20. nóvember 2019

Frétta­bréf Festu – nóvember

Lofts­lags­fundur Festu og Reykja­vík­ur­borgar setur svip sinn á frétta­bréf Festu þennan mánuðinn en fund­urinn fer fram föstu­daginn 29.nóvember og er öllum opinn. Gestapenninn okkar, Hulda Stein­gríms­dóttir umhverf­is­stjóri Lands­spít­alans, fer yfir þau metn­að­ar­fullu markmið sem spít­alinn setti sér í kjölfar þess að skrifa undir Lofts­lags­yf­ir­lýs­ingu Festu og Reykja­vík­ur­borgar. Í pistli fram­kvæmd­ar­stjóra er vitnað í Sigurpál Ingi­bergsson gæða­stjóra Vínbúð­anna þar sem hann segir Lofts­lags­yf­ir­lýs­inguna hafa ” rofið einangrun fyrir­tækja sem eru að vinna að kolefn­is­bók­haldi.

Ánægju­legt er að vísa í frétt um áherslur stjórna lífeyr­is­sjóða þegar kemur að ábyrgum fjár­fest­ingum og sjálf­bærni, þar sem Tómas Möller yfir­lög­fræð­ingur Lífeyr­is­sjóðs Versl­un­ar­manna og stjórn­ar­maður í Festu lagði meðal annars til að þegar hugað er að ábyrgð í rekstri  er í auknu mæli viður­kennt að áherslur skuli leggja á hvernig hagn­að­urinn fyrir­tækja verða til, hvaða fótspor starf­semi þeirra skilur í raun eftir sig.

Í frétta­bréfinu má kynna þá sér viðburði Festu sem eru á döfunni og umfjöllun um þá viðburði sem eru nýaf­staðnir, þá má nálgast hlekki á “Festu í fjöl­miðlum”.

Nóvem­berfréttir Festu.

 

Fréttayfirlit