15. júní 2020

Frétta­bréf Festu – Júní 2020

Við höld­um áfram að fjalla um mik­il­vægi upp­lýs­inga­gjaf­ar og sam­fé­lags­skýrslna í frétta­bréfi Festu núna í Júní, en í síð­ustu viku hlaut Krón­an við­ur­kenn­ingu fyr­ir sam­fé­lags­skýrslu árs­ins, það má lesa allt um það í frétta­bréf­inu.

Magnús Harð­ar­son for­stjóri Nas­daq Ice­land er gestapenni okk­ar og kunn­um við hon­um okk­ar bestu þakk­ir fyr­ir, en Magnús hélt einnig er­indi þeg­ar við­ur­kenn­ing­in fyr­ir sam­fé­lags­skýrslu árs­ins var af­hent við há­tíð­lega at­höfn í Naut­hól. Pist­ill Magnús­ar sem ber heit­ið “Gerð sam­fé­lags­skýrslna er arð­bær iðja” fer yf­ir þær auknu áhersl­ur sem fjár­fest­ar leggja á UFS mál­efni  og hvernig sam­fé­lags­skýrsl­ur eru leið fyr­ir­tækja við að svara aukn­um kröf­um um UFS upp­lýs­ing­ar.

Í leið­ara hvet­ur Hrund okk­ur til þess að vita hvert við vilj­um fara og ekki fara á tím­um óvissu. “Að jafn­vel gefa okk­ur leyfi til að stefna á þá fram­tíð sem okk­ur dreym­ir um. Þá er gott að hafa víð­an sjón­deil­ar­hring, sjá til allra átta og bera skyn­bragð á mögu­leik­ana. Ekki bara suma þeirra. “Höfðu­átt­irn­ar fjór­ar eru þrjár: Suð­ur og Norð­ur” orti Vicente Huido­bro.”

Þá má einnig, í frétta­bréf­inu, kynna sér  ný­upp­færða þýð­ingu á GRI stöðl­um í Leið­ar­vísi Festu, hvað hef­ur ver­ið um að vera á tengsla­fund­um Festu og hringrás­ar­vinnu­stof­ur sem Nordic Innovati­on býð­ur til í haust.

Frétta­bréf Festu – Júní 2020

Magnús Harðarson forstjóri Nasdaq Iceland
Það er merki­legt hversu hratt UFS mál­efni hafa færst frá því að vera „mjúk“ mál á jaðr­in­um yf­ir í að telj­ast grund­vall­ar­at­riði fyr­ir af­komu og áhættu­stýr­ingu fyr­ir­tækja - Magnús Harð­ar­son for­stjóri Nas­daq Ice­land
Fréttayfirlit

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is