05. febrúar 2020

Janú­ar­ráð­stefna Festu 2020

Fimmtu­dag­inn 30.janú­ar fór fram ár­lega Janú­ar­ráð­stefna Festu. Ráð­stefn­an fór fram í Silf­ur­bergsal Hörpu, upp­selt var á ráð­stefn­una og komust færri að en vildu.

“Stjórn­end­ur og leið­tog­ar um all­an heim bera mikla ábyrgð á því að sýna for­ystu í bar­rátt­unni gegn lofts­lags­vánni. Þetta er ein helsta áskor­un nú­tím­ans og ef leið­tog­ar axla ábyrgð og knýja fram ný­sköp­un á þessu sviði þá skil­ar það sér einnig í meiri við­skipta­tryggð við neyt­end­ur og hags­muna­að­ila,” sagði Jaime Nack sér­fræð­ing­ur á sviði sam­fé­lags­ábyrgð­ar á Janú­ar­ráð­stefnu Festu sem hald­in í lok janú­ar í Hörpu. Ráð­stefn­an var hald­in í sjö­unda sinn og var yf­ir­skrift henn­ar í ár „Sókn­ar­færi á tím­um al­kemíu” en mark­mið­ið var að ræða þær áskor­an­ir og tæki­færi sem fel­ast í því fyr­ir fyr­ir­tæki og stofn­an­ir að breyta áhersl­um við­skipta­mód­ela með lengri tíma og heild­ar hags­muni að leið­ar­ljósi.

Auk Jaime Nack hélt Pablo Jenk­ins, ráð­gjafi rík­is­stjórn­ar Costa Rica í sjálf­bærni fram­sögu. Jafn­framt kynntu full­trú­ar Öss­ur­ar, Klappa grænna lausna, Vist­orku, Pure North Recycl­ing og Orku nátt­úr­unn­ar, veg­ferð sína og stefnu í átt að hringrás­ar­hag­kerf­inu á næstu 12 mán­uð­um.

Í lok ráð­stefnu áttu sér stað pall­borð­sum­ræð­ur þar sem Ragna Árna­dótt­ir, skri­stofu­stjóri Al­þing­is, Tóm­as N. Möller yf­ir­lög­fræð­ing­ur Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna, Að­al­heið­ur Snæ­bjarn­ar­dótt­ir sér­fræð­ing­ur í sam­fé­lags­ábyrgð hjá Lands­bank­an­um, Hug­inn Freyr Þor­steins­son sér­fræð­ing­ur og eig­andi At­onJL veltu fyr­ir sér næstu skref­um ís­lensks at­vinnu­lífs í átt að auk­inni sjálf­bærni.

Þess ber að geta að allt um­fang ráð­stefn­unn­ar hef­ur ver­ið kolefnis­jafn­að hjá Kol­viði, Vot­lend­is­sjóði og UN Clima­te Neutral Now og hef­ur feng­ið vott­un þess efn­is.

Þátt­tak­end­ur ræddu hvernig einka- og op­in­beri geir­inn þyrfti að vinna sam­an til að skapa frek­ari grund­völl fyr­ir auk­inni sjálf­bærni á Ís­landi. Jafn­framt komu þau inn á það hvernig Ís­land gæti sem land eflt sam­skeppn­is­hæfni sína með aukn­ar græn­ar áhersl­ur í inn­við­a­upp­bygg­ingu til fram­tíð­ar. Hrund Gunn­steins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Festu og Markús Þór Andrés­son, deild­ar­stjóri hjá Lista­safni Reykja­vík­ur stýrðu fundi og um­ræð­um.

Pablo Jenk­ins, ráð­gjafi rík­is­stjórn­ar Costa Rica í sjálf­bærni.

Pablo Jenk­ins sagði frá veg­ferð Costa Rica í átt að auk­inn­ar sjálf­bærni en sú áhersla hef­ur skil­að sér í þreföld­un á vergri lands­fram­leiðslu (GDP) á síð­ast­liðn­um tutt­ugu ár­um. Costa Rica hef­ur byggt upp ferða­þjón­ustu með sjálf­bærni að leið­ar­ljósi og er tal­ið vera leið­andi í dag á því sviði. Með­al að­gerða var að friða um fjórð­ung lands­ins, nýta end­ur­nýj­an­lega orku í aukn­um mæli og hefja mark­vissa skóg­rækt til að tryggja líf­fræði­leg­an fjöl­breyti­leika. Pablo Jenk­ins sagði enn­frem­ur að mark­mið­ið er að Costa Rica verði fysta kol­efn­is­hlut­lausa land­ið í heimi en til að það tak­ast þurfa einka- og op­in­beri geir­inn að vinna sam­an til að tak­ast á við þær áskor­an­ir sem fel­ast í því að ná kol­efn­is­hlut­leysi.

„Ég er stund­um spurð að því hvert við­skipta­tæki­fær­ið sé í sjálf­bærni og sam­fé­lags­ábyrgð. Mitt svar er að ég hefði áhuga á að heyra rök­in fyr­ir við­skipta­tæki­fær­inu í öðru. Heim­ur­inn er að breyt­ast hratt, áskor­an­irn­ar sem blasa við okk­ur með t.d. lofts­lags­breyt­ing­um og tækni­þró­un eru gríð­ar­lega stór­ar, en tæki­fær­in eru líka mjög spenn­andi og mörg. Ég tel að við sé­um á rétti leið, líkt og kom fram á ráð­stefn­unni í dag. Verk­efn­ið er að hafa ásetn­ing­in skýr­an, fram­tíð­ar­sýn­ina skýra, efla sam­taka­mátt allra, ein­stak­linga, fyr­ir­tækja og stofn­ana, í átt að auk­inni sjálf­bærni,” seg­ir Hrund Gunn­steins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Festu.

Að ráð­stefn­unni kom öfl­ug­ur hóp­ur ungra kvenna sem hafa mennt­að sig á sviði sjálf­bærni og hafa brenn­andi áhuga á mál­efn­inu. Þær tóku að sér fjöl­breytt verk­efni og sendu frá sér áhuga­verð­ar grein­ar tengd­ar ráð­stefn­unni sem nálg­ast má hér: Mann­leg­ar lausn­ir á mann­gerð­um vanda, Sjálf­bært Ís­land: Ímynd eða bylt­ing?, Ungt fólk vel­ur fyr­ir­tæki sem sýna ábyrgð í verki, 3650 pró­sent hækk­un á kol­efn­is­skött­um nauð­syn­leg og Níu ung­ar kon­ur og sjálf­bærni­ráð­stefn­an.

Hald­ið var ut­an um efni ráð­stefn­unn­ar með skrá­setn­ingu á helstu punkt­um bæði fyr­ir­les­ara og þátt­tak­enda á vinnu­stof­um, sam­an­tekt­ina má nálg­ast hér.

Fleiri mynd­ir frá þess­um magn­aða degi má nálg­ast hér. Ljós­mynd­ari: Ant­on Brink

Stjórn og starfs­fólk Festu eru af­ar þakk­lát öll­um þeim sem mættu og tóku þátt í ráð­stefn­unni með okk­ur – við för­um full af eld­móð og nýj­um sókn­ar­fær­um inn í nýj­an ára­tug.

Hlökk­um til að hitta ykk­ur á Janú­ar­ráð­stefnu Festu 2021.

 

 

Fréttayfirlit