15. janúar 2020

Janú­ar­fréttir Festu

Fyrir­myndar leið­togar, lang­tíma­sjón­armið og samheldni er meðal þess sem lesa má um í frétta­bréfi Festu þennan Janúar mánuð.

  • Hér má nálgast áhug­ar­verðar greinar um tæki­færi í áskor­unum, eftir­sókn­ar­verða hæfni og ábyrgar fjár­fest­ingar.
  • Janú­ar­ráð­stefna Festu sem fer fram 30.janúar er ræki­lega kynnt í frétta­bréfinu og vonumst við til að sjá ykkur sem flest.
  • Gestapenni okkar þennan mánuð er Tómas Möller yfir­lög­fræð­ingur Lífeyr­is­sjóðs Versl­un­ar­manna en hann skrifa um ábyrgar fjár­fest­ingar lífeyr­is­sjóða. Grein Tómasar er einstak­lega áhuga­verð og erum við spennt að kynna hann einnig sem einn af þeim sem mun taka þátt í panel umræðum á Janú­ar­ráð­stefnu Festu.
  • Við bjóðum þá upp á þátt­töku í örstuttri könnun þar sem við leitum eftir áliti ykkar á hvað einkennir fyrir­myndar leið­toga – tekur um 1-2 mínútur að taka þátt.
  • Niður­stöður þjón­ustu­könn­unar Festu 2019 eru kynntar en þar kom fram að 94% þeirra aðild­ar­fé­laga sem svöruðu eru ánægð með aðild sína að Festu.

 

“Að skynja tíðar­andann, að skynja ábyrgð okkar og erindi, að spyrja réttu spurn­ing­anna og að sjá tæki­færi í áskor­unum er vegferðin sem við í breiðu samfé­lagi Festu erum á.” 

Janú­ar­frétta­bréf Festu

Fréttayfirlit