27. nóvember 2020

Land­spít­ali hlýt­ur Lofts­lags­við­ur­kenn­ingu Reykja­vík­ur­borg­ar og Festu 2020

 

Lofts­lags­fund­ur Reykja­vík­ur­borg­ar og Festu var hald­inn í morg­un og var í beinu streymi frá Tjarn­ar­sal Ráð­húss Reykja­vík­ur. Í ár eru fimm ár lið­in frá því að þjóð­ir heims und­ir­rit­uðu Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið og settu sér það markmið að halda hlýn­un jarð­ar inn­an við 2°C og þá helst nærri 1,5°C.

Í er­ind­um fund­ar­ins í morg­un var far­ið yf­ir hvað hef­ur gerst á þess­um 5 ár­um og far­ið yf­ir þær gríð­ar­legu breyt­ing­ar sem eru í far­vatn­inu á næstu fimm ár­um. Lofts­lags­við­ur­kenn­ing Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar er nú veitt í fjórða sinn. Markmið við­ur­kenn­ing­ar­inn­ar er að vekja at­hygli á því sem vel er gert í lofts­lags­mál­um og vera hvatn­ing til annarra. Við mat­ið var horft til ým­issa þátta, einkum til þess ár­ang­urs sem þeg­ar hef­ur náðst við að draga úr heild­ar­los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda. Upp­töku frá fund­in­um má nálg­ast hér.

Lofts­lags­við­ur­kenn­ingu Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar ár­ið 2020 hlýt­ur Land­spít­ali.

Í rök­stuðn­ingi dóm­nefnd­ar seg­ir með­al ann­ars:

Eitt meg­in­markmið Land­spít­ala var að draga úr los­un um 40% fyr­ir árs­lok 2020 mið­að við los­un árs­ins 2015. Að­gerð­ir Land­spít­ala hafa sýnt ár­ang­ur en á milli 2018 og 2019 var sam­drátt­ur í los­un rúm 17%. Töl­ur þessa árs boða gott og spár sýna að markmið þeirra um 40% sam­drátt í los­un fyr­ir lok árs­ins 2020 muni nást.

Með­al að­gerða sem stuðla að þess­um góða ár­angri er upp­setn­ing á bún­aði til að eyða glaðlofti, auk þess sem hætt var að nota ol­íu­ketil til orku­fram­leiðslu fyr­ir ýms­an bún­að en raf­magn er not­að í stað­inn. Þess­ar tvær að­gerð­ir ein­ar og sér munu minnka los­un CO2 ígilda spít­al­ans sem svar­ar til rúm­um 1000 tonn­um á hverju ári.

Sam­göngu­samn­ing­ar við starfs­fólk voru inn­leidd­ir ár­ið 2014 fjöl­marg­ir nýta sér nú vist­væna ferða­máta. Að­staða hjól­reiða­fólks var stór­ætt við starfs­stöðv­ar. Eft­ir að spít­al­inn fór í sam­starf með Strætó ár­ið 2019 um nið­ur­greiðslu árskorta hef­ur virk­um árskort­um fjölg­að úr 130 í 540 á einu ári.

Hér skipta af­leidd áhrif þeirra að­gerða sem ráð­ist er í máli þar sem Land­spít­ali er einn stærsti vinnu­stað­ur lands­ins og ljóst er að þess­ar að­gerð­ir hafa góð áhrif út fyr­ir veggi spít­al­ans.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhendir Páli Matthíassyni forstjóri Landspítala Loftslagsviðurkenningu Reykjavíkurborgar og Festu 2020

 

“Við­ur­kenn­ing­in hef­ur mikla þýð­ingu fyr­ir Land­spít­ala og starf hans að um­hverf­is­mál­um síð­ustu 8 ár. Í kjöl­far hvatn­ing­ar Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar 2015 setti Land­spít­ali metn­að­ar­full markmið enda mál­ið af­ar brýnt og ógn við heilsu og fram­tíð­ina.

Við sett­um okk­ur markmið um 40% sam­drátt kol­efn­is­spors fyr­ir árs­lok 2020 og bráða­birgða­töl­ur sýna að því verði náð og af því er­um við af­ar stolt.

Það er hlut­verk spít­al­ans að hlúa að heilsu og lofts­lags­mál hafa gríð­ar­leg áhrif á heilsu til fram­tíð­ar. Spít­al­inn vill vera drif­kraft­ur í sam­fé­lag­inu og skor­ar á fyr­ir­tæki og stofn­an­ir að grípa til að­gerða.” Páll Matth­ías­son for­stjóri Land­spít­ala

Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdarstjóri Carbfix tekur við Nýsköpunarviðurkenningu loftslagsmála

Auk lofts­lags­við­ur­kenn­ing­ar­inn­ar var veitt sér­stök ný­sköp­un­ar­við­ur­kenn­ing en hana hlýt­ur ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem hef­ur náð eft­ir­tekt­ar­verð­um ár­angri í þágu lofts­lags­mála. Ný­sköp­un og upp­bygg­ing er ní­unda heims­mark­ið Sam­ein­uðu þjóð­anna enda er ný­sköp­un mik­il­væg­ur lið­ur í því að stemma stigu við lofts­lags­vand­an­um.

Ný­sköp­un­ar­við­ur­kenn­ingu Festu og Reykja­vík­ur­borg­ar ár­ið 2020 hlýt­ur Car­bfix.

Í rök­stuðn­ingi dóm­nefnd­ar seg­ir:

Car­bfix farg­ar kol­díoxí­ði úr út­blæstri orku- og iðju­vera sem fang­að er úr and­rúms­lofti og bind­ur það var­an­lega í bergi með ör­ugg­um og hag­kvæm­um hætti. Rann­sókn­ir sem hafa með­al ann­ars ver­ið gerð­ar í sam­starfi við Há­skóla Ís­lands sýndu að yf­ir 95% af því kol­díoxí­ði sem dælt var nið­ur í basalt­mynd­an­ir á Hell­is­heiði mynd­aði steind­ir inn­an tveggja ára, sem er mun fyrr en áð­ur var tal­ið mögu­legt. Með bylt­ing­ar­kenndri tækni Car­bfix hef­ur fyr­ir­tæk­ið frá ár­inu 2007 bund­ið rúm­lega 70.000 tonn af kol­díoxí­ði í bergi.

Ný­sköp­un á veg­um Car­bfix hef­ur leitt til þess að tækni þró­uð á Ís­landi er nú í al­þjóð­legu einka­leyf­a­ferli. Auk þess hef­ur Car­bfix vak­ið at­hygli inn­an og ut­an land­stein­anna og hef­ur hlot­ið al­þjóð­leg verð­laun fyr­ir að­ferð­ina sem þró­uð hef­ur ver­ið, með­al ann­ars Ný­sköp­un­ar­verð­laun evr­ópska jarð­hita­ráðs­ins. Car­bfix hef­ur einnig tek­ið virk­an þátt í að auka þekk­ingu á þessu sviði, ekki ein­ung­is hvað varð­ar þeirra eig­in að­ferð held­ur einnig varð­andi und­ir­liggj­andi ástæð­ur þess að nauð­syn­legt sé að þróa að­ferð­ir sem nýt­ast í bar­átt­unni við lofts­lags­vand­ann.

„Við er­um mjög stolt af þess­ari við­ur­kenn­ingu frá Festu og Reykja­vík­ur­borg og þakk­lát fyr­ir þá hvatn­ingu sem í henni felst.

Upp á síðkast­ið, þeg­ar heims­byggð­in hef­ur ver­ið að stríða við heims­far­ald­ur­inn, hef­ur far­ið minna fyr­ir um­ræðu um lofts­lags­vána í op­in­berri um­ræðu. Núna þeg­ar við sjá­um von­andi út úr Covid þok­unni er áríð­andi að við ein­hend­um okk­ur í að breyta því sem við þurf­um að breyta til að bægja vánni frá. Ef það eitt­hvað sem kór­ónu­veir­an hef­ur kennt okk­ur þá er það að við get­um al­veg breytt ýmsu sem við héld­um að væri greypt í stein.

Við hjá Car­bfix þökk­um fyr­ir okk­ur og höld­um ótrauð áfram að greypa kol­díoxíð í stein, í eig­in­legri og óeig­in­legri merk­ingu.“ Edda Sif Pind Ara­dótt­ir fram­kvæmd­ar­stjóri Car­bfix

Verðlaunahafar dagsins ásamt Tómasi N. Möller formanni Festu, Hrund Gunnsteinsdóttur framkvæmdarstjóri Festu og Erlu Tryggvadóttur vara formanni Festu

Mynd­ir: Sig­ur­jón Ragn­ar

Fréttayfirlit

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is