21. nóvember 2019

Íslensk þýðing á ESG

Staðlaráð að frum­kvæði Festu, IcelandSIF og Nasdaq Iceland/Kaup­hall­ar­innar, hefur þýtt fyrir­sagnir ESG leið­bein­inga Nasdaq (ESG Metrics) yfir á íslensku. Circular Solutions og Ábyrgar Lausnir veittu sérfræði­að­stoð við þýðinguna.  Kaup­hallir Nasdaq á Norð­ur­löndum birtu uppfærða útgáfu af leið­bein­ing­unum í mars sl.

ESG (e. Environmental-Social-Govern­ance) skamm­stöf­unin á íslensku er UFS og stendur fyrir þætti í rekstri sem tengjast umhverfi, félags­legum þáttum og stjórn­ar­háttum.

Nálgast má íslenska þýðingu á fyrir­sögnum í ESG/UFS leið­bein­ing­unum hér.

Leið­bein­ing­unum er ætlað að aðstoða fyrir­tæki að birta upplýs­ingar um samfé­lags­ábyrgð; eða umhverf­ismál, félags­lega þætti og stjórn­ar­hætti, á skýran og aðgengi­legan hátt fyrir fjár­festa og aðra hags­muna­aðila. Leið­bein­ing­unum er fyrst og fremst ætlað að hjálpa fyrir­tækjum að koma til móts við auknar kröfur fjár­festa og samfé­lagsins um birt­ingu upplýs­inga er varða samfé­lags­ábyrgð.

Mark­miðið með þýðing­unni yfir á íslensku er að samræma tungu­málið í kringum túlkun og upplýs­inga­gjöf við mat á árangri fyrir­tækja við að fylgja eftir mark­miðum um samfé­lags­ábyrgð.

Fréttayfirlit