17. október 2019

Frétta­bréf Festu – október

Gestapenni mánað­arins, Ásdís Nína Magnús­dóttir og Hrund fram­kvæmd­ar­stjóri Festu fjalla í pistlum sínum um mikil­vægi lang­tíma­hugs­unar þegar kemur að því takast á við lofts­lag­breyt­ingar. Þar segir Ásdís með annars:

Það þurfti mikið hugrekki, lang­tíma­hugsun og fram­tíð­arsýn þegar við umbyltum orku­gjöfum á Íslandi og íslenskt atvinnulíf hefur lengi látið sér það nægja að við höfum endur­nýj­an­lega orku­gjafa, en nú er meira krafist af okkur. Við höfum öll tæki­færi til að vera hluti af sögunni um hvernig mann­kynið leysti úr einum umfangs­mesta vanda sem við höfum staðið frammi fyrir.

Í frétta­bréfinu er stiklað á nokkrum af þeim spenn­andi verk­efnum sem Festa hefur verið að sinna á síðustu miss­erum ásamt því að hægt er að kynna sér þá viðburði sem eru á döfunni hjá félaginu.

Þá fögnum við nýjum félögum og bjóðum til spjalls við arininn.

Októ­berfréttir Festu

Fréttayfirlit