26. september 2019

Frétta­bréf Festu – sept­ember

Heims­markmið Sþ voru kynnt til leiks og sett í fram­kvæmd árið 2015. Það eru 11 ár þangað til við ætlum að ná þeim.
Er 11 ár langur eða stuttur tími?
Hvað gerðist fyrir 11 árum á Íslandi?
Þá var banka­hrun.
Finnst þér langt eða stutt síðan?
– Það er alla vega jafn langt í að við þurfum að ná heims­mark­mið­unum.

Í sept­ember útgáfu frétta­bréfs Festu hvetur Hrund fram­kvæmd­ar­stjóri okkur til að sjá fyrir okkur mögu­leika um bjartari framtíð og hafa hugrekki til að fylgja eftir eigin sann­fær­ingu.

Í frétta­bréfinu má nálgast grein frá Aðal­heiði Snæbjarna­dóttur sérfræð­ingi hjá Lands­bank­anum en bankinn skrifaði fyrr í mánuð­inum undir viðmið um ábyrga banka­starf­semi, en viðmiðun eru sett fram af UNEP FI (United Nations Environment Programme – Finance Initiative) og er markmið þeirra að tengja fjár­mála­starf­semi við heims­markmið Sameinuðu þjóð­anna og París­arsátt­málann. Þá má lesa um Lofts­lags­yf­ir­lýs­ingu Festu og Akur­eyr­ar­bæjar, heims­mark­miðin í Kópa­vogi, Ábyrga ferða­þjón­ustu, auka aðal­fund og tengsla­fund Festu ásamt upplýs­ingum um námskeiðið Hringrás­ar­hag­kerfið í fram­kvæmd sem fram fer í lok október.

Frétta­bréf Festu  – sept­ember

Fréttayfirlit