24. janúar 2022

Frétta­bréf Festu – Janú­ar 2022

Nálgast má beinan hlekk á Janúarfréttabréf Festu hér: hlekkur

“Við tökum þér fagnandi 2022, fallegt ártal, það hlýtur að boða gott. Hjá Festu byrjar árið með látum, Janúarráðstefna Festu, stærsti sjálfbærniviðburður ársins á Íslandi fer fram í beinni útsendingu á fimm helstu miðlum landsins og facebook síðu Festu, 27. janúar frá kl. 9-12. 

Ráðstefnan í ár ber yfirskriftina Á réttum forsendum og vísar í að framtíð okkar veltur á því að við breytum hagfræðihugsun okkar. Markmiðið er að stuðla að efnahagslegri þróun innan þolmarka jarðar  og jafnari dreifingu verðmæta milli fólks. Ákvarðanir sem við tökum út þennan áratug aðgerða – til 2030 – mun ráða úrslitum um sjálfbæra framtíð mannkyns um ókomna tíð.

Dagskrá ráðstefnunnar í ár er einstaklega þétt, hnitmiðuð og skipuð af fjölbreyttum hópi leiðtoga og sérfræðinga úr ólíkum áttum í íslensku atvinnulífi. Við kynnum til leiks rokkstjörnur á sviði náttúruvísinda og hagfræði, þau Johan Rockström og Kate Raworth, sem ætla að útskýra hvernig þekking á Þolmörkum jarðar (Planetary Boundaries) og Kleinuhringjahagfræðinni geta stuðlað að góðum ákvörðunum til framtíðar.”

Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, ritar leiðara mánaðarins

 

Fréttayfirlit

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is