21. nóvember 2019

Ís­lensk þýð­ing á ESG

Staðla­ráð að frum­kvæði Festu, Ice­landSIF og Nas­daq Ice­land/Kaup­hall­ar­inn­ar, hef­ur þýtt fyr­ir­sagn­ir ESG leið­bein­inga Nas­daq (ESG Metrics) yf­ir á ís­lensku. Circul­ar Soluti­ons og Ábyrg­ar Lausn­ir veittu sér­fræði­að­stoð við þýð­ing­una.  Kaup­hall­ir Nas­daq á Norð­ur­lönd­um birtu upp­færða út­gáfu af leið­bein­ing­un­um í mars sl.

ESG (e. En­vironmental-Social-Go­vern­ance) skamm­stöf­un­in á ís­lensku er UFS og stend­ur fyr­ir þætti í rekstri sem tengj­ast um­hverfi, fé­lags­leg­um þátt­um og stjórn­ar­hátt­um.

Nálg­ast má ís­lenska þýð­ingu á fyr­ir­sögn­um í ESG/UFS leið­bein­ing­un­um hér.

Leið­bein­ing­un­um er ætl­að að að­stoða fyr­ir­tæki að birta upp­lýs­ing­ar um sam­fé­lags­ábyrgð; eða um­hverf­is­mál, fé­lags­lega þætti og stjórn­ar­hætti, á skýr­an og að­gengi­leg­an hátt fyr­ir fjár­festa og aðra hags­muna­að­ila. Leið­bein­ing­un­um er fyrst og fremst ætl­að að hjálpa fyr­ir­tækj­um að koma til móts við aukn­ar kröf­ur fjár­festa og sam­fé­lags­ins um birt­ingu upp­lýs­inga er varða sam­fé­lags­ábyrgð.

Mark­mið­ið með þýð­ing­unni yf­ir á ís­lensku er að sam­ræma tungu­mál­ið í kring­um túlk­un og upp­lýs­inga­gjöf við mat á ár­angri fyr­ir­tækja við að fylgja eft­ir mark­mið­um um sam­fé­lags­ábyrgð.

Fréttayfirlit