05. febrúar 2020

Janú­ar­ráð­stefna Festu 2020

Fimmtu­daginn 30.janúar fór fram árlega Janú­ar­ráð­stefna Festu. Ráðstefnan fór fram í Silf­ur­bergsal Hörpu, uppselt var á ráðstefnuna og komust færri að en vildu.

“Stjórn­endur og leið­togar um allan heim bera mikla ábyrgð á því að sýna forystu í barrátt­unni gegn lofts­lags­vánni. Þetta er ein helsta áskorun nútímans og ef leið­togar axla ábyrgð og knýja fram nýsköpun á þessu sviði þá skilar það sér einnig í meiri viðskipta­tryggð við neyt­endur og hags­muna­aðila,” sagði Jaime Nack sérfræð­ingur á sviði samfé­lags­ábyrgðar á Janú­ar­ráð­stefnu Festu sem haldin í lok janúar í Hörpu. Ráðstefnan var haldin í sjöunda sinn og var yfir­skrift hennar í ár „Sókn­ar­færi á tímum alkemíu” en mark­miðið var að ræða þær áskor­anir og tæki­færi sem felast í því fyrir fyrir­tæki og stofn­anir að breyta áherslum viðskipta­módela með lengri tíma og heildar hags­muni að leið­ar­ljósi.

Auk Jaime Nack hélt Pablo Jenkins, ráðgjafi ríkis­stjórnar Costa Rica í sjálf­bærni fram­sögu. Jafn­framt kynntu full­trúar Össurar, Klappa grænna lausna, Vist­orku, Pure North Recycling og Orku nátt­úr­unnar, vegferð sína og stefnu í átt að hringrás­ar­hag­kerfinu á næstu 12 mánuðum.

Í lok ráðstefnu áttu sér stað pall­borð­sum­ræður þar sem Ragna Árna­dóttir, skri­stofu­stjóri Alþingis, Tómas N. Möller yfir­lög­fræð­ingur Lífeyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna, Aðal­heiður Snæbjarn­ar­dóttir sérfræð­ingur í samfé­lags­ábyrgð hjá Lands­bank­anum, Huginn Freyr Þorsteinsson sérfræð­ingur og eigandi AtonJL veltu fyrir sér næstu skrefum íslensks atvinnu­lífs í átt að aukinni sjálf­bærni.

Þess ber að geta að allt umfang ráðstefn­unnar hefur verið kolefnis­jafnað hjá Kolviði, Votlend­is­sjóði og UN Climate Neutral Now og hefur fengið vottun þess efnis.

Þátt­tak­endur ræddu hvernig einka- og opin­beri geirinn þyrfti að vinna saman til að skapa frekari grund­völl fyrir aukinni sjálf­bærni á Íslandi. Jafn­framt komu þau inn á það hvernig Ísland gæti sem land eflt samskeppn­is­hæfni sína með auknar grænar áherslur í innvið­a­upp­bygg­ingu til fram­tíðar. Hrund Gunn­steins­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Festu og Markús Þór Andrésson, deild­ar­stjóri hjá Lista­safni Reykja­víkur stýrðu fundi og umræðum.

Pablo Jenkins, ráðgjafi ríkis­stjórnar Costa Rica í sjálf­bærni.

Pablo Jenkins sagði frá vegferð Costa Rica í átt að aukinnar sjálf­bærni en sú áhersla hefur skilað sér í þreföldun á vergri lands­fram­leiðslu (GDP) á síðast­liðnum tuttugu árum. Costa Rica hefur byggt upp ferða­þjón­ustu með sjálf­bærni að leið­ar­ljósi og er talið vera leið­andi í dag á því sviði. Meðal aðgerða var að friða um fjórðung landsins, nýta endur­nýj­an­lega orku í auknum mæli og hefja mark­vissa skóg­rækt til að tryggja líffræði­legan fjöl­breyti­leika. Pablo Jenkins sagði ennfremur að mark­miðið er að Costa Rica verði fysta kolefn­is­hlut­lausa landið í heimi en til að það takast þurfa einka- og opin­beri geirinn að vinna saman til að takast á við þær áskor­anir sem felast í því að ná kolefn­is­hlut­leysi.

„Ég er stundum spurð að því hvert viðskipta­tæki­færið sé í sjálf­bærni og samfé­lags­ábyrgð. Mitt svar er að ég hefði áhuga á að heyra rökin fyrir viðskipta­tæki­færinu í öðru. Heim­urinn er að breytast hratt, áskor­an­irnar sem blasa við okkur með t.d. lofts­lags­breyt­ingum og tækni­þróun eru gríð­ar­lega stórar, en tæki­færin eru líka mjög spenn­andi og mörg. Ég tel að við séum á rétti leið, líkt og kom fram á ráðstefn­unni í dag. Verk­efnið er að hafa ásetn­ingin skýran, fram­tíð­ar­sýnina skýra, efla samtaka­mátt allra, einstak­linga, fyrir­tækja og stofnana, í átt að aukinni sjálf­bærni,” segir Hrund Gunn­steins­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Festu.

Að ráðstefn­unni kom öflugur hópur ungra kvenna sem hafa menntað sig á sviði sjálf­bærni og hafa brenn­andi áhuga á málefninu. Þær tóku að sér fjöl­breytt verk­efni og sendu frá sér áhuga­verðar greinar tengdar ráðstefn­unni sem nálgast má hér: Mann­legar lausnir á mann­gerðum vanda, Sjálf­bært Ísland: Ímynd eða bylting?, Ungt fólk velur fyrir­tæki sem sýna ábyrgð í verki, 3650 prósent hækkun á kolefn­is­sköttum nauð­synleg og Níu ungar konur og sjálf­bærni­ráð­stefnan.

Haldið var utan um efni ráðstefn­unnar með skrá­setn­ingu á helstu punktum bæði fyrir­lesara og þátt­tak­enda á vinnu­stofum, saman­tektina má nálgast hér.

Fleiri myndir frá þessum magnaða degi má nálgast hér. Ljós­myndari: Anton Brink

Stjórn og starfs­fólk Festu eru afar þakklát öllum þeim sem mættu og tóku þátt í ráðstefn­unni með okkur – við förum full af eldmóð og nýjum sókn­ar­færum inn í nýjan áratug.

Hlökkum til að hitta ykkur á Janú­ar­ráð­stefnu Festu 2021.

 

 

Fréttayfirlit