valds þeirra innan fyrir­tæk­isins. Lands­virkjun hefur farið fram­sæknar leiðir í innri mark­aðs­setn­ingu á jafn­rétti. Í allri jafn­rétt­is­vinn­unni hefur verið haft að leið­ar­ljósi að hjálpast að við að skilja jafn­rétti og þróa vinnu­staða­menn­inguna saman sem heild.
Hjá Lands­virkjun er vilji til að hafa áhrif og miðla jafn­rétt­is­vinnu og hugmyndum í samfé­laginu. Í þeirra hugum eru jafn­rétt­ismál ekki átak, það er komið til að vera. Þau eru meðvituð um hvar þau standa, hvert þau vilja komast og gera sér grein fyrir mikil­vægi jafn­réttis í sjálf­bærum heimi“.

„Jafn­rétt­ismál hafa verið í forgangi hjá okkur í Lands­virkjun undan­farin ár. Þegar lagt hefur verið af stað í slíka vegferð verður ekki aftur snúið. Með því að vinna mark­visst að jafn­rétti á öllum sviðum fyrir­tæk­isins og gera breyt­ingar á stóru og smáu erum við að sjá árangur og fyrir­tækið er að þróast hraðar en áður. Það er okkur mikil­vægt, því við viljum vera eftir­sókn­ar­verður vinnu­staður fyrir framúrsk­ar­andi fólk af öllum kynjum. Verð­launin eru okkur mikil hvatning til að halda áfram á sömu braut,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Lands­virkj­unar.

„Þó að við séum í fremstu röð meðal þjóða í jafn­rétt­is­málum erum við skást, ekki best, enda mikið eftir. Það er mikil­vægt að fagna því sem vel er gert og Hvatn­ing­ar­verð­launin stuðla að því að við höldum áfram að taka rétt skref í átt að mark­miðinu. Ég óska Lands­virkjun til hamingju með viður­kenn­inguna og hvet auðvitað aðra til að keppa að sama marki,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfa­dóttir

Á fund­inum í morgun sagði Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm, sem hlaut Hvatn­ing­ar­verð­laun jafn­rétt­is­mála 2018, enn fremur frá aðgerðum og árangri fyrir­tæks­isins í jafn­rétt­is­málum og Ásdís Ýr Péturs­dóttir, forstöðu­maður samfé­lags­ábyrgðar og samskipta hjá Icelandair, fjallaði um stefnu­mótun fyrir­tæk­isins sem snertir jafn­frétt­ismál og samfé­lags­ábyrgð. Hún m.a. gerir ráð fyrir að fjölga konum í stétt flug­manna og flug­virkja og körlum í starfi flug­þjóna.

Ólöf Júlí­us­dóttir, sem hefur nýlokið doktors­prófi í félags­fræði frá Háskóla Íslands, kynnti enn fremur rann­sókn sína en þar leit­aðist hún við að skýra valda­ó­jafn­vægi kvenna og karla í fram­kvæmda­stjórn­ar­stöðum í íslensku efna­hags­lífi. Hún benti á að þrátt fyrir árangur í jafn­rétt­is­málum hér á landi hefði staða kvenna í æðstu stjórn­enda­stöðum ekki breyst mikið. „Konur taka enn mun meiri ábyrgð heima fyrir og karla­menning er enn ríkj­andi í fyrir­tækjum sem kemur til að mynda fram í löngum vinnu­dögum og kröfu um „mingl“ ferðir fjarri heim­ilum. Viljum við breyta þessu og þá hvernig?“ spurði hún í erindi sínu.

Að Hvatn­ing­ar­verð­launum jafn­rétt­is­mála standa Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið, Festa – miðstöð um samfé­lags­ábyrgð, Háskóli Íslands, Samtök atvinnu­lífsins og UN Women á Íslandi.

©Kristinn Ingvarsson

©Kristinn Ingvarsson

©Kristinn Ingvarsson

©Kristinn Ingvarsson

©Kristinn Ingvarsson

©Kristinn Ingvarsson

Fréttayfirlit