28. janúar 2021

Janú­ar­ráð­stefna Festu 2021

Upp­tök­ur frá Janú­ar­ráð­stefnu Festu 2021 má nálg­ast hér:

Ráð­stefn­an í heild sinni

Ráð­stefn­an klippt nið­ur, hér má nálg­ast hvern dag­skrál­ið fyr­ir sig í sér mynd­bút

 

Yf­ir­skrift Janú­ar­ráð­stefnu Festu í ár var Nýtt upp­haf – The Great Re­set sem er jafn­framt heiti á átaki World Economic For­um þar sem áhersla er lögð á sjálf­bæra upp­bygg­ingu sam­fé­laga og al­þjóða­sam­starfs í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins. Á ráð­stefn­unni velt­um við fyr­ir okk­ur hvað Nýtt upp­haf fel­ur í sér fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag, at­vinnu­líf, fjár­fest­ing­ar og póli­tík. Skila­boð­in eru þau að nú sé ein­stakt tæki­færi til að hefja Nýtt upp­haf, en það er ekki gef­ið að við gríp­um það. Það kom skýrt fram að tím­inn er knapp­ur.  Við spurð­um: Hvað þarf til? 

Ráð­stefn­an var ra­f­ræn og eru upp­tök­ur nú að­gengi­leg­ar, en það voru yf­ir 3000 manns sem fylgd­ust með beinni út­send­ingu af ráð­stefn­unni.

Ensk er­indi eru með ís­lensk­um texta. Styrktarað­il­ar Janú­ar­ráð­stefnu Festu 2021 voru: Lands­bank­inn, Ís­lands­banki, Lands­virkj­un, Vörð­ur trygg­ing­ar og Sænska sendi­ráð­ið á Ís­landi. Án þeirra stuðn­ings hefði ráð­stefn­an ekki ver­ið með svo veg­leg­um hætti og raun ber vitni og op­in öll­um án end­ur­gjalds. Festa er styrktarað­il­um af­ar þakk­lát og al­veg ljóst af skrán­ing­ar- og áhorfstöl­um að áhugi á sjálf­bærni er mjög mik­il.

“Keynote” er­ind­in voru flutt af ein­vala liði al­þjóð­legra leið­toga á sviði sjálf­bærni: Halla Tóm­as­dótt­ir, Nicole Schwab, Michele Wucker, Sa­sja Beslik og John McArth­ur.

Áhersl­ur á mik­il­vægi lang­tíma stefnu­mörk­un­ar og mæl­an­legra mark­miða, við­horfs­breyt­inga  og að fjár­magn sé lyk­il-hreyfiafl í Nýju upp­hafi voru áber­andi í er­ind­um og panelum­ræð­um. Skamm­tíma­hugs­un, sem birt­ist til dæm­is í því við­horfi að árs­fjórð­ungs­upp­gjör lýsi best frammi­stöðu stjórn­enda og fyr­ir­tækja, þyrfti að end­ur­skoða og ár­ang­urs­mæl­ing byggja á vís­inda­leg­um og mæl­an­leg­um sjálf­bærni mark­mið­um til lengri tíma.
Tengsl­in á milli sjálf­bærs rekst­urs, seiglu, að­lög­un­ar­hæfni og stöð­ugr­ar ný­sköp­un­ar hjá fyr­ir­tækj­um komu einnig skýrt fram á ráð­stefn­unni. Mik­il­vægi ný­sköp­un­ar í stjórn­sýslu og hjá op­in­ber­um stofn­un­um var einnig und­ir­strik­uð.  Mik­il­vægi gjöf­uls sam­tals og sam­starfs á milli fyr­ir­tækja og yf­ir­valda fór ekki á milli mála. Lögð var áhersla á að við gef­um okk­ur rými og tíma til að skilja við það sem ekki þjón­ar sjálf­bær­um mark­mið­um, höf­um hug­rekki til að end­ur­hanna eða skapa ný kerfi, vör­ur og þjón­ustu, í Nýju upp­hafi.

 

Festa þakk­ar öll­um þeim sem komu fram, tóku þátt í um­ræð­um og unnu með okk­ur að fram­kvæmd ráð­stefn­unn­ar.

 

Halla Tómasdóttir forstjóri B Team og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdarstjóri Festu

Halla Tóm­as­dótt­ir for­stjóri B Team setti fram fyr­ir okk­ur þrjá þætti sem nauð­syn­legt væri að fyr­ir­tæki hugi að í Nýju upp­hafi: lang­tíma­hugs­un, mæl­an­leg markmið tengd sjálf­bærni og við­horfs­breyt­ing­ar. Það er hlut­verk fyr­ir­tæki að skapa virði fyr­ir alla hag­að­ila. Halla tal­aði þá um mik­il­vægi þess að við sjá­um öll okk­ar hlut­verk sem leið­tog­ar. – Leið­tog­ar sem móta fram­tíð­ina eins og við vilj­um sjá hana –  leið­tog­ar sem sem þjóna heild­inni.

John McArth­ur for­stjóri mið­stöðv­ar um sjálf­bæra þró­un hjá Brook­ings Institu­te lagði áherslu á hlut­verk heims­mark­mið­anna  í sínu er­indi; ,,Heims­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna eru leið­ar­ljós til að rata út úr þess­ari þoku, hjálpa okk­ur út úr krepp­unni og á betri stað.” Hann sagði jafn­framt að það sé mik­il­vægt að vera í sam­starfi við ungt fólk til að skerpa á færni þeirra til að taka ákvarð­an­ir í dag sem kyn­slóð þeirra reið­ir sig á.

Michele Wucker, met­sölu­höf­und­ur og for­stjóri The Gray Rhino & Comp­any tal­aði um hin risa stóru auð­huns­uðu verk­efni sem blasa við okk­ur – sem hún kall­ar grá­an nas­hyrn­ing. Það er til gíf­ur­lega mik­ils að vinna að eiga við áskor­an­ir á borð við lofts­lags­vánna og ójöfn­uð í heim­in­um á með­an þær eru til­tölu­lega ‘litl­ir nas­hyrn­ingaung­ar’, í stað þess að bíða eft­ir að þess­ar áskor­an­ir vaxi í stóra nas­hyrn­inga og verði ill­við­ráð­an­leg­ir og af­ar kostn­að­ar­sam­ir.

Nicole Schwab, fram­kvæmd­ar­stjóri Nature Based soluti­ons hjá World Economic For­um, hvatti ráð­stefnu­gesti til að stefna í einu og öllu að kol­efn­is­hlut­laus­um, nátt­úrujá­kvæð­um hag­kerf­um. Hún sagði okk­ur frá því að áhættu­skýrsla World Economic For­um 2020 út­listaði að fimm stærstu áhætt­urn­ar sem blasa við fyr­ir­tækj­um og sam­fé­lög­um væru all­ar tengd­ar um­hverf­is­mál­um.

Sa­sja Beslik sem hef­ur um ára­bil unn­ið á sviði sjálf­bærra fjár­fest­inga lagði til að nauð­syn­legt sé að teikna upp nýj­an sam­fé­lags­sátt­mála á milli fjár­mála­stofn­ana og sam­fé­lags­ins. Þrátt fyr­ir að fyr­ir­tæki heims­ins eigi langt í land þeg­ar kem­ur að því að af­stýra lofts­lags­vánni þá er­um við kom­in á þá braut að al­þjóð­leg­ir fjár­fest­ar leita nú eft­ir sjálf­bær­um fjár­fest­ing­ar kost­um sem aldrei fyrr.

Hrund Gunn­steins­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Festu stýrði fundi og pall­borð­sum­ræð­um.

 

Nicole Schwab og Sa­sja Beslik
John McArth­ur og Michele Wucker
Heims­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna eru leið­ar­ljós til að rata út úr þess­ari þoku, hjálpa okk­ur út úr krepp­unni og á betri stað. Ákveðn­ir veg­vís­ar sem geta hjálp­að svo mörg­um, hverj­um á sín­um stað, til að tak­ast á við krepp­una, hvort sem hún er hagræn, sam­fé­lags­leg eða um­hverfistengd.

Leið­tog­ar úr ís­lensku at­vinnu­lífi tóku þátt í pall­borð­sum­ræð­um um hið Nýja upp­haf í ís­lensku sam­hengi. 

Líkt og í “keynote” er­ind­um var rauði þráð­ur­inn tengd­ur því að hugsa til lengri tíma og mik­il­vægi þess að fyr­ir­tæki setji sér gagn­sæ og mæl­an­leg markmið.

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir ný­sköp­un­ar­ráð­herra lagði áherslu á að mik­il­vægi öfl­ugs sam­starfs milli hins op­in­bera og einka­geir­ans og að heims­far­ald­ur­inn hafi minnt okk­ur á það hvers virði það er að hafa hér sterk framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki. Hún sagði jafn­framt að slíkt sam­starf væri und­ir­staða ný­sköp­un­ar og  sjálf­bærr­ar fram­tíð­ar.

Árni Odd­ur Þórð­ar­son, for­stjóri Mar­el sagði að ný­sköp­un með sjálf­bærni að leið­ar­ljósi væri lyk­ill að ár­angri, seiglu og af­komu fyr­ir­tækja. “Ný­sköp­un á að vera stöð­ugt markmið, má ekki draga úr henni þótt af­koma drag­ist sam­an tíma­bund­ið,” sagði Árni Odd­ur enn­frem­ur. Georg Lúð­víks­son, fram­kvæmda­stjóri Meniga ræddi um mik­il­vægi þess að hugsa á grund­velli sjálf­bærni og vera til­bú­in með vöru þeg­ar eft­ir­spurn væri til stað­ar á mark­að­in­um, en nýj­asta vara Meniga er dæmi um það en hún hjálp­ar not­end­um heimbanka að mæla kol­efn­is­spor sitt.

Lilja B. Ein­as­dótt­ir, banka­stjóri Lands­bank­ans, lagði áherslu á það að fyr­ir­tæki sem setja sér skýr markmið þeg­ar kem­ur að sjálf­bærni verði þau fyr­ir­tæki sem munu ná lang­tíma ár­angri, önn­ur verði útund­an. Stef­an­ía G Hall­dórs­dótt­ir frá Eyr­ir Vent­ure Mana­gement tók und­ir þetta og sagði að nú væri tím­inn fyr­ir fjár­fest­ing­ar­sjóði til að byggja upp eigna­söfn sem fjár­festa í sjálf­bær­um fyr­ir­tækj­um, þetta megi ekki liggja bara á yf­ir­borð­inu. Jón L. Árna­son fram­kvæmd­ar­stjóri líf­eyr­is­sjóð­ins Lífs­verks sem tók svo til orða að hans sjóðs­fé­lag­ar séu ekki að leita eft­ir auka þús­und kalli í um­slagði ef fórn­ar­kostn­að­ur­inn er að jörð­in sé lögð í rúst. 

Við þurf­um að hafa hug­rekki til að ræða ræða þessi mál, sama hvar við er­um á veg­ferð­inni sagði Birna Ein­ars­dótt­ir banka­stjóri Ís­lands­banka – við eig­um að taka okk­ur hlut­verk klapp­stýrunn­ar þeg­ar kem­ur að sjálf­bærn­inni. Við þurf­um að sleppa tor­tryggni í sam­starfi op­in­bera og einka­geir­ans og hafa hug­fast að við er­um í þessu verk­efni sam­an.  Hrund Rud­olfs­dótt­ir for­stjóri Ver­itas lagði til að í bar­áttu við Covid höf­um við  ekki bara átt­að okk­ur á hvað við er­um við­kvæm, við höf­um einnig átt­að okk­ur á hvað við get­um ver­ið sterk og fljót til að breyta þeim hlut­um sem við vilj­um. En við þurf­um að vinna með­vit­að að því að halda í þær já­kvæðu breyt­ing­ar sem við höf­um náð fram í gegn­um far­ald­ur­inn, ann­ars mun­um við falla í sama far­ið, sagði Hjálm­ar Gísla­son for­stjóri Grid og lagði þá einnig áherslu á við virkj­um það al­þjóð­lega sam­starf og þá vís­inda­legu nálg­un sem hef­ur gagn­ast okk­ur í bar­átt­unni við Covid, í bar­átt­una við lofts­lags­vánna.

 

Panelum­ræð­ur þar sem leið­tog­ar úr ís­lensku at­vinnu­lífu ræða hið Nýja upp­haf
For­stjór­ar ættu að þekkja kol­efn­is­spor fyr­ir­tækja sinna jafn­vel og þau þekkja EBITA
Georg Lúð­víks­son for­stjóri Meniga, Rakel Eva Sæv­ars­dótt­ir verk­efna­stjóri Deloitte, Að­ildi Festu 2021 og Hrund Rud­olfs­dótt­ir for­stjóri Ver­itas
Ný­sköp­un á að vera stöð­ugt markmið fyr­ir­tækja, má ekki draga úr henni þótt af­koma drag­ist sam­an tíma­bund­ið

Á ráð­stefn­unni var þeim tíma­mót­um fagn­að að nú eru lið­in 10 ár frá stofn­un Festu. Tóm­as N. Möller og Hrund Gunn­steins­dótt­ir fóru yf­ir síð­ustu 10 ár og rýndu fram til næstu 10 ára í sín­um er­ind­um.

„Þeg­ar Festa var stofn­uð var meg­in verk­efn­ið að sann­færa fyr­ir­tæki og fjár­festa um virði sam­fé­lags­ábyrgð­ar og sjálf­bærni í rekstri og al­mennt að fræða at­vinnu­líf­ið og al­menn­ing um hvað þessi hug­tök fela í sér. Að út­skýra að sam­fé­lags­ábyrgð fjall­aði ekki bara um að láta gott af sér leiða í gegn­um góð­gerð­ar­starf og styrki. Að sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni fjall­aði ekki um það hvernig fyr­ir­tæki eyða pen­ing­um, held­ur hvernig þau skapa verð­mæti, ekki bara fyr­ir hlut­hafa held­ur líka starfs­fólk, frá fram­leiðslu vöru til sölu, nærsam­fé­lag og nátt­úru. Skiln­ing­ur á þessu hef­ur gjör­breyst,“ seg­ir Hrund sem seg­ir fólk al­mennt meta það svo að mest hafi breyt­ing­in ver­ið á síð­ast­liðn­um fimm ár­um eða svo.

Tóm­as nefndi til þrjú at­riði sem huga þarf að í Nýja upp­hafi. Sjálf­bærni þarf í fyrsta lagi að vera lyk­il­breyta í rekstri fyr­ir­tækja, þar sem lit­ið er með skipu­leg­um hætti til um­hverf­is, sam­fé­lags og efna­hags. Í öðru lagi verð­um við að taka auk­ið til­lit til svo­nefndra ytri áhrifa við verð­lagn­ingu á vöru og þjón­ustu. Þar er átt við ýmsa þætti fram­leiðslu sem koma nú ekki með bein­um hætti fram sem kostn­að­ur í sölu­verði. Sem dæmi má nefna raun­kostn­að við loft­meng­un eða los­un úr­gangs. Og í þriðja lagi þá get­um við gert enn bet­ur í að beina fjár­fest­ing­um að fjár­fest­ing­ar­kost­um sem stand­ast kröf­ur um sjálf­bærni.

Fyr­ir ráð­stefn­una var leit­að til allra formanna, vara­formanna og fram­kvæmda­stjóra Festu til dags­ins í dag og full­trúa þeirra sex fyr­ir­tækja sem stofn­uðu Festu ár­ið 2011. Þau fengu öll spurn­ing­una: Ef þú ætt­ir að gefa drauma-sjálf­bæra-sam­fé­lag­inu 10 í ein­kunn, hvaða ein­kunn fær Ís­land í dag og hvað þarf að ger­ast á næstu 10 ár­um til að það fái 10 í ein­kunn?

Nið­ur­stað­an var sú, að í sam­an­burði við lönd sem við gjarn­an ber­um okk­ur sam­an við, fær Ís­land 5,5 í ein­kunn. Við rétt ná­um.

__________________________________________________

Á ráð­stefn­unni var einnig sagt frá því hvernig fjór­um ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um gekk að ná mark­mið­um um hringrás­ar­kerf­ið á síð­ast­liðn­um tólf mán­uð­um. Þetta eru fyr­ir­tæk­in Orka nátt­úr­unn­ar, Pure North Recycl­ing, Klapp­ir og Öss­ur sem öll settu sér markmið á Janú­ar­ráð­stefnu Festu ár­ið 2020.

Í frá­sögn þess­ara fyr­ir­tækja má heyra hvernig Covid breytti öllu. Heims­far­ald­ur­inn hafi haft áhrif á öll sam­skipti við um­heim­inn, hvort held­ur sem er í út­rás, samn­inga­við­ræð­um við er­lenda hringrás­ar sam­starfs­að­ila og fleira.

„En þrátt fyr­ir að í Covid hafi fal­ist mikl­ar áskor­an­ir þá lágu þar líka tæki­færi og upp­lifðu fyr­ir­tæk­in aukna áherslu á sjálf­bærni og hringrás­ar­hag­kerf­ið með­al sam­starfs­að­ila sinna. Til að mynda þá fór öll fram­leiðsla Pure North Recycl­ing á end­urunnu plasti fram úr áætl­un­um, Orka nátt­úr­unn­ar tók veiga­mik­il skref þeg­ar kem­ur að ný­sköp­un á sviði kol­efn­is­förg­un­ar, Öss­ur tók í notk­un hönn­un­ar verk­ferla sem draga veru­lega úr kol­efn­is­spori fram­leiðslu fyr­ir­tæk­is­ins og setti á fót um­búð­ar­gagna­banka, Klapp­ir héldu áfram að þróa leið­ir til að mæla bet­ur þró­un í átt að hringrás­ar­hag­kerfi, t.d. með upp­lýs­inga­brú milli fyr­ir­tækja og úr­gangs­vinnslu­að­ila,“ seg­ir Hrund. (tek­ið úr við­tali við Hrund sem birt­ist á Vísi 27.janú­ar.)

Að­ildi er nýtt fellows­hip pró­gram sem Festa kynnti á síð­asta ári og á ráð­stefn­unni var hul­unni svipt af þeim 10 um­sækj­end­um sem verða Að­ildi 2021. Sjá nán­ar hér.

 

Rakel Eva Sæv­ars­dótt­ir verk­efna­stjóri Deloitte

Á ráð­stefn­unni kynnt­um við nið­ur­stöð­ur könn­un­ar­inn­ar Ís­lensk­ir stjórn­end­ur á Grænni veg­ferð, sem Deloitte fram­kvæmdi í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um en þar var leit­að til stjórn­enda 300 stærstu fyr­ir­tækja lands­ins. Markmið könn­un­ar­inn­ar var að meta stöðu ís­lenskra fyr­ir­tækja gagn­vart að­gerð­um í lofts­lags­mál­um og auka skiln­ing á við­brögð­um stjórn­enda til að sporna við lofts­lags­breyt­ing­um.

Rakel Sæv­ars­dótt­ir kynnti nið­ur­stöð­urn­ar og tel­ur hún að þær gefi góða vís­bend­ingu um stöð­una í dag. Í er­indi henn­ar tók hún fyr­ir helstu nið­ur­stöð­ur þar sem með­al ann­ars kem­ur fram að tveir þriðju stjórn­enda svör­uðu að þeir hefðu sett sér markmið um að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda og nefn­ir hún það ein­mitt sem mjög já­kvæð­an punkt í lok er­ind­is­ins. Aft­ur á móti lýs­ir hún því að að­eins helm­ing­ur stjórn­enda hafa sett mæl­an­leg markmið í lofts­lags­mál­um sem, að mati Rakel­ar, ætti að vera hærra en mæl­an­leg markmið er mik­il­vægt tæki í fyr­ir­tækja­rekstri við mat á ár­angri. Áhuga­vert var að af þeim stjórn­end­um sem hafa sett mæl­an­leg markmið var ekk­ert þeirra með fjár­hags­lega umb­un fram­kvæmda­stjórn­ar tengda ár­angri í verk­efn­um tengd­um lofts­lags­mál­um.

Deloitte ætl­ar sér að taka púls­inn á að­gerð­um fyr­ir­tækja aft­ur að ári og nefn­ir Rakel í lok­un þrjú at­riði sem þau von­ast til að sjá breytt á þeim tíma liðn­um:

Í fyrsta lagi að fleiri fyr­ir­tæki setji sér mæl­an­leg markmið í lofts­lags­mál­um. Í öðru lagi að fjár­fest­ar sýni auk­ið frum­kvæði og geri kröf­ur til stjórn­enda um að­gerð­ir í mæl­an­leg­um mark­mið­um, en í ljós kom að þeg­ar stjórn­end­ur voru spurð­ir að því hvaða þætt­ir hefðu mest áhrif á að fyr­ir­tæki bregð­ist við lofts­lags­breyt­ing­um höfðu fjár­fest­ar minnst áhrif en orð­spor fyr­ir­tæk­is­ins mest. Í þriðja lagi nefn­ir Rakel að þau von­ist til að sjá þró­un í þá átt að sjálf­bærni verði hluti af við­skipta­mód­eli fleiri fyr­ir­tækja en við­skipta­mód­el­ið end­ur­spegl­ar hvernig fyr­ir­tæka búa til og við­halda virði gegn­um fram­boð þess á vör­um og þjón­ustu. Að­eins þriðj­ung­ur stjórn­enda svör­uðu að sjálf­bærni væri hluti af við­skipta­mód­eli fyr­ir­tækja.

“Mig lang­ar að nefna einn mjög já­kvæð­an punkt hér í lok­in að nið­ur­stöð­ur sýndu að hátt í 100% stjórn­enda telja sig skilja með hvaða hætti fyr­ir­tæk­in þeirra hef­ur áhrif á lofts­lags­breyt­ing­ar.”

Elísa­bet H. Brynj­ars­dótt­ir verk­efn­a­stýra hjá Frú Ragn­heiði lok­aði svo fyr­ir okk­ur frá­bær­um morgni með hug­vekju um ná­ungakær­leik­ann og sjálf­bæra vel­ferð.  Gef­um Elísa­betu orð­ið:

“Við höf­um öll okk­ar eig­in kjarna sem eng­inn ann­ar get­ur skil­greint fyr­ir okk­ur.

Kjarn­ar okk­ar flækj­ast svo oft eft­ir því hvað ger­ist í líf­inu eða þeim að­stæð­um sem líf­ið býð­ur því mið­ur upp á – fá­tækt, mis­mun­un, stétta­skipt­ing, mis­skipt­ing auðs eða að verða fyr­ir for­dóm­um. Áföll eða mótvind­ur. Fer eft­ir því hvernig hver og einn ein­stak­ling­ur horf­ir á það og skil­grein­ir fyr­ir sjálf­an sig. En eitt af því sem ég hef lært, af öll­um lær­dóm mín­um síð­ustu ár, er að ég get ekki ákvarð­að kjarna hvers og eins fyr­ir mann­eskj­una. Ég get ekki ver­ið í þín­um spor­um. Við er­um öll mann­eskj­ur en líka ein­stak­ling­ar sem verða að fá svig­rúm til að finna mitt sjálf­stæði, á mín­um for­send­um.

En þar flækj­ast stund­um mál­in. Staða ein­stak­lings í sam­fé­lag­inu flæk­ir mál­in. Land­ið sem þú fædd­ist í flækja mál­in. Þetta er aldrei svart hvítt, al­veg eins og raun­veru­leiki hvers og eins er ekki svart hvít­ur.  En stund­um, þó við sé­um öll með okk­ar kjarna og okk­ur ber frum­skylda að hlúa að hon­um til að halda áfram í líf­inu og á móti öllu sem það býð­ur okk­ur upp á, verð­um við að að hafa hug­fast að kjarn­inn okk­ar til­heyr­ir stærra sam­fé­lagi með mörg­um ólík­um kjörn­um. Sam­fé­lagi sem stend­ur frammi fyr­ir lofts­lags­vá, aukn­um ójöfn­uði, auk­inni tækni­væð­ingu og áskor­un­um sem fylgja því, heim­il­is­leysi og flókn­ar þjón­ustu­þarf­ir allra sem þurfa stuðn­ing. Og vel­ferð  allra.”

 

Hlökk­um til að taka á móti ykk­ur á Janú­ar­ráð­stefnu Festu 2022

Stjórn og starfsfólk Festu, frá hægri: Hrund Gunnsteinsdóttir, Aðalheiður Snæbjarnardóttir, Gunnar Sveinn Magnússon, Sæmundur Sæmundsson, Gestur Pétusson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Harpa Júlíusdóttir - fyrir framan, Hrefna Briem, Tómas N. Möller og Erla Tryggvadóttir
Stefnu­mót­un fyr­ir sjálf­bært sam­fé­lag er lang­hlaup, kall­ar á góða lang­tíma­sýn, hug­rekki og þol­in­mæð
  • Mynd­ir af panelum­ræð­um og stjórn Festu: Val­garð­ur Gísla­son
  • Ráð­stefn­an var tek­in upp á Vox Club
  • Fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­ið Sa­hara sá um all­ar upp­tök­ur og út­send­ingu
  • Þýð­andi er­lendra er­inda var Nanna Gunn­ars­dótt­ir

Theo­dóra List­alín Þrast­ar­dótt­ir að­stoð­aði Festu við miðl­un og graffík tengdri ráð­stefn­unni.

Theo­dóra List­alín Þrast­ar­dótt­ir
Fréttayfirlit

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is