05. febrúar 2020

Janú­ar­ráð­stefna Festu 2020

Fimmtudaginn 30.janúar fór fram árlega Janúarráðstefna Festu. Ráðstefnan fór fram í Silfurbergsal Hörpu, uppselt var á ráðstefnuna og komust færri að en vildu.

“Stjórnendur og leiðtogar um allan heim bera mikla ábyrgð á því að sýna forystu í barráttunni gegn loftslagsvánni. Þetta er ein helsta áskorun nútímans og ef leiðtogar axla ábyrgð og knýja fram nýsköpun á þessu sviði þá skilar það sér einnig í meiri viðskiptatryggð við neytendur og hagsmunaaðila,” sagði Jaime Nack sérfræðingur á sviði samfélagsábyrgðar á Janúarráðstefnu Festu sem haldin í lok janúar í Hörpu. Ráðstefnan var haldin í sjöunda sinn og var yfirskrift hennar í ár „Sókn­ar­færi á tímum alkemíu” en markmiðið var að ræða þær áskoranir og tækifæri sem felast í því fyrir fyrirtæki og stofnanir að breyta áherslum viðskiptamódela með lengri tíma og heildar hagsmuni að leiðarljósi.

Auk Jaime Nack hélt Pablo Jenkins, ráðgjafi ríkisstjórnar Costa Rica í sjálfbærni framsögu. Jafnframt kynntu fulltrúar Össurar, Klappa grænna lausna, Vistorku, Pure North Recycling og Orku náttúrunnar, vegferð sína og stefnu í átt að hringrásarhagkerfinu á næstu 12 mánuðum.

Í lok ráðstefnu áttu sér stað pallborðsumræður þar sem Ragna Árna­dóttir, skri­stofu­stjóri Alþingis, Tómas N. Möller yfir­lög­fræð­ingur Lífeyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna, Aðal­heiður Snæbjarn­ar­dóttir sérfræð­ingur í samfé­lags­ábyrgð hjá Lands­bank­anum, Huginn Freyr Þorsteinsson sérfræðingur og eigandi AtonJL veltu fyrir sér næstu skrefum íslensks atvinnulífs í átt að aukinni sjálfbærni.

Þess ber að geta að allt umfang ráðstefnunnar hefur verið kolefnisjafnað hjá Kolviði, Votlendissjóði og UN Climate Neutral Now og hefur fengið vottun þess efnis.

Þátttakendur ræddu hvernig einka- og opinberi geirinn þyrfti að vinna saman til að skapa frekari grundvöll fyrir aukinni sjálfbærni á Íslandi. Jafnframt komu þau inn á það hvernig Ísland gæti sem land eflt samskeppnishæfni sína með auknar grænar áherslur í innviðauppbyggingu til framtíðar. Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu og Markús Þór Andrésson, deildarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur stýrðu fundi og umræðum.

Pablo Jenkins, ráðgjafi ríkisstjórnar Costa Rica í sjálfbærni.

Pablo Jenkins sagði frá vegferð Costa Rica í átt að aukinnar sjálfbærni en sú áhersla hefur skilað sér í þreföldun á vergri landsframleiðslu (GDP) á síðastliðnum tuttugu árum. Costa Rica hefur byggt upp ferðaþjónustu með sjálfbærni að leiðarljósi og er talið vera leiðandi í dag á því sviði. Meðal aðgerða var að friða um fjórðung landsins, nýta endurnýjanlega orku í auknum mæli og hefja markvissa skógrækt til að tryggja líffræðilegan fjölbreytileika. Pablo Jenkins sagði ennfremur að markmiðið er að Costa Rica verði fysta kolefnishlutlausa landið í heimi en til að það takast þurfa einka- og opinberi geirinn að vinna saman til að takast á við þær áskoranir sem felast í því að ná kolefnishlutleysi.

„Ég er stundum spurð að því hvert viðskiptatækifærið sé í sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Mitt svar er að ég hefði áhuga á að heyra rökin fyrir viðskiptatækifærinu í öðru. Heimurinn er að breytast hratt, áskoranirnar sem blasa við okkur með t.d. loftslagsbreytingum og tækniþróun eru gríðarlega stórar, en tækifærin eru líka mjög spennandi og mörg. Ég tel að við séum á rétti leið, líkt og kom fram á ráðstefnunni í dag. Verkefnið er að hafa ásetningin skýran, framtíðarsýnina skýra, efla samtakamátt allra, einstaklinga, fyrirtækja og stofnana, í átt að aukinni sjálfbærni,” segir Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu.

Að ráðstefnunni kom öflugur hópur ungra kvenna sem hafa menntað sig á sviði sjálfbærni og hafa brennandi áhuga á málefninu. Þær tóku að sér fjölbreytt verkefni og sendu frá sér áhugaverðar greinar tengdar ráðstefnunni sem nálgast má hér: Mannlegar lausnir á manngerðum vanda, Sjálfbært Ísland: Ímynd eða bylting?, Ungt fólk velur fyrirtæki sem sýna ábyrgð í verki, 3650 prósent hækkun á kolefnissköttum nauðsynleg og Níu ungar konur og sjálfbærniráðstefnan.

Haldið var utan um efni ráðstefnunnar með skrásetningu á helstu punktum bæði fyrirlesara og þátttakenda á vinnustofum, samantektina má nálgast hér.

Fleiri myndir frá þessum magnaða degi má nálgast hér. Ljósmyndari: Anton Brink

Stjórn og starfsfólk Festu eru afar þakklát öllum þeim sem mættu og tóku þátt í ráðstefnunni með okkur – við förum full af eldmóð og nýjum sóknarfærum inn í nýjan áratug.

Hlökkum til að hitta ykkur á Janúarráðstefnu Festu 2021.

 

 

Fréttayfirlit

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is