25. september 2020

Fjár­fest­ing­ar í þágu sjálf­bærr­ar upp­bygg­ing­ar

Í dag und­ir­rit­uðu Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, fyr­ir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar, og að­il­ar sem fara fyr­ir hátt í 80% af eign­um á ís­lensk­um fjár­mála­mark­aði „Vilja­yf­ir­lýs­ingu um fjár­fest­ing­ar í þágu sjálf­bærr­ar upp­bygg­ing­ar“. Festa – mið­stöð um sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni, Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja (SFF), Lands­sam­tök líf­eyr­is­sjóða (LL) og For­sæt­is­ráðu­neyt­ið unnu að mót­un henn­ar í víð­tæku sam­ráði við full­trúa helstu að­ila á fjár­mála­mark­aði.

Æðstu stjórn­end­ur ólíkra fjár­mála­fyr­ir­tækja, líf­eyr­is­sjóða, banka, spari­sjóða, vá­trygg­inga­fé­laga og fjár­fest­inga­sjóða und­ir­rit­uðu vilja­yf­ir­lýs­ing­una ra­f­rænt. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra und­ir­rit­aði hana fyr­ir hönd ís­lensku rík­is­stjórn­ar­inn­ar á rík­is­stjórn­ar­fundi í Ráð­herra­bú­stað­in­um í dag.

Vilja­yf­ir­lýs­ing­in er ein­stakt fram­tak einka­að­ila og stjórn­valda á for­dæma­laus­um tím­um. Víð­tæk áhrif COVID-19 und­ir­strika enn bet­ur mik­il­vægi þess að hafa sjálf­bærni til hlið­sjón­ar í því upp­bygg­ing­ar­starfi sem framund­an er. Í vilja­yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir að fjár­magn­ið sé mik­il­vægt hreyfiafl í mót­un at­vinnu­lífs og at­vinnu­sköp­un­ar í þeirri upp­bygg­ingu sem framund­an er. Ákvarð­an­ir sem tekn­ar eru í dag munu hafa mik­il áhrif á fram­þró­un næstu ára og því mik­il­vægt að þær séu tekn­ar með sjálf­bærni að leið­ar­ljósi. Með því að nýta fjár­magn með mark­viss­an að­gerð­um er hægt að við­halda sjálf­bærri þró­un og á sama tíma að efla sam­keppn­is­hæfni þjóða og fram­tíð kom­andi kyn­slóða. 

 

Vilja­yf­ir­lýs­ing­una í heild sinni ásamt lista yf­ir undi­rit­un­ar­að­ila má nálg­ast hér.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri LL, Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri SFF
Sam­fé­lags­lega ábyrg hugs­un og sjálf­bær þró­un er rauð­ur þráð­ur í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Við vilj­um að stjórn­völd, fyr­ir­tæki og stofn­an­ir axli ábyrgð og hafi upp­byggi­leg áhrif á sam­fé­lag­ið. Til þess þarf að inn­leiða sjálf­bærni og sam­fé­lags­ábyrgð í all­an rekst­ur. Sú hug­mynda­fræði mun skapa ný tæki­færi og verða afl­gjafi marg­hàtt­aðra fram­fara. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra.

Í vilja­yf­ir­lýs­ing­unni kem­ur fram að tek­ið verð­ur til­lit til al­þjóðlegra skuld­bind­inga Íslands og þeirra við­miða sem íslensk stjórn­völd hafa sett sér. Þar má nefna mark­mið­ið um kol­efn­is­hlut­laust Ísland eigi síðar en árið 2040, markmið Parísar­sam­komu­lags­ins um að dreg­ið verði úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda þannig að hlýnun jarð­ar fari ekki yf­ir 1,5 gráður og heims­markmið Sam­ein­uðu þjóðanna um sjálf­bæra þróun 2030. Eft­ir at­vik­um er einnig lit­ið til ESG/UFS, meg­in­reglna Sam­ein­uðu þjóðanna um ábyrga banka­starf­semi (UN PRB), meg­in­reglna Sam­ein­uðu þjóðanna um ábyrg­ar fjárfest­ing­ar (UN PRI) og UN Global Compact.

 

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, Hrund Gunn­steins­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Festu, Þórey S. Þórð­ar­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri LL og Katrín Júlí­us­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri SFF.
Sam­stillt eru stjórn­völd og fjár­fest­ar miklu bet­ur í stakk bú­inn til að mæta þeim ógn­un­um og virkja þau tæki­færi sem fel­ast í áskor­un­um um að mæta ójafn­vægi í sjálf­bærri þró­un. Tóm­as N. Möller formað­ur Festu.

Festa, líkt og sam­starfs­að­il­ar okk­ar, bind­ur mikl­ar vænt­ing­ar við þetta fram­tak og mun mark­visst til að vilja­yf­ir­lýs­ing­unni eft­ir á vett­vangi Festu.

 

Frétta­til­kynn­ing: Vilja­yf­ir­lýs­ing – Fjár­fest­ing­ar í þágu sjálf­bærr­ar upp­bygg­ing­ar

 

Mynd­ir: for­sæt­is­ráðu­neyt­ið

Fréttayfirlit

Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Mennta­veg­ur 1
101 Reykja­vík
festa@sam­felagsa­byrgd.is