18. maí 2021

Fræðslupakki – gjöf frá Festu

Við kynn­um með stolti heild­stæð­an fræðslupakka, ykk­ur til af­nota og að kostn­að­ar­lausu. Fræðslupakk­ann unn­um við í góð­um hópi sér­fræð­inga og fyr­ir styrk úr Lofts­lags­sjóði (styrksnúm­er: 200235-5801).

Á síð­asta ári hlaut Festa styrk úr Lofts­lags­sjóði um­hverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins. Styrk­inn sótti Festu um í þeim til­gangi að út­búa fræðslupakka fyr­ir lít­il og með­al­stór fyr­ir­tæki sem eru að hefja sína veg­ferð í lofts­lags­mál­um.

Nú hafa þau tól og tæki lit­ið dags­ins ljós og er það von okk­ar að þessi heild­stæði fræðslupakki ásamt Lofts­lags­mæli Festu, www.clima­tepul­se.is, geti nýst öll­um þeim sem nú huga að sín­um fyrstu skref­um í að móta sér lofts­lags­stefnu, mæla kol­efn­is­spor og draga úr los­un.

Fræðslupakk­inn

Kennslu­mynd­band þar sem Sæv­ar Helgi Braga­son leið­ir þig skref fyr­ir skref í gegn­um notk­un á Lofts­lags­mæli Festu. Hvaða gögn þarftu að hafa til að mæla þitt kol­efn­is­spor og hvar nálg­ast þú þau?

Af hverju er mik­il­vægt að draga úr og mæla kol­efn­is­spor frá rekstri og hvar byrj­um við? Fræðslu­mynd­band þar sem Festa fékk til liðs við sig sér­fræð­inga frá fimm ólík­um að­ild­ar­fé­lög­um sín­um sem lýsa í ör­fá­um orð­um sinni veg­ferð þeg­ar kem­ur að því að setja sér stefnu í lofts­lags­mál­um og mæla kol­efn­is­spor frá rekstri.

Hand­bók fyr­ir smærri fyr­ir­tæki – Stefnu­mót­un í lofts­lags­mál­um og mæl­ing­ar á kol­efn­is­spori. Hvar byrj­ar þú þína veg­ferð og hvernig trygg­ir þú að að­gerð­ir séu mark­viss­ar og skili ár­angri. Hnit­mið­uð hand­bók sem er af­ar ein­föld í notk­un.

Öll gögn fræðslupakk­ans og að­gang­ur að Lofts­lags­mæli Festu eru op­in öll­um og án end­ur­gjalds.

Dr. Snjó­laug Ólafs­dótt­ir kom að vinnu fræðslupakk­ans með Festu og kunn­um við henni okk­ar bestu þakk­ir. Mynd­bönd eru fram­leidd af Sa­hara og hand­bók­in sett upp af Kolof­on.

Það get­ur ver­ið ein­falt að taka stór skref
Fréttayfirlit

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is